Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982.
11
VIÐTALIÐ:
Nýr formaður í Landssambandi lögreglumanna
LANDSSAMBANDID ÁADSAM-
EINA ALLA LÖGREGLUMENN
— segirHrafn
Marinósson
„Eitt af mínum fyrstu verkum
verður að taka þátt í gerð sérkjara-
samninga fyrir lögreglumenn. Núna
þessa dagana er verið að skipa samn-
inganefnd til þess að takast á við það
verkefni. Er þar ærið verk að vinna.
Gera þarf kjör lögreglumanna mann-
sæmandi þó þeir leggi ekki nótt við
dag í vinnu,” sagði Hrafn Marinós-
son nýkjörinn formaður Landssam-
bands lögreglumanna. Hrafn er lög-
regluþjónn í Reykjavík og hefur
starfað þar undanfarin 13 ár.Áður en
hann hóf störf i lögreglunni hafði
hann unnið í 14 ár sem rafvirki.
Hrafn var kosinn formaður á all-
stormasömu þingi Landssambands
lögreglumanna sem haldið var helg-
ina 15—17. janúar sl. Deilur voru þar
miklar milli manna. Undanfarin ár
hafa ýmis aðildarfélög Landssam-
bandsins haft uppi háværar raddir
um það að forysta þess og vinnu-
brögð væru ekki sem skyldi. Einkum
var það Lögreglufélag Reykjavíkur
með fast að helmingi félaga í sam-
bandinu að baki sem gagnrýndi.
Hrafn var kosinn formaður sem
nokkurs konar málamiðlun.
„Mér sýnist svona í fljótu bragði
að með því að sættast á mig en ekki
þann mann sem Reykjavíkurfélagið
vildi hafi verið náð sáttum. Sýnist
mér strax horfa mun bjartar fyrir
Landssambandinu,” sagði Hrafn.
Hann var spurður hvert hlutverk
þessa sambands væri.
„Hlutverk þess er að sameina alla
lögreglumenn á landinu. Fyrst og
fremst í kjaramálum en einnig í öðr-
um málum. Til dæmis hlýtur að vera
betra að sambandið taki þátt í samn-
ingum fyrir alla lögreglumenn en ver-
ið sé að semja við örfáa menn á
hverjum stað úti á landi. Þá verða
líka kjör allra lögreglumanna þau
sömu,” sagði Hrafn.
Hann er kvæntur Sigríði Einars-
dóttur og eiga þau þrjú börn á aldrin-
um 17 ára til tvitugs.
DS
m---------►
Hrafn Marínósson.
DV-mynd Bjarnleifur.
. :*v \* inl
B távS.i'í 'i'?'- ''
,nctnuda
— --Janúar
ar og • Gallabur,
stri. buxur h 'lr,> ffauelin
Og '"Íttftitl‘nhÍ,abo/ir
n^f0t’Of,kkar’
gflASAUi
Símar 81666 og 81757
CLARK Michican
175A 1972 20 tonna
75B 197914 tonna
55 B 1979 12 tonna
45B1975 lOtonna
Bröyt X2B
1969,1970,1974
Bröyt X20
TILSÝNIS.
OKgrafa
R-H 615 tonna
OKgisfa
R-H 14 32 tonna
Bröyt X 30 og
Bröyt X4
OK hjólaskófla
4 tonna liðstýrð 4X4
TILSÝNIS.
Loftpressur
Ingersoll og Rand 1405 1978 4,2 m’
TILSÝNIS
Benz 1632 m/krana og 32 tonn
þungavinnuvagni.
Benz 11131973
TILSÝNIS
Scania 1411978
Scania 1111978