Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Side 18
Lesendur Lesendur 18 DAGBLAÐ1D& VlSlR. MÁNUDAGUR 25. LANÚAR 1982. Lesendur Lesendur Svar Ólaf s Ólafssonar, landlæknis: GEÐSJÚKLINGAR HAFA ALLTAF VERIÐ OLBOGABÖRN í HEILBRIGÐISKERFINU — sjúklingur þarf lækningu en ekki hegningu Ég tel að vista eigi geðsjúka af- brotamenn á geðsjúkrahúsum eða á deildum sem reknar eru í nánum tengslum við þau. Sú skoðun er i samræmi við þá meðferðarstefnu sem rekin er meðal þeirra nágrannaþjóða okkar i Norður-Evrópu er búa við svipað þjóðfélagsskipulag og heilbrigðis- kerfi og við. Það sem m.a. mælir með að sjúk- lingar þessir (geðsjúkir afbrotamenn) fái meðferð á sjúkrahúsi er: 1) Sjúklingur þarf lækningu en ekki hegningu. 2) Læknar starfa að lækningum en ekki við gæzlu. 3) Læknar stjórna alfarið meðferð hins sjúka og taka því allar mikil- vægar ákvarðanir, þ.á.m. um útskrift sjúklings. (Til þess að þetta geti orðið, þegar geðsjúkir afbrota- menn eru annars vegar, þarf að breyta núgildandi lögum.) Ef sjúklingur er i fangelsi taka aðrir en læknar mikilvægar ákvarð- anir um meðferð hans, m.a. hjúkrun og útskrift. Heilbrigðisþjónustan losnar þá við gæzlukvöðina. Margt fleira mætti upp telja, en að öðru leyti vísa ég til skrifa minna um þessi mál undanfarin ár. Annars tel ég ekki að þetta leysist á siðum dagblaðanna þó að þakka beri áhuga þeirra á þessu mikilvæga mannréttindamáli. Umræður um það fara nú fram við Geðlæknafélag Íslands og er ég vissulega bjartsýnn á að heppileg lausn finnist. Það fer ekki milli mála að geð- sjúklingar hafa alltaf verið olnboga- börn í heilbrigðiskerfinu. Þessari þjónustu þarf að sinna mun betur og veita því fólki sem við geðheilbrigðis- þjónustu starfar mun betri aðstöðu en verið hefur fram að þessu. Spor i rétta átt er bygging geð- deildar við Landspítalann. Það væri' kaldhæðni örlaganna ef sagan endur- tæki sig. Geðlæknar áttu undir högg að sækja við að komast með sjúkl- inga sina inn á lóð Landspítalans og nú virðast geðsjúkir l angar eiga undir högg að sækja að komast inn á lóðir geðs jú krahúsann a. „Geðlæknar áttu undir högg aö sækja aö komast meö sjúklinga sina inn á lóð Landspitalans og nú virðast geðsjúkir fangar eiga undir högg að sækja að komast inn á lóðir geðsjúkrahúsanna, ” segir Ólafur Olafsson landlæknir. Svar Jóhannesar Bergsveinssonar,Lárusar Helgasonar og Tómasar Helgasonar, yf irlækna ríkisspítalanna: Þekkingar- og skttnk%*sleysi á högum geðsjúkra og aðstöðu geðdeilda - annars vegar gjörgæzla - hins vegar öryggisgæzla :.'4 Kleppsspítalinn i Reykjavik er ein þriggja geðdeilda rikisspítalanna. Hinar eru við Landspítalann og Vífdsstaðaspitala. DV-mynd: Bj. Bj. í þeirri umræðu sem verið hefur á opinberum vettvangi um mál öryggis- gæzlufanga hefur gætt ótrúlegs þekkingarleysis og skilningsskorts á högum geðsjúkra og aðstöðu geðdeilda og þeirra sem þar dvelja og starfa. Hefur þetta m.a. komið fram í ruglingi á hugtökunum gjörgæzlu og öryggis- gæzlu og notkun á orðum eins og „vitlaus” og „vitfirringur” um geðsjúka eða „vistarverur vitfirringa” um geðsjúkrahús. Þessi hugtaka- ruglingur og orðnotkun er til þess að viðhalda fordómum gagnvart geðsjúkl- ingum og færi betur að hvort tveggja hyrfi úr opinberri umræðu sem fyrst. Gjörgæzla og öryggisgæzla I ágúst 1977 óskaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið umsagnar undirritaðra um bréf landlæknis sem bar yfirskriftina: „Gjörgæzlusjúkl- ingar geðsjúkrahúsa” og fer umsögnin hér á eftir: „Á gjörgæzlu og öryggis- gæzlu er reginmunur. Gjörgæzla er vegna þarfa sjúklinganna sjálfra til þess að bjarga