Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Page 6
6
DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. '
Út um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og
Að mega eða mega ekki
Horfðuð þið á Ættaróðalið í sjón-
\arpinu á laugardögum?Það hlægileg-
asta við þann þátt er e.t.v. hversu rétta
mynd hann gefur af mismunandi
þankagangi efri og neðri stéttanna í
Englandi — nei ekki fyrir 100 árum
heldur enn þann dag í dag.
Því enn í dag úir og grúir af reglum
um rétta, stéttvísa hegðun — að ekki sé
nú minnzt á muninn í málfarinu: önnur
orð yfir sama hlutinn til að mynda.
Þeir sem vel eru að sér í þessum
fræðum þurfa ekki langan tíma til að
dæma um uppruna hvers og eins eftir
framkomu. Þannig er það t.d. vitað
mál að lágstéttirnar setja mjólkina á
undan teinu i bollann, hástéttin hellir
teinu fyrst, síðan mjólkinni. Svo eru
auðvitað þeir sem temja sér það sem
yfirstéttin ku gera í þeirri von að vera
taldir hennar á meðal — en þannig
svindl mun þó vera nær óframkvæm-
anlegt því smáu atriðin vilja vefjast
fyrir.
En öðru hverju dettur einhverjum
peningamanni á Englandi í hug að setja
á bók það sem má og ekki má, ein slík
er bókin „Debrett’s Etiquette and
Modern Manners” eða Siðareglur og
nútíma kurteisi Debretts. Við þann
Debrett er einnig kennd árbókin um
ættartölur brezku aðalsstéttarinnar
sem komið hefur út frá því 1802.
Siðareglubókin frá Debrett er sú sem
mest er mark takandi á. f henni kemur
m.a. fram að hefðbundin bann-um-
ræðuefni hafa breytzt í kvöldverðar-
boðum síðustu 50 árin. Bannefnið var
áður: kynferðismál, stjórnmál, trúmál,
veikindi og þjónustuliðsvandamál. En
nú eru þau aðeins tvö: illkvittið baktal
og klámkvikmyndir. Fjórar spurningar
eru þó alveg bannaðar enn. Þær eru
þessar: Býrðu í London? Hvað starfar
þú? Áttu börn? Ertu búin að fara til út-
Ianda í ár?
Bækurnar
voru aðskildar
Vandlega er lýst hvernig koma skuli
fram við kóngafólkið. Nú er ekki
lengur nauðsynlegt að hneigja sig
heldur nægir að beygja höfuðið.
Lengsti kaflinn er þó um rétta fram-
komu við kvöldverðarborðið. Pipar-
myllur og servíettur úr pappír þykir
ekki lengur ófínt að hafa á borðum.
Ekki er þess lengur krafizt að aðeins
gaffallinn sé notaður þegar grænar
baunir eru borðaðar heldur ,,má” nú
nota hnífinn líka. Þó ber að gæta þess
að halda olnbogunum vel að hliðunum
á meðan! Portvín skal einatt ganga
réttsælis um borðið.
Ýmsir nýir siðir varðandi móttöku
gesta til næturdvalar hafa rutt sér til
rúms en voru í eina tíð óhugsandi.
Gestgjafi má t.d. leyfa ógiftu pari að
sofa í sama herbergi. I þessu sambandi
má minnast þess að á síðustu öld var
ætlazt til þess að bækur eftir ógifta
höfunda væru geymdar í kvenhillum og
karlahillum! Enn þann dag í dag er þó
ætlazt til þess að yfirhafnir karla og
kvenna séu hengdar upp i aðskildum
skápum eða herbergjum.
Ætluð miðstéttinni
Höfundur bókarinnar er raunar
bandarískur en hefur búið í Bretlandi
frá 1976 þegar hann hóf störf hjá
Debretts. Hann jók gróða fyrirtækisins
gifurlega með þvi m.a. að rekja ættir
snobbaðra Kana og gefa út bækur sem
Keppni í„kubbun"
Maðurinn á bak við œðið, Rubik.
„Búvös kocka” er ungverska og
þýðir galdrakubbur. Hann er jú Ung-
verji sem fann kubbinn upp og heitir
Ernö Rubik.
Galdrakubburinn er nú kominn í
tölu sígildra leikfanga og hefur m.a.s.
fengið pláss í Nútímalistasafni New
York borgar. Heimsmeistarakeppnin í
galdrakubbun fer fram í Monte Carlo í
maí nk. Heimsmetið er núna 38
sekúndur en um allan heim munu
væntanlegir keppendur liggja yfir
kubbunum sínum í þeirri von að mega
einn góðan veðurdag slá metið. Er
annars til íslandsmet? (Það sagði mér
maður um daginn, að nú væri hægt að
kaupa galdrakubb með einum lit í
Hafnarfirði!)
Kubbsæðið virðist hafa slegið öll
önnur æði út — um gervallan heim eru
til kubbsklúbbar, kubbstímarit, kubb.
bækur. Og um gervallan heim eru
menn að reyna að finna upp á nýjum
útgáfum á hugmynd Rubiks. Enginn
hefur þó enn getað slegið hinn eina
sanna kubb út.
