Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Page 7
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Kjöt- vörur fá slæma útreið f mat- vælarann- sóknum — Eftirlit hvílir að mestu á framleiðendunum sjálfum „Útkoman er alls ekki góð fyrir inn- lenda matvælaframleiðslu og verður það fyrst og fremst að skrifast á skort á hreinlæti og réttri meðferð,” segir Franklin Georgsson, gerlafræðingur hjá Matvælarannsóknum ríkisins og höfundur skýrslu um niðurstöður rannsókna á matvælasýnum árin 1976—80. 1 skýrslunni kemur fram að mun minna eftirlit er með framleiðslu og dreifingu matvæla úti á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Á fyrr- greindu timabili bárust samtals tæplega sjötíu þúsund sýni og af þeim átti borgarlæknirinn í Reykjavík tæplega 60 prósent. Langmestur hluti sýnanna er tekinn við reglubundið eftirlit á framleiðslu- stöðum, hjá dreifingar- og söluaðilum og veitingastöðum og aðeins brot af þeim er innflutt. Af þeim sýnum sem metin voru reyndust einungis 58,1% vera söluhæf vara, gölluð voru 8,9% og ósöluhæf 33%. Töluvert minna reyndist nothæft af sýnum utan af landsbyggðinni en frá Reykjavikursvæðinu. Er það talið geta legið meðal annars í erfiðum samgöng- um eða því að i dreifbýlinu sé ekki eins reglubundið eftirlit og sýni því oft að- eins send, ef sterkur grunur leikur á misfellum. Einnig er tilgreindur sá möguleiki að ástand matvæla sé al- mennl lélegra úti á landi. Þeir vöruflokkar sem verst koma út i könnuninni eru hrá kjötvara, hakk og fars og svo álegg. Unnin kjölvara ýmiss konar reyndist illa framan af, en svo virðist sem gæði hennar hafi farið balnandi á undanförnum árum og hið sama má segja um álegg. Varað er við þvi að litið sé á niður- TAFLA XXII: FLOKKUN OG MAT A HEILDARSTNAFJÖLDA 1976 - 1980 Mat vælat egxmd Sýni alls Söluhæf Gölluö ósöluhæf ómetin Fj. °t> Fj. % Fj. % Fj. % Fj. Kjötfars 448 6,5 134 29,9 56 12,5 255 56,9 3 0,7 Hakk úr kindakjöti 223 3,2 111 49,8 21 9,4 90 4o,4 1 0,4 Hakk úr nautakjöti 399 5,8 150 37,6 30 7,5 214 53,6 5 1,3 Annað hakk 38 0,6 18 47,4 4 10,5 16 42,1 0 0,0 Kindakjöt 75 1,1 42 56,0 6 8,0 20 26,7 7 ' 9,3 AnnaÖ hrátt kjöt 656 9,5 152 23,2 21 3,2 79 12,0 4o4 61,6 Hrá bjúgu og pylsur 189 2,7 72 38,1 12 6,3 102 54,0 3 1,6 Unnar og soönar kjötvömir 264 3,8 197 74,6 2 0,8 56 21,2 9 3,4 Alegg 1309 19,0 697 53,2 89 6,8 491 37,5 32 2,5 Samlokur og smurt brauö 992 14,4 623 62,8 100 10,1 269 27,1 0 0,0 Tilbúnir réttir, pizzur 310 *,5 194 62,6 27 8,7 78 25,2 11 3,5 Súrmatur og kjötsultur 451 6,5 295 65,4 48 10,6 87 19,3 21 4,7 Blóðmör og lifrarpylsa 52 0,8 31 59,6 0 0,0 18 34,6 3 5,8 Fiskur og fiskmeti 272 3,9 195 71,7 18 6,6 57 21,0 2 0,7 Salöt 194 2,8 121 62,4 24 12,4 47 24,2 2 1,0 Sósur 164 2,4 138 84,1 8 4,9 11 6,7 7 4,3 Grænmeti og ávextir 144 2,1 98 68,0 16 H,1 27 18,8 3 2,1 Kökur, kex og brauö 151 2,2 95 62,9 9 6,0 46 30,5 1 0,6 Lagmeti 249 3,6 80 32,1 45 18,1 48 19,3 76 30,5 "fmislegt 316 4,6 198 62,6 20 6,3 62 19,6 36 11,5 Alls 6896 100,0 3641 52,8 556 8,1 2073 30,1 626 9,0 Þar af metin sýni 6270 3641 58,1 556 8,9 2073 33,0 0 0,0 Meðfylgjandi tafla sýnir flokkun og mat á heildar sýnafjölda á tímabilinu 1976—80. Má þar glögglega sjá að út- koman er afar misjöfn, þó kjötvörur skeri sig greinilega úr. stöður skýrzlunnar sem óbrigðulan mælikvarða á söluhæfni einstakra mat- vælaflokka eða tegunda þar sem sveiflur milli ára séu nokkuð óreglu- legar. Þrátt fyrir þetta sé álitið að heildarniðurstöðiur gefi ákveðnar hug- myndir, sérstaklega ef gerður er saman- burður á söluhæfni algengustu mat- vælategunda. Svo virðist sem eftirlil með matvæla- framleiðslu hér á landi sé mjög í molum. i samtali við DV við nokkra framleiðendur kemur fram, að eftirlit sé þeim að mestu í sjálfsvald sett. Sjaldgæft sé að heilbrigðisfulltrúar taki sýni á framleiðslustað og þvi verði framleiðendur sjálfir að senda sýni að eigin frumkvæði til rannsóknar. Þeir munu hins vegar vera i miklum minni- hluta sem það gera reglulega. Aðeins stærslu matvælaframleið- endur hér á lapdi hafa yfir eigin rann- sóknaraðstöðu að ráða. Hins vegar er fjöldi lítilla framleiðslufyrirtækja mjög mikill og vinnubrögð þeirra sennilega misjöfn. —JB m Smurbrauðstofan BJORNiNN Njálsgötu 49 — Sími 15105, Smáhúsgögn í úrvali frá ‘(01 b (njrtvm’ M.a. mjög skemmtilegir hljómtœkja- og sjónvarps- skápar. Opið laugardaga kl. 9—12. Gott verð og góðir greiðsl:;- skilmálar. Trésmiðjan Dúnahúsinu '"Siöumúla 23 Simi 39700 Íþróttablaðið — íþróttír á prenti íþróttablaðið cr eina íþróttablaðið á landinu. Málgagn íþróttasambands íslands og vcttvangur 80 þús. fclaga í íþrótta- og ungmennafélögunum um allt land. Þar cr fjallað um allar grcinar íþrótta og útilífs: Til íþróttablaðsins, Ármúla 18. ■ I ■ Óska oftir áskrift að íþróttablaðinu i • • | Nafn.............................. J • ■ ■ Hoimilisfang .................... ■ • ■ • ............... Sími.............. > Áskriftarsími 82300 og 82302

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.