Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANUAR 1982. Útlönd Útlönd ~ Útlönd Útlönd ÞEIR BÍDA OG VONA —Gjaldþrot Pólverja gæti valdið bankahruni á Vesturlöndum Rússar eru nú mjög á höttunum eftir nýjum erlendum lánum og hafa þeir snúiö sér til á milli 20 og 30 vestrænna banka í þessu skyni. Telst vestrænum bankamönnum tii að hér sé um lán upp á næstum tvo milljarða þýzkra marka að ræða. (1 þýzkt mark =4kr). Raunar furðar engan á þessari miklu fjárþörf Rússa því að eftir valdatöku hersins í Póllandi hafa þeir lofað Pólverjum rúmlega fjórum milljörðum marka sem skyndihjálp við landið. Og án þessarar hjálpar hrynur allt til grunna í Póllandi því vestræn lán þvi til handa koma ekki lengur til greina. Skuld Pólverja við vestræn ríki nemur nú rúmlega 27 milljörðum Bandarikjadala ( 1 $ 9.501 Pólverjar hafa ekki getað greitt neitt af þessum lánum siðan 26. marz í fyrra. Marian Minkiewicz, yfir- maður Handlovybankans sem sér um utanríkisviðskipti Póllands, hefur líka tilkynnt vestrænum lánardrottn- um landsins að ekki sé unnt að greiða þá vexti af erlendum lánum sem landið skuldaði nú um áramótin, en þeir nema 350milljónum Bandaríkja- dölum. En Pólverjar fengu einmitt gjaidfrest á erlendum Iánum sl. haust gegn loforðu um að greiða a.m.k. vextina af þeim. Þetta risavaxna skuldafjali getur hæglega leitt Pólverja til alvarlegasta gjaldþrots sem hent hefur heiminn eftir stríðslok. Sú tilhugsun er evrópskum bankamönnum hin mesta martröð. Það sem þeir óttast þó mest er að einhver hlaupi á sig og krefjist þess að Pólland lýsi opinberlega yfír gjaldþroti sinu. Þar með væru allar skuldir landsins fallnar i gjalddaga og engan greiðslufrest að fá lengur á þeim vöxtum er þeir skulda. Eiga um einn kost að velja Þar sem engar vonir standa til þess' að Pólverjar geti greitt neitt af þessum skuldum yrðu vestrænir bankar að taka þessu milljaröa tapi sjálfir. Það áfall gæti jafnframt orðið til þess að fólk almennt hætti að þora að treysta bönkunum fyrir peningunum sínum og tæki út sparifé sitt í stórum stíl. Þá hugsun þora varla fulltrúar stærstu og traustustu bankanna að hugsa til enda. Bankamenn eiga því bara um einn kost að velja: Þeir verða bara að bíða og vona að einhvern tímann rætist úr peningavandræðum Pólverja. Bankamenn viija helzt að stjórnir vestrænna ríkja - eða jafnvel stjórnir austantjaldslandanna — taki hluta áhættunnar á sig, í formi ríkis- ábyrgðar. Ekki standa þó miklar vonir til þeirrar lausnar mála á þeim krepputímum sem nú eru í heiminum. Á árinu 1981 takmarkaði v-þýzki fjármálaráðherrann Hans Matthöfer ábyrgð vegna ógreiddra skulda Pól- verja við 650 milljónir marka. Hvað svotekurvið veitenginn. Sem stendur er ekkert samband á milli pólska rikisbankans og útflutn- ingsfyrirtækisins Hermesar sem sér um viðskipti Þýzkalands við Pólland. Auk þess tók stjórnin í Bonn á sig ábyrgð á matvælasendingum að and- virði 720 milljónum marka á árinu ’81. Um áframhald á þeirri hjálp er ekki vitað. En víst er að bankarnir geta ekki búizt við mikilli aðstoð af hálfu stjórnarinnar. Ótrúlegt örlæti Og nú iðrast bankamenn örlætis síns í viðskiptunum við Pólverja og miðað við raunverulega útflutnings- getu austantjaldslandanna er þetta örlæti þeirra ótrúlegt. Árið 1979 námu lánaafborganir Pólverja 92% af öllum þeirra útflutningstekjum, þ.e.a.s., þeir mörðu það rétt að borga af skuldunum en áttu engan afgang til að byggja upp eigin at- vinnuvegi. Það var einkum tvennt sem vest- rænir bankar reiddu sig á í þessum sökum. Sumir reiknuðu austantjalds- löndin einfaldlega sem skilvísa skuldunauta, aðrir reiddu sig á að Rússar hlypu undir bagga með lepp- ríkjum sínum. Siðari kenningin er nú það eina sem Evrópubankarnir í London og Luxemburg hafa sér til trausts og halds í sambandi við yfirvofandi gjaldþrot Póliands. Þeir halda því líka fram að það sé í þágu Sovét- manna sjálfra að hjálpa Póllandi. Annars eiga hin austantjaldslöndin það lika á hættu að skorið verði á vestrænar lánveitingar. Afleiðingin af því yrði algjör kyrrstaða í viðskipt- um á milli austurs og vesturs. Ríkisbankinn í Moskvu hefur þegar gripið til varaforða síns til að afstýra þessari hættu: Að undan- förnu hafa útibú hans í ZUrich og London selt óvenju mikið magn af gulli. —JÞ (Der Spiegel) Skuldir A-Evrópulandanna við árslok 1980, reiknaðar í milljörðum dala íStaöan á miðju ári 1981 Pólland Sovétríkin Austur- Þýzkaland Júgóslavía Ungverjaland Rúmenía Búlgaría Tékkóslóvakía 23,51 27,01 f'M 7,91 X "X 7.6 r ( PÓLLAND \ 591 \ EFST ) ^ Er Bækur hafa mismunandi