Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 1
i Tvöfaldurl. vinningur JDaanr-®tmtrax Tvöfaldurl. vinningur Góða helgi! FYRROG NU Aldamótastelpur fengu í æsku frí á einhverjum vígstöðvum í bar- áttunni fyrir að verða eftirsótt kvonfang. Þegar þær settust á rúm- stokkinn með fallegu brúðuna sem mamma og pabbi gáfu þeim í jólagjöf gátu þær um stund leitt hugann frá drauminum um háreist brjóst, ljóst, fagurt hár niður að mitti og eiginmann á borð við Ken. Því postulínsbrúður aldamótanna voru BARA dúkkur, ekki fegurðardísin fullmótuð eins og þær sem tóku að berast um miðja öldina undir nöfnunum Cindy, Barbie, June... Sjá bls. 15 VIKUNNAR Þjóðin fær milljarð í skó- inn! Eftir allt sem á und- an er gengið fékk þjóðin það framan í sig frá Kristjáni Ragnarssyni að nú væri von á gjöf, milljarði, til að kaupa haf- rannsóknaskip! Frá útgerðar- mönnum. Grát- og rökkurkór- inn þjóðkunni sem dansað hef- ur á Núllinu svo lengi sem elstu menn muna er nú orðinn að Gleðibankanum og dansar og syngur í hæstu hæðum: Hós- anna heisanna sanna sanna hafrannsóknaskip! Takk Krist- ján og félagar, takk... Mynd: GVA LEIKFÖNG Laugardagur 7. desember 1996 - 79. og 80. árgangur - 335. tölublað MAÐUR ÉG EREKKJ PABBA- PÓLITÍKUS ...segir Hildigunnur Árna- dóttir en viðurkennir samt að hafa svolítið grænt blóð í æðum. Hún flutti ræðu á flokksþingi Framsóknar- manna, þar sem hún skammaði jafnaldra sína fyrir dugleysi. Svo söng hún líka, bæði á flokksþinginu og í sjónvarpþættinum „Á elleftu stundu“, og hrifust þá margir. Hver er þessi stúlka? Sjá bls. 19. KVENLEGUR HEIMSPEKr INGUR Myriam Bat-Yosef er engin venjuleg kona. Listakona sem leið aldrei betur en þegar hún var ólétt. Og hún ætlar að deyja með reisn, þegar hún verður 75 ára.“ Ég vil gera athöfn úr eigin dauða og deyja sem hluti af list minni,“ segir hún. Sjá bls. 17.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.