Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 26
30 DAGBLADIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. ÞAÐ ER HÆGÐARLEIKUR AÐ BÆTA MELTINGUNA Trcfjar eru nauðsynleg næringaraukaefni, vegna þess hve trefjasnauður algengasti matur er. FIBLET eru ávaxtatrefjar í töfluformi, sem innihalda öll nauðsynlegustu trefjaefnin. Svo við snúum okkur beint að efninu. Óeðlilega harðar hægðir valda vanlíðan. Þetta vita allir, en fæstir gera þó nokkuð til úrbóta. Þar sem venjulegur matur inniheldur of lítið af trefjum á fjöldi fólks í erfiðleikum með hægðir og enn fleiri þjást vegna meltingartruflana. En hægðatregða er aðeins hluti af þeim vandamál- um sem trefjaskortur veldur. Rík ástæða er til þess að borða meira af trefjum, einkum af ávöxtum og grænmeti. Það getur reynzt erfitt að fá nægjanlegt magn trefjaefna í algengasta mat án þess að fá um leið of margar hitaeiningar. 1/2 KG AF KARTÖFLUM Vissir þú, að úr venjulegum dagskammti af FIBLET, færð þú jafn- mikið magn af trefjum og úr 1/2 kg af óskrældum kartöflum en cngar hitaeiningar. Hvort sem þú hefur meltingartruflanir, hægðatregðu eða átt í baráttu við línurnar þarfnast þú FIBLET. vax á andlit - vax á fætur Andlftsböð Húöhreinsun unglinga — Litun - Kvöldsnyrting — Handsnyrting Dömur athugið Sérstakur afsláttur af ^4. 3ja skipta andlits- . ,, nuddkúrum. LJÓSMYNDAVÉL Ashai Pentax SP2 myndavél ásamt 35 mm Pentax linsu til sölu, iítið notuð, vel með farin. Verð kr. 2.000,- Uppl. í síma 77133. ÚTSALAN HÓFST ÆT l MORGUN. Aðoins í nokkra daga MIÐBÆJARMARKAÐNUM 021015 Margt á seyði hjá Jazzvakningu Jazzvakning, áhugafélagið sem séð hefur landsmönnum fyrir jazztónlist síðustu ár, hefur haft hægt um sig undanfarið en ekki er annað að sjá en að félagið sé tilbúið með storminn á eftir logninu. Reikna má ineð að félagið taki langþráðan jazzklúbb til starfa í marzmánuði. í samvinnu við veitingastaðinn Hornið er ætlunin að stækka hið svokallaða Djúp og reka klúbb með lifandi jazztónlist, inn- lendri sem erlendri. þar sem albúmið verður tvöfalt) mikið af áður óútkomnu efni. Stílað komi til með að geyma glefsur af ferli er á 22. marz sem útgáfudag, en það Gunnars og að þar muni koma á plast var afmælisdagur Gunnars heitins. Til að kóróna svo starfsár jazz- vakningar er ætlunin að halda tón- leika með Art Ensemble of Chicago í byrjun aprílmánaðart og gera forsvarsmenn jazzvakningar sér vonir um Þjóðleikhúsið sem væntan- legan tónleikastað. Ekki er að efa að jazzáhugafólk og annað áhugafólk um svarta tónlist fagnar þessum frétt- um en sem dæmi um þann virðingar- sess sem hljómsveitin skipar erlendis er að síðustu tvö ár hafa gagnrýn- endur jazzblaðsins „Downbeat” valið Art Ensemble of Chicago hljómsveit ársins. Plötur þeirra félaga hafa einnig notið vinsælda og virðingar víðast hvar. Þar sem Art Ensemble of Chicago fer sjaldan í hljómleikaferðir mega íslendingar telja sig stálheppna og er hægt að fullyrða að um einstakan tónlistar- viðburð sé að ræða. Jazzvakning lét nýlega frá sér fara hljómplötu með Bob Magnusson og félögum og hyggur á útgáfu á minningarplötu með Gunnari Orm- slev. Margir munu eflaust fagna plötu með Gunnari enda einn vinsæl- asti jazzleikari íslands um áratugi eða allt þar til hann lézt á síðasta ári. Frétzt hefur að platan (plöturnar. Ánægjuauki fyrír íslenzkt skíðaáhugaf ólk: SJÓNVARPIÐ VERÐUR MEÐ MARGRA TÍMA ÚTSENDINGU FRÁ HMMÓTUNUMÁ SKÍDUM ,,Við verðum með margra klukku- stunda efni frá báðum þessum heims- meistaramótum,” sagði Bjarni Felixs- son, íþróttafréttamaður sjónvarpsins er við spurðum hann að því hvað sjón- varpið myndi sýna mikið frá heims- meistaramótunum í alpagreinum og norrænum greinum sem verða á næst- unni. Heimsmeistarakeppnin í norrænum greinum verður í Osló í Noregi og hefst með pompi og pragt 18. febrúar og stenduryfirí lOdaga. ,,Við fáum mikið efni þaðan,” sagði Bjarni. „Meðal þess er 15 og 30 km skíðaganga karla, 5 km skíðaganga kvenna, boðganga karla og kvenna, svo og skíðastökk af 70 og 90 metra palli.” Heimsmeistarakeppnin í alpagrein- um verður um næstu mánaðamót í Schladming í Austurríki og stendur yfir í 12 daga. Bjarni sagði að þaðan fengi íslenzka sjónvarpið tíu tima út- sendingarefni en það væri þar í sam- floti með finnska sjónvarpinu. „Það sem við fáum þaðan er svig, stórsvigi og brun karla og kvenna,” sagði Bjarni. „Við komum aldrei til með að sýna þetta allt — höfum ekki tíma í það —en tökum það bezta úr og sýnum.það sama gerum við með efnið sem við fáum frá heimsmeistaramótinu í Noregi.” Mikill áhugi er fyrir því hér á landi að sýnt verði frá þessum mestu skíða- mótum ársins á öðrum timum en í íþróttaþáttum sjónvarpsins. Norð- menn, Finnar og Svíar og margar aðrar þjóðir verða með beinar útendingar á hverjum degi frá þessum mótum. Danir sem ekki eru taldir mestu skíðaáhuga- menn í heimi verða með útsendingar í sjónvarpinu hjá sér í hverjum degi í þá liðlega 20 daga sem þessi skiðamót standa yfir og skíðaáhugafóiki hér finnst við ekki geta verið eftirbátar þeirra í þeim efnum -klp- AUtbazta skíðafólk heims, eins og td. Ingemar Stenmark, veröur inni í stofum hji isionzkum sjónvarpsáhorf- endum í næsta mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.