Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 10
10 DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982, Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál Breytingar á fargjöldum auðvelda utanlandsferðir — segir Jón Guðnason, f ramkvæmdast jóri Sögu, nýrrar ferðaskrifstofu í Reykjavík „Það er engin stöðnun 1 þessari at- vinnugrein frekar en í öðrum. Ferða- mál eru i stöðugri þróun og það hafa orðið gífurlegar breytingar á allra siðustu árum sem auðvelda ferðalög milli landa, til dæmis ýmsar breyting- ar í fargjaldamálum flugfélaga,” sagði Jón Guðnason, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Sögu i Frá vinstri: Bjarni Stefánsson, Pétur Björnsson, Jón Guðnason, Magnús Vigfússon, Þorvaldur Jónsson og Guð- mundur Ásgeirsson. Á myndina vantar Ágúst Sigurósson f Stykkishólmi. (DV-mynd Einar Ólason). „Óskaferðin mín væri fótosafari til Kenya og siðan vikuhvfld á Seychelleseyjum,” segir Jón Guónason. (DV-myndGVA) spjalli við ferðasíðuna. Saga er nýjasta ferðaskrifstofan í Reykjavik og var opnuð fyrir nokkr- um dögum að Laugavegi 66. Þar með munu ferðaskrifstofuleyfi hérlendis vera orðin ein 30. Eflaust þykir sumum nóg um fjöldann í ekki stærra samfélagi, en Jón Guðnason telur slíkt óþarfa áhyggjur: „Það er varla hægt að tala um mikla fjölgun í stéttinni. Fólk sem hefur unnið við þennan rekstur hjá öðrum stofnar eigin skrifstofur og þetta eru fyrst og fremst þjónustu- fyrirtæki. Fleiri ferðaskrifstofur auka fjölbreytni í ferðavali og þjón- ustu og koma því viðskiptavinunum til góða.” — Á hvað mun Saga leggja mesta áherzlu á i byrjun? „Fyrst er nú að passa það að vera nógu litill í bransanum,” segir Jón og brosir við. „Saga mun leita meira inn í Mið-Evrópu með ferðir og til nýrra staða í sólarlöndum, til dæmis Kor- síku og Rhodos. Þá eru Mexícóferðir að fara af stað og er þó flogið um New York. Það eru tveggja vikna ferðir sem kosta 11—14 þúsund krónurogsameina áhuga ferðalanga á menningu og hvíld. Ýmislegt fleira er á döfinni sem á eftir að koma í Ijós. Við munum sjá um alhliða ferðaþjónustu, seljum farseðla hvert sem er, pöntum hótel og bílaleigu- bíla, skipuleggjum ferðir einstaklinga sem hópa og þar fram eftir götun- um.” — Ællar Saga ekki að taka þátt I hinum hefðbundna sólarlandaslag? „Við verðum með ferðir á nýja staði á Mallorka og það er ekki vafi á að fólk heldur áfram að sækja til sól- arlanda. En ferðaskrifstofurnar gætu haft og eiga að hafa samstarf um leiguflug þangað en bjóða síðan upp á mismunandi dagskrá þar úti. En Saga mun ekki síður annast fyrir- greiðslu fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Slíkar ferðir gerast æ ódýrari og þar ráða menn sjálfir sinum dögum. Þetta stafar ekki sízt af því, að fargjöld í áætlunarflugi eru stöðugt að nálgast það verð sem er f leiguflugi. Við höfum áhuga á að fylla upp í ýmis göt sem hér hafa myndazt, til dæmis með ferðum til Norðurlanda og Mið-Evrópu. Þótt hér sé um nýja ferðaskrifstofu að ræða þá nýtur hún að vissu leyti gam- alla og traustra viðskiptasambanda,” sagði Jón Guðnason. Hann er sonur Guðna Þórðarsonar, fyrrum ferða- skrifstofukóngs og hefur unnið hjá Sunnu og fleiri ferðaskrifstofum. Ferðamál eru því