Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. LATTU NÚ ÍSKRA f ÞÉR Skúli Pálsson f ræðustóli en Þór Guðjónsson gengur af fundi. Ljótasti þáttur íslenskrar atvinnu- sögu er ekkert gamanmál. Afleiðing- ar af starfi veiðimálastjóra eru hrylli- legar. ,, Vilja munt þú þegja um þetta, þjóðlegverndun hneyksla og bletta; ofan af þeim á að fletta allt um það — sú skömm má sjást, sem með umbót út skal mást.” (Jak.Thor.) Atvinnuvegi sem á engu verri vaxt- armöguleika á íslandi en á Norður- löndum eða Bretlandsevjum hefir verið haldið í helgreip getsaka og róg- burðar i 30 ár. Ef litiðer til frænda okkar i Noregi þá er framleiðsla þeirra á regnboga- silungi árið 1972 750 tonn og hefir vaxið í 3360 tonn árið 1980. Líkur voru taldar, nú í ágúst sl. að framleiðslan 1981 yrði 4000 tonn. Framleiðsla íslendinga af þessari vöru mun vera á núlli á því ári. Ekki vegna „sjúkdóma”, þeir hafa aldrei fundist í íslenska regnbogasilungmim eða gert framleiðslutruflun. Heldur er það vegna getsaka og ofsókna byggðum á getsökum. Sumarið 1980 var allur stofnfiskur- inn drepinn að tilhlutan veiðimála- stjóra og lítillar valdaklíku, þrátt fyrir að heilbrigðisástand fisksins var eins og þetta vottorð ber með sér: Tilraunastöð Háskólans I meinafræði, Keldum. Landbúnaðarráðuneytið. Vorið 1980 voru samtals 362 full- orðnir regnbogasilungar frá laxeldis- stöð Skúla Pálssonar Laxalóni teknir til rannsóknar að Keldum. Ekki fundust merki um smitsjúkdóma í þessu úrtaki . . . Þetta er lengra mál. Undirskrifað: Virðingarfylist, Sigurður Helgason. Nokkrum dögum eftir að þessi niðurstaða lá fyrir, var allur stofn- fiskur drepinn, ákvörðunin virðist tekin áður en rannsókn er lokið: ekki byggt á henni, aðeins geðþótta ákvörðun. Pálmi landbúnaðarráðherra bjarg- aði því, sem bjargað varð. Honum er að þakka að tegundin er til í landinu. Gáfnafar herranna sem að skemmdarverkinu stóðu, er á því stigi að þeir halda að hægt sé að breiða einhverja sóttvarnagloríu yftr svona vinnubrögð. Málefnisins vegna endurbirti ég hérna bréf og vottorð sem finnast í grein minni, ,,í nágreip þagnarinn- ar”. DB 26. júlí 1980: „2. mars 1971 „Hr. yfirdýralæknir, Páll A. Pálsson, Keldum v/Reykjavík. Ég leyFi mér að vísa til samtals er ég átti við yður 26. febrúar sl. við- komandi eftirliti varðandi fiskasjúk- dóma i fiskeldisstöð minni að Laxa- lóni. Ég vil hér með leyfa mér að fara þess á leit við yður, að eftirleiðis verði fylgst með því að um smitnæma fiskasjúkdóma sé ekki að ræða í Fisk- ræktarstöðminni. Þessi ósk mín er vegna þess, að þeir aðilar erlendis, sem hafa hug á að kaupa hrogn eða seiði frá mér, óska að fá heilbrigðisvottorð, þegar varan er afgreidd til þeirra. Þann kostnað sem mun verða viðkomandi eftirliti, mun ég annast greiðslu á. Ég Ieyfi mér að vænta svars yðar þessu viðkomandi. Virðingarfyllst, Skúli Pálsson.” „12. janúar 1972 Mér heFtr borist tilboð erlendis frá, um kaup á öllu því magni af regn- bogasilungshrognum (augnhrogn), sem ég get framleitt á þessu ári. Af gefnu tilefni leyfi ég mér því hér með að óska eftir því, að hið háa ráðuneyti beiti sér fyrir þvi, að mér verði veitt tilskilin heilbrigðisvottorð á afurðum mínum, enda er Fiskrækt- arstöð mín opin hverjum þeim aðil- um, sem lögum samkvæmt eiga að rannsaka heilbrigði í fiskstofni mínum. Þar sem þess er óskað, að ég svari pöntunum á hrognunum hið fyrsta, óska ég eftir svari yðar fyrir lok þessa mánaðar. Fái ég ekki leyfi til útflutnings á af- urðum minum, neyðist ég til þess að drepa niður fiskstofn minn, sem nemur milljónum króna að verðmæti. Virðingarfyllst, Skúli Pálsson. Til landbúnaðarráðuneytisins, Reykjavík.” Það voru skrifuð fleiri bréf. Engu svarað, ekkert gert. Loks skarst land- búnaðarráðherra í málið og fenginn hæfur maður til að rannsaka „sjúk- dómana” og afleiðingin er eftirfar- andi