Iífi og heilsu þeirra og er framkvæmd eingöngu skv. læknis- fræðilegu mati. Öryggisgæzla er vegna öryggis sam- félagsins skv. mati dómstóla sem telja, að viðkomandi sé hættulegur öðrum. Enginn eðlismunur er á gjörgæzlu geðsjúklinga og gjörgæzlu annarra sjúklinga, hvort tveggja er eingöngu vegna þarfa sjúklinganna sjálfra og skv. læknisfræðilegu mati en ekki lög- fræðilegu. „Til þess að meðferð á geðdeild verði gagnleg fyrir sjúklingana mega aðstæður ekki bera keim af neinni þvingun. Öryggisgæzla á því ekki sam- ieið með meðferð á almennum geð- deildum. Á síðasta aldarfjórðungi hafa orðið stórstígar framfarir I geð- lækningum. Skiptir þar mestu máli til- koma áhrifaríkra geðlyfja annars vegar og hins vegar breyting á umhverfi og uppbyggingu geðdeildanna með sál- lækningum og samfélagslækningum þannig að persónufrelsi einstaklinga fái notið sín sem bezt. Ætti geðdeild (geðsjúkrahús) að taka að sér öryggis- gæziu þó ekki væri nema eins eða tveggja sjúklinga, fyrir dómsvöld, myndi meðferðarumhverfið eyðileggj- ast fyrir aðra sjúklinga. Slíkt væri algerlega óviðunandi bæði í mannúðar- legu og læknisfræðilegu tilliti. Væri geðdeildum gert að skyldu að taka við þeim sem dæmdir eru til öryggisgæzlu myndi þeirri þróun sem verið hefur i geðlækningum og viðhorfum fólks til geðsjúkdóma og geðlækninga á undan- förnum aldarfjórðungi, snúið við og sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum eyðilagður. Til þess að sinna þörfum þeirra geð- sjúklinga sem dæmdir eru til öryggis- gæzlu, er nauðsynlegt að koma á fót sjúkradeild innan ramma fangelsis. Við slíka sjúkradeild þarf sérfræðinga til að sinna meðferð eins og á öðrum sjúkradeildum, en fangelsisyfirvöld verða að sjá um og bera ábyrgð á öryggisgæzlunni. Henni má ekki rugla saman við lækningar eins og óhjá- kvæmilega mundi verða ef ætti að framkvæma öryggisgæzlu á geðdeild- um utan fangelsa.” Sjúkrarúma- skortur í sömu umsögn um bréf landlæknis sagði ennfremur eftirfarandi um skort á sjúkrarúmum og á það við enn í dag: „Hér á landi er og hefur lengi verið mikill skortur á viðeigandi möguleikum til að vista geðsjúka menn á sjúkrahúsi og hefur „þrýstingur heilbrigðisyfir- valda” ekki megnað að ráða bót á því enn sem komið er. Landlæknir getur þess í bréfi sínu að á tslandi séu rúm- lega 16 sjúkrarúm fyrir 1000 íbúa eða fleiri en þekkist víðast í Vestur-Evrópu. Hann lætur þess hins vegar ekki getið að af þessum rúmlega 16 rúmum ef allt er talið eru ekki nema 2 rúm ætluð geðsjúkum í stað 4,35 sem gert er ráð fyrir í skýrslu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins frá 1973 um vistunarrýmisþörf heilbrigðisstofnana. Sá- íkortur sem er -á -vistunarrými fyrir geðsjúka á íslandi hefur iðulega leitt til þess að sjúklingarnir hafa ekki komizt inn á sjúkrahús fyrr en allt of seint. Einnig hefur skorturinn á vistunarrými ieitt til þess að sjúkling- arnir hafa ekki komizt inn á sjúkrahús fyrr en allt of seint. Einnig hefur skorturinn á vistunarrými leitt til þess að sjúklingar hafa stundum verið út- skrifaðir af sjúkrahúsi fyrr en æskilegt er. Það er því, og hefur lengi verið, meginmál að auka vistunarrými fyrir geðsjúka og bæta alla aðstöðu til með- ferðar þeirra.” Viðeigandi stofnun ekki til Afbrotamenn sem vegna geðveiki eða geðveilu eru úrskurðaðir i öryggis- gæzlu þurfa oft að sæta slíkri gæzlu árum saman. Fjöldi þeirra einstaklinga sem í gæzlu þurfa að vera á hverjum tíma getur því orðið nokkur þó ekki bætist í hópinn nema 1 til 2 á ári. Mundi sá hópur því fækka þeim rúmum sem til ráðstöfunar eru fyrir snöggveika geðsjúklinga