nokkuð sem Jón þekkir út og inn. -SG. Þegar farangurinn týnist eða ferðatékkunum stolið Fyrirhyggja getur aldrei orðið til tjóns þegar ferðalög eru annars veg- ar, hvort sem um er að ræða við- skiptaferð eða skemmtiferð á eigin vegum ellegar í hópferð ferðaskrif-. stofu. Fyrirhyggjuleysi getur orðið dýrkeypt og einnig er áríðandi að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Flugferð milli landa er mörgum til- hlökkunarefni meðan aðrir kvíða flugsins í marga daga áður en lagt er upp. Raunar má telja fullvíst að margir þeir sem sýnast borubrattir í flugvél séu þeirri stundu fegnastir þegar þeir hafa fast land undir fótum á ný. Mikil sala á áfengum drykkjum í flughöfnum og um borð í flugvélum er til marks um það hve rhargir telja sig þurfa eitthvað róandi. Sama má segja um miklar reykingar i flug- vélum. Ekki eru allir sem vilja deyfa flug- hræðsluna með áfengi. Sé óttinn við að fljúga hins vegar mjög sterkur, er sjálfsagt að fá eitthvað róandi hjá lækni áður en lagt er upp og taka samkvæmt fyrirmælum hans. En þá ber líka að láta áfengi lönd og leið því lyf og áfengi eru ekki heppileg blanda. Stundum heyrir maður fólk vera að gera grín að Ameríkönum fyrir frjálsmannlega framkomu um borð í flugvélum. Þeir eru oft mikið á ferli meðan á flugferð stendur og taka blá- ókunnugt fólk tali. En þetta er einmitt það sem á að gera. Alla vega að standa upp og hreyfa sig. Það er óhollt að sitja krepptur í þröngu sæti klukkustundum saman og nauðsyn- legt að koma hreyfingu á blóðrásina í fótunum með þvi að ganga um. Einnig er gott að teygja handleggina upp og reyna að liðka sig eftir beztu getu. Hafið með ykkur lesefni, handavinnu, krossgátur eða eitthvað annað. Þá líður tíminn hraðará flug- inu. Klæðist ekki of þröngum fötum Ferðamál Sæmundur Guðvinsson á langleiðum og það er miklu þægi- Iegra að fara úr þröngum skóm og vera á sokkaleistunum. Týndur farangur Þeir sem ferðast í hópferðum geta venjulega hallað sér að traustum far- arstjóra ef eitthvað bjátar á. En hinir sem ferðast á eigin vegum verða að treysta á sjálfa sig. Mikilvægt er að merkja farangur vel, bæði utan á töskur og innan. Gott er að setja á blað það helzta sem ferðatöskurnar innihalda. Það getur komið sér vel ef taska týnist. Þegar ferðast er rneð fleiri en eina tösku þá hafið ekki alla nauðsynlegustu hlut- ina í sömu töskunni. Það gæti verið að einmitt hún týndist. Komi farangur ekki fram ber að snúa sér strax til afgreiðslu viðkom- andi flugfélags og/eða yfirmanns á' farangursafgreiðslu m flugvallarins. Sýnið farangursmiða sem festir eru við farseðilinn. Lýsið hinum týnda farangri eins nákvæmlega og unnt er svo hægt sé að hefja eftirgrennslan. Komi farangur ekki í leitirnar þá þegar, ber að skilja eftir upplýsingar um hvar hægt sé að ná sambandi við eigandann. Hringið til flugfélagsins næsta dag og leitið upplýsinga. Bóli ekkert á farangrinum, spyrjið þá um reglur varðandi greiðslur fyrir óþæg- indin. Um þetta gilda engar fastar reglur en sjálfsagt að spyrja. TWA til dæmis segist borga 35 pund á dag í tvo daga eftir að farangur hefur verið týndur í einn sólarhring. En 80% af týndum farangri kemur nú í leitirnar innan þess tíma. önnur óhöpp Týnist