Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Síða 4
4 DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. Glatt áhjallaí ajmœlishófi Vals Gíslasonar leikara Mikið fjölmenni hyllti Val Gísla- son leikara á áttræðisafmæli lista- mannsins í gær. f afmælishófinu, sem haldið var í Kristalssal Þjóðleik- hússins, var mikill fjöldi vina og kunningja afmælisbarnsins og tókst fagnaðurinn með miklum ágætum. Valur Gíslason hefur lengi verið einn kunnasti og virtasti leikari lands- ins, enda á hann að baki 55 ára feril á fjölunum. Hann hefur leikið á þriðja hundrað hlutverk í Iðnó og Þjóðleik- húsinu fyrir utan aragrúa hlutverka í útvarpi sem og í sjónvarpi og kvik- myndum. Þótt Valur sé nú orðinn áttræður hefur hann ekki sagt skilið við leiklistargyðjuna og fer um þessar mundir á kostum í hlutverki Jóns skerfnefs í Húsi skáldsins. Bjarn- leifur Bjarnleifsson, ljósmyndari DV tók meðfylgjandi myndir í afmælis- hófinu. —SG Tveir kunnir eftír áratuga ieikferii, Valur og Þorsteinn ö. Stephensen. 4C Fagrar meyjar íslenzka dansfíokksins þyrptust um Val Gísiason, sem tókþeim fagnandi. Sveinn Einarsson, þjóðieikhússtjóri og Vnhjéimur Þ. Gísiason, fyrrverandi útvarpsstjóri, heilsastmeð virktum og afmælisbarnið fy/gist brosandi með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.