vottorð: HEILBRIGÐISVOTTORÐ Ég undirritaður votta hér með að eldisfiskur sá og hrogn þau sem vott- orð þetta nær yfir eru að því að ég best veit laus við smitandi sjúkdóma, þar á meðal eftirtalda sjúkdóma: a) Smitandi pancreatic necrosis (I.P.N.) b) Viral Hæmorrhagic septicaemia (Egtved sjúkdómur) c) Myzosoma cerebralis d) Smitandi hematopoietic necrosis (I.H.N.) e) Furunclulosis (Aeromonas sal- monicida). Vottorð þetta grundvallast á reglu- legum ytri og innri athugunum sem gerðar hafa verið af stjórnskipuðum dýralækni, og hefur hann einnig haft eftirlit með vali og innpökkun á fiski og hrognunum. Framleiðsluland: ísland. Flutt með: LL 200 um Luxemburg til Parísar þ. 17.5.1978. Tegund: Regnbogasilungshrogn, 500.000 stk. Merki: Fullt heimilisfang viðtak- anda. Fiskiræktarstöð: Laxalón, Reykja- vík, íslandi. Móttakandi: Coopérative Nationale Agricole de la Pisciculture, 28, rue Milton, 75009 Paris, Frakklandi. L.S. Undirskrifí: Páll A. Pálsson Staða: Yfírdýralæknir Heimili: Reykjavík, fslandi. Dagsetning: 9. maí, 1978. Hrogn þessi hafa verið sótthreinsuð með erythromycin fosfati (2 p.p.m.). Nýrnasjúkdómur af völdum sýkla hefur ekki fundist I regnbogasilungs- stofninum I þessari eldisstöð. Ég staðfesti hér með að ofangreint vottorð er að undanskildum sjúk- dómsheitunum, en hinum latnesku heitum þeirra hefur verið haldið í þýðingunni, rétt þýðing úr ensku. Sölvi Eysteinsson lögg. skjalaþýðandi og dómtúlkur.” Og þá vita inenn það! Fiskurinn alheilbrigður í sóttkvi í 28 ár. Hvað er heimsmetið? Það tók tímann frá 2. mars 1972 til 17. maí 1978 að fá sjálfsagða at- hugun. Ef borin er saman drullusokkshátt- ur embættismanna og viðbragðsflýti björgunarsveitamanna, er manngild- ismunurinn mikill. Allan þennan tíma varð að eyði- leggja eftirsótta vöru fyrir milljónir árlega I beinhörðum gjaldeyri. Allan þennan tima malaði Grótta- kvörn Veiðimálastofnunarinnar, ekki gull fyrir þjóðarbúið, heldur róg um geigvænlega sjúkdóma sem væru nú komnir inn I landið. Frá þeirri stofnun út gekk rógsyrðið „sporð- minkur” sem ógnað gæti lífríki ís- lenskra vatna. Ekki dugði minna en auðga islenska tungu um nýtt skammaryrði. Tungutak Lyga- Marðar nægði ekki. Allan þennan tíma var fiskurinn einangraður vegna „sjúkdóma”. Þegar Einar karlinn Hannesson er búinn að þýða yfir á mál sinnar stofnunar, er frásögnin svona: „Skúli Pálsson eigandi að Laxa- lóni hélt á sínum tíma leyndum sjúk- dómum í fiski fyrir íslenskum yfir- völdum.” Það talar sínu máli að þrátt fyrir Veiðimálastofnunina hefir tekist að halda fiskiræktarrstöðinni að Laxa- lóni við lýði, og sýnir það best lífs- möguleika atvinnuvegarins og það traust og virðingu sem Skúli Pálsson nýtur meðal viðskiptavina sinna inn-' lendra semerlendra. Regnbogasilungshrognin voru llutt inn undir eftirliti og umsjón dr. Árna Friðrikssonar, heiðursdoktors við Háskóla íslands og dr. Hermanns Einarssonar er varði doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla, og voru allar öryggisráðstafanir framkvæmdar eins og tíðkast I hinum siðmenntaða heimi. í stórri og myndskreyttri grein í Tímanum var því haldið fram að ís- lenski regnbogasilungurinn að Laxa- lóni væri sennilega eini alheilbrigði stofninn í Evrópu og sagt frá nokkrum stöðum þar sem hann hefir reynst með ágætum. Á íslandi mátti ekki flytja hann á milli bæja. Kjallarinn GrímurS. Norðdahl Tjónið er geigvænlegt Árni Jónasson erindreki hjá Stétt- arsambandi bænda sagði mér að staðfestar pantanir á regnbogasil- ungshrognum hefðu numið á þriðja hundruð milljónum gkr. 1980. Þá lágu líka fyrir tilboð um margra ára sölusamning. Engir möguleikar voru á að fullnægja eftirspurninni, þar sem aðeins ein stöð var til i landinu, og um langt skeið einangruð við lítinn læk, Grafarlækinn, og drjúgur hluti vatnsins tekinn til annarra þarfa. Að