Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 37
DAGBLADID & VÍSIR. MÁNUDAGUR 2S. JANÚAR 1982. 41 I gærkvöldi I gærkvöldi Helgarskammtur af Ómari Ragnarssyni eða gólfskúr- ingar um miðnætti Mamma mín kom í bæinn um helgina. Ég ákvað að ég yrði að taka til. Eins og venjulega 1 vikulok var alltískít og drasli. En fram eftir kvöldi hékk ég í sófanum, yfir sjónvarpinu, lömuð af vikuþreytunni. Sá Ómar Ragnarsson og fleiri yfirheyra hverspjallamenn., eins og Flosi er búinn aðskíra þá. Undir ellefu hífði ég mig upp og skrúfaði frá útvarpinu, nánast af rælni. Þar var þá kominn Ómar Ragnarsson að nýju ásamt undir- leikara sínum, lækninum Kristjáni, og voru þeir kvöldgestir Jónasar Jónassonar. Er skemmst frá að segja að Jónas var bráðlipur við að rekja garnirnar úr þeim félögum og Ómar varð að standa fyrir máli sínu. Hvað með glannalegan akstur, klúryrði og klám? hjálpaði hann til við heimilis- störfin? trúði hann á guð? Og Ómar sagði frá misheppnuð- ustu stundum ævi sinnar, bæði sem skemmtikraftur og sem bílstjóri, og virtist bæði trúa á æðri handleiðslu og illa anda, klykkti hann út með sögu um djöflatrúarfólk. Húsverkin gengu eins og leikur, ég hefði haldið áfram að skúra til morguns, en því miður lauk þættinum kl. eitt, svo mamma þurfti bæði að vökva blómin og þvo klósettið þegar hún kom. En mér finnst þetta kjörinn þáttur að endur- varpa á öðrum tíma. Á laugardagskvöldið sá ég „Sjón- minjasafnið’’ og hver var þar kom- inn í allra kvikinda líki nema Ómar enn. Þarna voru rifjuð upp ýmis atriði frá eldri árum sjónvarpsins og Óntar var samvizkusamur föndur- kennari, leikfimikennari, ,,launað I ífl” og guð má vita hvað. Þetta var svona „útúrsnúnings- þáttur,” sem Hrafn Gunnlaugs og Þórarinn Eldjárn höfðu sett saman. Mér fannst hann bráðfyndinn og táningaflokkurinn, sem hefur bæki- stöð heima hjá mér, skemmti sér líka afspyrnuvel.. Það er mikill léttir að þurfa ekki að taka þetta alvarlega líf alvarlega. Inga Huld Hákonardóttir. Andláf Arni Þórarinsson, Skjólbraut 3 Kópa- vogi, fyrrverandi hafnsögumaður í Vestmannaeyjum, lézt 18. janúar 1982. Hann var fæddur 25. maí 1896 að Fossi í Mýrdal. Eftirlifandi kona hans er Guðbjörg Þórðardóttir, þeim varð ekki barna auðið en ólu upp systur Guð- bjargar og hennar mann. Árni starfaði til sjós, á m/b Goðafossi og m/b Geir. Hann lauk skipstjórnarnámskeiði 1 Vestmannaeyjum og keypti linuveiðar- ann Venus, ásamt fleirum, en hann var seldur árið 1930 og gerðist Árni þá hafnsögumaður. Hann flutti frá Eyjum 1948, bjó í Ytri-Njarðvíkum í 20 ár en fluttist þá i Kópavoginn. Hann starfaði síðustu árin á vegum vitamála- þjónustunnar. Hann verður jarðsung- inn í dag frá Fossvogskapellu kl. 13.30. Gyða Berþórsdóttir, Bláskógum 14, sem lézt i Landspítalanum 16. þ.m., verður jarðsungin á morgun, þriðju- daginn 26.janúar kl. 13.30 frá Dóm- kirkjunni. Jón Tómasson frá Hrútstungu, Álfa- skeiði 64 Hafnarfirði, lézt í Landspítal- anum að morgni 22. janúar. Jón Grétar Sigurðsson lögfræðingur, Melabraut 3 Seltjarnarnesi, andaðist í Landakotsspitala 21. janúar. Klara Stefania Steinsdóttir, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 25. janúar, kl. 15.00 Tilkynningar Námskeið í Hamragörðum. Liflegt starf var í Hamragörðum sl. haust og von- andi verður jiað ekki síðra nú á nýju