Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Page 4
16- Laugardagur 7. desember 1996 jOagur-ðJtntimt
Er fleira til en augaö sér? Er líf eftir dauðann? Kannski
líka fyrir dauðann? Eru skilaboð miðla ímyndanir einar
eða raunveruleg skilaboð að handan? Menn verða sjálf-
sagt seint sammála um svörin. Hitt er víst að áhuginn á
yfirnáttúrulegum fyrirbærum er mikill hér á landi og má
vel greina þennan áhuga íjólabókaflóðinu.
inn?“ í formála bókarinnar greinir hún
frá því að fyrir nokkrum árum hafl hún
séð í þessum dálki vitnað í grein eftir
Friðrik Þórðarson í Þjóðviljanum þar
sem fullyrt er að spíritismi sé liðinn und-
ir lok á íslandi. Þessu átti Jóhanna erfitt
með að trúa og fór því að ræða við fólk.
Kom í ljós að fjöldinn allur af fólki hafði
upplifað ýmsa merkilega hluti og það
varð úr að hún skrásetti nokkrar þess-
ara frásagna.
„Ég er að segja frá því sem er óskýr-
anlegt,“ segir Jóhanna og bætir því við
að bókin sé þrískipt. Fyrsti hlutinn íjalli
um sýnir og heyrnir, sá
næsti um
Líkamningafyrirbrigðin sem sáust á fundum hjá miðlinum Láru þóttu þau stórkostlegustu
sem sést höfðu hjá íslenskum miðli. Systir Clementína, ítölsk nunna, var tíður gestur. (Úr bók-
inni „Ekki dáin - bara flutt“).
Bækurnar „Boðskapur Maríu
um von“ og „Uppgjör við
aldahvörf" hafa báðar að
geyma mikilvæg skilaboð að handan.
drauma og sá þriðji um álfa. „Miklu
fleiri verða varir við svona hluti en þeir
sem vilja viðurkenna það. Það kom mér
á óvart hvað þeir eru margir. Kannski
kom mér líka á óvart hve fólk er ákaf-
lega ófúst að láta hafa eftir sér þó þeir
séu búnir að segja frá undir íjögur augu.
Fólk er hrætt við að tala um þetta.“ Ætli
þetta sé þá oft neikvæð reynsla? „Nei,
yfirleitt er hún jákvæð. Ég held samt
ekki að þetta sé reynsla sem breyti fólki
mikið. Nema þá að það fer meira að
hugsa um þessa hlið tilverunnar."
Én hvað með hana sjálfa? „Ég hef
alltaf trúað að til sé fleira en við sjáum.
Að vísu er ég með þeim ósköpum gerð
að ég hef aldrei getað trúað á álfa en
segi þó álfasögur í bókinni."
Valdabarátta
undirrót ófriðar
Leiðarljós gefur út bækurnar „Boðskap-
ur Maríu um von“ og „Uppgjör við alda-
hvörf' sem báðar hafa að geyma mikil-
vægan boðskap fyrir mannkynið. Sú fyrri
er skrifuð af Byron Kirkwood og er boð-
skapur sem María móðir Jesú er sögð
hafa miðlað í gegn um Önnu Kirkwood.
„María er aðallega að segja okkur að við
þurfum að leggja áherslu á frið innan
fjölskyldnanna. Hún leggur líka mikla
áherslu á að fólk biðji bænir," segir Guð-
rún G. Bergmann hjá Leiðarljósi.
Seinni bókina skrifar K. Martin-Kuri,
sem þekkt er í Bandaríkjunum sem
englakona. Hún er ómyrk í máli þegar
hún skýrir frá því að ef við höldum
óbreyttum lífsháttum sé ekki von á góðu.
Ef við hinsvegar breytum hegðun okkar
til batnaðar megi koma í veg fyrir ýmsar
hamfarir. „Útkoman er eins og svart og
hvítt, myrkur og ljós,“ segir Guðrún.
Ekki síður merkileg er bókin „Tíunda
innsýnin“ sem er sjálfstætt framhald
hinnar vinsælu bókar „Celestinehandrit-
ið“ eftir James Redfield. Sú bók hefur
verið þýdd yfir á 32 tungumál og hefur
selst í yfir fimm milljónum eintaka. „Má
segja að þetta sé bókin sem kom sjálfs-
ræktarbókum inn á almenna metsölu-
Iista,“ segir Guðrún, en nýja bókin, Tí-
unda innsýnin, er þegar komin í hóp vin-
sælustu bóka á íslandi nú fyrir jólin. En
hverskonar bækur eru þetta?
