Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Side 19
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. 19 (þróttir (þrótt (þrótt íþróttir , markvörður KR, átti ekki möguleika að DV-mynd: Friðþjófur. 11 8. írland 2,923 9. Frakkland 2,902 10. Holland 2,901 11. Skotland 2,893 12. Finnland 2,886 ; 13. Ungverjaland 2,875 14. Argentína 2,790 15. Svíþjóð 2,788 I 16. Belgía 2,736 17. Noregur 2,725 18. Austurríki 2,719 19. Tékkóslóvakía 2,674 20. Búlgaria 2,663 21. Portúgal 2,654 22. Rúmenia 2,611 23. England 2,556 24. Alsír 2,526 25. Spánn 2,500 26. Júgóslavía 27. Grikkland 2,422 28. Rússland 2,277 29. Pólland 2,242 30. ísraei 2,027 31. ítalia 2,021 32. Marokkó 1,974 33. Tvrkland 1,880 Eins og sést á þessu þurfa íslenzkir knattspyrnumenn ekki að kvarta. Það þótti saga til næsta bæjar 1975 þegar fimm af fyrstu sex leikjunum í 1. deild enduðtt með jafntefli — 0:0. Sem betur fer kemur það ekki oft fyrir hér á landi að ekki sé skorað mark í leik. -SOS Spennandi keppni í 3. deildinni íhandknattleik Staöan í 3. deildarkeppninni í hand- knallleik er þessi, eftir leiki helgarinn- ar: Selfoss—Reynir S. Grólla—Ármann Akranes—Ögri Akranes Ármann Þór Ak. . Grólla Keflavík Reynir S. Selfoss Dalvík Ögri Skallagrímur Skallagrímur Dalvik og Þór á Akureyri um helgina ( en leikjunum var frestað þar sem Skallagrímur komsl ekki noröur. -SOS 26 :26 i 18 :17 51 :15 12 8 1 3 354:242 17 11 8 1 2 270:197 17 10 8 1 1 269:216 17 10 7 1 2 262:195 15 9 6 0 3 224:165 12 10 3 1 6 235:257 7 8 2 1 5 147:186 5 10 2 0 8 226:265 4 11 2 0 9 196:338 4 7 0 0 7 100:222 0 átli að leika gegn Landsliðsþjálfarar um riðlaskipan á HM: Þeir skozku beztir mest á reynir þegar „Sovclríkin hafa á aö skipa mjög leiknum leikmönnum og þeir eru meöal hinna beztu i Evrópu. Þeir verða erfiöir mólherjar og ég held að sigurvegararnir í fyrsta leiknum sigri í sjölta riölinum,” sagöi Tele Santana, landsliösþjálfari Brasilíu i knalt- spyrnunni, eflir að dregið hafði verið í riöla í HM á Spáni á laugardag. Brasilfa og Svoétríkin leika fyrsla leikinn i 6. riðli í Sevilla 14. júní. Lið Brasilíu er talið sigurstrangleg- ast i keppninni á Spáni. Hefur þrisvar orðið heimsmeistari og eina þjóðin sem hefur sigrað í HM þegar ekki hefur verið leikið í eigin heimsálfu. „Sovétríkin verða helzti teppi nautur okkar í forkeppninni en ég bei einnig fulla virðingu fyrir liðum Skotlands og Nýja-Sjálands. Skotar leika hraða, sterka knattspyrnu. Mjög sterkir líkamlega í brezka stíln- um. Lið Nýja-Sjálands er skipað ung- um leikmönnum og aðall þeirra er hraði og mikil hlaup,” sagði Santana ennfremur. Þess má geta að Sovétrík- in eru eina landið sem sigrað hefur Brasiliu frá því Santana tók við sem landsliðsþjálfari fyrir tveimur árum. Betri þegar á reynir „Því harðari sem keppnin er því betur taka leikmenn mínir við sér. Auðvitað verðum við lágt skrifaðir. Brasiliumenn verða taldir sigur- stranglegastir í 6. riðli og siðan Sovét- ríkin. En ef við náum okkar bezta leik, leikum af fullri getu, er allt mögulegt,” sagði Jock Stein, lands- liðseinvaldur Skota á laugardag. „Við lítum á engan leik i riðlinum sem léttan leik. Ef við hugsum um að við getum sigrað í þessum leik, náð stigi úr öðrum, komizt