Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Qupperneq 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. 31 Sandkorn Sandkorn „ Sandkorn Rimma um stöðu yfirslokkvara Starf slökkviliðsstjóra í Hafnarfirði er nú mjög i brennidepli. Mörgum þykir það standa varaslökkviliðs- stjóranum, Sigurði Þórðar- syni, næst að hljóta hnossið. Nú hefur hins vegar Kristófer Magnússun verðir nefndur sem líklegur í embæltið. Á hann sér nokkra dygga stuðn- ingsmenn á réttum stöðum. Hafa getur verið að því leiddar að e.t.v. kunni rimm- an um embættið að taka á sig þá mynd að menn klofni í af- stöðu sinni til þeirra Sigurðar og Kristófers. Muni þá Birgir nokkur Björnsson, sem Hafn- firðingum er að góðu kunnur, vera „heitur" og slanda vel að vigi. Dugarekki minna en Broadway Við sögðum hér frá meint- um undirhúningi Jósteins Kristjánssonar fyrir prófkjör framsóknarmanna í Sand- korni í gær. Ekki vildi hann kannast við það sem þar var sagt. Á hinn bóginn höfum við haft fregnir af fyrirhuguðum stórfundi Péturs Sturlusonar í Broadway á morgun. Pétur er einn frambjóðendanna i próf- kjöri framsóknar. Fyrirhugað var að allir frambjóðendur héldu sameiginlegan fund að Hótel Heklu, en Pétri dugði það ekki. Hefur hann nú sent öllum Breiðhyltingum boðs- kort þar sem þeim er boðið að kynnast Pétri Sturlusyni nán- iar, eins og segir i bæklingi sem gefinn hefur verið út. Ja, flott skal það vera. Laun heimsins Pétur litli var ekki sérlega upplitsdjarfur þegar hann rétti pabba sinum cinkunna- bókina þcgar jólafríið í skól- anum var loksins komið. Það dimmdi líka yfir svip föðurins þegar hann skoðaði frammistöðuna sem eink- unnimar báru vott um og þeim mun meira sem hann las sig niður eftir einkunnalistan- um. Hann hafði ekki mörg orð um: „F'yrir svona einkunnir verður ekki koirizt hjá hýð- ingu.” Nú hýrnaði lieldur betur yf- ir Pésa. „Nú líkar mér við þig, pabbi minn. Við skulum koma strax — ég veit hvar kennarinn á heima.” „Ja( men saa lukker við skabet igen". Stærsta skóverzlun landsins á sinni tíð var án efa Skóverzl- un I.árusar G. Eúðvikssonar þar sem nú er Verzlunarbanki íslands við Bankastræti. Var verzlunarhúsið, eins og reynd- ar nokkur önnur sem reist voru á árunum milli 1920— 30, svo vandað og fallegt að allri gerð að það hefði sóml sér hvar sem var í heiminum. Verzlunarþjónar og annað starfsfólk var þannig valið að inilli þess og viðskiptavina myndaðist persónulegt sam- band sem oft hélzt jafnvel þótt drengsnáði væri að kaupa sjálfur sína fyrstu gúmmískó. Einu sinni sem oftar fór kaupmaðurinn utan i verzlun- arerindum. Daginn eftir kom i ijós að hvergi fundust lyklar að vönduðum National Cash Register-peningaskáp þar sem fjármunir og mikilvæg skjöl voru geymd. Var af þessu illt í efni og allt of langt að bíða næstu skipsferðar eft- ir lyklunum en talið víst að Eárus hefði farið með þá í ngáti. Var nú leitað til Westlund >em var þjóðhagasmiður, sér- 'ræðingur á lása, og a.m.k. íðar umboðsmaður fyrir siational. Gekk Westlund að verkinu og opnaði skápinn og iýndi síðan reikning. Var hann sundurliðaður. Megin- hluti hans var gerður fyrir þekkinguna sem til þurfti að opna skápinn en ekki tíinann sem tii þess fór. F'orslöðumaður í fjarveru eiganda sagðist ekki treysla