Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Side 7
'*r*rh*-
i
i r
r*;
Jlagur-®mTmrt Laugardagur 7. desember 1996 -19
Ég er ekki
pabbapólitíkus
Húti vakti athygli fyrir
vaska ræðumennsku á
flokksþingi Framsóknar-
manna nýlega. Og ekki
minnkaði hrifningin síðar
þegar hún tók lagið fyrir
flokksmenn. Hver er
þessi stúlka?
Hún heitir Hildigunnur
Árnadóttir, er 18 ára,
og stundar nám við
Menntaskólann á Akureyri.
Fædd í Reykjavík en uppalinn í
sveitinni, nánar tiltekið í
Fremsta-Felli í Kinn. Á Akur-
eyri býr hún ásamt systur
sinni, sem einnig er í fram-
haldsskóla, og íbúðin ber þess
greinileg merki að hér búa
nemendur. Stundartöflur upp
mn alla veggi og skrifborðin á
sínum stað.
Hvernig stóð á að hún flutti
þessa ræðu? „Það var hringt í
mig og ég spurð hvort ég væri
fáanleg til að taka þetta að
mér. Mér fannst þetta gott
tækifæri og heiður þannig að
ég sagði já,“ svarar hún; en sú
sem hringdi hafði fylgst með
Hildigunni í ræðumennsku í
skólanum í fyrravetur. Stress-
uð? „Jú, mjög. En samt... Ásdís
María Franklín sagði einhvern
tímann að það væri ekkert mál
að koma fram fyrir fullt af fólki
í Mílanó en erfiðara væri að
koma fram á Akureyri fyrir
framan vini sína og jafnaldra.
Þarna var ég í Háskólabíói fyr-
ir framan 800 manns en fann
strax mjög góðan anda úr
salnum. Þannig að þetta var
bara mjög gott.“
Ábyrgð hinna ungu
í ræðunni kom Hildigunnur inn
á menntamálin og gagnrýndi
þar ýmislegt sem henni fannst
að mætti betur fara. En það er
ekki nóg að skammast út í
ráðamenn að hennar mati.
Unga fólkið þarf líka að taka
ábyrgð og sýna dugnað.
„Auðvitað er til fullt af dug-
legu fólki en mér finnst engu
að síður vanta metnað; virki-
lega framagirni. Að unga fólkið
vilji gera eitthvað fyrir landið
sitt. “ Hún situr við eldhúsborð-
ið, notar hendurnar óspart til
að leggja áherslu á mál sitt, og
augun segja jafnvel meira en
orðin. Hér er komin stúlka
með hugsjón. „Mig langar til
að gera eitthvað til að hjálpa.
Ég veit bara ekki ennþá hvað.“
En ef viljinn og metnaðurinn
er fyrir hendi, er brautin þá
bein og breið fyrir ungt fólk á
íslandi í dag? „Viljinn er auð-
vitað undirstaðan en vegurinn
er grýttur. Því má hins vegar
ekki gleyma að til að fá eitt-
hvað sætt þarf að fara í gegn
um eitthvað súrt. Þetta er
grundvallaratriði en sumir
fatta þetta ekki. Þeim finnst
fínt að fá útborgað um hver
mánaðamót en vilja helst hafa
sem minnst fyrir því. Mér
finnst vanta meiri dugnað,
finnst ég bara sjá það hjá eldra
fólkinu."
Pólitíkin
ekki svo slæm
Er ungt fólk nógu meðvitað?
„Nei, alls ekki. Ég var það í
rauninnni ekki heldur. Þessi
ræða breytti miklu; ég fór að
hugsa.“ Var þá ekkert erfitt að
skrifa hana? „Ég fékk algjöran
hnút í magann í byrjun.
Hringdi um leið í pabba minn.
Alveg týpískt. Hann gerði sér
ferð, elsku karlinn, og við sett-
umst niður saman. Hann kom
meira með spurningar en ég
varð sjá um að hugsa og skrif-
aði ræðuna auðvitað sjálf.“
Líst henni eitthvað á pólitík-
ina? „Hún er ekki svo slæm. í
rauninni er bara gaman að
velta stjórnmálum fyrir sér.“
Þú ert af framsóknarfólki? „Ég
kem ekki af pólitísku heimili. Á
okkur hefur aldrei verið neinn
þrýstingur og ég er ekki
pabbapólitíkus.“ Hún þrætir þó
ekki fyrir að í sér renni grænt
blóð enda ekki ómerkari mað-
ur en sjálfur stofnandi Fram-
sóknarflokksins, Jónas frá
Hriflu, langafabróðir hennar.
En eiga þær samleið, hún og
pólitíkin, í framtíðinni? „Ég er
ekki frá því. Ég er í það
minnsta orðin volg. Framtíðar-
starfið mun ég þó velja með
það í huga að ég geti séð fyrir
mér og mínum og ekki hægt að
treysta á pólitíkina í því sam-
bandi. Svo er það söngurinn,
ég stefni að því að klára söng-
námið.“ Þú söngst einmitt í
flokksþinginu? „Já, ég söng tvö
lög þar. Það var mjög gaman.“
Enginn taugaóstyrkur þar? „Ég
er vön að koma fram. Hef
sungið á árshátíðum, skóla-
skemmtunum, músíktilraunum
og fleira.“
Áhuga á fólki
Söngelskur pólitíkus! Stendur
þá valið á milli stjórnmálanna
og söngsins? „Nei, ég myndi
ekki segja það. Ég er á félags-
fræðibraut og hef alltaf langað
að kynna mér eitthvað í tengsl-
um við sálfræði. Bókmenntir
heilla mig líka. Mig langar tU
að ferðast tíl annarra landa,
kynnast menningu, aðallega
fólki. Ég hef gaman af fólki.
Eitthvað í sambandi við fortíð
hrífur mig, fólk sem hefur átt
erfitt. Mig langar að geta
hjálpað, hlustað og verið tU
staðar. Það er þetta sem ég hef
mestan áhuga á. Mannleg
nálgun og fá að grafa svoh'tið
inn í fólk.“ AI
Vantar
metnað
s
Iokkur unga fólkið vantar
metnað. Það er gegnum
gangandi hugsunarháttur
hjá mörgum okkar að allt
reddist og við ætlumst til
þess að fá allt fyrirhafnar-
laust...
...Vandamálin og erfið-
leikarnir eru til þess að
herða okkur og það þarf
hörku til að stjórna þessu
lajidi sem fljótlega verður í
okkar höndum.
(Úr ræðu Hildigunnar sem hún
flutti á flokksþingi Framsóknar-
flokksins.)
Hildigunnur Árnadóttir: „Ég fékk algjöran hnút í magan í byrjun. Hringdi um leið í pabba minn. Alveg týpískt....“
Mynd: GS