Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. Nýtt stórveldi? Það má sjálfsagt kalla það kaldhæðni örlaganna að síðasta grein mín, sem fjallaði m.a. um nauðsynlegt frelsi og samkeppni fjölmiðla, skyldi birtast í fyrsta tölublaði Dagblaðsins & Vísis. i einu vetfangi var samkeppni á síðdegisblaðamarkaðnum íslenska þurrkuð út og eftir stendur sameinað blað. Ekki fer hjá því að hugurinn hvarfli örlitið til sameiningar annarra fyrirtækja og áhrif hennar á þjónustuna, hvað þá til þeirra fyrirtækja, sem aldrei hafa misst sína einokun. En ég ætla ekki að vera með neitt svartagallsraus. Þetta nýja blað á svo sannarlega rétt á að sanna tilverurétt sinn og það á ekki að dæma fyrirfram. Hins vegar fer ekki hjá því að menn sem bæði hafa áhuga á fjölmiðlun og þjóðmálum velti fyrir sér orsökum og afleiðingum. Af því bara Auðvitað hafa forsvarsmenn hins nýja blaðs og síðdegisblaðanna sálugu oft verið spurðir að þvi síðustu daga hvers vegna blöðin hafi verið sameinuð. Einhvern veginn hefi ég aldrei fundið neitt annað út úrsvörum þeirrai en það. sem börnin orða svo vel, þegai |t.m eiga erfitt með að færa rök fyrir sinu máli: Af þvi bara. Menn hafa talað um að tilraun með tvö síðdegisblöð hafi tekist svo vel og það hafi sannast svo rækilega, að það hafi á sínum tíma verið rétt að hafa það þannig, að nú sé allt i lagi að liafa það bara eitt. Mínir gömlu lærifeður og hvoru lagi. Þetta er hárrétt, spurningin er bara hvort það verði i tímans rás talið nauðsynlegt, nú þegar sam- keppnisaðstaðan hefur breyst. Kjallarinn Magnús Bjamfreðsson Enginn þarf að velkjast í vafa um þjóðmálaskoðanir þeirra manna sem eiga blöðin og ritstýra þeim. Samkeppnin hefur hins vegar haft það í för með sér, að stjórnmálaskrif síðdegisblaðanna hafa ekki ávallt verið á flokkslínum. Hefur raunar verið býsna skemmtilegt á stundum að fylgjast með jafnvægisæfingum rit- stjóranna, þegar öðrum hefur fundist Magnús Bjarnfreðsson fjailar hér um sameiningu síðdegisblaðanna og segir: „Þetta nýja blað á svo sannarlega rétt á að sanna tilverurétt sinn og það á ekki að dæma fyrirfram. Hins vegar fer ekki hjá því að menn sem bæði hafa áhuga á fjölmiðlun og þjóðmálum velti fyrir sér orsökum og afleiðingum....” hinn of hallur undir flokkinn, eða i það minnsta getað haldið því fram að svo hafi verið. Þá hefur því óspart verið veifað að frjálslyndinu sé misskipt á síðdegi. Nú verður þetta aðhald úr sögunni — óhagræði munu væntanlega sumir hugsa. Því er sá möguleiki vissulega fyrir hendi að hið nýja blað verði miklu harðsoðnara hægra blað en hin tvö voru, raunar bæði í stjórnmála- skrifum og öðru efnisvali. En við skulum sjá hvað setur. Pólitfskar afleiðingar Eftir er þá að meta hverjar aðrar pólitiskar afleiðingar samruni blaðanna kann að hafa í för með ser. Þær geta vissulega orðið miklar. Það sem mönnum verður strax starsýnt á er að aðstaða ríkisstjórnararms Sjálf- stæðisflokksins kann að breytast. Enda þótt Dagblaðið hafi lagt mikla áherslu á að það væri frjálst og óháð hafa menn talið sig finna þess mörg merki að það væri stuðningsblað ríkisstjórnarinnar og þá einkum og sér í lagi þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem hana styður. Illa verður því trúað að hið nýja blað hossi honum hátt, að minnsta kosti verður það tæplega með samþykki allra eigenda þess. Það kann því svo að fara að ríkisstjórnin missi nú innhlaup í fjölmiðil sem hún má illa vera án,m þegar væntanlega þarf enn að leita á náðir þjóðarinnar um þolinmæði á áramótum og út- mánuðum. í raun er ekki fráleitt að álykta, að örlög ríkisstjórnarinnar geti verið í höndum þeirra, sem hafa mikil áhrif á skoðanamótun í vinnustöðum með eina síðdegisblaðinu. Þá er þess ógetið, að hið nýja blað kann að verða örlagavaldur í Sjálf- stæðisflokknum. Jafn illa