Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd GAGNRÝNIR PÓLVERJAR CÁ DCICIIPACC ANN 5SXK5ÍÍ- r HUyUr Itvvnllll beygjaþáþverlyndu Á Vesturlöndum hel'ur margur leitl hugann að þeim þúsundum félaga úr hinum óháðu verkalýðssamlökun’. Póllands, Einingu, sem hafðir eru i fangabúðum viðsvegar um landið, og i sumum tilvikum skjóllitlir i rosa og kuldatið. En það er aðeins ein af mörgum aðferðum herlagayfirvaldanna pólsku, að smala andófsmönnum á bak við girðingar eins og skepnum, til þess að herða valdatök sin á þjóð- inni. 5000 í 47 fangabúðum Ýmsar ágizkanir hafa verið uppi um það, hversu margir hali verið hnepptir í fangahúðafiötrana. Eftir því sem fréttir hal a örv /t að n> u frá Póllandi og meiri vilneskja íggur fyrir um fangabúðirnar hallast menn á þá skoðun, að upplýsingar þess opinbera sjálfs séu nokkuð nærri lagi. Yfirvöld segja, að um fimm þús- und mannsséu í búðunum. Daginn áður en herlögin voru leidd i gildi í Póllandi þann 14. desember hafði dómsmálaráðuneytið gefið úl fyrirmæli um að reistar skyldu fjöru- tiu og sjö fangabúðir, eða ein- angrunarbúðir, eins og þeir sjálfir kalla það, sem dreifðar skyldu um fjörutiu og niu umdæmi Póllands. Hefur komið í Ijós, að það eru milli sextíu og þrjú hundruð og fimmtiu fangar í hverjum búðum. Uppsagnir og nauðungar, — ekkert vesen Miklu fleiri félögum úr Einingu hefur hinsvegar verið sagt upp störfum, haldið i varðhaldi skamman tíma, neyddir til að undirrila hollustueiða, eða þvingaðir til þess að segja sig skriflega úr Einingu. Eða of- sótlir á einn eða annan máta fyrir sannfæringu sína og pólitískar skoðanir. Samkvæmt upplýsingum þess opinbera, sem pólska þingið lét uppi í siðustu viku, hafa rúmlega þrjátíu þúsundir manna verið dregnar fyrir sérstaka dómstóla vegna yfirsjóna, sem túlkaðar eru sem brot á herlagaákvæðum. Sá, sem settur er innanríkismála- ráðhcrra, segir, að auk þeirra 5.067, sem hnepptir höfðu verið i varðhald þann 7. janúar, hafi nær þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. Réttar- stöðumunurinn á þeim, sem settir hafa verið í einangrunarbúðirnar, og hinum, sem hafa verið handlekn- ir, er sá, að það eru einvörðungu þcir handteknir, sem sæta ákærum. Þeir í einangrunarbúðununt þurfa ekki að koma fyrir rétt. Þeir eru einfaldlega teknir úr umferð, án nokkurs dóms, án nokkurs málavalslurs. Ekkert vesen. Strangar yfirheyrslur Ein mest notaða aðferð lögregl- unnar til þess að beygja lýðinn liggur í fyrirvaralausum yfirheyrslum. Hinn „grunaði” er valinn af handahófi, sóttur þangað, sem hann er staddur i það og það sinnið, og færður til yfir- heyrslu, sem stendur í margar klukkustundir. Þegar búið er að skjóla honum rækilega skelk i bringu — og menn geta imyndað sér tóninn hjá spyrjendum — er honum sleppt aftur með alvarlegri áminningu. Einn slíkur „grunaður” sagði frá þcssari reynslu sinni í einu neðan- jarðar-dreifirita Einingar. Þelta var stúdent, sem kallaðist „Piotr” í rit- inti. Hann var tekinn fastur og látinn aftur laus, án þess að nokkurt tilefni sýndist til handtökunnar. Það var klukkan sex siðdegis cina helgina, að tveir menn borgaralega klæddir birl- ust fyrirvaralaust i ibúð hans. Þeir sýndu honum lögregluskilriki sín, eða öllu heldur leyfðu honum rétt að grilla í þau, án þess að hann gæti skoðað þau nánar. Sögðust þeir kontnir til þess að sækja mág hans, en ákváðu að taka Piotr í leiðinni með niður á lögreglustöð. Líkamsleit Ferðinni reyndist hinsvegar heitið niður í aðalstöðvar hersins í Rakowiecka-götu, þar sem Piotr var færður inn i herbergi búið venju- legum húsgögnum. Gluggatjöld voru dregin fyrir. Fleiri borgaralegir með hörkudrætti í andlitssvipnum voru þar staddir inni. — Áður en yfir- heyrslan byrjaði, var leitað gaum- gæfilega á Piotr allt niður í sokka og skó. Yfirheyrslan byrjaði á því, að Piolr var sakaður um að hafa