áfram ef við gerum eitt og annað þá verðum við í vandræðum,” sagði Stein ennfrem- ur. „Fyrir dráttinn undirbjuggum við okkur fyrir það versta. Nú verðum við að vona það bezta,” sagði fyrir- liði skozka landsliðsins, Danny Mc- Grain. Sjötti riðillinn er almennt tal- inn sá sterkasti í HM. Sterkir riðlar ,,í heimsmeistarakeppni eru auð- vitað sterk lið í öllum riðlum. Við teljum að það séu tveir erfiðir mót- herjar í okkar riðli, Frakkland og Tékkóslóvakía en Kuwait er óskrifað blað,” sagði Ron Greenwood, lands- liðseinvaldur Englands. „Þetta er rnjög áhugaverður riðill og án alls efa mjög erfiður. Ef við ætlum að komast í milliriðil verðum við að ná góðum árangri í tveimur fyrstu leikjununi gegn Frakklandi (16. júní) og Tékkóslóvakíu (20. júni),” sagði Greenwood. „Riðillinn er hagstæður fyrir okk- ur þó það verði mikil vinna að kom- ast áfram,” sagði Kevin Keegan, fyr- irliði enska landsliðsins. Höfum góða möguleika „Það er möguleiki, já. ég held að heppnin hafi verið með okkur. Við ættum að hafa góða möguleika á að komast i milliriðil,” sagði Guy Thys, landsliðsþjálfari Belgiu, á laugardag. „Við erum ekki óánægðir með að lenda í riðli með Argentinu og Ung- verjalandi, auk þess E1 Salvador. Ég vona að viðgerum jafntefli í fyrri leik keppninnar við Argentínu i Baree- lona 13. júní,” sagði Thys. Louis Wouters, formaður belgíska knattspyrnusambandsins, er sár vegna þess sent hann kallaði „skipu- lagðan drátt”, sagði. „Ég er ekki óánægður nteð að við mættum mót- herjum í svipuðum gæðaflokki og belgíska landsliðið er, jafnvel þó Argentína sé mjög erfitt íið að leika við.” Belgía verður án eins bezta leik- manns síns, varnarmannsins Walter Meeuws, í fyrsta leiknum, við Argentinu. Hann er í eins leiks banni ÍHM. írska heppnin? „Þetta var góður dráttur fyrir okk- ur. frska heppnin? Hvers vegna ekki? Við vorum lítill fiskur í drættinum í stórum polli og áttum þvi skilið smá- heppni,” sagði Billy Binghant, lands- liðsþjálfari Norður-írlands. „Leikurinn við Júgóslavíu (17. júni) er iykillinn í sambandi við ntöguleika okkar i riðlinum. Við verðunt að sigra Slavana til að korn- ast í milliriðil. Ef okkur tekst það — eða náum að minnsta kosti jafntefli — og Spánverjar sigra svo Júgóslav- ana í næsta leik (20. júni) mundi það þýða að Spánverjarnir þyrftu ekki stig þegar við leikum við þá (25. júní),” sagði Bingham ennfremur. „Ef við reiknum dæmið rétt höf- um við ntöguleika á að bóka stað i milliriðlunum eftir tvo fyrstu leiki okkar I 5. riðlinum,” sagði Gerry Armstrong, Watford, sem tryggði ír- um úrslitasæti i HM þegar hann skor- aði sigurmarkið gegn fsrael i loka- leiknum í forkeppninni. Góðir möguleikar „Ég er sjálfur mjög ánægður með riðil okkar. Staðarval og loftslag hentar okkur. Ég held að við höfum góða möguleika á að komast í milli- riðil,” sagði Karl Sekanina, forntað- ur knattspyrnusantbands Austurrík- is. Austurríki er í riðli nteð erkifjend- urn sínum, Vestur-Þjóðverjum, Chile og Alsír og leikið verður í Gijon og Oviedo á Norðaustur-Spáni. Austur- riki hefurekki landsliðsþjálfara. Karl Stotz var rekinn í desember sl. Sekan- ina er að reyna að fá Ernst Happel, stjóra Hamburger SV. Hann getur ekki tekið við liðinu fyrr