Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIDJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. 5 Allir vilja fá höll verkfræðinga — tilboð um lóðir og hús streyma inn Verkfræðingar eru greinilega i góðuálili viða á hófuðborgarsvæðinu. Eflir að fréttist að þeir ætluðu að koma sér upp eigin aðsetri, verkfræðingahöll, og gætu ekki notað lóð sem Reykjavik- urborg gaf þeim í afmælisgjöf á sinni tíð, streymdu tilboðin að stéttinni unr lóðir og hús. Nú er líklegast að verk- fræðingahöllin risi milli Suðurlands- brautar og Sigtúns, nærri Kringlumýr- arbraut, en |ió þykir verkfræðingum einnig álitleg lóð sem Kópavogsbær býður við Hamraborg, vestan gjár. Verkfræðingafélag íslands fékk sem fyrr segir lóð að gjöf frá höfuðborginni fyrir nokkrum árum en sú lóð var i nýja miðbænum og fylgdu henni þegar til kom kvaðir um bílastæði sem félagið taldi sér ofviða að taka á sig. Til skamms tima fannst ekki önnur lóð i staðinn i Reykjavík og leitaði félagið þá eftir lóð i miðbæ Kópavogs fyrir hús að gólffleti alls 2.400 fermetrar og sem yrði þá hugsanlega byggt i samvinnu við Lifeyrissjóð verkfræðinga og Stjórnunarfélag íslands. Bæjaryfirvöld í Kópavogi brugðust skjótt við og buðu þá beztu Ióð sem enn fiimst óbyggð í nýja miðbænum. Eftir að Vísir sagði frá umleitunum verk- fræðinga í hausl bárust þeim svo einnig tilboð um lóð í nýjum miðbæ á Sel- tjarnarnesi. f>á var þeinr boðið að kaupa Hótel Borg og loks að taka við og byggja ofan á tiltekið hús i Kópa- vogi. En þá fannst skyndilega ný lóð i Reykjavik og er nú liklegast að þar sem hún kæmi væntanlega i stað gjafalóð- arinnar gömlu verði þar reisl verkfræð- ingahöllin sú hin eftirsótta. HERB Nýja f iskverðsákvörðunin: „Finnst hún afleif' — auk þess sem verið er að hygla bátasjómönnum, segirfyrsti stýrimaður á Hólmanesinu „Sem togarasjómanni finnst mér hún afleit. Það er greinilega verið að hygla bátasjómönnunum,” sagði Guðni Þór Elisson, fyrsti stýrimaður á Hólmanesi SU-I, er fréttaritari DV á Eskifirði spurði hann álits á nýju fisk- verðsákvörðuninni. „Mér finnst ekkert vit vera í þvi að togarasjómenn og togaraútgerðir fái minna verð fyrir hvert kiló af sama fiski og bátasjómenn koma til með að fá eftir þessar breytingar. Ef bátaút- gerðir geta ekki borið sig með því að fá sömu hækkanir á fiskverði og togarar á bátaútgerðin ekki lcngur rétt á sér. Ég sé ekki betur en að nú sé rétti tím- inn til að stokka hlulina upp með hliðsjón af of stórum fiskiskipaflota,” sagði Guðni Þór enn fremur. „Við höfum ekkert við allan þennan óhag- kvæma bátaflota að gera og það á ekki að gera hann út á koStnað togar- anna. Útgerðarmenn báta verða ein- faldlega að gefast upp fái þeir ekki nægjanlegt verð fyrir fiskinn. Það er semsagt mitt álít að bátaeigendur eigi að leggja upp laupana ef þeir treysta sér ekki að gera út og hætta þessum eilífa gráti vegna áframhaldandi útgerðar á vonlausuni bátum. Við stöndum l'rammi fyrir þeim vanda að sóknin i þorskinn er of mikil. Þar af leiðandi er góð lausn að leyfa bátaútgerðinni að gefast upp. Því fyrr því betra.” Sambandið: Samdráttur ífrystingu Allnokkur samdráttur varð á botn- fiskfrystingu Sambandsfrystihúsanna á siðasta ári, eða 6,1 %. Má einkum rekja þetta til þess að mun meira hráefni var nú sett í salt og skreið en áður. Mcstur samdráttur varð á frystingu grálúðu, þvi næst steinbít. 14,7% minna var fryst af þorskblokk og 7,5% minna af þorskflökum en heildarsam- dráttur á þorskfrystingu varð um 10%. Aukning varð á frystingu ýsu og einnig jókst karfafrysting nokkuð. Framleiðsla heilfrystrar sildar tvö- faldaðist og aukning varð einnig á öðr- um frosnum afurðum. Dregur það nokkuð úr heildarsamdrætti frystingar sem varð þegar allt var gert upp 4,6%. -JB Guðni Þór kvaðst loks vilja nefna dæmi frá Eskifirði, máli sinu til stuðn- ings: „Héðan eru gerðir út tveir skut- togarar. Ég tel að báða dagana sern þeir lágu við bryggju í skrapi hefðu þeir aflað eins mikið og hundrað tonna bátur á ársgrundvelli. Ég trúi því að kostnaður við að halda togurunum úti þessa daga væri minni en rekstrar- kostnaður bátsins auk þess að eiga hann allt árið.” Einil, Eskifirrti Vetrar-reióstígvél Loðfóðruð leðurreiðstígvél kr. 1.889 Loðfóðruð gúmmíreiðstígvél kr. 635 á Hún Guðríður hjá S AS 02 Guðni arkitekt kynna „nýja franska eldhúsið M á Sælkerakvökli! Næsta Sælkerakvöld veröur fimmtudaginn 21. janúar n.k. Gestgjafar kvöldsins eru Guöríður Tómasdóttir, SAS, og Guðni Pálsson arkitekt FAÍ, en þau hafa verið búsett í Kaup- mannahöfn sl. 11 ár. Eitt helsta áhugamál þeirra er matargerðarlist, m .a. hin ný ja franska, sem nú hefur unnið hug, hjörtu og maga fjölda fólks. Til upplyftingar leikur hinn óviðjafnanlegi Graham Smith nokkur eldhúslög ásamt félögum sínum Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir í síma 22321-22322. VERIÐ VELKOMIN Matseðillinn er nýstárlegur: 1. Grænmetis - temne \ 2. Laxasneið í vínsósu \ i 3. Gæs með Madagaskar pipar \ 4. Fíkjur, marineraðar í koníaki HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.