vegabréf er áríðandi að til- kynna það strax til lögreglunnar og náið sambandi við næsta sendiráð fs- lands eða ræðismann. Ef ferðatékk- arnir týnast ber að tilkynna lög- reglu slikt og fara síðan rakleitt í þann banka eða skrifstofu sem gefur tékkana út (Visa, American Express eða hver sem útgefandi er) og gefa upp númer tékkanna sem eru á lausu blaði er fylgir tékkunum. Vegna þessa meðal annars á aldrei að geyma lausa blaðið á sama stað og tékkana. Viðkomandi banki lætur nýja tékka af hendi. Ofangreint gildír einnig ef menn týna creditkorti, sem nú er hægt að fá í Landsbankanum gegn vissum skilyrðum. Ef svo óheppilega vill til að ferða- langur lendir i því að vera handtekinn þá ber að krefjast þess að fá að ná sambandi við næsta ræðismann eða sendiráð og óska hjálpar. Það gerist æ algengara að íslend- ingar fari utan með bíl sinn eða leigi bil erlendis. Áríðandi er að kynna sér vel allar umferðarreglur viðkomandi landa og hvað ber að gera ef óhapp verður. Upplýsingar fást hjá skrif- stofum bifreiðaklúbba, bílaleigum og ferðaskrifstofum. Hafið eina megin- reglu í huga. Hún er sú að nema alltaf staðar ef óhapp verður, hversu smá- vægilegt sem það sýnist vera. Smá- nudd utan í annan bil getur orðið að stórmáli ef ekki er stanzað og rætt við ökumann hins bílsins. Mjög áríðandi Áður en botn er sleginn í þessar ráðleggingar væri ekki úr vegi að minnast á það sem alls ekki má gleymast: Tryggið ykkur í bak og fyrir sem og farangurinn. Þú tryggir ekki eftirá, segir i auglýsingunni og það eru orð að sönnu. Það getur orðið dýrt að leggjast inn á sjúkrahús erlendis og líftrygging er sjálfsögð öryggisráðstöfun. Skiljið eftir heima upplýsingar um hvar hægt er að ná í ykkur meðan á ferðalagi stendur. Ef þið þurfið að flýta ykkur heim í miðri ferð eru flugfélög og ferða- skrifstofur reiðubúin til aðstoðar. Og svo að endingu: Munið eftir nauðsyn- legum bólusctníngum þegar farið er til fjarlægari landa. -SG. ítölsk list fLondon Listelskir Lundúnafarar ættu ekki að láta einstæða sýningu fram hjá sér fara. í The Victoria and Albert Museum er stærsta sýning á ítalskri renaissance list sem sézt hefur utan ítaliu í hálfa öld. Þarna eru yfir 300 verk eftir Titian, Rubens og aðra stórlistamenn. Verðmæti Iistaverk- anna er sagt nema 15 milljónum sterl- ingspunda. Því miður stendur þessi sýning aðeins út þennan mánuð. í The Museum of London er sýning frá fyrstu árum brezka flug- vélaiðnaðarins. Þar eru flugvélar sem smíðaðar voru fyrir fyrri heimsstyrj- öld, módel af öðrum og teikningar. Þarna má sjá upphaf tegunda sem flestir kannast við svo sem De Havill- and, Hawker og ShOrt Brothers. Þessi sýning stendur fram til 9. mai. The Royal Opera er með mörg þekkt verk á fjölunum svo sem II Trovatore og Don Giovanni. English National Opera er meðal annars með Leðurblökuna, La Traviata og Aida. Um mánaðamótin verður opnuð sýning í Tate Gallery sem nefnist „Turner and the Sea” og verður opin fram til 27. júni. Þeir sem hafa áhuga á knattspyrnu vilja eflaust sjá Englendinga etja kappi við Norður-íra á Wembley, en sá leikur fer fram þann 23. febrúar. -SG. Margt getur hentá feröa- lögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.