en samning- ur lians við Hamborgar-liðið rennur út í vor, þremur vikum fyrir heims- .meistarakeppnina. Hamburger SV hefur neitað Happel að taka við aust- urríska landsliðinu meðan hann er samningsbundinn við félagið. -hsim. Tæki spænska rikishappdrættisins voru notuð i riðladrættinum og reyndust ekki vel. IPSWICH 0G TOTTEN- HAM í UNDANÚRSUT Undraverð markvarzla Peter Shilton gat ekki bjargað Forest Sjaldan hefur leikmaður verðskuld- aö eins aö vera i sigurliði og enski landsliðsmarkvörðurinn Peter Shillon í gærkvöld, þegar Tottenham og Nottm. Forest léku í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í Lundúnum. Þulir BBC áttu varla orð til að lýsa snilli Shiltons en allt kom fyrir ekki. Totten- ham yfirspilaöi Forest og Oswaldo Ar- diles skoraði eina mark leiksins á 58. mín. eftir að Shilton haföi varið frá Tony Galvin glæsilega. Knötturinn hrökk til argentínska heimsmeistarans, sem renndi honum í autt markið. Tott- enham vann 1—0 og leikur við annað- hvort Aston Villa eða WBA i undanúr- slitum. Ipswich sigraði Watford 2—1 i sömu keppni og leikur við annaðhvort Liverpool eða Barnsley. Forest var án sex aðalmanna sinna af einni eða annarri ástæðu en Brian Clough stjórnaði liðinu á ný eftir las- leika. Leikmenn Forest léku aðra fiðlu. Shilton varði tvívegis glæsilega áður en Tottenham fékk vítaspyrnu á 37. mín. Bryn Gunn felldi Garth Crooks. Glenn Hoddle tók spyrnuna en Shilton varði. Mark Proctor var hins vegar inni í víta- teig og dómarinn fyrirskipaði, að spyrnan yrði tekin á ný. Þá skoraði Hoddle en nú var Tottenham-leik- maðurinn Mark Falco inni í teignum. Enn varð Hoddle að reyna. Leikmenn hreyfðu sig þá ekki nema Shilton og Hoddle og markvörðurinn varði! I Leikurinn hélt áfram og Tottenham sótti mjög. Shilton varði allt þar Ardil- es skoraði á 58. min. eftir hörkuskot Galvins. Annað mark hans á leiktíma- bilinu. Eftir það varði Shilton oft á undraverðan hátt en Forest tókst ekki að jafna. Nýja stúkan á White Hart Lane, sem kostað hefur 4,5 milljónir sterlingspunda, var tekin í notkun í gær. Ipswich lenti í harðri raun gegn Wat- ford úr 2. deild. Aðeins snjöll mark- varzla Paul Cooper kom í veg fyrir að Watford skoraði í f.h. Á 52. mín. náði Ipswich forustu með marki John Wark. John Barnes jafnaði þremur min. síðar. Atlan Brazil skoraði sigur- mark Ipswich á76. mín. Frábært mark og leikmenn Ipswich sluppu með skrekkinn. Í leik Tottenham og Forest voru liðin þannig skipuð: Tottenham: Clemence, Perryman, Miller Roberts, Houghton, Ardiles, Villa, Hoddle, Galvin, Crooks og Falco (Hazzard). Forest: Shilton, Gray, Needham, Gunn, Mills, McGov- ern, Proctor, Rober, Ward, Wallace og Robertson. FA-bikarinn Fimm leikir voru í FA-bikarnum. Sunderland sigraði Rotherham með marki Mick Buckley í s.h. Jimmy Nich- ols lék sinn fyrsta leik með Sunderland sem lánsmaður hjá Man. Utd. Sunder- land leikur við Liverpool á heimavelli í 4. umferð. Burnley vann Altrincham 6—1 (1—0). Billy Hamilton skoraði 3 af mörkum Burnley, Steve Taylor 2 og Trevor Steven eitt. Howard skoraði mark liðs Ron Sanders, fyrrum Vik- ingsþjálfara. Burnley leikur við Shrewsbury á útivelli í 4. umferð á laugardag. Chelsea og Hull skildu jöfn, 0—0; og verða