Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ&VfSIR. FIMMTUDAGUR3. DESEMBER 1981. Björgvin Guðmundsson borgarráðsmaður Alþýðuflokksins: Býst við því að Davíd verði borgarstjóraefni - hefði varla verið hægt að ganga fram hjá Albert ef hann hefði orðið efstur Björgvin Guflmundsson: Kvennalisli gæli fengifl oddaaðstöðu í borgar- stjórn. Framboðslisti umhverfis- verndarsinna gæti komifl fram. „Þessi úrslit eru, að því er varðar efsta sætið, eins og ég átti von á,” sagði Björgvin Guðmundsson borgarráðsmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík er DV bað hann að lýsa áliti sínu á nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. ,,Ég reiknaði með því að Davíð Oddsson yrði hlutskarpastur, þar sem hann hafði verið kosinn leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins. Það kom mér hins vegar nokkuð á óvart að Markús Örn Antonsson yrði í öðru sæti. Þó hafði maður heyrt að hin skörpu átök Alberts og Davíðs leiddu til þess að þriðji maður kæmi upp og þá annað hvort Markús örn eða Magnús L. Sveinsson. Samt sem áður reiknaði ég með Albert Guðmundssyni í öðru sæti ef hann næði ekki því fyrsta. Ég býst við að Davíð verði borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Þótt mjótt sé á mununum þegar litið er á efstu sætin er líklegt að flokkurinn velji þann mann sem efstur varð. Það hefði varla verið hægt að ganga fram hjá Albert, ef hann hefði orðið efstur, þótt hann mæti andstöðu ýmissa manna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Þessi listi, sem virðist vera að fæðast, þ.e. þau 12 sæti sem þegar hafa verið birt, boðar litla breidd. Það er litið af fulltrúum atvinnu- lífsins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherzlu á það áður að halda mikilli breidd fulltrúa atvinnulífsins á listum sínum, en nú eru atvinnustjórnmála- menn mest áberandi. Þá á ég von á því að fylgjendum Sjálfstæðisflokks- ins finnist vanta konur á þennan lista. Fjölgun borgarfulltrúa í 21 minnk- ar möguleikana á því að flokkur eða flokkasamsteypur nái meirihluta á minnihluta atkvæða. En slík fjölgun auðveldar fleiri framboð. Það virðist nokkuð ákveðið að kvenna- listi verður í boði og framboðslisti umhverfisverndarsinna gæti komið fram. Ég skal ekki segja um hvað slíkir listar gætu gert. Kvennalisti dregur að öllum líkindum fylgi frá öllum flokkum og gæti fengið odda- aðstöðu i borgarstjórn. Slíkur listi þyrfti ekki nema 1—2 menn til þess. Hins vegar ætti að vera búið að af- sanna þá kenningu Sjálfstæðisflokks- ins að allt fari í glundroða ef hann missti meirihluta sinn í Reykjavík.” -JH. Kristján Benediktsson borgarráðsmaður Framsóknarflokksins: „ÞETTA ER ÞEIRRA MAL” — en sjónarsviptir að ýmsum þeirra sem hætta í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisfiokksins „Ég get ekki „kommenterað” á það,” sagði Kristján Benediktsson borgarráðsmaður Framsóknar- flokksins er DV bað hann að lýsa áliti sínu á niðurstöðum prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins. „Þetta er þeirra mál.” „Mér finnst hins vegar sjónar- sviptir að ýmsum þeim, sem nú hætta i borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins, mönnum, sem ég hef lengi starfað með. Hið unga fólk, sem kemur í staðinn er óreynt, en getur að sjálfsögðu reynzt vel.” -JH. Kristján Benediktsson: „Ég gel ekki „kommenterað” á þafl.” Ólafur Kagnarsson afhendir forsætisráflherra fyrsta eintakifl. Samtalsbókin við dr. Gunnar Thor- oddsen komin út —Ólaf ur Ragnarsson ræðir við forsætisráðherra Samtalsbók Ólafs Ragnarssonar við dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra kom út í gær. Bókin ber einfaldlega heitið Gunnar Thoroddsen, Óhætt er að segja að margir hafi beðið spenntir útkomu þessarar bókar. Um tíma var óttazt að hún „brynni inni” vegna verkfalls bókagerðar- manna en raunin hefur orðið önnur. Og það sem meira er, í bókina hefur verið bætt kafla um nýorðna atburði á stjórnmálasviðinu, landsþing Sjálf- stæðisflokksins. Það mun hafa verið um mitt sl. sumar sem Ólafur kom að máli við Gunnar og nefndi hugmynd sína við hann. Eftir nokkurn umhugsunartíma sló Gunnar til. Tók Ólafur síðan viðtöl sín við hann, mestmegnis sl. haust, og þá oftast nær í ró og næði á Þingvöllum. Gunnar Thoroddsen sagði á fundi með fréttamönnum í tiltefni af útkomu bókarinnar í gær að hún væri þættir um einstök mál en ekki samfelld ævisaga. Hefði hann sjálfur jafnvel hug á því að skrifa eigin endurminning- ar síðar. Að sögn Ólafs Ragnarssonar, skýrir Gunnar í bókinni á hreinskilnislegan hátt frá mörgum málum á sínum langa stjórnmálaferli og vitnar m.a. til einka- samtala við ýmsa þjóðkunna menn. Megi í bókinni finna ýmislegt sem ekki hafi áður komið fram fyrir sjónir al- mennings. Vaka, fyirtæki Ólafs Ragnarssonar, gefur bókina út. Hún er 320 blaðsíður að stærð, skiptist í 15 efniskafla, og kostar kr. 356 út úr búð. Fjöldi mynda er í bókinni. Þess má geta að sunnudaginn 13. desember verður bókakynning í Norræna húsinu á vegum Vöku. Verður þá lesið úr bókinni en í framhaldi af því mun Gunnar Thoroddsen svara fyrirspurnum. -KMU. Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Dagblöð eiga að taka breytingum Eðlilegt er að samruni Dagblaðsins og Vísis kunni að mælast misjafniega fyrir, einkum hjá þeim aðilum, sem hafa talið sér hag í því að dagblöðin væru Ivö síðdegis. Verður þó ekki annafl sagt en þeir skynsamari hafi tekið breylingunni vel, enda er augljósl mál afl eiti slerkl sifldegisblað er mikils- verðara um alla hluli en tvö blöð, sem þurfa að berjast um takmarkaðan kaupendamarkað. Það rask sem fylgl hefur i kjölfarifl er óhjákvæmilegt, þótt það í sjálfu sér geti verifl erfitt. Enginn gerir afl gamni sínu að valda einstaklingum erfiðleikum, en alveg er eins og einskonar óknyttir liggi til grundvallar, þegar hagsmunafélög eru að samþykkja ávitur út af samrunanum. Hvað hinn almenna kaupanda snertir, þá mun eitthvað hafa borið á því afl þeir telji að breytingin hafi orðið of einhliða. Hafa andstæðingar breytingarinnar verið fljótir að finna flöt á slíku tali, og staflhæfa fullum fetum, að Vísir hafi verið innlimaður í Dagblaðið eða eitthvað í þá áttina. Svarthöfði var á sínum tíma ekki talinn neinn sérstakur Dagblaðsmaður, en hann er fullkomlega sáttur við þann blæ, sem er á nýja blaðinu, og veit að ekki er fótur fyrir því að eitt blaðið hafi verið innlimað i annað. Raufli iiturinn á nýja blaðinu heldur sér frá Dagblaðinu. Stafar það einfaldlega af því, afl raufli liturinn er bjartari og hressilegri en sá blái, einkum þegar hann er kominn í bland vifl prent- svertuna. Þá hefur verifl bent á að fleira í útliti nýja blaðsins minni meira á Dagblaðið en Vísi og er þar átt við lelrið. Þetta er alveg rétt, en getur varla oröið að undirstöðu mikils metnaðartals. Sannleikurinn er sá, afl nýja blaflið er sett í prentsmiðju Hilmis hf„ sem Dagblaðið var sett í áður, og má öllum vera Ijóst að leturstofn þeirr- ar prentsmiðju setur sín einkenni á nýja blaðifl. Þannig á þetta mál sinar skýringar. Að öðru leyti er um samsteypu að ræða, sem enn er i mótun og mun vonandi taka einhverjum breytingum á hverju ári sem nýja blaflifl kemur út. Það er nú einu sinni lífsmerki blaða, að þau standi ekki í stafl árum eða ár- tugum saman og verfli ekki að vana eða kæk, sem maður opnar tilfinningalaust og lokar enn tilfinningalausar. Er þess að vænta að Dagblaðið & Vísir verði blað stöðugra breytinga og nýjunga, sem koma okkur á óvart, og forustublafl i blaflaheiminum, hvað það snertir. Tfminn hefur t.d. gengið i gegnum nokkrar breytingar afl undan- förnu og hafa þær allar verið til góðs. Þannig vinna þeir mest á, sem sýna eitthvert þrek i hlaðaútgáfunni, í stað þess að halla sér á tapreksturssængina meðnudd og nöldur fyrir dúsu. Samruni síðdegisblaðannu og þær æskilegu breytingar sem honum fylgja geta orðið umhugsunarefni öðrum og hvati til jákvæðra viðbragða. Áður er Tímans getið en Morgunblaðið, Þjóðviljinn og Alþýðublaöið hefðu einnig gott af andlitslyftingu, svo lengi hafa þau setið í sama farinu útlitslega séð. Áð vísu mun sú regla gilda um Morgunblaðið, að fyrst fjörutíu þúsund kaupa það eins og það er, væri fáránlegt aö breyta útlitinu í stór- vægilegum atriðum. Tíminn, sem var kominn neðarlega í útbreiðslu, átti engan annan kost en að breyta. Þjóðviljinn var á sínum tíma fremur gott blað útlitslega séð, en þyrfti á breytingum að halda og eins er um Alþýðublaðið, sem verkar nú nánasl sem sendibréf. Þannig ættu blaðstjórar að iita í eigin barm áður en þeir býsnast mikifl meira út af sjálfsögflum samruna virtra og öflugra sífldegisblaða. Svarthöfði. 1 WIAÐIÐ'm ' írjalst, aháð dagblað i I i 8 i * Leédnri Kjallarw SvarMfði Lesendabréf SHH> 1611 Imlemiar fréttir 12.13,26 11 • Neytenda- siður — tHMi.ll.lS Ericndar DagMaðiöogVísirwröaHtt Sameinaö og stærra blað á markaðinn tyni» >in» i gte* «jð«t «* |*e«* s*»:.i>tsnui**. ttm vw «■»£ tt iötpuw ÉyfjnvijttM* Mim Í V«*« t SKÍII hraík*f hta&n vfc>J , «***»?« >r> ■■■> >■-■ »f »»,>**wrow j«.i Wa<N. *rw s**reU»> >>*!» fcér » T"** bóe«|«m:a<a4í>vð».t< *.«>-»< <> <««*» —.«■ M fréttir \ -tHWt.lMí m • m Eriendgrein Hl m ->ÍÍM>.1S • W:> sæ ; Iþróttir - u i Fáik >>áM>.24 I •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.