sér til að greiða slíka fjárhæð á eigin ábyrgð. „Ja, men saa lukker vi skabet igen,” sagði Westlund. Það gerði liann og bjóst til broltfcrðar. Var reikningur- inn þá borgaður. Hafði kaup- maður gaman af sögunni þeg- ar hann kom heim aftur. Ritarinn kunni ekki að vélrita Þessi saga er úr Hafnarfirð- ingum og það sem meira er, á að vera alveg sönn. Fyrirtæki auglýsti eftir stúlku i starf rit- ara. Tvær sóttu um. Þar sem önnur var pólitískl „rétt lil- uð” fékk hún starfið. Hins vcgar syrti í álinn þegar í Ijós kom að hún kunni ekki að vélrita. Eirðu forráðainenn fyrirtækisins ærið vandræða- legir er þeir komusl að þessu. llrðu þeir að leita á náðir hins umsækjandans við vélritun- ina. Og hvað varð svo um þá er fékk starfið. Jú, hún var send á vélritunarnámskeið. Sigurður Svcrrisson Rúnar Bjarnason um mótmæli Brunavarðaf élags Reykjavíkur: Þeir erujafn aðsópsmiklir í staiii og orði — hlálegt að svara þeim fyrr en umsögn mín hefur birzt opinberlega „Ég vil nú fyrst og fremst segja það að ég tel nauðsynlegt að umsögn mín til borgarráðs verði virt þannig að al- menningur fái skýringar á öllu málinu. Ég bað Morgunblaðið að birta þessa umsögn þegar þeir byrjuðu með þetta fjaðrafok. Hins vegar birtu þeir aðeins vafasaman útdrátt úr henni sem var eiginlega öllu verra svar. Ég er á- kveðinn í að gera þá kröfu til Morgunblaðsins að þeir birti umsögnina í heild sinni. Það er hlálegt að svara mótmælum þessara bruna- varða þegar enginn hefur lesið umsögnina,” sagði Rúnar Bjarnason, er hann var inntur álits á þeirri athuga- semd sem Brunavarðafélag Reykja- víkur hefur sent frá sér vegna ráðningar varaslökkvistjóra. Athugasemdin birtist í DV á laugardag. Rúnar var þá spurður hvort hann myndi í framhaldi af þessu breyta fyrri ákvörðun sinni. „Ég tók enga ákvörðun, það var borgarráð og borg- arstjórn,” svaraði hann. — Er ekki erfitt að vinna á stað þar sem allir virðast á móti þér? ,,Ég held að það séu nú ekki allir sem eru óánægðir. Hér er aðeins um ör fáa: menn að ræða og auðvitað er maður leiður yfir svona nokkru. Það virðist hins vegar landlægt á Slökkvistöðinni að vera með læti og ég hef ekki orðið meira fyrir því en fyrirrennarar mínir. Þetta eru dugnaðarmenn sem þarna vinna og þeir eru jafn aðsópsmiklir í starfi og í orði. Ég hef hins vegar ekki áhuga á að svara þessu fyrr en umsögn mín hefur birzt svo almenningur fái tækifæri til að sjá hvað í henni stendur,” sagði slökkviliðsstjóri. -ELA. Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri f Reykjavik. Slökkviliðsstjóri: Umsögn um starf varaslökkviUösstióra Borgarráð hefur vísað til umsagnar minnar umsóknum um starf vara- slökkviliðsstjóra. Starf varaslökkviliðsstjóra er eins og nafnið bendir til annars vegar í þvi fólgið að gegna störfum slökkviliðs- stjóra að fullu og öllu leyti sé slökkvi- liðsstjóri í orlofi eða forfallaður, hins vegar að starfa sem deildarstjóri í varð- liðsdeild Slökkvistöðvarinnar og hafa daglega umsjón með starfi og þjálfun á vöktunum og öðru er lýtur að allri starfsemi og skipulagningu í þessari fjölmennu deild, 64 starfsmenn og 12 til afleysinga i sumarorlofi. Auk þess hefur varaslökkviliðsstjóri daglega yfirumsjón með slökkvibílum og sjúkrabílum sem og öðrum tæknibún- aði