áhrif: „Ég hata hana” Fyrir einhverja tilviljun las argentíski gyðingurinn Jacobo Timmermann bókina Breytingin eftir Leikkonuna Liv Ullmann á meðan hann sat í fangelsi. Á þeim tíma hafði Timmer- mann þegar gengið í.gegnum það víti sem argentísk fangelsi eru: Hræði- legar pyndingar, einangrunarklefa, svefnleysi og barsmíðar. Hann hefur nú skrifað bók um þessa reynslu sína Fangi án nafns, númers eða klefa. Þar segir hann að fangelsið hafi verið staður þar sem ástúð var aðal óvinurinn og manngæzka brjálæði. Aðeins eitt skipti máii: Að lifa dvölina af. Um bók Ullmanns segir hann: — Hún birtist okkur þarna með andlitið ljómandi af góðsemi, fegrað og snyrt af færustuljósmyndurum. Einlægnin skein úr augunum og hún talaði um breytingu — orð sem hefur enga þýðingu fyrir fanga. Og svo samband hennar við dóttur hennar. Hún var að segja mér frá því. Ég á sjálfur þrjá syni og ég fór allur að skjálfa er minningin um þá sótti að mér. Ég hafði reynt að gleyma þeim — þessum þremur sonum sem fengu að heyra það af munni lögreglu- manns að faðir þeirra væri hug- rakkur maður þar sem hann stæðist allar pyndingar. Eins og háð — Bók Uilmanns verkaði á okkur eins og háð. Þarna kom hún til okkar sveipuð öryggi þeirrar manneskju sem er fær um að veita og þiggja ástúð. Með tillitsleysi þeirra sem mega njóta ástúðar ásamt allri þeirri gleði og þeim sársauka sem henni fylgir. Eins og ekkert væri eðlilegra. Enda kostaði ástúðina hana lítið. Hér í fangelsinu getur ástúð kostað okkur lífið. Ástúð hefur í okkar augum sömu þýðingu og dauði, brjálæði og sjálfsmorð. Síðar hitti Timmermann Liv Ullmann í New York eftir að þau höfðu bæði hlustað á fyrirlestur rit- höfundarins Elie Wiesel, sem er af gyðingaættum. — Hún sýndi mér kæruleysislega Liv Ullmann: Ekki sama hvar bókinerlesin —segir argentískur fangi um Liv Ullmann eftir að hafa lesið bók hennar, Breytinguna, ípyndingafangelsi samúð — eðá kannski var það auð- mýkjandi áhugi, skrifar Timmer- mann. — Ég leit á hana með hatri þótt mér tækist að hafa vald á rödd minni. Samt gat ég ekki látið vera að segja henni að það var hún, Liv Ull- mann, sem skaðaöi mig mest er ég sat í fangelsi. Jacobo Timmermann — Ég sagði henni samt ekki að ég hataði hana, bara það að bók hennar hefði sært mig mikið. Fékk mikið á Liv að lesa bókina Margir sem lesa bókina eiga erfitt með að skilja þetta skyndilega hatur Timmermanns á Liv. Hluti af skýr- ingunni er sennilega sá að hversdags- líf sem einkennist af ást og ummönun og trú á það góða i manninum hlýtur að verka eins og hnefahögg í andlitið á þrautpíndum föngum. Og fólk sem sezt niður við þægilegu skrifborðin sín til að skrifa um slíkt getur auð- vitað ekki imyndað sér hvernig þeim boðskap verður tekið í pyndinga- fangelsi. — Ég held að maður sem er sviptur frelsi sínu og býr við pyndingar verði að verja sig með því að semja sín eigin lög og útiloka þá heimsmynd sem ógnar honum, segir Liv Ull- mann. —Ég held að við sem höfum aldrei þurft að líða svo mikið getum ekki sett okkur í þeirra spor. — Það fékk mikið á mig að lesa bókina hans. Ég hafði þá þegar hitt hann en minnist funda okkar á allt annan hátt en hann. Ég hitti líka Gyðingaprestinn sem var hjá honum undir lokin af fangelsisvist hans. Presturinn sagði mér að Timmer- mann hefði lesið bókina mína mörgum sinnum. Ég hélt að það væri vegna þess að bókin hefði einhverja þýðingu fyrir hann en grunaði aldrei að hann hataði mig. Hjálpaði böðlinum —Ég man líka eftir merkiiegri sögu sem Timmermann sagði mér. Áður en böðullinn tók að pynda hann einu sinni sem oftar sagði hann fórnardýri sínu frá því að hann ætti i erfið- leikum með að koma syni sínum í framhaldsskóla. Timmermann ráð- lagði böðlinum þá að hafa samband við bróður sinn sem var skólastjóri og skrifaði honum meira að segja um málið. Þegar böðullinn pyndaði hann í næsta skipti þakkaði hann honum um leið fyrir hjálpina við að koma syni sínum í skóia. — Ég er ekki sár vegna þessara skrifa hans um mig. Hann talar ekki um mig persónulega, heldur þær til- finningar er bók mín vakti með hon- um. Bókin hans er mjög áhrifamikil og á erindi til allra sem ekki vita hvaða áhrif frelsissvipting og pynd- ingar hafa á þá sem þurfa að þola slíkt. Jacobo Timmermann fæddist í Úkrainu 1923 og voru foreldrar hans gyðingar. Hann ólst upp í Argentínu og varð seinna ritstjóri andófsblaðs- ins La Opinion. Hann var hand- tekinn 1977, bæði vegna skrifa sinna í blaðið og vegna þess að hann var gyðingur. —JÞ (Dagbladct)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.