„Báðar bækurnar eru ævintýrasögur
en inn í sögurnar er fléttað nýrri heims-
sýn og nýjum skilningi á því sem er að
geast í lífi okkar,“ útskýrir Guðrún.
„Þetta snýst að miklu leyti um samskipti
fólks, valdabaráttu og hvernig fólk er sí-
fellt að stela orku frá hvort öðru í stað-
inn fyrir að tengja sig inn á alheimsork-
una og hætta þessari valdabaráttu sem
er í rauninni undirrót alls ófriðar í heim-
inum. í seinni bókinni fer hann meira
inn á aðrar víddir. Hvað gerist fyrir fæð-
ingu og eftir dauðann? Hvernig við meg-
um ekki tapa hugsýn okkar um andlega
þenkjandi heim. Við erum andlegar ver-
ur í efnislegum líkama en ekki öfugt.“ AI
Höfundar bókarinnar „Ekki dáin - bara flutt“, þeir Páll Ásgeir Ásgeirsson og Bjarni Guðmars-
son.
Jólabækurnar sem flokka mætti und-
ir dulrænar bækur eiga í rauninni
fátt sameiginlegt annað en að íjalla
allar um efni sem tengist heiminum að
handan á einn eða annan hátt. Skerpla
gefur út „Ekki dáin - bara ílutt“, sem er
saga spíritisma á íslandi frá aldamótum
til stríðsáranna, Skjaldborg gefur úr
bókina „Hvar endar veruleikinn?“, dul-
rænar frásagnir sem Jóhanna Á. Stein-
grímsdóttir skráði, og útgáfufyrirtækið
Leiðarljós gefur út fimm bækur sem all-
ar fjalla um andleg málefni eða sjálfs-
rækt.
Engu nær um
líf eftir dauðann
„Upphaf sögu spíritismans á íslandi má
að vissu leyti rekja til Akureyrar því
upphafsmaðurinn, Einar Kvaran,
var búsettur þar
fyrstu árin eftir alda-
mótin. Þar var hann í
slagtogi við fólk sem
hafði áhuga á þessum
málum og studdi hann í
leit sinni að svörunum,"
segir Páll Ásgeir Ás-
geirsson sem hefur
ásamt Bjarna Guðmars-
syni skráð sögu spíritism-
ans hér á landi frá alda-
mótum og fram að stríðs-
árunum. „Þetta er fjöl-
breytt saga sem kemur víða
við í samfélaginu," segir
Páll. Hugmyndir spírítisma
byggjast á því að líf sé eftir dauðann og
að hægt sé að ná sambandi við framliðið
fólk í gegn um miðla. Sumir vinna eink-
um að því að ná sambandi við framliðna
með miðilsfundum en dulrænar lækning-
ar eru einnig stór hluti af þessum fræð-
um og segir Páll Ásgeir að þær hafi fljótt
orðið gríðarlega vinsælar hér á landi.
Hvorugur höfundanna telja sjálfa sig
vera spíritista heldur segja þeir áhuga
sinn á efninu fyrst og fremst vera sagn-
fræðilegan og félagsfræðilegan. En
breytti bókin einhverju í þeirra eigin
lífsskoðun? „Við erum í sjálfu sér engu
nær um að vita hvort til sé líf eftir dauð-
ann þó við séum búnir að skrifa þessa
bók. Að því leytinu stöndum við í sömu
sporum og áður enda var okkar mark-
mið ekki að sanna neitt né afsanna."
Smátt og stór var kveikjan
Máttur dagblaða er mikill og hafi ein-
hver efast um gildi dálkarins Smátt og
stórt, sem gekk í gamla Degi og hefur
haldið áfram í Degi-Tímanum, ætti sá
hinn sami að endurskoða hug sinn. Það
var a.m.k. þessi dálkur sem varð kveikj-
an að því á sínum tíma að Jóhanna Á.
Steingrímsdóttir fór að ræða við fólk um
dulræna reynslu þeirra. Afraksturinn
má lesa í bókinni „Hvar endar veruleik-
Heimurinn
að handan