Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Page 15
DAGBLAD1Ð& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. 15 leigu þeirra er búa úti á landi og ferðakostnað í kjördæmum okkar. Ég nenni ekki að uppfræða frúna um það, því ég veit að hún skilur það ekki, að þar er um hreina endur- greiðslu að ræða á útlögðum kostnaði s.s. almennt gerist. Ég segi þetta ekki til að væna frúna um heimsku — heldur aðeins vegna þess að ég veit of vel um þetta trúaratriði alltof margra og trú þeirra læt ég friðhelga. En þegar kemur að þvi, að við al- þingismenn höfum hækkað kaup okkar í fyrra þá veit frúin áreiðanlega betur, nema hún fylgist aldrei með neinu nema því sem lætur eyrum hennar nógu vel. Forsetar þingsins — þ.á m. er ég nú í augnablikinu — gengust fyrir því ásamt formönnum þingflokkanna að breyta lögum um ákvörðun þing- fararkaups á þann veg, að Kjaradóm- ur kvæði þar á um í stað fyrri laga um ákveðna viðmiðun, sem kaup þingmanna skyldi miðast við. Það var því hlutlaus Kjaradómur sem ákvað hækkun þingfararkaups og ákvað raunar allar greiðslur til þing- manna. Aðalheiður verður því að beina geiri sínum að Kjaradómi hvað þetta snertir. Þar komu þingmenn hvergi nærri, Aðalheiður mín. Og vel máttu hugsa um það, að meðan þing- menn sáu um þetta sjálfir, að vísu með ákveðna lagaviðmiðun að leiðar- Ijósi, þá hækkuðu laun þingmanna miklu minna en nú við ákvörðun Kjaradóms — miklu minna. Allt framhaldið um hræsnina og tvöfeldnina og kýrhausinn hennar Aðalheiðar eiga því ekkert skylt við staðreyndir og tjóar því ekki að tala við hana um þessi mál á neinum vitrænum grundvelli. Þessa trú sína verður hún að eiga, ef hún vill og sælir eru þeir sem trúa einhverju í einlægni, þó á röngum forsendum sé trúin byggð. Svo skal ég gefa frúnni að endingu góða eink- unn fyrir stíl og orðaforða, en um leið hlýt ég að samhryggjast svo orð- glaðri og orðhagri konu með þekk- ingarskortinn, sem skín hvarvetna í gegn, því miður. En hún er hvergi nærri ein um þetta og mörg verri dæmi má finna um það hjá. þeim, sem miklu betri hafa upplýsingar og þekkingu en blessuð frúin hefur greinilega. Verði það þér huggun og lifðu áfram vel í þeirri trú að þú sért að fórna þér fyrir þessa landsbyggðar- ómaga. Þjáning af því tagi veitir oft sælutilfinningu, og þeirrar tilfinningar ann ég þér svo sannar- lega. En hljóttu samt betri heilsu en fram gengur af grein þinni. Ekki mun af veita. Helgi Seljan alþingismaður. Jólatilboö sem hlustandi er á SL—B202 Einn af hinum frægu TECHNICS spilurum. Hálfsjálf- virkur með hraðafínstiili og stjórnborði fyrir utan lokið. ST-ZllL Étvarps, 3 bylgjur, FM stereo, MW, LW með útsendingarnæmnisljósum. RS-M205 Kassettutæki. Framhlaðið með snertitökkum, fyrir allar tegundir af spólum og með DOLBY. Svið 20— 17.000. SU-211 Stereomagnari 2X25 sínusvött við 8 ohm á sviðinu 20—20.000 (lægsta vatta tala). Toppmagnari með öllum ' tengimöguleikum og flúorsent Ijósum. SB-3030 Hátalarar 50 sínusvött (75 músik), 3 hátalarar, hátiðni, miðtóna og bassi. SH-553 Viðarskápur á hjólum og með glerhurð. Verö aöeins kr, 11.674 staögr. ■ ■ JAPIS BRAUT ARHOLTI2. - SÍMl 27133 SÉRHÆFÐ HLJÓMTÆKJAVERSLUN STOB í kvöld — 18 umferðir Só/ar/andaferð frá Útsýn oingó PHIUPS kann tökin á tækninni Borðtennissamband íslands heldur stórbingó í Sigtúni fimmtudag 3. des. og hefst kl. 20.30. Húsifi opnað kl. 19.15. FRÁBÆRIR VINNINGAR, meðal annars Philips HiFi hljómtæki og Bose hátalarar, Philips litsjónvarpstæki, Philips og Kenwood heimilistæki og Superia reiðhjól. Heildarverðmæti vinninga um kr. 65 þús. (6,5 millj. g. kr.) Gófiir aukavinningar. Verfi ó spjaldi kr. 30.- Ókeypis aðgangur. Spilaðar 18 umferðir, auk sórstaks leikf angabingós fyrcr yngri kynslóðina. Mætið vel og stundvíslega. Borðtennissamband ísiands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.