Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 38
42
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982.
PinkFloyd—A CollectionofGreatDanceSongs
„Klassapopp” fyrir böm nýbylgjunnar
Það kom væntanlega mörgum
spánskt fyrir sjónir þegar spurðist að
gefa ætti út safnplötu með „súper-
grúppunni” Pink Floyd. Menn spurðu
sjálfa sig hvernig í fjandanum ætti að
velja lög á slíka plötu. En nú er platan
komin og sitt sýnist hverjum. A
Collection Of Great Dance Songs
nefnist platan og nafngiftin ber vott um
einstaklega frjótt ímyndunarafl útgef-
enda. Þaðer kannski álika fáránlegt að
gefa safnplötu með lögum Pink Floyd
þetta nafn eins og að ætla sér yfir
höfuð að gefa slíka plötu út.
Á plötunni eru aðeins sex lög af
fimm plötum hljómsveitarinnar og
aðeins eitt þeirra hefur verið tekið upp
að nýju (Money) að vísu í óbreyttri
mynd. Lagavalið er í sjálfu sér ágætt og
gefur ágætan þverskurð af því sem
Pink Floyd hefur sent frá sér frá því
1967 (elzta lagið er raunar af Atom
Heart Mother frá 1970). En að kippa
þessum lögum algerlega úr samhengi er
gagnrýnivert því að hver plata Pink
Floyd er heilsteypt verk (t.d. Animals
frá 1977, Dark Side Of The Moon frá
1973 og The Wall frá 1979). Það eru
því helzt þeir sem lítið sem ekkert hafa
hlustað á Pink Floyd sem geta haft
gagn og gaman af þessari safnplötu.
Fyrsta lag plötunnar er „One Of
These Days” af „Meddle” (1971),
dæmigert Pink Floyd-lag (má raunar
PLÖTUR
segja um hin lögin fimm). Næst kemur
Money sem allir tónlistarunnendur
hljóta að þekkja enda eitt af sígildum
meistarastykkjum poppsögunnar en
allt eins má spyrja hversvegna lagið
Time sem einnig er á Dark Side Of The
Moon sé ekki tekið með á plötuna. Og
af hverju er sú plata ekki öll með?
Hverju má sleppa? Slíkar þenkingar
koma upp hjá öllum Pink Floyd-aðdá-
endum sem á safnplötuna hlýða. Fyrri
hliðinni lýkur síðan með laginu Sheep
af Animals.
Seinni hliðin hefst á tveimur lögum
af Wish You Were Here frá 1975; Shine
On You Crazy Diamond og titillagi
þeirrar plötu. Og plötunni lýkur með
hinu sorglega útjaskaða en samt ágæta
lagi Another Brick In The Wall frá
tónverkinu The Wall.
I heild má segja að platan komi fyrir
sem kynningareintak fyrir þá unnendur
popptönlistar sem aldrei hafa heyrt í
Pink Floyd: Þannig séð er ACOGDS
kannski tímabær útgáfa því yngsta
kynslóðin er að drukkna í nýbylgju-
flóðinu og það er nauðsynlegt að kynna
fyrir henni meistara poppsins. Og þar
sem plata þessi hefur að innihaldi
okkur meistarastykki poppsins mælir
hún bezt með sér sjálf og þarf ekki á
stórkostlegri orðafrösum að halda.
-TT.
Toyah — Antem:
Lofsöngur en Iftið lof
Ekki skal fjöður yfir það dregin að
umsögn um þessa plötu er heldur seint
á ferðinni, en í ljósi þess að Toyah Ann
Willcox þykir engin venjuleg Sigga er
ekki frágangssök að benda á hana (þó
það sé auðvitað ljótt að benda á fólkl).
Toyah er brezka söngkonan með
appelsínugula hárið og ævinlega
þannig tilhöfð að ætla mætti hún væri
að fara á grímuball. Hún er fimmtíu og
átta módel og hefur náð undraverðum
vinsældum meðal brezkra poppunn-
enda ef tekið er tillit til þess að tónlist
hennar er allt annað en sykursæt. Núna
um síðustu áramót kusu til að mynda
lesendur táningatímarits í Bretlandi
hana sem beztu söngkonuna (sem ég er
að vísu innilega ósammála) og aukin-
heldur aðdáunarverðasta kven-
peninginn.
