Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Page 14
26 - Laugardagur 7. desember 1996
ÍDagur-'2Knmm
*
Savarin m/ávöxtum
1 dl mjólk
25 g ger
100 g smjör
2 egg
225 g hveiti
2 msk. sykur
4 msk. aprikósumarmelaði
Sykurlögur:
l'A dl vatn
125 g sykur
1 dl appelsínulíkjör, romm
eða Grand Mamier
Ávextir (aprikósur eða
ferskjur; jarðarber)
Gerið er hrært út í ylvolga
^Dagur-'Stmtrm
mjólkina. Smjörið mulið saman
við hveitið; mjólk-gerblöndunni,
eggjum og sykrinum bætt út í
og hrært vel saman. Deigið látið
hefast í ca. 1 klst. Deigið tekið
upp og helmingur þess settur í
vel smurt hringform. Aprikósu-
marmelaði smurt yfir deigið og
hinn helmingurinn settur yfir.
Kakan látin hefast í 20 mín. og
svo bökuð við 200“ í 15-20 mín.
í miðjum ofninum. Sykurlögur-
inn, vatnið og sykurinn látið
sjóða saman í potti (ekki með
hlemminum á) þar til það
þykknar. Þá er bætt út í líkjörn-
um eða romminu. Kakan stung-
in hér og þar með gaffli og sett
aftur í formið. Leginum hellt yf-
ir og kakan látin bíða í forminu
til næsta dags. Kakan sett á fat,
skreytt með þeyttum rjóma.
Amerískar pönnukökur, þykkar og matarmiklar með sýrópi og
meðlæti, bakaðar í sal, sérstaklega fyrír þig, alla daga.
Þetta veröa allir að smakka!
Hlaðborð laugardaga og sunnudaga,
kaffi og heibuhlaðborð með súpu.
Blómaskálann við Hrafnagil
Ávextir settir innan í hringinn
og afgangurinn borinn með í
skál.
Súpa með brauðhornum
Heit og góð í hádeginu
75 g smjör
175 g músaðar soðnar kart-
öflur
1 tsk. rifið sítrónuhýði
25 g ger
1 dl kartöflusoð (vatnið sem
skrœldar kartöflurnar voru
soðnar í)
/ tsk. salt
300 g hveiti
Smjörið er brætt, hrært með
músuðum kartöflunum, sí-
trónuhýðinu og vatninu. Gerinu
bætt út í þegar þetta er ylvolgt
(Gerið má líka hræra út í yl-
volgu vatninu). Hveitinu bætt út
í og hnoðað mjúkt deig. Látið
hefast í ca. 1 klst. Deiginu skipt
í tvo hluta og flattar út tvær
kringlóttar kökur. Hver kaka
skorin í 8 þríhyrninga, sem
vafðir eru saman frá breiðari
endanum, sett á bökunarpapp-
írsklædda pönnu, látin hefast í
ca. 30 mín. Hornin smurð með
hrærðu eggi og bökuð við 200“ í
15-20 mín.
Fljótlagaður eftirréttur
15 möndlumakkarónukökur,
muldar smátt
2 dl eplamauk
2 dl þeyttur rjómi
1 tsk. rifsberjahlaup
Eins og ])iá vitið þá koma jólasveinarnir í keimsókn til KEA á
ári. Þeir skemmta í verslunum KEA og syngja og spila.
En jólasveinar vilja líka senda ykkur jólakort, kvar svo sem b
á félagssvæði KEA. Ef ])ú skrifar nam, keimili og aldur kér f
neðan, klippir út miðann og stingur konum í umslag og merl
svona:
Fulltrúi jólasveinanna, KEA aðalskrifstofa, 600 Akureyri
]>á færð pú jólakort f rá jólasveininum.
Þú verður að setja Lréfið í póst ekki síáar en 13. desemker.
iverju
Aldur
jolasveinanna
Nafn: Aldur
Heimili: Sími
Póstfang: Staður:
Undirskrift foreldris/forráðamanns:
Þetta er sett í skál. Til
skrauts eru höfð jarðarber eða
raspað súkkulaði.
Kornflextoppar
150 g suðusúkkulaði brætt við
vægan hita eða yfir vatnsbaði.
Kornflexi, gróft muldu, hrært
saman við. Látið samlagast og
sett með tveim teskeiðum í h'til
bréfform. Látið standa á köld-
um stað eða kæliskáp þar til á
að bera það fram.
Ananaskaka m/ávöxtum
4 egg
250 g hveiti
250gsykur
250 g mjúkt Ljómasmjörlíki
1 tsk. lyftiduft
1 dl ananassafi
4 sneiðar ananas í litlum bit-
um
1 dl saxaðar rúsínur
1 dl saxaðar, smátt þurrkað-
ar aprikósur
Hrærið vel saman smjörlíkið
og sykurinn. Bætið eggjunum út
í einu í senn, hrærið vel á milli.
Ávöxtunum bætt út í ásamt
hveiti, lyftidufti og ananassafa.
Deigið sett í vel smurt raspi
stráð form. Kakan bökuð við
180“ í ca. 1 klst. og 15 mín.
Prufið með prjóni hvort kakan
er bökuð. Ef ekkert deig loðir
við pijóninn, er kakan bökuð.
Annars verður hún að vera
smástund lengur í ofninum.
GÓÐUR FORRÉTTUR
Egg með túnfiski
6 harðsoðin egg
1 dós túnfiskur
2 msk. majones
Púrrulaukur
Salatblöð
Eggin skorin til helminga á
lengri hliðina. Eggjarauðurnar
teknar úr og músaðar saman
með túnfiskinum og smávegis
majonesi eða ijóma. Eggja-
helmingamir settir á fat, sem
salatblöðum hefur verið raðað
á. Skerið neðan af egginu, svo
það liggi betur á fatinu. Spraut-
ið svo fyllingunni í holurnar á
eggjunum.
óð ráð
Svona búum við til
sprautupoka
Við klippum bökunarpappír
ferkantað á stærð við stóra
eða litla servíettu eftir því
hve stóran við viljum hafa
pokann. Brjótum svo í þrí-
hyrning og vefjum saman í
horn. Vafið er þéttara eða
lausara að neðan eftir því
hve við viljum hafa túðuna
stóra.