Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. II VIÐTAUÐ: ff Það eru margir hörkukaríar í þessum skreiðarbransa" — segir Hannes Hall, sem er nýráðinn annar f ramkvæmdastjóri Skreiðarsamlagsins ,,Ég er búinn að vinna hérna síðan 1955 en þá byrjaði ég hér á skrif- stofunni,” sagði Hannes Hall, sem nýráðinn er annar framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda í við- tali dagsins. „Ég tók svo að mér gjaldkera- starfið hérna árið 1961 og hef verið fastur í þvi síðan,” sagði Hannes. — Fara þá ekki dágóðar upphæðir í gegnum hendurnar á þér á hverjum degi? ,,Það er misjafnt dag frá degi. Síð- asta ár borgaði ég þó út hérna um 400 milljónir króna.” — Hvað er það mikið í gömlu krónunum — manstu það? ,,Já ætli það ekki. — Það eru 40 milljarðarH Hannes Hall er 46 ára gamall og borinn og barnfæddur Reykvíkingur — sonur Steinunnar Hall og Gunn- ars Hall kaupmanns sem margir eldri Reykvíkingar muna áreiðanlega eftir í sambandi við verzlun Ragnars H. Blöndal í Austurstræti, þar sem nú er verzl. Torgið. Hannes er giftur Huldu Hall sem einnig er úr Reykja- vík og eiga þau tvö börn. — Hvaða breytingar verða á starfinu hjá þér við að vera skipaður fram- kvæmdastjóri? „Til að byrja með verða breytingarnar litlar. Ég verð áfram með auraráðin þar til nýr gjaldkeri kemur til starfa. Bragi Eiríksson verður áfram framkvæmdastjóri en mitt starfssvið verður aftur á móti fólgið í því að hafa meira samband við framleiðendur og skipuleggja betur starfið hér innanlands. Við erum með 180 aðila á okkar snærum og ætli ég hafi ekki samband við um 130 þeirra á dag í gegnum sima. Það þarf að ræða við þá um út- skipun, merki og að sjálfsögðu pen- inga. Þetta er mikil vinna og erilsöni oft á tíðum. Starfið á sér samt margar bjartar hliðar og maður kynnist mörgum i sambandi við það. Það eru margir hörkukarlar í þessum skreiðarbransa og barátta þar hörð eins og í öðru tilheyrandi fiskinum.” Hannes var mjög góður hand- knattleiksmaður hér fyrr á árum — lék með Sigurði Norðdal, Kjartani Magnússyni lækni, Sigfúsi Einars- syni lækni, og þeim frægu köppum hjá Ármanni á sínum tima. — Nú erl þú löngu hættur i hand- boltanum. Hvað er áhugamál þitt núna? ,,Það er golfið. Það er í 1.2. 3. og 4 sæti,” sagði Hannes og lyftist allur upp í framkvæmdastjórastólnum við það umræðuefni. Hannes er með- limur í Golfklúbbi Ness á Seltjarnar- nesi og er i stjórn klúbbsins. Hefur þar titilinn gjaldkeri, enda vanur að fást við peninga eftir 20 ár í þvi starfi hjá Skreiðarsamlaginu. -klp- Atlantshafsflugið: FLUGLEIÐIR FÆKKA FERÐUMIFEBRUAR — ástæðan undirboð Pan Am Flugleiðir hafa ákveðið að fækka ferðum yfir Atlantshafið í febrúar. í stað fjögurra ferða í viku á leiðinni Luxemborg-Keflavík-New York verða aðeins farnar þrjár ferðir. Verður flug á fimmtudögum sameinað föstudags- fiugi. Helzta ástæðan fyrir þessum samdrætti eru nýtilkomin undirboð bandaríska flugfélagsins Pan Am á Atlantshafsflugleiðinni, sérstaklega á leiðinni New York-Frankfurt. Flug á fimmtudögum verður aftur tekið upp í marz og þá mun fimmta ferðin bætast við er flug hefst aftur til Chicago. í vetur hefur ein DC-8 þota sinnt Atlantshafsfluginu og annar hún því auðveldlega. Undirboð Pan Am slökktu vonir þær sem menn voru farnir að gera sér sl. sumar um að stöðugleiki væri að færast i fargjaldamálin á Atlants- hafinu. -KMU. Enginn sparnaður að leggja stofnunina mður — segirGarðar Halldórsson, húsa- meistari ríkisins ,,Ég gct nú ekki séð Itver sparnaðurinn yrði af þvi að leggja embættið niður, því hér eru engiti þau störf unnin scm ekki þyrfti þá að kaupa annars staðar frá,” sagði Garðar Halldórsson, húsameistari rikisins, i santtali við DV um þær hugmvndir fjármálaráðherra að kippa þeirri stofnun út úr kerfinu um mittjrettaár. ,,Það hefur ekkcrt verið rætt um þetta við okkur og engin gagnrýni sett fram vegna reksturskostnaðar af stofnuninni. Við störfum samkvæmt reglugerð frá forsætisráðuneytinu og eigum að sinna ráðgjafarstörfum i sambandi við húsagerðarlist, þá sér- staklega viðhald og hönnun á lag- færingunt á húsakosti rikisins. Auk þess eru ákveðnar byggingar sem heyra alfarið undir okkar untsjón. Það sem unnið cr utan þessa rantma, svo og allar nýbyggingar, er alfarið samkomulagsatriði viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar og okkar og fyrir það er greitt eins og vinnu á almennum markaði. Sá hluti stendur að stórum hluta undir reksturs- kostnaði okkar.” Starfsmenn Húsameistara rikisins eru að meðaltali um 26. Á siðasta ári var veitt til embættisins á fjár- lögum um 800 þúsund krónum, en i ár er gert ráð fyrir um 1 milljón króna. ,,Ég get ómögulega séð tilganginn með þvi að leggja embættið niður út frá sparnaðarsjónarmiði. Hitt er svo annað mál hvort rikið eigi yfir höfuð að Itafa aðgang að stofnun sem þess- ari, sem og mörgum öðrum, i stað þess að starfssemin væri færð yfir til einkaframtaksins,” sagði Garðar. -JB. Barna- og tómstundab/að — Þar cr að finna smásögur, viðtöl, fönáur, þrautir, vcrðlaunaþrautir, fræðslu, íþróttir, skátaefni, krossgátu, ævintýri og margt flcira. Klippið og scndið ABC, Ármúla 18. Úska oftir áskrift í Tizkublaðinu Líf Nafn .............................. Hcimilisfang ...................... ............................. Sími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.