Það er dálítið erfitt að henda reiður á
tónlist Toyah, (hljómsveitin heitir i
höfuðið á söngkonunni) hún er að
sönnu ákaflega persónuleg en laglínur
eru skrýtnar á köflum, bitið einhæft,
söngurinn blæbrigðalítill og þó lögin
séu mörg hver einkennilega sjarmer-
andi er ég fullur efasemda um ágæti
tónlistarinnar. Mér virðist að henni
séu dálítið mislagðar hendur, sérstak-
lega á þessari breiðskífu, en síðan hún
kom út hafa sex lög borizt frá Toyah
(ein tveggja laga plata með aðallaginu
Thunder In The Mountains og fjögurra
laga platan Four, More From Toyah)
og þykir mér hljómsveitin í verulegri
framför. 1 Want To Be Free stendur þó
uppúr af lögum Toyah, en það er upp-
hafslag á Anthem.
Toyah
Þær frábæru viðtökur sem Toyah
hefur fengið í Bretlandi eru vísast
að stórum hluta til komnar vegna frá-
bærra hljómleika, sem Toyah er ósínk
á, enda má að ýmsu leyti fremur telja
hana til leikhúsfólks en poppara. Hún
hefur leikið talsvert á sviði, meðal
annars í þjóðleikhúsi Lundúnaborgar
og ekki með ómerkari leikkonum en
Katherine Hepurn, en þær fóru með
aðalhlutverk í leikritinu The Corn Is
Green árið 1978. Hermt er að Toyah
nýti leikhúsreynslu sína og leikhæfi-
leika til fullnustu á hljómleikum og því
má ef til vill gera þvi skóna að hún hafi
af þeim sökum borið meira úr býtum,
hvað vinsældir áhrærir, en margur
annar. Sjálf er hún sögð mikill kven-
skörungur, forkunnardugleg og stjórn-
söm eftir því, ákjósanleg fyrirmynd í
baráttunni gegn karlrembunni í
rokkinu.
Toyah semur sjálf alla texta á plötum
sinum, þeir eru margir hverjir býsna
ævintýralegir og lítt jarðbundnir, en
tónlistin er því sem næst öll eftir
liðsmenn hljómsveitarinnar, Joel
Bogen gítarleikara, Nigel Glockler,
trymbil, Phil Spalding bassaleikara og
Adrian Lee hljómborðsleikara.
Toyah hljóðritar nýja breiðskifu í
aprílmánuði og mér sýnist allt benda til
þess að það gæi orðið öllu athyglis-
verðari plata en Anthem.
-Gsal.
Bee Gees—LivingEyes
Þægileg—og kemur á óvart
Bee Gees eiga að baki langa sögu í
heimi poppsins og hafa skipzt á skin og
skúrir hjá þeim. Þeir komu fram á svo-
kölluðum bítlaárum og náðu strax
miklum vinsældum i Bretlandi og víðar
en ekki héldust þær lengi og það var
ekki fyrr en 1975 þegar platan þeirra
Main Course kom út, að vinsældir
þeirra fóru upp á við aftur náðu
hámarki með tónlistinni úr kvikmynd-
inni Saturday Night Fever. Síðan hafa
þeir verið taldir hinir sykursætu popp-
kóngar frá Ástralíu.
En þótt vinsælustu lög þeirra hafi
annað hvort verið þrungin þungum
diskótakti eða mjög rómantiskum
melódium, hefur það aldrei dulizt
neinum að þeir Gibb-bræður kunna að
semja lög sem fljót eru að ná eyrum
fjöldans og mörg þeirra eru nokkuð
góð. Það sem mest hefur farið í taug-
arnas á tnér er raddsetning þeirra
bræðra hin síðari ár, sérstaklega þó
þegar Barry Gibb bregður falseltunni
fyrir sig, og ætlar alla að æra.
Það fyrsta sem ég tók eftir á Living
Eyes er að diskólögunum hefur fækkað
mikið og er þaðomjög til bóta. Þá er
eins og maður hafi það á tilfinningunni
að þeir bræður hafi lagt meiri metnað í
gerð þessarar plötu en þær sem hafa
komið á undanförnum árum, enda eru
sum lögin með því betra sem ég hef
heyrt frá þeim.
