Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Page 13
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982.
13
Kjallarinn
AríTrausti
Guðmundsson
almennings alla til að að hætta að
ganga út frá því sem vísu að Sovétrík-
in séu dæmi um sósíalískt riki. Þá er
erfitt að álykta í hring eins og gert er
nú.
Kannski er þögnin um Kína merki
um erfiðleika manna við að hring-
sóla. í hamaganginum gegn sósía-
lismanum er oftast sneitt framhjá
þróuninni þar. Mun jákvæðari
afstaða til Kína meðal almennings og
mun jákvæðari stefna Kínverja en
Comecon-ríkjanna hentar ekki
sækjendunum að sósíalismanum.
Tilraunastarfsemin, sveiflur milli
öfga og lítil kreddutryggð hentar enn
síður.
Reynslanaf Einingu
„Vinnur Eining gegn sósíalism-
anum” — spyrja menn. Leiti þeir að
sósíalískum tilvitnunum eða lofgjörð
um kapítalismann, finna þeir fátt. Og
það er ekkert undarlegt því tilkoma
Einingar er skilyrt af baráttu launa-
manna í ríkiskapítalsísku landi sem
dylst bak við „sósíalisma”. Hlutlægt
mat leiðir í ljós framsækni Einingar
og ávinninga hennar fyrir sósíalisma í
Póllandi. Lýðræðiskröfur sem bera
keim af vestrænum umbótum tákna
gífurlegar framfarir í landinu. Efna-
hagsstefna sem stefnir að því að fá
núverandi kerfi til að brauðfæða
þjóðina táknar það sama. Þróunin
mun svo ekki stöðvast við þetta. Við
þurfum að ætla pólskri alþýðu meiri
tíma en fáein ár til að hefja umræðu
um sósíalískt efnahagskerfi. Eining
og forysta hennar vinnur ekki gegn
sósíalisma, heldur býr veí í hag fyrir
hann um leið og hún ætlar að ná því
þjóðfrelsi sem þarf til að Pólverjar
geti ráðið sinni framtíð sjálfir. Vissu-
leg þarfnast pólsk alþýða pólitísks
forystuafls, vissulega þarfnast hún
sósialiskrar stefnuskrár og vissulega
þarfnast hún vopna. En það eru
miklir einfeldningar sem dæma 100
m hlaup af fyrsta metra hlauparans.
Áttin er það eina sem sjá má með
vissu.
Allaballar
falla á prófi
Sóknin gegn sósíalismanum krefst
mikils af sósíalistum. Alþýðubanda-
lagið hefur mætt til leiks með fræði-
legt ^alil!irot og jafnvel þá orðið
með í sóknarliðinu í mörgum málum.
Hér skulu til nefnd þrjú atriði:
Afstaðan til Sovétrikjanna, flótti til
kratískra kenninga og launastefna í
þágu atvinnurekenda.
Þrátt fyrir maklega gagnrýni á
mannréttindaskort í Sovétríkjunum
og stuðning við Tékka og Pólverja
eru Sovétríkin enn einhvers konar
„gallað verkalýðsríki” eða ávinn-
ingur á leið heimsins til nýrrar efna-
hagsskipanar í málflutningi
flokksins. Stöku flokksmenn segja
annað, en uppgjör og alvarleg
greining á Sovétríkjunum hefur ekki
komið fram. Allaballar hjálpa þvi lítt
upp á sakirnar i vörninni fyrir
sósialismann.
Þegar ljóst var að flokkskenning-
ar, ríkiskenningar og taktik
kommúnista á fyrri hluta aldarinnar
þurfti lagfæringa við og sósíalisminn
beið ósigur i mörgum löndum,
brugðust allaballar rangt við. í stað
náms, umræðna og hlutlægni var
óþægilegum spurningum og ófull-
komnum kenningum kastað fyrir
borð. Nauðsyn virks flokks, samfylk-
ingar við aðra og beinnar valdatöku
vinnandi fólks var ekki virt og í stað-
inn komu gamlar kratalummur.
Flokkurinn varð að virkum kjarna
embættismanna og skriffinna og
venjulegum kosningaflokki. Fjölda-
samvinna vék fyrir meirihlutamynd-
unum í nefndum, stjórnum og á þingi
og leiðin til kjarabóta eða sósíalisma
liggur um kjörkassana. Gagnrýni og
skoðanabarátta innanflokks og við
aðra sést varla. í sókninni gegn
sósíalismanum er lítil vörn að x G!
