Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Qupperneq 40
44
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982.
Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf
Spámaðurinn Nostradamus:
Heimssty rjöld 1999
Ava Gardner: Ánægð með aldurinn og lífið.
Roskin kynbomba
Ava Gardner er nú orðin 59 ára en
ennþá gjaldgeng á hvita tjaldinu. í
f'ebrúar verður myndin „Ástin krefst
fórna” frumsýnd i London, en þar
leikur Ava roskna kynbombu. Segja
þeir sem séð hafa að hún liti mjög vel út
og hafi enn sama gamla aðdráttaraflið
SÚKKU-
LAÐI SEM
GREIÐSLA
FYRIR HÚS
Gamall brandari lýsir því er maður
fer til geðlæknis af því að hann er svo
sólginn í pönnukökur.
— Það er ekkert óeðlilegt við það,
segir geðlæknirinn. — Mér þykja
pönnukökur lika góðar.
— Mikið var það heppilegt, segir
sjúklingurinn. — Þá ættirðu endilega
að heimsækja mig. Ég á fleiri kistur
sneisafullar af pönnukökum.
Þessi brandari minnir ekki svo lítið
á Ástralíubúann Robert Auguste.
Hann átti hús í úthverfi i borginni
Perth og auglýsti það til sölu fyrir
997.500 dollara. Hins vegar sagðist
hann gjarnan vilja fá hluta vcrðsins
greiddan með eftirlætissúkkulaðinu
sínu.
Og það stóð ekki á tilboði. Bob
Roget bauðst til að kaupa húsið fyrir
658.350 dollara — og eina milljón
súkkulaðistykkja. Auguste segist
ætla að hugleiða tilboðið, en það
býður upp á heilmikið greiðsluvanda-
mal.
T.d'. er afar óheppilegt að taka við
milljón súkkulaðistykkjum við undir-
skrift samnings, segir Auguste. —
Það tæki okkur allan daginn að telja
þau og auk þess er enginn hægðar-
leikur að koma þeim öllum fyrir í
geymslu.
Þess má geta að milljón súkkulaði-
stykki eru svipað magn og það er allir
Ástralíubúar neyta á tveim vikum.
sem gerði hana svo vinsæla fyrr á
árum.
Henni er lika hrósað fyrir leik sinn
og er jafnvel talið að hún eigi óskars-
verðlaun skilið fyrir hann.
— Vitleysa, segir Ava. — Enda er ég
ekki að stíla upp á neinn Óskar. Ég tók
hlutverkið að mér af því að mér þykir
gaman að leika og fæ auk þess vel greitt
fyrir það. En auðvitað gleðst ég yfir því
ef fólki finnst ég enn falleg kona.
— Sá stimpill tilheyrir annars yngri
aldursflokki og þegar ég var ung eyddi
ég gifurlegum tima i að hressa upp á út-
litið. Nú geri ég aðeins það sem þarf til
að halda í það sem eftir er.
Ava hefur átt þrjá eiginmenn, þar á
meðal Frank Sinatra. Hún segist
einskis iðrast og að líf hennar hafi
alltaf verið mjög þægilegt.
— Ég er ekkert óánægð með for-
tíðina, segir hún. — Líf mitt hefur
kannski ekki verið neitt sérstakt, en alla
vega mun þægilegra en flestra annarra.
En ég reyni lika frekar að hugsa um
framtíðina en fortiðina.
Ava þarf heldur ekki að kvarta undan
einmanaleika, því hún er nú nýtekin
saman við Charles Gray, manninn sem
stóð að gerð myndarinnar „Diamonds
are Forever.”
Spámaðurinn frægi, Michel de
Notredame — betur þekktur undir
nafninu Nostradamus — fæddist í
Frakklandi. árið 1503. Hann starfaði
lengst af ævi sinnar sem læknir og var
orðinn rúmlega fertugur er hann tók að
leggja rækt við skyggnigáfu og skrifa
niður spádóma sem liann fléltaði í á
annað þúsund vers. Hann lézt árið
1566 og siðan hafa rúmlega 400 túlk-
anir á spádómum hans litið dagsins
Ijós.