ári. Eins og fyrr verður mikiö um að vera i námskeiðahaldi. Tölvunámskeið hefst laugardaginn 30. janúar kl. 14.00. Námskeiðið fer fram í Tölvuskólanum að Borgartúni 29. Alls 9. skipti á laugardögum frá kl. 14.00—17.00. Námsgjald kr. 875.00. Leiðb.: Reynir Hugason. Ath.. Ef þátttaka verður góð verður annað námskeið á laugardögum kl. 10.00 til 13.00 Sjá nánar auglýsingar á vinnustöðum. Leiklistarnámskeið hefst mánudaginn 25. janúar kl. 20.00. Alls 7 kvöld frá kl. 20.00 til 23.00 á mánudögum. Námsgjald kr. 330.00. Leiðb: Baldvin Halldórsson Knska — Samtalshópur: Hefst mánudaginn 18. janúar kl. 17.30. Alls 10 kvöld frá kl. 17.30 til 19.30 á mánudögum. Framhald af námskeiöi sl. haust, en hægt að bæta við örfáum þátttakendum. Námsgjald kr. 330.00. Leiðb: Anne Cosser. Námskeið i félagsrekstri hefst þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20.00. Alls 4 kvöld frá kl. 20.00 til 23.00 á þriðjudögum. Námsgjald kr. 200.00 og leiðb: Guðmundur Guðmundsson. Leiðbeint um skipu- lagningu og áætlanagerð félaga, bréfaskriftir, skjalavörzlu og bókhald. Námskeið í fundastörfum: Þetta námskeiö hefst þriðjudaginn 9. marz kl. 20.00 og er i beinu framhaldi af því fyrra. Alls 4 kvöld kl. 20.00 — 23.00 á þriðjudögum. Námsgjald kr. 200.00 og leiðb: Guðmundur Guðmundsson. Lciðbcint um ræðugerö og kappræðutækni, skipulag vinnufunda, ráðstefna og þinga. Ath: Námsgjald fyrir þá sem sækja bæði námskeiðin kr. 350.00 Bútasaumur hefst miðvikudaginn 27. janúar kl. 20.00. Alls 8 kvöld frá kl. 20.00 til 23.00. Námsgjald kr. 400.00 og leiðb: Sigrún Guðmundsdóttir. Þátt- takendur þurfa að hafa saumavélar með sér. Slysahjálp: Námskeiðið hefst miðvikud. 27. janúar kl. 17.30. Alls 7 kvöld frá kl. 17.30 til 19.30 á miðvikudögum. Námsgjald kr. 220,00 og leiðb: Nína Hjaltadóttir. Því er sérstaklega beint til allra yfirmanna á vinnustöðum að senda þátttakendur á þetta námskeiö. Postulínsmálun hefst laugard. 6. febrúar kl. 13.00. Alls 10 skipti frá kl. 13.00 til 15.30. Náms- gjald kr. 600,00 og Ieiðbeinandi Sólveig Alexanders- dóttir. Ef þátttaka verður mikil eins og sl. haust verður annað námskeið á laugardögum frá kl. 16.00 til 18.30. Ráðgjöf um skattaframtöl: Eins og oft áður verður lciðbeint um gerð skattframtala, en að þessu sinni á annan hátt. Miðvikd. 3. febrúar kl. 17.00 til 20.00., fimmtud. 4. febrúar kl. 20.00 til 23.00 og mánud. 8. febrúar kl. 17.00 til 22.00, munu starfs- menn á skattstofunni veita ráðgjöf um gerð skatta- framtala. Hér er ekki um gerð skattframtala að ræða, heldur lciðbeiningar. Timaskipulagning: Þetta námskeið verður á fimmtudögum og hefst 11. marz kl. 20.00. Alls 3 kvöld frá kl. 20.00 til 23.00. Leiðbeinandi: Sigurjón Pétursson. Þetta námskeið er sérstaklega ætlaö þeim starfsmönnum sem skipuleggja sinn starfsdag sjálfir. Skráning þátttakenda og upplýsingar simi 21944: Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku sem allra fyrst til Hamragarða í síma 21944 frá kl. 9.00 til 19.00 eða til fulltrúa viðkomandi félags í hússtjórn Hamra- garða. Tilkynnið þátttöku minnst 2 dögum áður en viðkomandi námskeið hefst. Greiðsla námsgjalds: Námsgjald greiðist i fyrsta tíma hvers námskeiðs. Engar bækur eða efni er innifalið í námsgjaldi. Fyrir alla fjölskylduna: Ef það er ekki á hreinu, þá er þátttaka í