Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Síða 18
18 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. íþróttir íþróttir Úr Breiðablik f Augnablik! Fjórir knaltspyrnumenn frá Akra- nesi hafa gengið til liðs við Skagamenn að nýju eftir stutta fjarveru. Jón Gunn- laugsson er kominn heim frá Húsavík þar sem hann þjálfaði og lék með Völs- ungi, Andrés Olafsson er kominn frá Skallagrimi, Hörður K. Jóhannesson frá Gislaved í Svíþjóð og Daði Hall- dórsson frá HV „Country”. Nokkuð hefur verið um félagaskipti að undanförnu, eins og hefur komið fram í DV. Enn eru hreyfingar á knatt- spyrnumönnum — á milli félaga. Pálmi Einarsson frá Keflavík hefur gengið til liðs við Víði í Garði og Kefla- víkingurinn Konráð Þorsteinsson er kominn í herbúðir KR. Andrés Pétursson hefur tilkynnt fé- lagaskipti úr Breiðablik og i Augnablik — nýja félagið í Kópavogi. Bárður Tryggvason, sem lék með Reyni frá Hellissandi, hefur gengið í ÍK í Kópavogi. Tvö opin félagaskipti hafa orðið. Þröstur Gunnarsson hjá Tindastóli frá Sauðárkróki og Tómas Lárus Vilbergs- son, Þrótti Neskaupstað, eru lausir frá sínum félögum. Bjarni til ísafjarðar Bjarni Jóhannesson, leikmaður Þróttar Nes., hefur gengið til liðs við ísfirðinga og Bjarni Kristjánsson, sem hefur verið marksæknasti leikmaður Austra á Eskifirði, hefur gengið í raðir leikmanna Reynis frá Sandgerði. -SOS Bjarni skor- aði 11 mörk gegn Ogra Bjami Sigurðsson, landsliðsmark- vörður í knaltspyrnu, skoraði 11 mörk fyrir Skagamenn þegar þeir unnu slór- sigur 51:15 fyrir Ögra í 3. deildar- keppninni i handknaltleik. Pélur Ingólfsson, fyrrum leikmaður Ár- manns og KH, skoraði 9 mörk, Þórður Elíasson 7 og Ólafur Jóhannesson 5. Gunnar Krislinsson og Rúnar Vil- hjálmsson skoruðu 4 miirk hvor f.vrir Ögra. Andrés skor- aði fyrir GUIF Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta- manni DV í Lundi. — Andrés Krisljánsson frá Hafnarfirði sem leikur með GUIF í „Allsvenskan”, átli mjög góðan leik með liðinu, þegar GUIF lagði Vikinga að velli með 7 marka mun — 26:19 á sunnudag. Andrés skoraði 7 falleg mörk af linunni. Við sigurinn þokaðist GUIF af fall- svæðinu. Leikmenn liðsins breyttu um leikaðferð gegn Víkingum. Landsliðs- maðurinn Bo Anderson, stjarna GUIF einbeitti sér nú að því að mata ísl. línumanninn í stað þess að skjóta sjálfur í tíma og ótíma. Árangurinn lél ekki á sér standa og var sigur liðsins aldrei í hættu. Staðan var 14:6 í leik- hléi. Drott er nú í efsta sæti í ,,A1I- svenskan” með 23 stig, Heim með 21 og Ystad með 20 stig. GUIF er í níunda sæti af tólf liðum — með 12 stig. Vikingur hefur hefur 11, H43 10 og Rebergslid 7. Árni Hermannsson, fyrrum félagi Andrésar hjá Haukum, sem leikur með Malmö FF, skoraði 3 mörk fyrir lið sitt, þegar það lagði IF Ystad að velli 28:18. Árni hefur yfirleitt verið bezti leikmaður Malmö FF og er hann einn af markhæstu leikmönnnum í 2. deildarkeppninni — suðurdeild. —GA/—SOS Andrés Kristjánsson Lárus Guðmundsson, sóknarleikmaðurinn snjalli hjá Vikingi, sést hér skora gegn verja skot Lárusar. gegn KR (2—0) og islandsmeistaratitillinn var i höfn hjá Víkingi Stefán Jóhannsson ISLENDINGAR MARKSÆ Islendingar eru í hópi marksæknustu knattspyrnumanna Kvrópu — aðeins V-Þjóðverjar, Luxemborgarmenn, N- írar, Danir og Svisslendingar skora fleiri mörk en við í 1. deildarkeppninni hjá sér. V-Þjóðverjar skora 3 365 mörk í leik, en íslendingar 2,984 mörk i leik. Knattspyrnublaðið „World Soccer” birti töflu yfir markaskorun i löndum í Evrópu ásamt Argentínu og Alsír — og er ísland í sjötta sæti á þeim lista. — Ef þið viljið sjá mörk þá er bezt að bregða sér til V-Þýzkalands. Ekki fara til Tyrklands nema þið séuð hrifin af ntarkalausum jafnteflum. Varnarleikur á Ítalíu V-Þjóðverjar skora að meðaltali 3,365 mörk i leik en Tyrkir ekki nenta 1,880 mörk í leik. ítalir eru ekki ntarka- gráðugustu knattspyrnumenn Evrópu — þeir skora aðeins 2,021 mark að meðaltali í