Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 33
Fólk Fólk Fólk Fólk Annarlog tón- list í diskóeyru Hollywoodgesta Mogo Homo lck frumsamda nýrómantík fyrir gcsti Hollywood-gestir urðu fyrir þeirri óvæntu árás á miðvikudagskvöldið að dúettinn Mogo Homo tróð þar upp á miðju dansgólfinu í fylgd segulbands og hóf að leika tónlist sina fyrir þá. Ekki gekk þó andskota- laust fyrir hljómsveitina með jap- ansk-hljómandi nafninu að hefja leik sinn. Segulbandið vildi nefnilega ekki vera í takt i fyrstu tilraun og í þeirri næstu skolaðist hljóðblöndunin lítil- lega til þannig að ekki varð úr þvi að hljómsveitin léki heilt lag fyrr en í þriðju atrennu. Sú tónsmíð rann átakalaust í gegn og svo sú næsta. Lögin urðu alls aðeins þrjú talsins og var það al- mannarómur að það slðasta í röðinni hefði verið áheyrilegast. Það eru þeir Óskar Þórisson raddbandaeigandi og Óðinn Guðbrandsson sem skipa Mogo Homo en ekki vitum við nafnið á segulbandinu.' Lögum þeirra félaga var ágætlega tekið. Flokkast tónlistin undir ný- rómantík en til þessa hefur heldur lítið úr þeirri átt verið á boðstólum hjá hérlendum flokkum. Líkast til eru drengirnir i Mogo Homo frum- kvöðlar þessarar tónlistar hérlendis. Fyrir smekk undirritaðs hefði þó mátt vera eilítið hraðara tempó í tón- listinni og þá hefði ekki sakað að bæta við fleiri hljóðfærum á segul- bandið. Óþarfi er þó að örvænta yfir þessari frumraun piltanna. Siðasta lag þeirra gaf gó.ð fyrirheit og ekki er að efa að tölvupoppið á eftir að láta meira að sér kveða áður en langt um liður. Þess er að vænta að Mogo Homo troði upp i Hollywood nokkr- um sinnum til viðbótar næstu vikur. -SSv. DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. Knatep'fO".. me*® ® JfL ™ m fpnpn álptrarSa hik; Fyrir stuttu voru knatt- spyrnumenn Flugins á Seyðis- firði heiðraðir. Knattspyrnu- maður ársins 1981 var kjörinn Aðalsteinn Smári Valgeirsson og hlaut hann áletrað gullúr frá SEIKO. Þá voru ungu strákarnir hjá félaginu verðlaunaðir — þeir sem þóttu standa sig bezt i sínum flokkum. Það var Þýzk-íslenzka verzlunarfé-' lagið og Stálbúðin á Seyðis- firði sem gáfu verðlaun. Yngri knattspyrnumennirnir fengu áletraða bikara til eign- ar. Arnar Jónsson — hlaut verð- laun í 3. flokki. Gunnþór Yngvason — hlaut verðlaun í 4. flokki. Anton Magnússon — hlaut verðlaun i 5. flokki. Hér á myndinni fyrir neðan sjást verðlaunahafar ásamt Pétri Blöndal, forstjóra Stál hf. Þeir eru Anton Magnús- son, Gunnþór Yngvason, Bóas Jónsson, sem tók við verðlaunum fyrir bróður sinn, Arnar, og Aðalsteinn Smári Valgeirsson. -sos. „Kippum okkur ekki lengur æ upp við kjaftasögurnar" ‘W5 Mogo Homo i HoUywood. Óðinn Guðbrandsson (t. v.) og Óskar Þórisson. SeguibandiO sóst akki á myndinni. DV-mynd GVA. „Allar sögusagnir þess efnis að Manhattan sé að leggja upp laupana eru úr lausu lofti gripnar,” sögðu eig- endur staðarins, þeir Samúel Grétar Hreinsson og Baldvin Gunnlaugur Heimisson, er DV ræddi við þá. Sögusagnir, og það ekkert af smærra taginu, hafa gengið fjöllun- um hærra í borginni undanfarið um erfiðleika staðarins. Það síðasta sem við fregnuðum var að búið væri að segja öllu starfsfólki staðarins upp og af þeim sökum fannst okkur kominn timi til að ræða við eigendurna um allan söguburðinn. „Það hefur ekki einn einasti starfs- maður hjá okkur hætt frá því staður- inn var opnaður þann 3. október sl. Við erum með 37 manns á launaskrá og að því er við bezt vitum er fólk mjög ánægt hjá okkur. Við borgum líkast til betur en nokkurt annað veit- ingahús i borginni. Starfsliðið hjá okkur er mjög samhent og það að búið sé að segja því öllu upp er bara enn ein kjaftasagan.” — Hvað með skuldunautahalann sem á að vera á eftir ykkur dag hvern? „Það e' tómt kjaftæði. Við lögðum eðlilega alla áherzlu á að gera upp við iðnaðarmennina sem byggðu staðinn upp fyrir okkur og létum þar af leiðandi aðrar greiðslur sitja á hakanum fyrst unt sinn. Við Samúei Grótar Hreinsson (t.v.) og Baidvin Gunnlaugur Heimisson, eigendur veitingastaöarins Man- hattan. DV-mynd: Einar. erum hins vegar ekki í neinum fjár- hagskröggurrt og ef satt skal segja hefur aðsóknin verið mun betri en við þorðum að vona þegar við fórum af stað. Aðsókn á föstu- og laugardögum hefur verið mjög góð og fimmtudag- arnir eru mikið að sækja sig. T.d. var troðfullt hús hjá okkur þegar danska nektardansmærin tróð upp og við erum að búa okkur undir að taka á móti erlendum skemmtikröftum og eigum von á þeim fyrstu í næsta mán- uði.” Þar hafa menn það. Manhattan er allt annað en á niðurleið að sögn eig- endanna. Hins vegar sögðust jreir félagar, Samúel og Baldvin, ekki lengur kippa sér upp við slúður- sögurnar. Greinilegt væri að einhverjir vildu þeim illt. Sóknin væri hins vegar hafin og hér eftir yrði ekki litið um öxl. -SSv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.