verið á áheyrendabekkjum, þegar réttað var i máli nokkurra hægrisinnaðra kerfisgagnrýnenda. Hann var spurður í þaula um, hvernig hann hefði fengið í hendur merki þessara samtaka, sem kenna sig við sjálfstætt Pólland og eru daglega skammstöfuð KPN. Hvar hafði hann komizt yfir dreifimiðana? Hverjir skólabræðra hans voru að dreifa óritskoðuðum bleðlum? „Þegar ég sagði þeim, að ég hefði hvergi komið þarna nærri var ég sagður Ijúga,” segir þessi Piotr í dreifiblaðinu. „Þeir sökuðu mig einnig um að vera félagi í hinunt ó- háðu samtökum stúdenta, sent ég hafði þó þrætt fyrir.” „Ef þújátar...." Fyrri hluti yfirheyrslunnar stóð i nokkrar klukkustundir. Hinir reyndu rannsóknarmenn notuðu margvís- legar aðferðir. Einn úr leynilögregl- unni hafði í hótunum. Aðrir komu kurteislega fyrir. Enn einn lagði til við Piotr, að hann notaði sér hina al- mennu sakaruppgjöf, sem heitin var pólitiskum afbrotamönnum, ef yfir- sjónir þeirra voru drýgðar fyrir gildistöku herlaganna, og svo fremi, sem þær voru játaðar, áður en eigin- leg réttarfarsrannsókn væri hafin i máli þeirra. — „Ef þú játar í skjóli sakaruppgjafarinnar, þá allt i lagi. En ef ekki, þá skulum við senda þig....” og Piotr fékk að bcita ímyndunaraflinu til þess að geta sér til um, hvert það væri. Fékk spark Ringlaður svaraði Piotr því, að hann hefði ekkert að játa. Þá sóttu þessir laganna verðir hvíta plastól og skipuðu honum úr skónunt. Þrjú vitni voru leidd inn. Tvö þeirra voru lögregluþjönar í einkennisbúningum, sem sögðust hafa verið viðstaddir ofannefnd réttarhöld í KPN-málinu. Sögðust þeir þekkja Piolr aftur sent einn af áheyrendum. Sá þriðji var borgaralega klæddur og sagðist fyrr- verandi andófsmaður, sem séð hefði fram á villu sins vegar, en ætti nú samstarf með yfirvöldum. Hann sagðist einnig hafa séð Piotr í réttar- salnum. Allan tímann horfði sá borgaralega klæddi fast á Piotr, sem starði ófeiminn á móti. Stökk þá maðurinn á fangann og sparkaði i hann. Skipaði hann Piotr að standa upp. Það var í eina skiptið, sem hann var beittur líkamlegu ofbeldi. Yfirheyrendur tóku þá upp önnur vinnubrögð. Þeir vorkenndu honum. Hann var ungur og áhrifagjarn og auðvelt að leiða hann afvega. Þeir sýndu honum fleiri óritskoðuð dreifi- bréf og spurðu, hvort hann hefði séð einhver þeirra áður. Þegar hann neitaði, hótuðu þeir að nota dreifi- bréfin sem sönnunargögn gegn honum, þvi að nú væru þau með fingraförum hans. Loks ýttu þeir að honum vélritaðri yfirlýsingu, þar sem hann hét þvi að láta af öllum mót- gjörðum við rikið og halda eftirleiðis lög og reglur. Piotr neitaði að skrifa undir, því að honum fannst þetta jafngilda játningu á því, að hann væri einmitt sekur um mótgjörðir. Þá var honum veittur umhugsunar- frestur til klukkan þrjú næsta dag. Brottrekstur og herskráning Daginn eftir var Piotr færður í aðra skrifstofu til yfirheyrslu. Hann neitaði enn að skrifa undir hollustu- eiðinn, og nú dundu yfir hann skammirnar. Sá, sem stjórnaði yfir- heyrslunni þrumaði: „Þú skalt vita, að ég mun láta reka þig úr tækni- skólanum!” Rikið hefur engin not fyrir verkfræðinga, sem ekki virða stjórn landsins. Hvers vegna eyða peningum i þína líka?” Hann útmálaði síðan fyrir fanganum, áð Piotr gæti búizt við að vera kallaður í herinn. Ef hann áður bryti einhverjar af hinum nýju reglum, mundi hann aldeilis lenda illa í því. Piotr fékk siðan nýja yfirlýs- ingu til undirskriftar. Þar stóð, að hann héti þvi að snúa beint til síns fæðingarbæjar, og að hann gerði sér ljósar afleiðingar gjörða sinna. Per- sónuskilrikin voru tekin af honunt, og fékk hann þau ekki fyrr en eftir klukkuslundar bið. Leynilögreglumaður fylgdi honunt síðan til dyra og kvaddi hann nteð þessum orðum: „Það er sama hvað þú segir eða segir ekki. Það skiptir ekki máli, því að fólk eins og þú eru dreggjar þjóðfélagsins og það borgar sig