að leika á ný á fimmtudag. Middlesbrough tapaði á heimavelli fyrir QPR eftir framlengingu. Simon Steinrod skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir QPR á 21. og 40. mín. Heino Otto minnkaði muninn á 52. mín. og Bobby Thompson jafnaði á 55. mín. í fram- lengingu skoraði Warren Neill sigur- mark QPR. Colchester úr 4. deild tapaði heima 3—4 fyrir Newcastle eftir framlengingu. Chris Waddle og Alan Shoulder skoruðu tvö fyrstu mörkin fyrir Newcastle. Micky Cook og Tony Adcock, viti, jöfnuðu. Síðan fram- lengt. John Brownlie náði fcrustu fyrir Newcastle, Adcock jafnaði úr víti. Það nægði ekki. Imre Varadi skoraði sigur- mark Newcastle rétt fyrir leikslok. -hsím. Óskar nálg- ast 20 metra íkúluvarpinu „Ég er nijog ánægður með þennan árangur. Þelta er górt bvrjun og nú er bara að fylgja því eflir, komasl yfir 21) metrana innanhúss í vetur," sagði Osk- ar Jakobsson, ÍR, þegar l)V ræohli virt liann í gær í l'exas. Á móti í Oklahoma á laugardag náði Óskar síniim hezla árangri í kiiluvarpi innanhúss. 19,81 melra. Álli bezl áður 19,60 m sem liann náði á meislaramólinti hér lieima lyrir læpu ári. Óskar sigraði með rniklum yfirburð- unt á mótinu i Oklahom.t og .,cil: þ.u nýll skólamet. Keppnin var á vegum háskólans í Oklahoma. Ntcsli kepp andi í kúluvarpiiui var með 18,60 m. A móli í Boslon fyrír rúniri viku sigraði Óskar og varpaði 19,27 nt. Framför hans er þvi mikil milli nióta. „Ég keppi næst á móti i Dallas cflir læpar tvær vikur. Oddur Sigurðsson verður þar einnig meðal kcppenda." sagði Óskar. -hsim Sveiflur íEyjum — þegar Þór vann Fylki. Ragna Birgisdóttir skoraði 17 mörk í 2. deild kvenna Þór sigraði Fylki 19—18 (8—9) í 2. deild karla i handknattleik í Vest- mannaeyjum á laugardag. Sigmar Þröstur, markvörður Þórs, var aðal- maður bakviö sigur Þórs. Varði meðal annars tvö vítaköst og mörg skot úr dauðafærum. Árbæjarliðið byrjaði síðari hálfleik- inn af krafti. Komst þremur mörkum yfir 11—8. Þá tóku Þórarar heldur bet- ur við sér. Skoruðu 11 mörk gegn tveimur og breyttu stöðunni i 19—13. Öruggur sigur virtist i höfn. Það var þó ekki. Fylkir skoraði næstu fimm mörk, 19—18, og hafði möguleika á að jafna. Það tókst þó ekki. Við sigurinn komst Þór i annað sæti í deildinni. Fylkir hins vegar í fallbarátt- unni. í liði Þórs léku Andrés Bridde, sem var öruggur í vítaköstum, og Sig- mar Þröstur aðalhlutverkin. Flest mörk Þórs skoruðu Andrés 7/5, Karl Jóns- son 4 og Páll Scheving 3. Hjá Fylki skoruðu Einar Ágústsson 8/7, Jón Levi 3 og Einar Einarsson 3 mest. í 2. deild kvenna sigraði ÍBV Grinda- vík með miklum mun 28—15. Ragna Birgisdóttir skoraði 17 af mörkum ÍBV. -FÓV. Csernai áf ram hjá Bayern Pal Csernaí, þjálfarinn frægi, sem gert hefur Bayern Miinchen að vestur- þýzkum meisturum í knattspyrnu síð- ustu tvö árín, endurnýjaði samning sinn við Bayern í gær fram til júní 1983 eftir því sem tilkynnt var i höfuðstöðv- um Bayern. Csernai er 49 ára og gerðist þjálfari hjá Bayern í desember 1978. Það liefur aldrei veríð gefið upp hver iaun hans eru hjá félaginu en talið er að þau nemi um 25 þúsund mörkum á mánuði eða rúmum 100 þúsund ísl. krónum. Dálaglegur peningur það. -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.