stöðva nýjan atvinnuveg í ungu ríki þar sem mikil þörf er alhliða uppbyggingar, er stærra alvörumál en það sem snýr að brautryðjandan- um einum. Viðskiptasambönd eru slitin, fs- lendingum rutt út af mörkuðum. Góð vara er líka góð landkynning. Ef íslendingar hefðu getað fullnægt eftirspurn eftir hrognum væri það mikið fé. Ef hér hefði vaxið upp fiskirækt ekki minni en í nálægum löndum væru það geysimiklir fjármunir, og atvinna mörg hundruð manna. Hér er gnægð af vatni köldu og heitu. Landrými nóg og hráefni I fiskafóður. Þessi aðstaða er nú litin glrugum augum útlendinga. Hvernig sem menn reikna útkom- una af vinnubrögðum veiðimála- stjóra og co., er útkoman hryllileg. Alþingi ákvað Skúla nokkrar bætur fyrir afglöp og trassahátt emb- ættismanna — brot af því tjóni sem hann varð fyrir. Skaði þjóðarinnar er óbættur, enda óbætanlegur. Einars þáttur Hannessonar Á fundi áhugamanna um fiskirækt á Loftleiðahótelinu 5. nóv. s 1. bar ég fram tvær fyrirspurnir til veiðimála- stjóra með leyfi fundarstjóra og stuttum formála: 1) Hvaða baktéríur eða veirur hafa fundist í íslenska regnbogasil- ungnum að Laxalóni? 2) Hvers vegna var veiðimálastjóra kappsmál að koma fyrir kattar- nef hugmyndum mínum um að gera regnbogasilungsrækt að aukabúgrein bænda? Satt að segja vissi ég vel að hinn virðulegi veiðimálastjóri mætti nú reynast all tungulipur ef hann gæti nefnt sjúkdóma (I fleirtölu) án þess að segja minnst tvisvar ósatt, og var ósárt, þó honum vefðist tunga um tönn. Hitt var meiri ráðgáta hvers vegna hann var mótsnúinn fiskirækt i byggðum landsins. Einar Hannesson skrifar um þetta I DB 12/11 1981. Tilefnið er hneykslun á því að ég búandakarl uppi I Mos- fellssveit skuli hafa beint fyrir- spurnum til hans virðulegheita Þórs Guðjónssonar, veiðimálastjóra, sem var að hans mati „nánast rudda- skapur”. Óvart gefur hann alþjóð svart á hvítu, á prenti sýnishorn af rógi og iygum sem gengið hafi út frá Veiði- málastofnuninni síðustu þrjá áratugi. Hvað ég þakka að verðleikum. Berið nú nákvæmlega saman bréf og vottorð sem eru birt hér, og ummæli Einars þegar hann heldur sig vera að hjálpa húsbónda sínum. Það alvarlegasta I þessu máli er: Að samkvæmt svona þrætingi eins og Einar er svo elskulegur að staðfesta hafa verið teknar örlagarikar ákvarð- anir. Alþjóð til stórskaða og valda- mönnum til lítils sóma. Féll á prófinu Eftir 30 ára kjaftæði og afskipti af „sjúkdómum” á Laxalóni ættu þeir að geta bögglað heitunum út úr sér. Minn er heiðurinn af því að veiði- málastjóri flúði af fundinum á Loft- leiðahótelinu. Minnir það mig á smásögu, sem Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlög- maður sagði mér, frá veru sinni I skóla. Piltur var þar ódæll, hávaðasamur og framhleypinn. Skók skólaborðið svo iskraði í þvi I timum. Svo kom þar að, að hann mætti til prófs, settist fyrir framan Steingrím skáld Thorsteinsson. Brá þá svo við að piltur kunni fá svör. Mælti þá Steingrímur „Láttu nú ískraíþér”. Ég Iagði þá prófraun fyrir Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra, í margra votta viðurvist að hann nefndi þá sjúkdóma sem hann og starfsmenn Veiðimálastofnunarinnar hafa verið að blaðra um í þrjátíu ár og væru í íslenska regnbogasilungs- stofninum á Laxalóni. Brá þá svo við að hann kunni fá svör. Lét ekki ískra i sér. Féll á prófinu. Og fall hans var mikið. Bersýnilega hefir hann metið taflstöðuna þannig að hann slyppi best með að þegja og pilla sig heim. Frá hans hendi er fyrirspurnum mínum ósvarað. GrimurS. Norðdahl, bóndi. (Birting greinarinnar hefur dregizt vegna mikils framboðs á greinum). 0 „Fiskurinn alheilbrigður í sóttkví í 28 ár!” segir Grímur S. Norðdahl í grein sinni og gerir harða hríð að veiðimálastjóra og stofnun hans fyrir afstöðuna til Skúla á Laxa- lóni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.