Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. „Var oröinn sóbrennd- ur ogilla sofbm ílokin” — spjallað við Karl Þorsteinssem sigraðiáskák- móti unglinga íBrasilíu „Þetta var æðislega gaman, keppnin, ferðalagið og bara allt saman,” sagði Karl Þorsteins, skák- maðurinn 17 ára, sem um helgina kom heim frá sigursælli keppnisför til Rio de Janeiro í Brasiliu. Þar tók hann þátt í óopinberri heimsmeistarakeppni skákmanna, 17 ára og yngri, og sigraði að lokum eftir einvígi við Zuniga frá Perú, en þeir voru jafnir að vinningum þegar hinum eiginlegu umferðum var lokið. Þetta var sterkt mót og skemmti- legt, skipulagning öll frábær og aðstaða góð. Kcppendur voru 16 alls- staðar að úr heiminum, en það voru þrjú fyrirtæki i Brasiliu sem stóðu fyrir mótinu. Þeir greiddu fyrir okkur fargjald, uppihald og allan kostnað, auk þess sem við fengum vasapeninga. Verðlaunin voru vöru- úttekt fyrir andvirði 500dollara.” Og hvað gaztu valið fyrir þá upphæð? ,,Æ, ég vis i ekkert hvað ég átti að taka, svo ég lét bara velja fyrir mig. Þeir völdu krystalsskál og silfur- bakka og ég var bara ánægður með það.” Þegar þrjár skákir voru eftir í mótinu tapaði Karl skyndilega, mjög klaufalega að mati sumra, eftir að hafa vegnað mjög vel i fyrri um- ferðum. Hvað olli? ,,Ég var bæði ósofinn og illa brunninn eftir sólböð á ströndinni, auk þess sem ég vanmat andstæðing- inn mjög. En þetta lagaðist, í næstu skák náði ég jafntefli og vann þá síðustu. Og þegar að einvíginu kom var ég ekkert óstyrkur, vann með 2 1/2 vinning gegn 1/2”. Fenguð þið mikinn tíma til að sleikja sólina? ,,Já, já. Ferðin stóð alls i þrjár vikur og við fengum fjóra heila frídaga, auk þess sem hlé voru á milli.” Aðstoðarmann hafði Karl með séi til Brasilíu, Egil bróður sinn, sem er ári eldri. „Það var fínt að hafa hann með til að skoða biðskákirnar, annars lá hann bara í sólbaði þess á milli og hafði þaðgott.” En hvað er svo næst? Karl Þorsteinsson er að vonum hress eftir sigurinn i Brasiiiu. DV-mynd Bjarnieifur. „Reykjavikurmótið, þar sem ég verð sennilega yngsti keppandinn. Þetta verður sterkt mót, bæði íslenzku keppendurnir og þeir eilendu. Maður reynir að sjálfsögðu sitt bezta,” segir Karl. Fleiri erlend mót hafa ekki verið ákveðin, en Karl bjóst fastlega við að fara eitthvað í sumar. Skák er hans aðaláhugamál og hefur verið í fjögur’ ár. Þar fyrir utan er hann í námi í Verzlunarskólanum og stefnir að því að Ijúka þaðan stúdentsprófi. Og þrátt fyrir langt og erfitt ferða- lag frá Brasiliu á föstudag og laugar- dag var Karl mættur sólbrúnn og sæll upp i Taflfélag Reykjavikur í gærdag til að fylgjast með keppni því í skák- inni ætlar hann að halda áfram og stefnir hátt. -JB. FuHtrúar Samtaka endurhæfðra mænuskaddaöra og forráðamenn Trygg- ingastofnunar ríkisins. Reyndur var nýr iyftubúnaður fyrir hjólastóla í anddyri Tryggingastofnunarinnar. DV-myndirS. Vilja lifa mann- sæmandi lífi — félagar ísamtökum endurhæfðra mænuskadd- aðra óska aðstoðar Tryggingastofnunar Fulltrúar nýstofnaðra samtaka sóttu heim Tryggingastofnun rikisins fyrir helgi. Þar voru komnir fulltrúar SEM, Samtaka endurhæfðra mænu- skaddaðra. Sjö fulltrúar samtakanna komu saman í hjólastólum til við- ræðna við forráðamenn stofnunar- innar. Alls eru í hinum nýju sam- tökum um 70 manns. Þessi hópur er nokkuð sérstakur í hópi fatlaðra manna. Allir félagarnir hafa áður lifað eðlilegu lifi en síðan slasazt eða veikzt og verða nú að búa við hjólastólinn. Að sögn Eggerts G. Þorsteinssonar, forstöðumanns Tryggingastofnunar rikisins ræddu fulltrúar samtakanna sérstöðu sína og þá ósk að fá að lifa mannsæmandi lifi. Fóru þeir fram á aðstoð stofnun- arinnar, sérstaklega til þess að aðstoða nýja félaga, sem oft ættu við mikla erfiðleika að stríða. Fulltrúar SEM reyndu og vígðu nýja lyftu fyrir hjólastóla í aðal- inngangi Tryggingastofnunarinnar. Lyftan er fyrir viðskiptamenn stofnunarinnar sem nota hjólastóla og ekki síður þá starfsmenn sem eru í hjólastólum. Áður komust þeir starfsmenn ekki inn í húsið nema bakdyramegin. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Dr. Gunnar búinn — Albert næstur? Sjálfstæðisflokkurinn ástundar hreinlífi um þessar mundir. Lokið er skrifum „metsöluhóka" að sinni, en þær eru orðnar tvær, Valdatafl í Val- höll og samtalsbók við dr. Gunnar Thoroddsen. Báðar þessar bækur snúast um átök í flokknum út af tveimur einstaklingum. Annar þeirra, Geir Hallgrímsson, hefur verið talinn fulltrúi fyrir þann hóp innan Sjálf- stæðisflokksins, sem vitnar enn í dr. Bjarna Benediktsson í málum, sem þarf að ráða fram úr i dag, en gætir að auki hagsmuna þeirra, sem til- heyra hinum „fimmtán fjölskyld- um” í Reykjavík, sem mynda öxulinn Flugleiðir, Eimskip, Árvakur og Shell. Hinn aðilinn, dr. Gunnar Thorodsen, hefur lengst af staðið álengdar i flokknum, þrátt fyrir trún- aðarstöður, og ekki aukið á sam- heldni með þvi að taka þátt í tvenn- um forsetakosningum gegn hefð- bundum fjölskylduböndum, og lítið sinnt þörfum innsta trúnaðarmanna- hóps flokksins með þeim afleiðing- um, að hann einn sjálfstæðismanna gat myndað rikisstjórn utan flokksins og komist upp með það. Nú er þvi sjónarspili að Ijúka, sem dr. Gunnar stofnaði til, einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki um- boð nema til miðs sumars 1983 til að stýra ríkisstjórn. Eftir mikið hvass- viðri er stjórnarandstöðu löggiltra sjálfstæðismanna á þingi lokið, og má segja að siðasti landsfundur flokksins hafi mótað þá stefnu að láta mál dr. Gunnars kyrr liggja úr því sem komið er. Eftir situr flokkur daufingja, sem hefur engar nýjar lausnir fram að færa í þjóðmálum og myndi að likindum ganga til stjórnar- samstarfs við. kommúnista eftir næstu kosningar ef Framsókn lokaði ekki leiðinni og teldi sig einan flokka eiga að vinna með Alþýðubandalag- inu, m.a. vegna þess að orðið er inn- angengt í fjós Alþýðubandalagsins hjá þeim sveitaradíkölum, sem nú fara með mál Framsóknar. En Sjálfstæðisflokkurinn getur illa látið vera að standa í mannapeðringi og smámálum, og eygir nú nokkra möguleika á að koma af stað nýrri óánægju, fyrst Ijóst er að dr. Gunnar verður ekki öllu lengur til að vekja harmana. Svo vill til að borgarstjórn- arkosningar eru framundan, og því tilefni til, eftir prófkjör, að setja fólk inn og út af listanum eftir geðþótta. Þótt Ijóst sé að dr. Gunnar komi ekki mikið við sögu eftir árið 1983, skal freistað að koma við eínhverjum hreinsunum, vegna þcss að fórnar- lömb verður flokkurinn að hafa eftir hina löngu baráttu fyrir fjölskyldun- um fimmtán. Undanfarið hefur stað- ið yfir nokkurt þref út af Albert Guðmundssyni, sem stór hluti flokksins kaus að hafa áfram á sínum snærum fyrst hann, þ.e. flokkurinn, vildi ekki styðja hann af fullum lieil- indum í forsetakosningunum. Þá þegar var Ragnar í Smára og gáfu- fólkið í Sjálfstæðisflokknum látið standa fyrir generalprufu á Albert. Nú á að nota Davið Oddson og aðra borgarliða innan Sjálfstæðisflokks- ins til að efna til frumsýningarinnar. Það er Ijóst að Albert vill tryggja sæti sitt í horgarráði áfram, en fundnar hafa verið upp nýjar reglur til að varpa vafa á það atriði. Eru þær reglur sömu rótar og prófkjörs- reglurnar, sem hafa þokað Albert úr fyrsta sæti í þriðja. Nú er Ijóst að maður sem fékk nokkuð yfir tuttugu þúsund atkvæði i forsetakosningum myndi aldrei í neinum flokki, nema Sjálfstæðisflokknum, vera álitin hornreka. En jafnvel Sjálfslæðis- flokkurinn verður að byggja á at- kvæðum þótt hann eigi sinar fimmtán fjölskyldur. Stuðningsmenn Alberts hljóta að fylgjast með því hvort honum vcrður meinað sæti í borgarráði, eða hvort hreinsunar- deildin ætlar að fá aðeins sex eða sjö kjörna i næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.