Útkoman er því að Living Eyes er hin
ágætasta softrock plata sem vinnur
frekar á við hverja hlustun. Beztu lög:
Living Eyes, Soldiers og Be Who You
PinkFloyd
Ozzy Osbourne—Diary ofa madman:
Sá gamli gef-
ur sig hvergi
Þeir unnendur bárujárnsrokksins,
sem komnir eru á þrítugsaldurinn
sperra vafalítið eymn er þeir heyra nafn
Ozzy Osbourne. Fyrir þá, sem ekki vita
við hvern er átt,er rétt að geta þess að
Ozzy var iengst af á sínum ferli
söngvari Black Sabbath, hljómsveitar,
sem var tvímælalaust einn af frum-
kvöðlum bárujárnsrokksins eins og við
þekkjum það í dag. Ozzy var reyndar
aldrei neinn afburðarsöngvari en náði
því sem mögulegt var úr raddböndun-
um.
Rétt um tvö ár eru nú liðin síðan
leiðir hans og Black Sabbath skildu —
eflir 13 ára samstarf. Síðasta verk
Sabbath með gömlu liðsskipaninni var
útgáfa handónýtrar hljómleikaplötu.
Ljótur legsteinn um hljómsveit, sem
eitt sinn þótt góð til síns brúks. Ronnie
James Dio, fyrrum söngvari Rainbow,
tók við af Osbourne sem lagði út í sóló:
feril. Árangurinn varð sá að báðir
aðilar blómstra á ný. Sabbath hefur
náð sér verulega á strik og Ozzy virðist
betri en nokkru sinni.
Hann gaf út plötuna Blizzard of Oz
haustið 1980 og rúmu ári síðar sendi
hann frá sér gripinn, sem hér er til
umfjöllunar, Diary of a madman. Svo
við gerum langa sögu stutta er óhætt að
segja að sá gamli komi hressilega á
óvart því krafturinn í honum er meiri
en nokkru sinni. Ef til vill má rekja
taugahrun hans í desember sl. til þess.
Þá varð hann að aflýsa fjölda tónleika
sökum ofþreytu.
Mestu máli skiptir á þessari plötu að
hann hefur losað sig við helming
hljómsveitarinnar. Reyndar eru öll
lögin á þessari plötu eftir meðlimi eldri
útgáfu flokksins, en þeir Tommy
Aldridge (trommur) og Rudy Sarzo
(bassi) skila sínu margfalt betur en
forverarnir, Lee Kerslake (já, þessi
gamli úr Uriah Heep) og Bob Dainsley.
Aldridge þrumubárujánstrymbill og
Sarzo þenur bassann í samræmi við
það. Þá fær gítarleikur Randy Rhoads
að njóta sín margfalt betur en á fyrri
skífunni.
Ekki er hægt að líta framhjá þeirri
staðreynd að mörg laganna eru í anda
Black Sabbath, eins og hún var og hét.
Hins vegar er úrvinnslan margfalt
sterkari og hljóðfæraleikurinn gæða-
flokki ofar. Ozzy er ekkert aðfara inn á
brautir sem hann ræður ekki við í
söngnum þannig að hann fellur vel i
heildina. Over the mountain, Believer
ogS. A.T.O. eru beztu lög plötunnar.
Útilokað er annað en að geta
umslagsins sem er vafalítið með þeim
„geðveikari” á markaðnum, enda ber
platan nafn í þeim dúr. Einhverjar
svartagaldurspælingar eru líkast til
í kallinum því umslag fyrri plötunnar
var viðlíka firrt. En það er innihaldið,
sem um ræðir hér og fyrir þá, sem
aðhyllast bárujárnstónlist er þessi
gripur á heimavelli i safninu. -SSv.
Ozz y Osbourne
DAGBLAÐ1Ð& VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982.
43
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Tvær bandarískar stórmyndir:
RAGTIME 0G REED
— Sú síðarnef nda f ékk einróma lof
gagnrýnenda en hin fyrrnef nda
meiri vinsældir almennings
Tvær bandariskar kvikmyndir
vöktu sérstaka athygli á sl. ári og
gerast þær báðar skömmu eftir alda-
mótin 1900. Leikstjóri annarrar er
Milos Forman og er myndin gerð
eftir skáldsögu E.L. Doctorows,
Ragtime. Hinni leikstýrir Warren
Beatty. Hún lýsir ævi ameríska
kommúnistans og blaðamannsins
John Reed, en hann tók þátt í rússn-
esku byltingunni og skrifaði bókina
Tíu dagar sem komu heiminum í upp-
nám.
Það vakti líka athygli í myndinni
Reed að þar fer leikarinn Jack
Nicholson með lítið aukahlutverk.
