Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Qupperneq 8
20 - Laugardagur 7. desember 1996
iDagur-Œmttrm
Talan þrettán er í augum
þorra manna tákn um
ólán. Það var þó í
græskulausu gríni sem við vor-
um að tala um það okkar á
milli að við þyrftum að losa
okkur við einn úr hópnum til að
losna undan álögunum. Við vor-
um þrettán saman að heíja
helgarferð sem verið hefur fast-
ur dagskrárliður í mörg ár hjá
hjálparsveitinni. Sviplegt slys
átti þó eftir að breyta þessari
ferð á þann hátt að við munum
seint gleyma henni.
Takmarkið var Eyjaíjallajök-
ull. Fyrir valinu varð Grýtu-
tindsleið sem hefst norðvestan
til í Eyjaíjallajökli. Þaðan var
ætlimin að ganga á ijallaskíðum
upp á tind jökulsins, gista í
snjóhúsum eða bara á jöklinum
og skíða svo niður að sunnan-
verðu og að sjálfsögðu enda í
Seljavallalaug.
Börurnar með Kristjáni hffðar um borð f TF-SIF.
Þrettán á ferð
Vantar eina ísöxi
Þegar við komum inn í gilið og
brattinn fór að aukast, kom
fljótlega í ljós að snjórinn var
talsvert harður í brekkunum.
Við urðum íljótlega að gefast
upp á skíðunum og þau voru
því fest á bakpokana. Skrefið
þyngist við þetta og allir taka
upp ísaxirnar sínar. Þá kemur í
Ijós að vegna misskilnings eru
bara tólf ísaxir með í ferðinni
og bílarnir eru farnir. Við látiun
gott heita og höldiun áfram upp
gilið. Það er ekki nema þessi
eina brekka sem er svona brött,
fyrir ofan taka við sléttar jökul-
brekkur sem auðvelt er að
ganga á skíðunum og því engin
þörf fyrir ísaxir. Við förum því í
halarófu og mjökiunst upp gilið.
Snjórinn verður sífellt harðari
og því þræðum við meðfram
klettaveggjunum og reynum að
notfæra okkur gamla skafskafla
þar sem auðveldara er að
sparka spor í hjamið. GUið er
ekki nema um 400 metra hátt
og jafn halli nema að rétt efst í
því er nokkuð brattur kafli.
Þetta flokkast þó fráleitt undir
klifur, þetta er bara brött snjó-
brekka sem á góðum degi er
auðveld uppgöngu.
Ég stoppa við brúnina til að
fylgjast með því að allir komist
heilu og höldnu upp og fer að-
eins til hhðar th að hleypa þeim
fram fyrir. Þá tek ég eftir því að
félagi minn, Kristján Birgisson,
er einn þeirra sem ganga áfram
inn skáhna talsvert á eftir hin-
um og því einn á ferð. Hann var
þá stundina sá eini sem ekki
var með ísexi í hendinni og því
kaha ég th hans að bíða, við
skyldum höggva spor íyrir hóp-
inn aUa leið þó mesti brattinn
væri yfirstaðinn. En Kristján
sem hélt á skíðastöfum í hend-
inni taldi sig öruggan á frekar
sléttum skaflinum. Ég h't undan
og fer að fylgjast með þeim sem
áttu skammt ófarið upp á brún-
ina en heyri þá skyndUega
hróp. Ég h't við og sé að Krist-
ján hefur fallið við, hann renn-
ur niður hallann og stefnir
beint á mig.
Hvað get ég gert?
Gat ég með einhverju móti
stoppað hann? Þegar ég lít við
er hann þegar kominn á nokkra
ferð og ekki langur tími til
stefnu. Ég stóð næst þeim stað
sem hann stefndi að á brúninni.
Þangað voru ekki nema tveir
metrar. Gat ég komið mér fyrir
og gripið í hann? Eldfljótt mat á
aðstæðum sagði nei. Þar sem ég
stóð á brúninni í talsverðum
haUa á steinvölum sem stóðu út
úr þunnum ísnum með kletta-
fláann undir var engin aðstaða
tU að höggva ísexinni á kaf eða
krækja henni bak við stein. Og
ég stóð svo Ula að ég hefði verið
álíka mikil fyrirstaða og snjó-
korn enda Kristján á annað
hundrað kfló með pokanum sín-
um. Gat ég hent mér á hann og
reynt að stöðva okkur báða
með ísexinni minni? Þetta væri
örþrifaráð sem ekki gæfí helm-
ingslíkur á árangri. Ferðin á
honum var þegar orðin of mikil
tU að lfldegt væri að hægt væri
að stöðva sig með ísexi í ísnum
sem var í brekkunni fyrir neð-
an. Niðurstaðan var að ekkert
væri hægt að gera úr því sem
komið var, enda ekki mikiU tími
tU aðgerða.
Ég horfði ekki á eftir Krist-
jáni niður gUið. Ég vissi að
hann myndi þurfa á mér að
halda eins fljótt og auðið væri.
Um leið og ég sé hann renna
framhjá fótunum á mér fram af
brúninni, sný ég mér upp í
brekkuna og fer að taka af mér
bakpokann. Með því að skilja
hann eftir get ég verið fljótari í
Kafli úr bókinni
„Upp á líf og dauða“
sem fjallar um æf-
ingar og alvöru í
starfi björgunar-
sveita. Höfundur er
Björgvin Richards-
son. Millifyrirsagnir
eru blaðsins.
förum en eUa. Einhver sem
horft hafði á eftir Kristjáni segir
mér að hann hafi lent á kletti á
miðri leið, greinUega á mikiUi
ferð því hann hafi kastast frá
honum aftur. Þetta leit ekki vel
út. Ég legg strax af stað niður.