Það nýjasta á þessu sviði er bók
Jean-Charles de Fontbrune, Frakka,
sem barðist í Alsírstríðinu og er enn
konungssinni þótt liðin séu 133 ár síðan
síðasti konungur Frakka lét af völdum.
Segir hann að 17 ára þrælavinna liggi
að baki bókarinnar.
Bókin kom út í október 1980 og var
salan dræm í fyrstu. Það var ekki fyrr
en eftir grein um hana sem birtist i
blaðinu Paris-Match i júli að bókin fór
að seljast eins og heitar lummur. í
ágústmánuði einum sanian seldust t.d.
270.000 eintök. Þegar þetta er skrifað
hafa selzt rúmlega 600.000 eintök af
bókinni þrátt fyrir verð sem þykir
fremur hátt i Frakklandi, en hún kostar
um 200 krónur.
Óglæsileg framtíð
Ekki stafar þessi mikla sala af því að
túlkun hans á Nostradamusi spái okkur
vesælum jarðarbúum svo glæsilegri
framtíð, heldur þvert á móti. T.d. segir
hann að páfinn verði myrtur er hann
heimsækir Lyon á þessu ári. Fimmta
lýðveldi Frakka líður undir lok eftir
mikið blóðbað í seinasta lagi í
september 1984. Gerist það undir
stjórn vinstrisinnaðra ráðherra sem
hafa rós að tákni og síðan jafnar Rauði
herinn París við jörðu. Samsæri
Múhameðstrúarmanna hrindir þriðju
heimsstyrjöldinni af stað i ágúst 1999.
En að henni lokinni verðttr Evrópa eitt
konungsríki undir mildri stjórn
Frakkans Hinriks hins lánsama.
Greinin um (úlkanir de Fontbrune á
Nostradamusi í Paris-Match fór ekki
fram hjá Rússum og 1. september 1981
mátti lesa eftirfarandi í málgagni
stjórnarinnar, Isvestija:
— Æsifréttablaðið Paris-Match
hefur ráðið sér nýjan leiðarahöfund
sem beitir penna sínum af hinni mestu
dirfsku hvort sem hann fjallar um
utanríkismál eða innanrikismál,
viðskiptamál eða hermál. Það ótrúleg-
asta er þó að þessi nýi maður þjónar
kapítalísku pressunni án þess að taka
eyri fyrir það. Því hann heitir Nostra-
damus og hefur nú legið í gröf sinni í
rúmlega 400 ár.
Samkvæmt túlkendum Nostradam-
usar vantar ekki heldur að margir af
spádómum hans hafi þegar komið
fram. Meðal þeirra má telja Bartóló-
meusarnóttina frægu 1572 er Karl IX
lét slátra húgenottum, innflutning á
tóbaksplöntunni til Evrópu, brunann í
London 1666, tilkomu járnbrautanna,
atómsprengjuna í Hírósima, morðið í
Sarajevo, sem kom heimstyrjöldinni
fyrri af stað, stofnun Efnahagsbanda-
lagsins og bann við að nota bila á
sunnudögum sem fylgdi í kjölfar oliu-
kreppunnar.
Nostradamus: Tízkuspámaður rúm/aga 400 irum eftír dauða sinn.
Flaggskipi Hinriks VIII
bjargað af hafsbotni
— Það sökk árið 1545 og gefur ótrúiega giögga mynd af iífinu
um borð
U.þ.b. 500 kafarar og froskmenn
hvaðanæva úr heiminum hafa unnið að
því að ná munum upp úr fiaggskipi
Hinriks kóngs VIII, Mary Rose, en
áætlað er að ná skipinu upp í heilu lagi
í sumar. Þetta verður líka dýrasta
björgun fornleifa úr sjó sem um getur
og kostar um 75 milljónir króna.