Framleiðið betur
upp íkaupið
Á íslandi þurfa menn að vinna um
II klst. fyrir ákveðnum pakka af
nauðsynjavöru. Á hinum Norður-
löndunum frá 4 upp í 7 klst. Þetta er
ekki náttúrulögmál sem ræðst af
hnattstöðu íslands. Hér lifir um leið
forrík yfirstétt sem heldur sínu með
því að kalla fram verðhækkanir jafn-
harðan og tilkostnaður i atvinnu-
rekstri eykst. Þessu mæta allaballar
ekki með baráttu fyrir uppskurði á
kerfinu, heldur viðgerðum á því. Því
er svo lýst yfir að forsenda kjarabóta
sé aukin framleiðsla. Fölsk kaup-
máttaraukning er búin til með því að
nota ónýta framfærsluvísitölu og
meðaltalstölur um útreiknaðan halla
fyrirtækja notaðar til að halda aftur
af launafólki.
Nú mætti vel hugsa sér að sósíal-
ískur flokkur grípi til kapítalískra
aðgerða við erfiðar aðstæður. Slíkt
þyrfti þá að útskýra heiðarlega. En
AB-forystan pakkar öllu inn i sósíal-
ískan vaðal — og andstæðingarnir
skíra delluna og mistökin svo líka
sósíalisma, til að fæla menn frá
honum.
Það er hægt að auka kaupmátt
með því að minnka afrakstur fyrir-
tækja og lifeyri eigendanna. Það þarf
enga framleiðsluaukningu (sem vel er
þó athugandi sem markmið).
Auðvitað ætti AB að beita sér fyrir
því að fá opinberaðan tapútreikning-
inn og viðurkenna í verki að það er
óhæfa að um 60% launamanna nái
rétt 50% framfærslueyris með dag-
vinnu. Það er sósialísk reisn.
Auðvitað ætti AB að fá fram
afkomutölur allra atvinnurekenda í
VSÍ og hætta að predika launaköku-
kenninguna sem miðast við að at-
vinnurekendur ákvarði sjálfir launa-
köku til að launamenn geti rifist um
sneiðarnar. Það er vörn fyrir sósíal-
ismann. Eða eru allaballar ef til vill
að bíða eftir hentugu tækifæri til að
gera allt þetta, en halda hjólunum
gangandi á meðan? Ef þeir eru að
bíða eftir að verða fleiri til þess að
geta gert „eitthvað sósialískt,” má
alltaf reyna samvinnu við okkur sem
erum utan við flokkinn — maóista-
grey, kratafífl, ihaldskurfa ogfákæna
alþýðumenn (milli kosningaú
Af þessu mætti vera ljósara en
áður að fólk fær ekki mikið álit á
sósialismanum með AB fyrir
augunum.
Vonandi hafa kjallaragreinarnar
tvær verið einhver vörn. Sóknin gegn
sósíalismanum krefst þess að áhuga-
fólk um hann og yfirlýstir vinstri-
sinnar komi á betri umræðum en
hingað til. Ég hef heyrt hugmyndir
um málþing sósíalista. Kommúnista-
samtökin og Verkalýðsblaðið væru
vafalítið reiðubúin til þátttöku í
framtaki sem þessu.
Ari T. Guflmundsson.
kennari.
^ „Sóknin gegn sósíalismanum krefst
mikils af sósíalistum. Alþýðubandalagið
hefur mætt til leiks með fræðilegt gjaldþrot og
jafnvel þá orðið með í sóknarliðinu í mörgum
málum. Hér skulu til nefnd þrjú atriði: Afstaða
til Sovétríkjanna, flótti til kratískra kenninga
og launastefna í þágu atvinnurekenda”, segir
Ari Trausti Guðmundsson meðal annars í
grein sinni.
þessi merki og virt þau. Sumum
erþekking takmörk. íslendingar sigla
veikburða skipum yfir opið haf lang-
an veg og finna stórt ónumið land.
En hvers vegna eru skrælingjar að
hafa fyrir því að reka þá úr Vestur-
heimi, óbyggðum þar sem nægilegt
landrými var fyrir báða? Skrælingj-
arnir hafa verið búnir að helga sér
landið með merkjum sem íslendingar
hvorki þekktu né virtu. Að mati
skrælingja var land þetta fullnumið.
Frá okkar sjónarhóli er sagan um
fífldjarfa íslendinginn meingölluð.
Það vantar vinninginn, sem íslend-
ingurinn hættir sér fyrir. Varla hefur
landi okkar verið að hætta lífi sínu til
þess eins að auka spennuna í skot-
keppninni.
Áhœtta til vinnings
Eins og sagan geymist meðal
eskimóa getum við verið þeim alveg
sammála. íslendingurinn kemur fram
sem fífldjarfur og glannafenginn auli
sem hættir lífi sinu innan um grimma
landa sina, til einskis, og það þvi
fremur sem hann er lélegur skotmað-
ur. Undir slíkum kringumstæðum
hefði þurft að vera til mjög mikils að
vinna til þess að svo mikil áhætta
væri tekin og því fremur sem maður-
inn var lélegur skotmaður, ellegar að
hann væri kúgaður til þess (sbr. sag-
an um Vilhjálm Tell). En það að taka
áhættu til annars en fæðuöflunar eða
viðhalds daglegs lifs innan þekktra
takmarka hefur verið eskimóum svo
framandi að þeir hafa ekki skilið um
hvað var keppt eða þá gleymt því og
áhættutakan ein verður söguleg í
þeirra augum.