námskeiðum og öðru starfi Hamragarða aö sjálfsögðu heimil og opin öllum • fjölskyldu viðkomandi félagsmanns. Mynd fré sýningunnl Nútimalisl fré Búlgariu. Myndin er eftir Vassil Valev og heitir Kona fré Sozopol. Sýningin Nútímatónlist frá Búlgaríu var opnuð í Listasafni alþýðu á sunnu- dag klukkan 15. Á sýningunni eru 48 verk eftir ellefu myndlistarmenn. Sýn- ingin er skipulögð af norska ríkislista- safninu og fleiri aðilum í Noregi og var hún sýnd í Ráðhúsinu í Osló á síðast- liðnu ári. Hingað er sýningin komin fyrir tilstilli Vináttufélags íslands og Búlgariu í tilefni af 1300 ára afmæli Búlgaríu, sem var á síðstliðnu ári. Menntamálaráðherra, Ingvar Gísla- son, mun P.ytja ávarp við opnun sýn- ingarinnar. Sýningin verður opin dag- lega klukkan 14—22 til 7. febrúar. Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 1981 er komið út. I upphafi er minningargrein um Magnús Kjartansson eftir Þórarin Guðnason og Um Gunnar Benediktsson eftir RögnvaldFinnboga- son. Helzta uppsláttarefni á kápu er greinar um kjarnorkuvigbúnaö í Evrópu. Tvær greinar fjalla um kvennabókmenntir. Aðrar greinar eru Prest- arnir I hórumanginu eftir Þorgeir Þorgeirsson, Eru íslendingar kristnir? Þýdd grein eftir Ferene Feher, Níundi áratugurinn i Austur-Evrópu. Skáldskaparefni er mikiö og fjölbreytt i þessu hefti, smásögur og ljóð. Umsagnir um bækur eru eftir Silju Aðalsteinsdóttur. Timaritið er 112 blaðsiður að þessu sinni, prent- að i Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd ,er eftir Hilmar Þ. Helgason. Þess má geta að 4. heftið, sem fjallar um bókmcnntir og menningu Suður- Ameríku, tafðist i prentaraverkfalli en er væntan- legt til félagsmanna nú á næstunni. Happdrætti Þroskaþjálfa- skólans Dregið verður í námsfararhappdrætti 3ja bekkjar Þroskaþjálfaskóla íslands á gamlársdag 1981. Eftirtalin númer hlutu vinning: 63, 113, 238, 259, 326, 327, 328, 420, 443, 712, 715, 745, 1244, 1237, 1608, 2020, 2021, 2143, 2735, 4198,4479, 4752,4845. Vinningar eru afhentir í Þroskaþjálfaskóla islands milli kl. 9 og 13. Árnað heilla Brúðhjónum skal benl.á að sendi þau brúðarmynd til birtingar í Dagblaðið og Vísi, fá þau í brúðargjöf frá DV áskrift á blaðinu í einn mánuð. Laugardaginn 19. september voru gef- insaman 1 hjónaband Sigrún Jensey Sigurðardóttir og Kristján Bjarndal Jónsson. Þau voru gefin saman af séra Árna Pálssyni i Kópavogskirkju. Heimili ungu hjónanna er að Starengi 2, Selfossi. Ljósmynd MATS — Laugavegi 178. Laugardaginn 17. okt. ’81 voru gefin saman í hjónaband Sigrún Agnarsdótt- ir og Helgi Jónsson. Þau voru gefin saman af séra Sigurði Hauki Guðjóns- syni í Bessastaðakirkju. Heimili ungu hjónanna er að Miðvangi 41, Hafnar- firði. Ljósmynd MATS — Laugavegi 178. Laugardaginn 31. okt. ’81 voru gefin saman i hjónaband Jens Reynisson og Birna Gunnlaugsdóttir. Þau voru gefin saman af séra Árna Pálssyni í Kópa- vogskirkju. Heimili ungu hjónanna er að Hamraborg 26, Kópavogi. Ljósmynd MATS— Laugavegi 178. AKUREYRI VERZLUNARHÚSNÆÐI Verzlunar- og skrifstofuhúsnæði á jarðhæð, u.þ.b. 50 ferm., óskast til leigu á góðum stað i miðbæ Akureyrar. Samband óskast haft við auglýsingaþjónustu DV í síma 91-27022. H—700 Kemur bílKnn ó l/uxu-/eðH 4?. GETRAUNIN VERTU éJLI L7 ASKRIFANDI ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.