ekki að hjálpa ykkur.” Vegfarendur eru sýknt og heilagt stöðvaðir á förnutn vegi og krafðir persónuskil- rikja og skýrínga á ferðum sinum. Mitterrand enn ráðalítill við atvinnuleysinu: Atvinnulausir orðnir rúmar tvær milljónir í Frakklandi Francois Milterrand, Frakklandsforseti. — 1982 verður prófsteinninn á stjórnarstefnu hans, en kjósendum er farið að leiðast að hlusta á gömlu skýringuna á vandamálunum. Nefnilega, að þau séu fyrrverandi stjórn að kenna. Brautargengi stjórnarstefnu Franc- ois Mitterrands, Frakklandsforseta, og sósíalislaflokksins á hinu nýbyrj- aða ári þykir því háð, hvorl alvinnu- lifinu vex lilli ú til hans og hvorl laun- þegasamtökin (C'GT, sent cr ASI þeirra Frakka og algerlega á valdi kommúnista) ná að halda l'elögum sinum áfram í ró. Atvinnuleysið var kosninga- mál Mitterrands Atvinnuleysið var lykilorðið i kosningabaráttunni vorið 1981. Það er svo enn þann dag í dag. Þrátt fyrir öll loforð Mitterrands eru rúmar tvær milljónir manna atvinnulausar og búizt er við, að þeim fjöigi um Ivö hundruð þúsund á þessu ári. Hjá kjósendum er nú tekið að gæta leiða á gömlu skýringunni uin, að „þetla er Giscard-stjórninni fyrrverandi að kenna”. Atvinnuskorturinn var aðalvanda- málið i síðustu stjórnartið Valery Giscard d’Estaings forseta og hefur verið það áfram fyrsta stjórnarmiss- erið hjá Mitterrand. Á síðasta ári jókst atvinnuleysi um 25%. Fór fjöldi atvinnulausra yfir tvær millj- ónirnar siðasta haust, og í nóvember voru 8,8% vinnuaflsins i Frakklandi cfrðin atvinnulaus. Nýsköpun gengur hægt Hin nýja stjórn sósíalista hafði heitið því að örva atvinnulífið og skapa ný störf. Áttu tvö hundruð sextíu og sex þúsundir manna að fá atvinnu í þessari nýsköpun á síðasla ári. Stjórninni tókst að útvega fimnt- tiu og sex þúsund manns alvinnu strax i júlí í sumar, en fyrir hinum er ráð gert i nýju fjárlögunum. Á þessu ári á að skapa þrjú hundruð þúsund ný störf að minnsta kosti. Aðallega hjá því opinbera, en að einhverju leyti með styttingu vinnuvikunnar í þrjátíu og níu klukkustundir, og að öðru leyti með örvun atvinnulífsins með batnandi efnahagsástandi. Launamálastefna Rikisstjórnum Frakklands Itefur Itingað til ekki orðið mikið ágengt við að hlutast til um launamál, en þegar sósialistaflokkurinn komst í stjórn, stóðu vonir til þess, að stéttarsam- tökin kynnu að reynast sinum mönnum leiðitamari. Stjórnin vonast til þess, að með viðræðum og santn- ingum megi halda launahækkununt niðri við 12%. Jacques Delors í'jár- inálaráðherra er meira að segja svo bjartsýnn að halda, að halda megi henni niðri við 10%. Kjarakapphlaupið er þó við lýði í Frakklandi eins og víðar og launa- hækkanir eru næstum sjálfvirkar, svo að erfitt getur reynzt að ná lauin- haldi á samningunum. Þar við bætasl vissir erfiðleikar vegna þess, að lág- markslaun voru hækkuð fljótlega eftir kosningasigur Mitterrands. Sömuleiðis almennar tryggingar. 14% verðbólga Það er ætlað, að verðbólgan í Frakklandi sl. ár hafi numið um 14%. Stjórnin stefnir að því að ná henni niður í 10%. Hagfræðingar spá því samt, að hún verði á milli 13 og 15% á árinu 1982. Þykir því gengis- lækkun mjög koma til álita á árinu 1982. Einkanlega þar sent verðbólgan hjá Vestur-Þjóðverjum, aðalbanda- ntönnunum innan EBE, er svo miklu minni. Bent er þó á ýmsa ljósa blelli i efnahagslífi Frakka. Frá því í sumar hefur neyzlan aukizt, en það fylgi í kjölfar hækkunar á lágmarkslaunum og almennum tryggingum, og þykir því í einhvcrra augunt byggjast á fölskum forsendum. Þjóðnýtingartil- tæki Mitterrands ltafa dregið úr tiltrú einkaaðila á fjárfestingum í fyrir- tækjuni. Unt leið hefur áfram verið samdrátlur í iðnaðarframleiðslunni. Síðustu árin hefur sá samdráttur nuniið um 8%, sent er umtalsvert meira en i helztu samkeppnislöndum Frakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.