Að taka áhættu út af fyrir sig er
ekki sögulegt i augum vestrænna
manna. Það er grundvöllur menning-
ar þeirra. Aðeins mikill árangur (sig-
ur) eða mikið tap (ósigur) er sögulegt
í þeirra augum. Við eigum ekki sér-
stakar sögur um það eitt að taka
áhættu. Það að hætta einhverju er
hreyfiaflið í menningu okkarj óróinn
og undirrót þekkingarleitar og út-
þenslu á öllum sviðum mannlegs lífs.
En til þess að hægt séað taka áhættu
verður að vera svigrúm til ávinnings.
Grundvöllur allrar áhættu er mögu-
leiki á vinningi, ábata. Líkur til vinn-
ings verða að vera meiri en líkur á
tapi. Möguleikar eskimóa til ávinn-
ings voru mjög litlar. Þeir gátu ekki
vænzt meira en að lifa af. Hjá þeim
ríkti algjör stöðnun.
Á niðurlægingartímum íslenzku
þjóðarinnar var líkt á komið með
okkur. Til íslands komu á landnáms-
öld frakkir víkingar sem tóku áhætt-
una til vinnings. Eftir nokkurra alda
búsetu í landinu er svo að þeim sorfið
að þeir geta sig hvergi hreyft, nema
til að skrimta. Allt var gjörnýtt. Eng-
in tilbreytni. Engin framþróun.
Algjör stöðnun. Við vorum að kom-
ast í fastar skorður eins og eskimóar
og lappar. En við vorum bændaþjóð
en ekki veiði- eða hirðingjaþjóð. Á
19. öld fer að rofa til og svigrúm
verður meira. Við komumst í nánari
snertingu við umheiminn. Þjóðin
vogar og hún vinnur. Það sýndi sig
þegar á reyndi að þjóðin átti marga
syni og dætur sem i bjó viljinn til að
taka áhættuna. Strax og færi gafst
tóku einstaklingarnir aftur áhættuna
og sigruðu oftast þó að stundum
slægi í bakseglin.
Svigrúmið minnkar
Nú er þetta smám saman að breyt-
ast. Svigrúm einstaklinga til þess að
taka eigin áhættu er þrengt með auk-
inni skattheimtu, en sú áhætta sem
menn taka nú felst í því að menn
hætta annarra manna fé. Á þann hátt
er oft spilað djarfar og glannalegar
(Krafla). En menn sem hætta annarra
fék gæta þess oftast ekki jafnvel að
vinningslíkur séu nægar eins og þeir
sem hætta sinu eigin fé. Því minnkar
svigrúm heildarinnar einnig. Þegar
búið er að þrengja svigrúm einstakl-
inganna og síðan sóa svigrúmi heild-
arinnar til áhættu á þjóðin ekki fram-
ar fyrir höndum annað en hnignun og
siðan stöðnun.
Breidd áhættunnar í vestrænu
samfélagi er mjög mikil, allt frá þeim
sem enga áhættu taka og til þeirra
sem eru sjúkir i áhættu eins og fjár-
hættuspilarar. Allflestir leitast þó við
að taka áhættu innan skynsamlegra
marka og draga þá úr neikvæðum af-
leiðingum áhættutökunnar. Stofnuð
eru hlutafélög, tryggingarfélög,
bankar, verkalýðsfélög, atvinnuleys-
istryggingar, lífeyrissjóðir o.s.frv.
Þar sem áhættan er jafnvel meiri en
þessir aðilar eru reiðubúnir að taka á
sig er ríkisvaldið eða hið opinbera ofl
látið taka á sig áhættuna.
Mörgum finnst að of miklu sé
hætt, þegar allt þjóðfélagið er sett i
veð fyrir fleiri og fleiri vafasamar
áhættur. Slíka áhættu mégi aðeins
taka ef mjög brýpa nauðsyn beri til.
Því þurfi að takmarka mjög, frá því
sem nú er, áhættu sem rikið tekur
fyrir þegna sína. Ef við göngum of
langt fram í því að draga úr áhættu
einstaklinga til frumkvæðis hefst
hnignun sem endar í stöðnun eins og
hinir fornu eskimóar voru dæmi um.
En nú er búið að rjúfa einangrun ná-
granna okkar Grænlendinga og efast
ég ekki um að sú þjóð á marga syni
og dætur sem munu taka áhættuna
þjóð sinni til framdráttar, ef hið
opinbera kæfir ekki frumkvæði
þeirra i fæðingu.
Jóhann J. Ólafsson