Jack þykir annars nokkuð stór upp á
sig og þiggur helzt ekki annað en
stjörnuhlutverk. En þegar vinur
hans, Warren Beatty, hringdi til hans
og bað hann að leika rithöfundinn
Eugene ONeill i mynd sinni um Reed
sagði hann strax já.
— Ég mundi þiggja hvaða hlutverk
sem er bara til að fá tækifæri til að
leika undir stjórn Warrens, segir Jack
þessu til skýringar. Hann er alveg
einstakur í sinni röð. Hann gefur
okkur leikurunum nægan tima til að
byggja upp þau atriði sem vfð teljum
mikilvægust og er svo afslappaður að
þar er manni hrein ánægja að vinna
undir stjórn hans.
Enda hefur Reed verið mun betur
tekið af gagnrýnendum en Ragtime.
Það hefur þó ekki komið i veg fyrir
mikla aðsókn að þeirri síðarnefndu
og er það m.a. talið byggjast helzt á
því að myndin sýnir uppreisn blökku-
mannsins Coalhouse Walkers gegn
þjóðfélaginu, en hann var á sínum
tíma frábær píanóleikari. Hins vegar
virðist saga Reeds ekki ætla að lokka
að sér jafn marga kvikmyndahúsgesti
þrátt fyrir einróma lof gagnrýnenda.
Báðar myndirnar voru mjög dýrar
í framleiðslu og er talið að hvor um
sig hafi kostað unt 30 milljónir
Bandaríkjadala.
*• *•*
Kvikmyndaframleið-
andinn Goldie Hawn
Fyrsta myndin sem gamanleik-
konan Goldie Hawn var bæði fram-
leiðandi að og lék aðalhlutverk í,
Private Benjamin, gekk svo vel að
Goldie hefur nú ákveðið að leika
sama leikinn aftur.
Efni nýju myndarinnar, Swing
Shift, er líka sótt til stríðsumsvifa og
er hún kynnt sem rómantísk gaman-
mynd frá tímum síðari heimsstyrjald-
ar.
Handritið skrifaði Bo Goldman,
sem fékk óskarsverðlaunin fyrir
handrit sitt að Gaukshreiðrinu. Leik-
stjóri er Jonathan Demme, en eins og
áður er sagt er Goldie bæði fram-
leiðandi og aðalleikari.
Michclin
snjódekk
gcfa bcsta grip i snjó og hálku
~MS89
Michelin radial snjódekk
endast lengur
Fást á næsta hjólbarðaverkstæði
UMBOÐ:
ISDEKK HF.
Smiðjuveg 32 - 200 Kópavogur SÍMI: 91-78680 OPI013-17
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
„AHur er varinn
góður"
Nokkrir stjórnmálamenn
íslenzkir hafa öðlazt vinsældir
alþýðu manna langt út fyrir
fiokksraðir. Ekki tryggir
þetta þó ævinlega gengi innan
flokks. Engum núverandi
þingmanna ætla ég sé gert
verulega rangt til, þótt i þessu
sambandi séu nefndir þeir Al-
bert Guðmundsson og
Guðmundur J. Guðmunds-
son.
Þótt ólikt hafist þeir að, Al-
bert umsvifamikill heildsali en
Guðmundur harðsnúinn laun-
þegaforingi, hafa þeir á sér
drengskaparorð, eins og
reyndar flestir þingmenn, sem
sannmælis njóta.
Guðmundur kenndi fyrir
skömmu hjartveilu. Var hann
fluttur á Borgarspitalann og
er talinn úr hættu, sem kunn-
ugt er. Er um hann annast af
kostgæfni sem aðra sjúklinga.
Þó segir sagan, að hjúkkur
dekri svo við Guðmund í hví-
vetna, að það gæti verið skýr-
ing á svari hans, þegar yfir
læknir spurði, hvort það
kæmi sér ekki illa fyrir þing-
mann að vera fjarverandi á
úrslitastundu, ef eitthvað
mætti marka blaðafregnir af
ástandinu í þjóðmálum.
Af karlmcnnsku svaraði
Guðmundur J.: „Jú, að vísu,
en maður kemur í manns stað
á Alþingi eins og á Borgar-
spítalanum, en ég er ekki frá
því að þetta sé aðeins að
versna aftur. Ætli það sé ekki
vissara að ég verði hérna eitt-
hvað áfram. Allur er varinn
góður.”