liðsins þar með talið vélaverkstæði stöðvarinnar. Eins og sjá má af þessari upptalningu er starf varaslökkviliðsstjóra bæði margslungið og vandasamt og útheimt- ir bæði góða undirstöðumenntun og stjórnunarhæfileika: Hann verður að sitja fundi í bygginganefndum í forföll- um slökkviliðsstjóra og taka ákvarðan- ir um flókin tæknimál. Einnig þarf hann að annast fræðslustarfsemi, sam- töl við fjölmiðla og erlend samskipti. Mikilvægt er að mannleg samskipti og viðmót varaslökkviliðsstjóra séu góð. Slökkvilið hafa í dag yfir að ráða þróaðri tækjakosti og vandmeðfarnari en önnur björgunarstarfsemi hér á landi. Það verður því að teljast góð Iramsýni hjá borgaryfirvöldum fyrir þrjátíu árum að ákvarða í brunamála- samþykkt að bæði slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri skuli hafa lokið verkfræði- eða húsameistaranámi (6. gr.). Sigurður Gunnar Sigurðsson, vara- slökkviliðsstjóri, er vélstjóri með raf- magnsdeildarpróf frá Vélskóla íslands. Hann hafði starfað 15 ár hjá Hitaveitu Reykjavikur sem vélstjóri og staðgengill stöðvarstjóra þegar hann tók við núverandi starfi, en fengin ,var undanþága hjá ráðuneyti við skipan hans í starfið. í lögum um brunavarnir frá 1969 eru ekki gerðar sérstakar menntunarkröfur til slökkviliðsstjóra eða varaslökkvi- liðsstjóra heldur segir í gr. 7: „Sveitar- stjórn skipar slökkviliðsstjóra og vara- slökkviliðsstjóra að fengnum tillögum brunamálanefndar.” Lögin eru að sjálfsögðu miðuð við landið allt og þar af leiðandi engin von til að lítil sveitar- félög hafi ráð á að vera með háar menntunarkröfur á þessu sviði. Öðru gegnir með höfuðborgina sem auk þess er með brunavarnasamning við nágrannasveitarfélögin svo að slökkvi- lið hefur veg og vanda af velferð helm- ings landsmanna á þessu sviði. Hafi verið talið eðlilegt fyrir þrjátíu árum að gera áðurgreindar menntunarkröfur þá á það fyllilega rétt á sér í dag. Að vísu hefur sú breyting orðið á að stétt manna hefur bæst við sem tæplega var fyrir hendi fyrir þrjátíu árum, en það eru tæknifræðingar, sem hafa æðri tæknimenntun sem á þessu sviði má telja að komist nálega til jafns við þær menntunarkröfur sem áður er getið. Enda varð sú niðurstaða er lög um brunavarnir voru samþykkt 1969 að inn i grein 2 var bætt þessari stétt, en þar segir: „Ráðherra skipar að fengnum til- lögum stjórnar brunamálastofnunar, brunamálastjóra til að veita bruna- málastofnuninni forstöðu og skal hann vera maður með sérþekkingu á bruna- málum, er sé annað hvort verkfræð- ingur eða tæknifræðingur.” Tæplega ætti að miða menntunar- kröfur hærra fyrir varaslökkviliðs- stjóra í Reykjavík en brunamálastjóra ríkisins, en miðað við það sem áður er sagt um verksvið og ábyrgð starfsins er ekki eðlilegt að kröfurnar verði lægri. Annað atriði sem sýnir framsýni borgaryfirvalda fyrir þrjátíu árum er að í brunamálasamþykktinni er þess getið að slökkviliðsstjóri geti ákveðið að slökkviliðsmenn sem hafi náð sextugsaldri séu fluttir í önnur störf. Almennt er sú stefna uppi í nágranna- löndunum að menn gegni ekki starfi í slökkviliði, ef þeir eru orðnir 60 ára. Ef litið er yfir hóp umsækjenda má flokka þá niður í þrjá flokka: 1. Tæknifræðinga m.m. 2. Yfirmenn úr slökkviliðum sem ekki hafa æðri tæknimenntun. 