Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Side 9
íElixgur-Símrátn
Laugardagur 7. desember 1996 - 21
Gítarprestur á Grenjaðarstað
Glaður ómur af gítar-
slœtti og söng bergmál-
aði um hlöðin á prests-
setrinu á Grenjaðar-
stað íAðaldal, þegar
blaðamaður Dags-Tím-
ans átti þar leið um í
sunnudagsbíltúr sínum
um Þingeyjarsýslur um
síðustu helgi. Rétt eins-
og jólasveinninn Gátta-
þefur rann á lyktina af
laufabrauði, gekk
blaðamaður á hljóðið
þar sem börnin í Aðal-
dalnum sungu hátt og
snjallt um jólin og Jesú-
barnið.
Jólaklukkur klingja,
kalda vetrarnótt,
börnin sálma syngja,
sœtt og ofurhljótt.
Að loknum kirkjuskólanum á Grenjaðarstað stilltu skólabörnin sér upp til myndatöku. Svona eru Þingeyingar í
dag. Myndin Sigurður Bogi.
Kirkjugestir voru á ýmsum aldri. Hér sjáum við einn þann yngsta, Guð-
mund Helga Bjarnason frá Aðalbóli. „Hann er stórfrændi minn,“ segir
presturinn.
messað nema tvisvar til þrisvar
á ári. Ekki er ástæða til annars,
enda telur sóknin eklci nema 17
manns.
Enginn messa á að-
fangadagskvöld
„Jú, um þetta leyti fer maður
að huga að ræðunum í jóla-
messunum. Punktar niður hjá
sér ef manni dettur eitthvað í
hug,“ segir Sigurður. Það er
nokkuð óvenjulegt að hann sem
sóknarprestur í stóru sveita-
prestakalli syngur enga messu
á aðfangadagskvöld. Ástæðuna
segir hann hins vegar einfald-
lega vera þá að messur á því
kvöldi henti illa fyrir sveitafólk,
sem bundið sé við mjaltir í íjós-
um sínum langt fram eftir
Litla stúlkan með eldspýturnar. Freyja Steingrímsdóttir kveikir á fyrsta
kertinu í aðventukransinum.
kvöldi. Sinn trúarlega skammt
á því kvöldi fá sóknarbörnin
einfaldlega í útvarpsmessunni.
- Hins vegar er íjölmennt í
messu klerksins á Grenjaðar-
stað þegar hann stígur í stólinn
á jóladag og öðrrnn degi jóla;
hvort heldur er í Nesi, á Einars-
stöðum, Þverá eða á Grenjaðar-
stað. -sbs.
Kirkjuskóli fjórða hvern
sunnudag. Presturinn
efnir til kirkjuskóla fyrir
yngstu sóknarbörnin á fyrsta
sunnudegi í hverjum mánuði.
Fyrir hádegi er samverustund í
Einarsstaðakirkju og eftir há-
degi á Grenjaðarstað. Farið er
með bænir, sungið er saman,
farið í leiki og sitthvað fleira.
Þessu kirkjustarfi stjórnar gít-
arleikarinn og sóknarprestur-
inn sr. Sigurður Ægisson, sem
þjónað hefur í þessu prestakalli
nú í tæplega tvö ár.
„Það er enginn prestur með-
al jafningja sinna,
nema hann sé með
mikið og gott
barnastarf í sinni
sókn. Við þennan
þátt kirkjustarfsins
er sífellt meiri rækt
lögð við. Oft byrjar
barnastarfið hér í
sókninni með mæt-
ingu um 50 barna,
en þegar h'ður á
veturinn þynnist
hópurinn oft. Fer
kannski niður í 30 til 40 börn
þegar komið er fram yfir ára-
mót,“ segir hann.
Um 700 sóknarbörn
í Grenjaðarstaðarprestakalli,
sem telur um 700 sóknarbörn,
er messað Qórðu
hverja helgi, það
er síðustu helgi
hvers mánaðar.
Messur eru sungn-
ar í Nesi, á Grenj-
aðarstað og á Ein-
arsstöðum. Annan
hvern mánuð eru
sungnar íjöl-
skyldumessur og
þá er áherslum í
helgihaldinu hag-
að þannig að öll-
um aldurshópum verði boð-
skapurinn auðskiljanlegur. - I
ijórðu kirkjunni í prestakallinu,
að Þverá í Laxárdal, er ekki
„Það er enginn
prestur meðal
jafningja sinna,
nema hann sé
með mikið og
gott barnastarf í
sinni sókn. “