Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Síða 3
|Dagur-®mrimt Laugardagur 7. desember 1996 - 15
Ekki bara leggur og skel
„Það er svo móðins núorðið að tala um hvað
hér hafi verið lítið af leikföngum,
Bara leggur og skel og kerti og spiL Það var
nú kannski eitthvað fleira...“
Svo mælir Elsa E. Guðjóns-
son, fyrrum deildarstjóri á
Þjóðminjasafninu, en hún,
bóndi hennar og börn gáfu
safninu leikföng og spil þriggja
kynslóða, sem nú er búið að
setja upp til sýningar. Leikföng-
in eru frá því um aldamót og
fram yfir miðja þessa öld og
verða til sýnis fram yfir áramót.
Leikföng hafa ekki tekið
gríðarlegum . breytingum síð-
ustu 100 árin. Hins vegar hafa
börn fyrr á tímum eflaust búið
við meiri „aðstöðumun“ eins og
það myndi kallast í dag enda
voru það einkum þau börn sem
áttu pabba eða frænda í milli-
landasiglingum, nú eða erlenda
ættingja, sem gátu státað af til-
búnum útlenskum leikföngum.
Elsa var alin upp af danskri
móður á borgaralegu heimili og
fékk því sennilega ýmislegt sem
kjallarabörnin komust sjaldan í
tæri við.
Undirrituð (sem er farin að
halla í þrítugt) minnist þess ein-
mitt að hafa öðru hverju komist
í leikfangasafn danskættaðrar
föðursystur sinnar. Og klæði
þeirrar tíðar barbídúkku og út-
búnaður allur var þvílíkt fínerí
að nýtískulegt dótasafnið í
appelsínugula plastkassanum á
4. hæð í Breiðholtsblokkinni
bliknaði við samanburðinn.
Plastdátar
Þó að enn séu það dúkkur, bíl-
ar, byssur, tindátar, lestir
o.s.frv. sem heilla krakka nú
sem fyrr þá hefur efniviðurinn
breyst. Tinið, járnið og tréð hef-
ur vikið fyrir plasti og rafknúin
leikföng komið í stað þeirra
upptrekktu. Dúkkurnar voru
hér áður úr postulíni og taui.
Elstu dúkkuna á sýningunni
fékk móðir Elsu árið 1903 og er
hún með mannshár á höfði, en
ekki hörhár eins og síðar var
notað. „Það er hægt að fara
með hana í lagningu þess
vegna. Það var gert einhvern
tímann." Um ’30 fóru að berast
svokallaðar baby-dúkkur úr
hörðu, glæru plastefni en nú
eru þær flestar ilr plasti.
„Auðvitað hefur orðið þó
nokkur breyting, þú sérð t.d.
ekki nokkra barbídúkku á sýn-
ingunni. Dóttir mín sem fer að
nálgast fimmtugt, slapp alveg
við barbí-týpurnar. Rétt þegar
hún var að hætta að leika sér
með brúður kom svonefnd
Revlon-dúkka með brjóst og í
háhæluðum skóm.“ Ungpíu-
Tvær kynslóðir brúða sjást hér saman og er sú eldri frá 1903 en hin frá 1929. Báðar eru þær í vönduðum, heima-
saumuðum fötum.
Aftur til náttúrunnar
Heilu uppeldiskenningarnar
hafa verið smíðaðar í kringum
það hversu þroskandi það er að
handfjatla leikföng og kubba úr
viði. Samasem-merki hefur
jafnvel verið sett milli spýtu og
þroska en plastinu verið stillt
upp sem andstæðu. Það er
harla ólíklegt að plastið hverfi
úr leikfangaframleiðslunni
enda hefur þetta efni aukið
mjög möguleika manna á hug-
myndaríkum útfærslum á gam-
alkunnugum leikföngum. Börn
hafa sjálfsagt gott af því að
umgangast rekavið og slípaða
trékubba en plastið er, ekki
fremur en spýtan, sökudólgur
forheimskunar. Þá þarf fleira
til. LÓA
dúkkurnar voru fram að því
ekki notaðar í leik heldur til að
koma tísku áleiðis að sögn Elsu.
„Franska tískan var t.d. send til
Ameríku á brúðum."
A sýningunni er eftiriíking af dönskum bóndabæ frá því fyrir 1910 og
smáatriði í bóndabænum, þar eru t.d. húsgögn og búsáhöld.
var
eign móður Elsu. Hugsað var fyrir hverju
Súnasöfnum
fyrir unga ííkla
s
g veit ekki alveg hvað við þurf-
um mikið fó til að koma mið-
stöðinni á fót en það fé sem við
fáum munum við nota,“ segir Jón
Benedikt Hólm, einn af þeim sem
stendur fyrir símsöfnun Félags ungra
fíkla nú um helgina.
Félagið var stofnað fyrir um mán-
uði síðan og stefnir að því að koma á
fót miðstöð þar sem boðið verður
upp á stuðningshópa, félags- og
klúbbastarfsemi, ráðgjafa og fleira
sem ætlað er til að virkja unga fíkla
til þátttöku í lífsdansinum. „Með fé-
laginu er verið að opna nýja leið fyrir
unga fíkla sem vilja ná bata og hafa
löngun til að lifa skemmtilegu og
innihaldsríku lífi án vímuefna. Þetta
er frjáls félagsskapur þar sem eina
skilyrðið fyrir inngöngu er að vera
edrú og fús til framfara og frelsis,"
segir í fréttatilkynningu.
Jón segir að mikil þörf hafi verið
fyrir félagsskap af þessu tagi, sér-
staklega fyrir þá sem eru nýlega
komnir úr meðferð. „Það voru marg-
ir að pukra í sínu horni og vantar
stað þar sem fólk getur komið og
fengið upplýsingar og stuðning. Bak-
föll eru algeng í þessum hópi og oft á
tíðum er það út af félagslegum
ástæðum. Krakkar eru að reyna að
segja skilið við gömlu vinina og
standa ein og óstudd. Getur verið
freistandi að fara aftur í gamla hóp-
inn. Miðstöðin er því aðallega hugsuð
sem félagslegur stuðningur fyrir
þennan hóp.“
Símasöfnunin hófst í gær og
stendur til miðnættis á sunnudag.
Sjálfboðaliðar munu taka við fram-
lögum í síma 552 1800 og verður
svarað í síma frá klukkan 8 um
morguninn til miðnættis. AI
Nýstofnaður félagsskapur, Félag ungra fíkla, stendur fyrir símasöfnun um helgina til styrktar miðstöð
fyrir ungt fólk nýkomið úr vímuefnameðferð. Myn&. pök