Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Page 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. Fólk Fólk Fólk Fólk „Fatlaðir eiga líka sína listamenn" Jólasteikin veidd Rjúpnaveiði er vinsæl íþrótt meðal margra landsmanna og eflaust ofarlega í huga þeirra þessa dagana því einmitt ura þessar mundir stendur rjúpnaveiðitíminn yfir. Vafalítið leggur mörg skyttan fjöll undir fót einhverja næstu daga til þess að næla sér í jólamatinn, enda ekki seinna vænna, þvi jólin nálgast nú óðfluga. Því hefur jafnan verið haldið fram að hangikjötið sé hinn eini og sanni jóiamatur og engin jól verði haldin nema þessi þjóðarréttur íslendinga sé hafður á borðum, helst í öll mál meðan þau vara, en án efa verður breyting á nú hin næstu jól, ef marka má síðustu uppgötvanir læknavísindanna. Og síðan er bara að vona að þær verði ekki þess vald- andi að rjúpnastofninn hljóti skaða af. En hvað um það. Myndina hér að ofan tók fréttaritari DV í Árnessýslu, Halldór G. Kristjánsson, af nokkrum knáum rjúpnaveiðimönnum og af- rakstri þeirra eftir eina helgarreisu um Eyjafjöllin og ekki er annað að sjá en þeir séu glaðir á svip og horfi með hlýhug til næstu jóla. -SER Hér á landi er staddur saudi-ara- biskur blaðamaður, Monizir Azis Saad að nafni, sem starfar við þarlent viðskiptatímarit. Hann hefur verið að kynna sér störf og hætti islenskrar alþýðu til lands og sveita undanfarna daga og hefur lent í ýmsum svaðil- förum að því er hann tjáði blaða- manni DV. ,,Á dögunum fór ég í kynnisför austur yfir heiði og skoðaði m.a. hverasvæði og önnur háhitasvæði þar í kring sem komu mér eðlilega mjög spánskt fyrir sjónir,” sagði Saad. „Það var mjög undarlegt fyrir mig að sjá þennan gífurlega hita koma upp úr jörðinni og allan þennan snjó í kring. Þetta eru skemmtilegar and- stæður sem ég hef aldrei augum litið áður á minni lífstið. Svo lenti ég í því, að rútan sem ég var í festist i miklum snjóskafli á veg- inum og þá voru allir sendir út að ýta, en það er eitt af þvi sem ég hef aldrei gert áður. En ég held að mér hafi bara tekist vel upp, allavega losnaði rútan eftir þó nokkurt erfiði og pústur. Allur þessi snjór fyrir mig er rétt eins og eyðimörkin fyrir ykkur og þið getið rétt ímyndað ykkur ef þið ættuð eftir síðar á lífsleiðinni að ýta föstum bíl úr sandskafli einhvers staðar á vegum Saudi-Arabíu,” sagði Monizir Azis Saad að lokum. -SER. OG SVO... ... er það vísa dagsins, sem ku hafa veriö ort af óncfndum aðila í einhverjum samningaviðrœðunum niður i karphúsi. Hér er rifist h vildarlaust svo hófi engu nemur vetur sumar vor og haust og verst þá einhver semur. Ekki meira um það. — litið inn á menningarvöku fatlaðra Menningarvakan, „Líf og list fatl- I Fólksíðan leit inn á Borgina og aðra”, stendur nú sem hæst á Hótel skoðaði sig um. Eins og við mátti Borg og ávallt margt og mikið að búast var margt að skoða, listaverk gerast hvern dag. | eftir fatlaða héngu á veggjum, alls- Höröur Erlingssson fram- kvæmdastjóri Menningar- vökunnar „UfogHst fatlaðra." DV-mynd Friðþjófur. „Listin getur í sumum tii- fellum verið eini tjáningar- máti fatiaðs manns", seg- ir Hörður. DV-mynd Friðþjófur. „Skn'tið að sjá allan þennan snjó” — saudktrabískur blaðamaður hér á landi Monizir Azis Saad: „ ... þá vildi óg fremur eyðimörkina en allan þennan snjó". DV-mynd: Einar Ólason. Viðskiptavinum skenkt kaffi i boHana og ekki er annað að sjá en jtað mælist velfyrir. DV-mynd. GVA. konar upplýsingar um störf og hagi fatlaðs fólks, að ógleymdu fólkinu sem virtist skemmta sér hið besta við pianóleik, ljóðasöng og ljóðaupp- lestur. Framkvæmdastjóri Menningar- vökunnar Hörður Erlingsson varð á vegi okkar og hann var spurður hver tilgangurinn væri með menningar- vöku sem þessari. „Með þessari vöku viljum við sem að henni stöndum vekja athygli á hversu listin er mikilvægur tjáningar- máti fyrir hinn fatlaða mann og getur f sumum tilfellum verið hans eini tjáningarmáti. Listsköpun er mann- bætandi fyrir alla aðila, ekki bara fyrir hinn ófatlaða heldur líka fyrir fatlaða og jafnvel miklu fremur. Það er staðreynd, að alltof fáir fatlaðir einstaklingar eiga kost á því að fara út að skemmta sér. Með þess- ari vöku viljum við bæta úr því. Auk þess vonumst við til þess að þetta auki skilning manna og kynni af mál- efnum fatlaðs fólks. En með þessari hátíð erum við ekki að aðgreina fatlað fólk frá ófötl- uðum. síður en svo. Við höfum farið þá leið t.d. hvað tónlistina snertir að reyna að blanda þessum hópum saman. T.d. flytur ófötluð söngkona lag fatlaðs tónskálds eða ófatlaður leikari les upp ljóð vangefins skálds og svo má áfram telja. Hvað málverkasýninguna snertir, þá fórum við þá leið að nafn hvers höfundar er undir hverri mynd, en ekki nafn stofnunarinnar sem hann dvelur á. Við erum að vekja máls á því, að það eru líka til listamenn i hópi fatl- aðra og því skyldi maður vona að á næstu Listahátíð í Reykjavík fái fatl- að fólk að koma á framfæri sinni list til jafnréttis við hina ófötluðu. Ef svo verður, þá er tilgangi þessarar vöku náð,” sagði Hörður. Og svo er bara að hvetja alla, fatl- aða sem ófatlaða, að láta sjá sig á menningarvökunni, en hún stendur fram á föstudag. -SER. Fólk VIÐSKIPTAVINIR LEIDDIRINN í JÓL Ar STEMMNINGU Verslunin Blóm og ávextir hélt viðskiptavinum sinum veglegt kaffi- hóf á dögunum, svona rétt til þess að minna þá á að jólahátíðin er innan seilingar og viðeigandi innkaup henni samfara fara i hönd. Hér er örugglega um nýmæli að ræða og ekki af lakara taginu, því að hvað er betra en að geta sest niður yfir kaffibolla með kaupmanninum og rætt verðlag og gæði varanna, sem keyptar eru hverju sinni. -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.