3. Brunaverði án æðri tæknimenntun- ar. Tæplega þarf að hafa mörg orð um það að flokkur þrjú kemur ekki til greina í starf varaslökkviliðsstjóra í þetta sinn. Hins vegar má geta þess í því sambandi, að einn umsækjandi í flokki eitt starfaði sem brunavörður í rúm fjögur ár og lauk á þeim tíma námi sem vélstjóri 4. stigs frá Vélskóla ís- lands. Hóf síðan nám í tæknifræði og lýkur námi sem véltæknifræðingur i næsta mánuði og kemur þvi mjög til álita í starfið. f flokki tvö eru flestir umsækjendur eða sex, er þá meðtalinn starfsmaður hjá Brunamálastofnun ríkisins. Væri ekki talið nauðsynlegt að í starfið veld- ist maður með æðri tæknimenntun væru ýmsir umsækjendur í þessum flokki mjög frambærilegir þ.e. Arnþór Sigurðsson og Óli Karló Olsen, aðal- varðstjórar í slökkviliði Reykjavíkur og Ástvaldur Eiríksson, forstöðumaður eldvarnaeftirlits á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar verður Hjalti Benediktsson, aðalvarðstjóri, 67 ára á næsta ári og Ármann Pétursson og puðmundur Haraldsson hafa hvorki skólagöngu né reynslu sem yfirmenn til jafns við fyrr- greinda umsækjendur í þessum flokki. Koma þrír síðasttöldu þvi tæplega til greina. í fyrsta flokki er einn umsækjandi hátt á sextugsaldri sem ekki hefur starfað að brunamálum og kemur varla til greina, þar sem hinir þrír umsækj- endur í þessum flokki hafa allir starfað að brunamálum og það meira segja í slökkviliði Reykjavíkur. Miðað við þær forsendur sem áður er getið um menntun varaslökkviliðsstjóra tel ég alla þrjá koma til greina. Ásmundur Jóhannsson, bygginga- tæknifræðingur frá tækniskóla í Ála- borg, hefur starfað í eldvarnaeftirlitinu undanfarin rúm níu ár. Hann verður 54 ára á næsta ári og leggur fram vottorð um próf og fyrri störf. Hrólfur Jónsson, byggingatækni- fræðingur frá Tækniskóla íslands, verður 27 ára í janúar, hefur starfað eitt og hálft ár í varðliðinu og á þeim tíma gegnt starfi varaslökkviliðsstjóra í fjögra mánaða veikindaforföllum hans. Hrólfur sótti yfirmannanámskeið Statens Brannskole i Danmörku sl. vetur og lauk prófutn þar með mjög góðum árangri. Hann fór i orlofi sínu í sumar á framhaldsnámskeið fyrir íþróttaþjálfara í Danmörku og lauk prófum þar með mjög góðum vitnis- burði. Hrólfur hefur sýnt og sannað í starfi sínu að hann stenst fyllilega þær vonir sem við hann voru bundnar er hann var ráðinn í slökkviliðið. Einkum fer þjálfunar- og fræðslustarf fyrir varðliðið vel úr hendi hjá honum. Hrólfur leggur fram vottorð og próf- skírteini um nám og námskeið setn hann hefur tekið þátt í. Richard Arne Hansen, tæknifræði- nemi, 32 ára, hefur starfað fjögur ár sem brunavörður i varðliðinu og staðist próf frá námskeiði brunavarða. Richard lauk námi 4. stigs vélstjóra meðan hann starfaði sem brunavörður og lýkur námi sem véltæknifræðingur í janúar nk. frá tækniskólanum i Odense. Hann leggur fram vottorð og skilríki um nám og námskeið sem hann hefur stundað. Ég tel, ef litið er til framtíðarinnar, væri hag slökkviliðsins og borgarinnar vel borgið, að Hrólfur Jónsson yrði ráðinn í starf varaslökkviliðsstjóra, en Richard Hansen gefinn kostur á að taka við starfi hans sem tæknifræð- ingur varðliðs. Virðingarfyllst, Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.