Ég sný andlitinu að brekk-
unni og lappirnar ganga eins og
bullustrokkar upp og niður þeg-
ar ég sparka spor í hjarnið. Að
finna jafnvægi milli þess að fara
hratt og gæta öryggis er erfitt
og freistingin að snúa sér við og
renna sér bara fótskriðu er nær
óyfirstíganleg. En áfram mjak-
ast ég niður brekkuna og kemst
í aðeins mýkri snjó. Þar er hægt
að setjast á rassinn og renna
sér niður.
Ógnvekjandi sjón
Síðustu hundrað metrarnir að
Kristjáni eru teknir á hlaupum.
Þar blasir ógnvekjandi sjón við.
Kristján sem skömmu áður
hafði verið frískur íjallafari,
fuUur af lífsgleði og líkams-
þrótti, lá nú stórslasaður við
fætur mér og þurfti greinilega
að komast á sjúkrahús með
hraði. Ég byrja á því að kanna
lífsmörk, púlsinn er kraftmikill
en nokkuð hraður, hann er að
minnsta kosti ekki í Iosthættu
ennþá vegna blóðleysis. Það er
svoh'tið blóð í snjónum í kring
en ekkert til að hafa áhyggjur
af enn sem komið var. Meðvit-
undarstigið er hins vegar veru-
lega skert, það er eins og hann
sé að svamla við yfirborðið og
heyri í mér annað slagið en
detti út þess á milli. Það var
ekki þörf á frekari skoðun til að
taka ákvörðun, hann þurfti að
komast undir læknishendur
sem fyrst.
Helga Magnúsdóttir, þyrlulæknir, að gera sjúklinginn kláran fyrir hífingu. Myndir: Einar Stefánsson
Ég öskra „þyrlu“ af öllum
kröftum upp gilið og sný hönd-
unum fyrir ofan höfuðið. Þrír
félagar mínir eru á leið niður
gilið og þeir selflytja skilaboðin
upp brekkuna upp á brún.
Hlúð að
hinum slasaða
Ég sneri mér að frekari
skoðun á áverkum Kristjáns.
Hann gat stundum talað við
mig en leið út af þess á milli.
Hann kvartaði yfir miklum verk
í mjöðmunum og yfir kulda.
Hann lá á grúfu í skaflinum og
áræddi ég ekki að hreyfa hann
að sinni. Ég tók púlsinn reglu-
lega og leitaði að áverkum á
hálsi og hrygg. Sem betur fer
fann ég enga og var það léttir,
því mænuáverkar eru það sem
við eigum einna erfiðast með að
varast með takmarkaðan biínað
til fjalla. Fljótlega komu þeir
þrír sem fóru niður á eftir mér.
Jón Haukur Steingrímsson kom
fyrstur og hjálpaði hann mér að
leita að frekari áverkum. Einar
Stefánsson kom næstur og hlut-
verk hans næstu stundirnar var
að fylgjast með meðvitundar-
ástandi og lífsmörkum Kristjáns
og tala við hann. Árni Jónsson
kom síðastur, en hann hafði
komið með bakpokann sinn
með sjúkragögnum og fleiru.
Þegar Árni kom vorum við að
verða tilbúnir til þess að velta
Kristjáni við, en til að takmarka
hreyfmguna vildum við gera
margt í einu. Áður en við
hreyfðum hann vildum við
koma á hann hálsspelku til ör-
yggis þó við hefðum ekki fundið
neina áverka á hálsi. Árni fór
því í það að búa til hálsspelku
úr einangrunardýnu. Kristján
kvartaði mikið undan kulda og
því þurftum við að koma hon-
um ofan í svefnpoka. Það var
best gert með því að velta hon-
um ofan í pokann um leið og
við snerum honum. Þegar háls-
spelkan var komin á sinn stað
stungum við fótunum á honum í
pokann og veltum honum yfir á
bakið. Og þá var bara að bíða
eftir þyrlunni.
Þeir áverkar sem við höfðum
fundið fram að þessu á Krist-
jáni voru töluverð svöðusár á
afturendanum og síðar kom í
Ijós að rifnað hafði inn í enda-
þarm. Olnboginn á vinstri hendi
var mölbrotinn og stóðu bein-
endarnir út úr holdinu á þrem-
ur stöðum. Við vissum að eitt-
hvað var að ökklanum því hann
kvartaði undan verk en gerðum
ekkert í því þar sem hann var
vel spelkaður í ijallaskónum.
Síðar kom í ljós að hann var
kurlbrotinn og öll liðbönd slitin.
Auk þess var ein táin brotin.
Við gerðum okkur grein fyrir að
eitthvað var að mjaðmagrind-
inni en Kristján kvartaði einna
mest undan sársauka í henni.
Þar gátum við h'tið gert nema
reyna að hagræða honum en
mjaðmagrindin reyndist tví-
brotin. Auk ijölda smáskráma
kom síðar í ljós að fimm rifbein
höfðu brotnað og þrír neðstu
hryggjarliðirnir höfðu pressast
saman. Við bjuggum um þau
sár sem við sáum og reyndum
að stöðva blæðingar en að öðru
leyti var það h'tið sem við gátum
gert að svo stöddu.
Og nú tók biðin við. Við
reyndum að láta krakkana uppi
vita hvernig ástandið væri og
fengum að vita á móti að þyrlan
væri á leiðinni.