Rubik sjálfur er orðinn margfaldur
milljónamæringur — líklega sá eini
austan tjalds að eigin sögn. Hann er
svo sem ósköp ánægður með það en
leiðist þó að vita til þess hversu vond
sálaráhrif kubburinn virðist oftlega
hafa — fólk verður svo æst þegar illa
gengur og sambýlisfólk á erfitt með að
skilja hvers vegna einn úr hópnum vill
ekki tala við það heldur kýs að bjástra
þögull við kubbinn. Rubik hefur fullan
hug á að gera hér á bót — hann er að
vinna nýjan leik, þó af svipuðu tagi sé.
Sá leikur á að vera „félagslegri”, áætl-
aður tveimur til fjórum manneskjum .
Þá vitum við hvað við gerum um næstu
jól!
AÐ SAMNINGUIMUM LOKNUM
Það er vandi að borða grœnar baunir. Þetta er rétta aðferðin. Þó ku nú vera í lagi að
nota hnífinn við að koma baununum fyrir á gaffiinum!
gera grín að enska aðlinum. En siða-
reglurnar eru í fullri alvöru. „En þær
eru ekki ætlaðar aðlinum sjálfum.
Yfirstéttarfólki er alveg sama hvort
reglur eru brotnar, því er alveg sama
hvernig fólk hagar sér við matarborðið.
Það eru þessar snobbuðu miðstéttir
sem kaupa svona bók, fólk sem er að
reyna að sýnast annað en það er.” Og
það slæst um bókina!
Það eitta sem er merkilegt við þessa mynd er að Picasso teiknaði
hana með lokuð augu, sitjandi í bifreið.
ÞuuuS*. ioi 6uX) ftúJfr
Sandkassinn Sandkassinn Sandkassinn
ÁSGKIR Jakobsson sendi félaga
sínum Heimi Pálssyni bréfstúf í
Morgunblaðinu. Bar sá yfirskriftina:
„Á ferð með Heimi Pálssyni fyrir
neðan nafla...”.
Segið þið svo að menn geti ekki
farið í skemmtiferðir í huganum!
„LÖGREGLAN gerði upptæk 22
bönd,” segir Tíminn í fyrirsögn.
Að gefnu tilefni skal tekið fram, að
þetta gerðist ekki í Þjóðleikhúsinu.
VEIT annars nokkur hver út-
koman verður ef nafnið á hinum
geysivinsæla sjónvarpsþætti
„Dallas” er lesið aftur á bak?
„FALLANDI gengi,” segir Jón
Baldvin ritstjóri í forystugrein í
hnausþykku Alþýðublaðinu.
Um hvað er maðurinn eiginlega að
tala?
ÞESSI er fyrir lesendur á ölium
aldri:
Einu sinni var einn maður og tiu
hermikrákur. Maðurinn stökk í
sjóinn og hvað voru margir eftir þá?
Svar: Enginn. Hermikrákurnar
stukku líka.
„HVAÐ gera vinstri menn?”
spurði Þjóðviljinn á dögunum. Það
er nú víst mest lítið.
„ÞVÍLÍK sending,” segir Vilji
þjóðarinnar enn fremur í fyrirsögn á
umfjöllun um handknattleik Austur--
Þjóðverja og íslendinga. Þarna er
hreint ekki verið að dást að sendingu
einhvers leikmannsins, heldur er átt
við erlendu dómarana sem dæmdu
leikinn og þóttu hinir verstu menn.
KJARTAN Jóhannsson formaður
Alþýðuflokks er látinn segja í æp-
andi fyrirsögn á forsiðu blaðsins sins:
„Stjórnin verið svo upptekin við að
mála glansmyndir að hún hefur ekki
mátt vera að því að taka aðsteðjandi
vanda.”
Svona eru nú jólin löng hjá
sumum.
„HJÚKRUN ARFRÆDINGAR
eru almennt mjög óánægðir með kjör
sín,” segir Mogginn. Hingað til hefur
það þótt meiri frétt ef einhver hefur
verið ánægður með sín kjör. En það
er alltaf von...
„HJÓNABANDIÐ á í vök að verj-
ast,” segir Alþýðublaðið, aldeilis
stórhneykslað á þessum ósóma. En
þetta gatatal hefur raunar alltaf
viljað loða við hjónabandshugtakið.
Þannig hafa einhverjir muldrað um
að „falla í þá gryfju að gifta sig.”
„VERULEGUR kurr og óánægja
hjá Framsókn," segir í fyrirsögn
Dagblaðsins & Vísis.
O, ekki er að spyrja að þeim,
blessuðum dúfunum. En var það
nokkuð skrýtiö þegar hvorki er hægt
að spila golf né renna sér á skíðum.
OG enn dregur Helgarpósturinn
upp nærmynd af Steingrími Her-
mannssyni sem ber yfirskriftina:
„Röskur drengur.” Þetta minnir svei
mér á bókina: „Hlauptu, drengur,*
hlauptu.”
„HÚN haltrar inn á milli áhorf-
endabekkjanna og upp á dansgólfið
sem er fyrir miðju húsinu, niðurlút
og illa farin...”.
Nei, nei, nei, þetta er ekki lýsing á
dansiballi í Broadway heldur frá-
sögn Tímans af einhverju kattaballi.
Blaðið komst vist í eitthvert brcima-
stand í útlöndum á dögunum....