ef ætti að setja hann á geðdeildir sjúkrahúsanna. Skiptir þetta þó ekki höfuðmáli i þessu sambandi, þar eð geðsjúkir öryggis- gæzlufangar eiga ekki samleið með - öðrum sjúklingum. Af því sem þegar er sagt má ráða í svör okkar við fyrstu, þriðju og fimmtu spurningu blaðsins. Aðra og fjórðu spurninguna leiðum við hjá okkur þar eð þær eru á sviði yfir- valda dómsmála en ekki okkar, eins og raunar málið allt. Svar við fyrstu spurningu: Viðeig- andi stofnun til að annast öryggisgæzlu hinna fáu afbrotamanna sem eru geð- sjúkir er ekki til. Það er starfsskylda yfirlækna geðdeilda (geðsjúkrahúsa) að vernda hagsmuni þeirra þúsunda sjúklinga sem engin afbrot hafa framið og leita aðstoðar þar, m.a. með því að vinna gegn því að deildirnar og sjúkra- húsin eða umhverfi þeirra fái á sig fangelsisbrag. Þeim ber að vinna gegn fordómum almennings gagnvart geðsjúklingum og geðsjúkrahúsum og fyrir byggja að um sjúklingana verði rætt sem „vitlausa” og sjúkrahúsin sem „vistarverur vitfirringa” sem verra sé að gista en nokkrar dýflissur. Svar við þriðju spurningu: Það er ekki venja sjúkrahúsa að veita upplýs- ingar um hvort ákveðnir einstaklingar hafa dvalið þar og þaðan af síður að hafa uppi sieggjudóma eða orðbragð eins og notað er í þessari spurningu. Svar við fimmtu spurningu: Á þcim fjörutíu árum sem liðin eru síðan núverandi hegningarlög tóku gildi hafa ýmsir embættismenn þráfaldlega minnt - á nauðsyn þess að koma upp viðeigandi stofnunum fyrir ósakhæfa menn sem úrskurðaðir hafa verið í öryggisgæzlu. Nú siðast samþykkti Stjórnarnefnd ríkisspítalanna eftirfarandi ályktun um miðjan desember: Ályktun, Stjórnarnefndar ríkisspítalanna „Vegna þeirra umræðna er fram hafa farið í fjölmiðlum undanfarið um vistun geðsjúkra afbrotamanna, vill Stjórnarnefnd ríkisspítalanna benda á eftirfarandi: 1. í fangelsislögum eru ótvíræð ákvæði um að öryggisgæzludeildir og geðveilladeildir séu hluti fangelsa þegar afbrotamenn eiga hlut að máli. 2. Stjórnarnefnd er andvíg stofnun af því tagi sem landlæknir hefur gert tillögur um og ætluð er til vistunar geðsjúkum afbrotamönnum. Slík stofnun mundi, skv. tillögum hans, vera undir sámstjórn dómsmálaráð- herra og heilbrigðismálaráðherra og ætti enga stoð í gildandi lögum. 3. Stjórnarnefnd telur að vistunarmál geðsjúkra afbrotamanna eigi að leysa í samræmi við fangelsislög en er fyrir sitt leyti reiðubúin að stuðla að því að sérfræðileg læknis- þjónusta verði veitt frá deildum ríkisspitala eftir því sem nauðsyn ber til og hentugt þykir á hverjum tíma. 4. Með visun til þessa er stjórnarnefnd því andvíg að fangelsi verði reist í tengslum við Vífilsstaðaspítala svo sem fyrrgreindar tillögur landlæknis gera ráð fyrir eða við aðra spitala. 5. Stjórnarnefnd telur nauðsynlegt að leggja á það áherzlu að hinn raun- verulegi ábyrgðaraðili þess að vistunaraðstaða geðsjúkra fanga er ekki viðunandi, er Alþingi, sem ekki hefur veitt nægu fé til að koma upp þeim stofnunum sem fangelsislög mæla fyrir um.” Lokaorð Að lokum þykir okkur rétt að leggja áherzlu á eftirfarandi: Á Kleppsspítalanum og geðdeild Landspitalans er ekki, hefur aldrei verið og á ekki að vera aðstaða til þess að taka við mönnum sem dæmdir eru til öryggisgæzlu og er þá hagur geðsjúklinga almennt borinn fyrir brjósti. Við erum algerlega sammála ályktun Stjórnarnefndar ríkisspital- anna um að öryggisgæzludeild á ekki að vera í tengslum við sjúkrahús, heldur skuli hún vera hluti fangelsa eins og fangelsislög gera ráð fyrir. Jóhannes Bergsveinsson Lárus Helgason Tómas Helgason _

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.