FaHbyssukarra um borðiMary Rosa
Skipið verður geymt í safni í Ports-
mouth, og verður öllum þeim u.þ.b.
1000 munum sem bjargazt hafa komið
aftur fyrir á sínum stað í skipinu.
Mary Rose lagði af stað frá Ports-
mouth 19.júlí 1545 og átti að leggja til
bardaga við frönsk herskip. En hún
náði aldrei langt. Hún var ekki einu
sinni horfin úr sjónmáli er hún hallað-
ist skyndilega á hliðina og sökk svo til
botns. Um borð í þessu ofhlaðna skipi
var 700 manna áhöfn og tókst aðeins
að bjarga um 40 þeirra.
Skipið tók sem sagt aldrei þátl í nein-
um bardögum og það er lika þess vegna
sem Mary Rose gefur alveg hárrétta
mynd af lífi manna í brezka flotanum á
þessum tíma.
T.d. fáum við að vita að skipverjar
voru lúsugir, þvi enn má finna merki
um þær í trégreiðum þeirra. Mary Rose
sökk á sunnudegi þegar kokkurinn var
önnum kafinn við að útbúa hádegis-
verð. í matinn hafði hann ostrusúpu og
baunastöppu oga.m.k. liðsforingjarnir
fengu vín með matnum.
160 beinagrindur
Skipið sökk hratt í þykka leðju i
sundinu milli Englands og The Isle of
Wight og það er leðjunni að þakka að
allt um borð hefur varðveitzt svo vel,
jafnvel stígvél, hanzkar, föt og ýmsir
munir úr leðri.
Kafarar hafa náð upp 160 beiná-
grindum og verða þær jarð-
aðar að kristinna sjómanna sið
þegar vísindamenn hafa lokið við að
rannsaka þær. Rannsóknir þeirra hafa
þegar leitt í Ijós að elzti maðurinn um
borð var á fertugsaldri, en sá yngsti ll
ára. Margir af skipverjum voru boga-
skyttur, en þá ályktun draga visinda-
menn af handleggsbeinum og öllum
þeim aragrúa af pílum og bogum sem
fundizt hafa um borð. Örvarnar voru
mjög hættulegt skotvopn sem gátu
borað sér 3—4 sm inn í eikartré á 2—
300 metra færi, að maður tali nú ekki
um mun mjúkari hlut eins og manns-
likamann.
Skipið var líka vel vopnað fallbyss-
um. Voru þær steyptar í heilu lagi sem
hlýtur að hafa verið nýmæli á þessum
tíma. Einnig sýna áttaviti og önnur
siglingatæki sem fundizt hafa um borð
að menn stóðu mun framar í allri slíkri
tækni en við höfum hingað til álitið.
Ekki var kaupið hátt
Eins og áður er nefnt hafa 500 kafar-
ar unnið að björgun muna úr skipinu,
flestir áhugamenn í faginu, og hafa þeir
svo sannarlega verið biandaður hópur.
Má þar t.d. nefna flugfreyju frá British
Airways, rannsóknarlögreglumann frá
hollenzku fíkniefnalögreglunni, Karl
Bretaprins og leigubílstjóra frá
London.
Og nú höfum við nokkuð góða hug-
mynd um hvernig hermenn brezka flot-
ans notuðu frístundir sínar á þessum
tíma. Þeir spiluðu dómínó og teninga-
spil, tefldu, spiluðu á spil og veiddu
fisk.
Einnig hafa fundizt peningar og
launapokar um borð svo við sjáum
nokkurn veginn hvað skipverjar hafa
liaft í kaup. Daglaun flotaforingja voru
um 6 krónur og þrjátíu aurar en
óbreytturskipverjivarð að þræla í viku
fyrir sömu upphæð.
Mary Rose verður aldeilis skraut-
fjöður í hattinn fyrir Portsmouth sjó-
ferðasafnið. Enda er það vel til faliið
þar sem árið 1982 hefur verið útnefnt
ár siglinganna á Stóra-Bretlandi.