leik þannig að netagerða- rnenn á Ítaliu hafa lítið að gera. Varn- arleikurinn ræður ríkjum á ítaliu og Tyrklandi og sést það bezt t sambandi við Ítalíu að markaskorarinn mikli frá Skotlandi, Joe Jordan, sem var frægur markvarðahrellir þegar hann lék með Leeds og Manchester United, er einn af markhæstu leikmönnu AC Milano á yfirstandandi keppnistímabili — hefur aðeins skorað eitt markll! Danir eiga metið Listinn hjá „World Soccer” byggist upp á markaskorun 10 sl. ár. Danir eiga markametið yfir eitt keppnistíma- bil — skoruðu 3,879 mörk að meðaltali í leik 1971. Luxemborgarmenn koma næstir — skoruðu 3,674 mörk 1973 og Eruísjöttasætiá lista „World Soccer” ummark- sæknustu knatt- spyrnumenn Evrópu síðan V-Þjóðverjar — skoruðu 3,546 mörk 1974. Tyrkir eru með lægsta skorið — skoruðu aðeins 1,650 mörk i leik 1974. ítalir, ísraelsmenn og Tyrkir bjóða upp á mest af jafnteflisleikjum enda er það t.d. saga til næsta bæjar ef leikir á Ítalíu enda ekki 0:0, 1:0 eða 1:1. Englendingar eru ekki ofarlega á list- anum — þeir eru í 23. sæti með að Dregið í Evrópukeppnina í handknattleik: Miklir möguleikar hjá Þrótti að kom- ast í undanúrslitin Bikarmeistarar Þrótlar í handknatt- leiknum hafa mikla möguleika á að komast í undanúrslit Kvrópukeppni bikarhafa. í gær var dregiö í átta-lirta úrslitin og lenti Þróttur á móti ilalska liöinu Pallamano Tacca Magnago sem er frá Cosso Magnago, útborg Mílanó. Þróttur á fyrri leikinn á heimavelli og fer leikurinn fram á tímabilinu frá 15.—21. marz. Senniiega 20. eða 21. marz. Þá er helgi. Vikuna á eftir verður svo leikið á ítaliu. Báðum leikjunum verður að vera lokið fyrir 29. marz. Samkvæmt þessum drætti ætti Þróttur að hafa alla möguleika á að komast í undanúrslil keppninnar. ítalir eru ekki sterkir í handknattleik, þó svo þetta ítalska lið sé komið í þriðju um- ferðina. Það sigraði tyrkneskt lið með nokkrum mun í fyrstu umferðinni, síð- an lið frá Austurríki 26—22 og 25—22 í 2. umferð. -hsím. meðaltali 2,556 mörk í leik. Við ætlum hér til gamans að birta lista þann sem er í,,World Soccer”: 1. V-Þýzkaland..............3,365 2. Luxemborg................3,357 3. N-írland...............3,261 4. Danmörk................3,196 5. Sviss..................3,160 6. ÍSLAND.................2,984 7. A-Þýzkaland............2,962 Peter Stephan og Pétur Pétursson þegar allt lék I lyndi hjá Stephan. Myndin er tekin á Hótel Loftleiðum. Peter Stephan rekinn f rá Feyenoord: SÁ EINISEM ÞÉNAÐIPENINGA á sama tíma og Feyenoord var komið íf járhagskröggur Hollenzka knaltspyrnufélagiö F'eye- noord er ekki lengur þaö slórveldi sem þaö hefur veriö og er félagiö nú komiö i fjárhagskröggur. Búiö er aö reka Peter Stephan, framkvæmdastjóra l'élagsins, sem kom hingaö til íslands þegar Feye- noord keypti Pétur Pétursson frá Akra- Allt bendir nú til að félagið selji hluta af hinum glæsilega leikvelli sínum í Rotterdam. Nú standa viðræður yfir milli Feyenoord og Sparta Rotterdam um að félögin eigi leikvöllin saman. Portland vann Portland Trail Blazers, lirtiö, sem Pétur Guömundsson leikur með i USA, sigraöi Dallas Mavericks 110—103 í bandaríska körfuknattleiknum á laug- ardag. Danski leikmaðurinn Sören Lerby hjá Ajax sagði fyrir stuttu í viðtali að Feyenoord hefði keypt mikið af leik- mönnum að undanförnu en ekkert haft upp úr því. — Sá eini sem þénar á kaupunum er Peter Stephan, fram- kvæmdastjóri félagsins — hann fær dágóða summu þegar Feyenoord hefur keypl eða selt leikmenn, sagði Lerby. Stephen hefur leikið þann leik und- anfarin ár að kaupa leikmenn og selja án þess að hugsa um þá — menn muna hvernig hann fór með Pétur Pétursson þegar hann lét hann leika leik eftir leik meiddan. Feyenoord hugsaði þá aðeins um að not væru fyrir Pétur meðan hann skoraði mörk. Um leið og meiðsli Péturs urðu alvarlegri var hann settur út í kuldann — ekki lengur not fyrir hann. -sos HflSSi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.