Bjartsýni ríkir á
sólarlanda
markaðinum
Ingólfur í Útsýn undirritaði
í vikunni samning við Flug-
leiðir hf. um sólarlandaferðir
ársins. Hann lætur engar úr-
tölur efnahagsspekinga draga
úr framtaki sínu og notast við
eigin spár sem eru sagðar
mótaðar af bjarlsýni.
Með hliðsjón af þörfum
Ferðaskrifstofunnar Úrvals
og annars flugs Flugleiða hf.
sýnist liggja beint við að Sam-
vinnuferðir—Landsýn leiti
eftir samningum við Arnar-
flug hf. um a.m.k. mjög veru-
legan hluta sólarlandaferða
sumarsins — nema kannski
Líbýu.
Er fimmti
borgarstjórnar
listinn á leiðinni?
Stjórnmálaflokkarnir eru
nú skelfingu lostnir vegna
þeirra válegu tíðinda, sem
kvisazt hafa um enn einn
framboðsFstann til borgar-
stjórnarkosninga. Er þar átt
við framboðslista Breiðholts-
búa.
Þrátt fyrir' ágæta frambjóð-
endur á gömlu pólitísku list-
unum, er talið, að Breiðholts-
listi kæmi auðveldlega að
nokkrum borgarfulltrúum.
Gæti hann komizt í þá odda-
aðstöðu, að erfitt yrði að
ganga fram hjá stefnumálum
hans. Þá myndi um leið geta
farið svo, að öll tímasóun í
pólitiskan vaðal hyrfi að
mestu og þá líka tröppugang-
urinn úr borgarstjórn í
Alþingi.
Óli blaðasali um
samruna síð-
degisblaöanna
Siðastliðinn fimmtudag
seinkaði útkomu Dagblaðsins
og Vísis fremur venju. Ástæð-
an var sú að beðið var eftir
myndum af hörmulegu sjó-
slysi.
Þegar klukkan var orðin
hálfeitt og hádegisumferð í
göngugötunni hvað mest,
lenti Oli blaðasali í varnar-
stöðu gagnvart fastavið-
skiptavinum.
Þcgar Óli var orðinn þreytt-
ur á spurningum um ástæð-
ur fyrir seinkun útgáfunnar,
varð honum að orði: „Þetta
gerir samruninn. Hefði hann
ekki orðið, væri ég löngu bú-
inn að fá annaðhvort blað-
ið.”
Ógeðfelldur ráda-
hagur
Þjóðkunnur maður hafði
mikla raun af ráðahag sem
haun gat þó ekki með neinu
móti spornað við. Dóttir
hans, falleg stúlka og kven-
kostur hinn bezti, fclldi hug
til manns, sem honum gazt
ekki að, og hafði raunar hinr.
mesta imugust á. Varð úr
þessu trúlofun. Unnustinn var
nær ölium stundum hjá unn-
ustunni, sem var í foreldra-
húsum. Þótti einkum föðurn-
um nóg um.
Kvöld eitt hringdi góð-
kunningi unnustans dyra-
bjöllunni hjá tilvonandi
tengdafólki og spurði, hvort
unnustinn væri þar sladdur.
Faðir stúlkunnar kom til dyra
og gat nú ekki á sér setið.
Hann svaraði: „Nei. Hann er
nýfarinn út með öðrum
róna.”
Nú í nafni rétt-
lætis - en áður
gert í svefni
„Samkvæmt símaskránni
eiga svona um 40% embættis-
manna borgarinnar í hærri
skalanum lögheimili utan
Reykjavíkur,” segir Jónas
Guðmundsson, rithöfundur i
Tímanum. Nefnir hann að-
eins til borgarlækni, yfirborg-
arfógeta og yfirborgardóm-
ara, þótt af nógu sé að taka.
Fer hann nokkrum orðum
um punktakerfið, og segir
það einkum tryggja kontór-
frið hjá toppunum, sem
kveikja á Oslóartrénu til
skiptist. Hins vegar flytji
tekjuhæsta fólkið úr bænum
og greiði útsvör í öðrum
„sóknum”. „En þctta er ekki
annað en beint framhald af
úrræðaleysi meirihlutans frá
1908, þótt nú sé þetta svo í
nafni réttlætis, sem áður var
gjört í svefni,” segir Jónas á
sinni eðlilegu reykvisku.
Bragi Sigurðsson.