og sumum eigenda blaðsins kann að vera við að sjá í því hól um ríkisstjórnina, kann öðrum eigendum að vera við hástemmt hrós um flokksformanninn. Afleiðingin kann því að verða sú að hið nýja blað verði fulltrúi „þriðja aflsins” í flokknum, manna sem sættast á að láta gamlar erjur og oddvita lönd og leið og finna nýjar leiðir og foringja. Fari svo kann hér að vera fætt mesta stórveldi í íslenskri pólitik næstu árin. Magnús Bjarnfreösson. „Á íslandi hefur verið rekin misheppnuð skólastefna um árabil,” segir dr. Bragi' Jósepsson. Allt fram til 1930 var Miðbæjar- barnaskólinn eini barnaskólinn I Reykjavík, en það ár tók Austurbæj- arskólinn til starfa og hverfaskipting hófst. í dag eru 24 grunnskólar í Reykjavík og eru þeir staðsettir vitt og breitt um borgina, og þjóna hver um sig, tilteknu borgarhverfi. í þessu efni er þó ákveðinn sveigjanleiki þannig að reynt er að koma til móts við óskir foreldra skólabarna þegar sérstaklega stendur á. í þessum 24 grunnskólum borgar- innar eru um 12.800 nemendur í tíu árgöngum, þ.e.a.s. 1. til 9. bekkur auk sex ára barna. Fjöldi nemenda í þessum tíu árgöngum er nokkuð svip- aður, þannig að nærri lætur að 10% þeirra komi á hvern einstakan ár- gang. Áhrif foreldra og íbúanna almennt í íslenskum fræðslulögum er yfir- leitt ekki gert ráð fyrir því að foreldr- ar skipti sér mikið af rekstri skól- anna. Þó er ákvæði í gildandi lögum, sem gerir ráð fyrir starfsemi foreldra- félaga, ef áhugi er fyrir hendi. Hér í Reykjavík eru foreldrafélög starfandi við flesta grunnskólana, en ekki alla. Þessi félög eru yfirleitt kraftlítil enda er þannig í pottinn búið að þau hafa sáralitia möguleika til að beita sér í málefnum skólanna. Áhugasamir ^ „Viö veröum að hætta að einblína á töl- fræöilegar formúlur um stærð bekkjar- deilda og hefja endurreisn lifandi skóla- halds”, segir Bragi Jósepsson. Hann fjallar um skólahald á íslandi og telur, að skóla- stefnan hafi um árabil verið misheppnuð. samstarfsmenn í fjölmiðlun verða að fyrirgefa mér það þóégskilji þettaekki alveg. En það skiptir nú minnstu máli. Það er að sjálfsögðu peninga- sjónarmið, sem ræður sameiningu síðdegisblaðanna og það finnst mér að menn eigi ekki að skammast sín neitt fyrir að segja. Blaðaútgáfa kostar peninga, mikla peninga, og íslenski blaðamarkaðurinn er ekki ótæmandi. Þótt báðum blöðum hafi tekist að halda velli og vel það, þá fer ekkert milli mála að tilkostnaður hefur verið geysilegur. Þar á ég ekki aðeins við kostnaðinn við að halda úti góðri fréttaþjónustu, heldur hefur einnig ver- ið gripið til rándýrra sölubragða í formi getrauna og happdrættis til þess að laða kaupendur og áskrifendur að. Blöðin hafa deilt um hvort hafi betur á markaðnum, hvort þau hafi verið rekin með halla eða gróða. Hvort sem nú sameining hefur verið til þess að minnka tap eða auka gróða, þá er það peningajónarmið, sem hefur ráðið, en það er kannski lýsandi tákn um þá lágkúru þjóðfélagsins, að enginn má hagnast á verkum sinum, að forsvars- mennirnir hika við að nefna þá ástæðu. Afleiðingar í fjölmiðlun Miklu meirá skiptir þó hverjar af- leiðingarnar verða. f fyrsta lagi er sam- keppninni á síðdegismarkaðnum lokið, í bili að minnsta kosti. Það eitt þykir mér grábölvað. Ég hefi oft haldið því fram hér að samkeppni sé til góðs og því áliti mínu verður ekki breytt að svo komnu. Ég vil þó alls ekki gera lítið úr staðhæfingum aðstandenda hins nýja blaðs um að þeir geti eftir sam- eininguna betur einbeitt sér að því að vinna vandaðar fréttir, að sameinað starfslið geti meira áorkað en sitt i Troðfull búð af qlæsilequm töskum Tbskur og hanskar eru góð jólagjöf Fyrir herra: Ferðatöskur - skjalatöskur hanskar, belti og regnhlífar í glæsilegu úrvali Sendum i póstkröfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.