Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Side 9
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. 9 Útlönd Útlönd Matarskortur í Portúgal ur á að efnafólk hafi hamstrað mikið af hrísgrjónum áður en ríkisstjórnin hækkaði verðið á þeim um 17% nú um áramótin. Sykur er líka ófáanlegur en þar til ár- ið 1975 fengu Portúgalar allan sinn sykur frá nýlendum sínum í Afríku, sem nú hafa hlotið sjálfstæði. Þeir hafa sjálfir aldrei komizt upp á lag með að framleiða sykur en hafa orðið að flytja hann inn. Tóbak er einnig á þrotum og hefur stjórnin þvi ákveðið stranga skömmlun á tóbaksvörum. Uggvænlegur matarskortur er víðar vandamál en í Póllandi. T.d. er ástand- ið í Portúgal nú orðið mjög slæmt hvað lífsnauðsynjar snertir. Vörur eins og hrísgrjón og sykur sjást ekki lengur í verzlunum í Lissabon og mikill skortur er á mjólk og kartöflum. Portúgalskir bændur eru yfirleitt gamalmenni og langt á eftir tímanum hvað tækni snertir. Landið getur ekki lengur brauðfætt þær 10 milljónir sem þar búa og í fyrra varð að flytja inn 74% af öllum matvörum. Skuldirnar við útlönd uxu þar af leiðandi hratt á árinu. Hrísgrjón hafa löngum verið ein aðalfæðutegund Portúgala en nú fást þau sem sagt ekki lengur. Leikur grun- Ávaxtatinsla í Portúgal: 74% matvæla flutt inn á sl. ári. Ef la öryggisvörzlu diplómata USA Bandaríska sendiráðið í París segir, að hér eftir munu diplómatar sendi- ráðsins njóta meiri verndar, en hernað- arráðunautur þess var skotinn til bana í gær. Lítt þekktur hópur, sem kallar sig' „Vopnuðu líbönsku byltingarsveit- ina”, hefur lýst morðinu sér á hendur og hótar frekari hermdarverkum gegn Bandaríkjamönnum. Charles R. Ray, ofursti, var á leið að heiman frá sér, þegar morðinginn vatt sér að honum og skaut hann í ennið með skammbyssu af dauðafæri. Eini sjónarvotturinn, sem er að morð- inu, segir, að morðinginn hafi gengið í rólegheitum burt af vettvangi eftir glæpinn. Gifffith Galbraith, sendiherra, sagði fréttamönnum eftir árásina, að lítið hefði borið opinberlega á Ray ofursta i starfi, og því ekki þótt ástæða til sér- stakrar öryggisverndar honum til handa. „Auðvitað munum við efla öryggisgæzlu starfsmanna,” sagði sendiherrann. Lögreglunni þykir margt líkt með morðinu og tilræðinu, sem Christian Chapman, þáverandi sendiherra, var sýnt i París fyrir tveim mánuðum. Aðilar, sem sömuleiðis kenna sig við Líbanon, lýstu því verki á hendur sér einnig. í Washington fordæmdi Reagan for- seti morðið á ofurstanum. Bandarískir stjórnarerindrekar hafa ekki áður verið myrtir í Frakklandi, en diplómatar ýmissa annarra rikja hafa verið fórnarlömb hryðjuverkamanna á síðustu árum. Þar á meðal fimm tyrk- neskir, sem myrtir voru af ofstækis- fullum Armenum. HUS HRYNURI PISA A ÍTALÍU Það slys varð í borginni Pisa á ítaliu að hús eitt í miðbænum hrundi til grunna eftir sprengingu. Óttast er að um 20 manns séu enn grafnir undir rústunum. Segja björgunarmenn að fjöldi manns hafi setið að snæðingi á veitingastað á neðstu hæð hins fjög- urra hæða húss er sprengingin varð. Það fólk sem bjargazt hefur úr rústunum var þegar flutt á sjúkrahús og eru margir taldir alvarlega særðir. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni. m Smurbrauðstofan BJORIMIIMN Njólsgötu 49 - Simi 15105 Stærðir:80x80 — 90x90 — 70x90 Auðveft / uppsetningu, aðeins þarf að tengja vatn og frárennsli. PÓSTSENDUM B^gingflvöruvsr^lao Trgggvn Hflnnessonflr SIDUMÚLA 37-SlMAR 83290-83360 FRISTANDI STURTUKLEFAR BAHCO með s/áffsti/lan/egum blöndunartækj- um. Hentar alls staðar fyrir heimili og vinnustaði. Tízkublaðið L'rí er mest lesna og g/æsi/egasta tímarit iandsins Þar er að finna tízkuna í fatnaði, snyrtingu og lífsstíl. Vandaðar greinar og viðtöl. Líf og list á sviði leiklistar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar. Heimilið, matur og drykkir, handavinna o.fl. Til Tízkublaðsins Líf, Ármúla 18. Óska eftir áskrift að ABC: Nafn ................................................ Heimilisfang ........................................ ............................. Simi................... Áskriftarsímar 82300 og 82302

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.