Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Page 44
Útgáfa nýs síðdegisblaðs enn á döfinni:
Gunnarsmenn vilja
leggja fram milljón
Áhugamenn um útgáfu nýs síðdeg-
isblaðs eru nú vonbetri en áður um að
slíkt blað líti dagsins ljós. Ei hermt
að allstór hópur sjálfstæðismánna sé
alvarlega að íhuga að styðja útgáf-
una. Munu það vera stuðningsmenn
Gunnars Thoroddsen.
Geir A. Gunniaugsson formaður
undirbúningsnefndar vildi hvorki
staðfesta né neita þessu í viðtali við
DV i morgun. Hann sagði það vera
rétt að menn úr öðrum flokkum en
Alþýðuflokknum hefðu sýnt málinu
áhuga. Ekkert hefði þó verið ákveðið
í því sambandi, enda hefði hugmynd-
in komið upp rétt fyrir helgi.
Söfnun hlutafjár hefur gengið
treglega að undanförnu. Hefur safn-
ast rúmlega einmilljón króna. Telja
þeir, sem að útgáfunni standa, sig
þurfa allt að þrem milljónum, til að
koma blaðinu af stað. Munu
Gunnarsmenn þeir sem áhuga hafa á
að vera með reiðubúnir að leggja allt
að eina milljón í hlutafé.
Síðdegisblaðsmenn koma saman
til fundar í kvöld til að ræða fram-
haldið. Sagði Geir A. Gunnlaugsson
að það ætti að ráðast alveg á næstu
dögum.
-JSS
Jósteinn skauzt
upp í annaö sætið
Kristján Benediktsson varð I efsta
sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins
sem fram fór um helgina. Jósteinn
Kristjánsson varð í öðru sæti og
Gerður Steinþórsdóttir í þriðja. Alls
kusu 1298 manns en ógildir seðlar voru
45.
Kristján hlaut 498 atkvæði í fyrsta
sætið en 942 atkvæði alls, Jósteinn
Kristjánsson hlaut 371 atkvæði í 1.—2.
sæti en 494 atkvæði alls, Gerður Stein-
þórsdóttir hlaut 432 atkvæði í 1.—3.
sæti en 648 atkvæði alls, Sigrún
Magnúsdóttir hlaut 433 atkvæði í 1.—
4. sæti en 651 atkvæði alls, Sveinn
Grétar Jónsson hlaut 504 atkvæði í
1.—5. sæti en 583 atkvæði alls. í 6.
sæti varð Auður Þórhallsdóttir með
557 atkvæði, í 7. sæti Valdemar K.
Jónsson með 529 atkvæði, í 8. sæti
Jónas Guðqiundsson með 519 at-
kvæði, í 9. saefhÁslaug Brynjarsdóttir
með 498 atkvæði og í 10. sæti Páll R.
Magnússon með 489 atkvæði. Aðrir
frambjóóendui, þau Björk Jónsdóttir,
Elisabet Hauksdótir, Gunnar Baldvins-
son, Pétur Sturluson og Þorlákur
Einarsson, hlutu færri atkvæði.
Að sögn Gests Jónssonar, formanns
kiörstjórnar, hlaut enginn frambjóð-
enda 50 prósent atkvæða í viðkomandi
sæti og því er kosning ekki bindandi í
neinu tilvika. Hann sagði að kjörstjórn
myndi skila prófkjörsgögnum til upp-
stiliingarnefndar síðar í dag og hún
ásamt fulltrúaráði flokksins ákvæði
listann endanlega einhvern næstu daga.
-KÞ.
(DV-mynd Bjarnletfur)
Samkomulag um efnahagsmálin:
Pakkinn kynntur á morgun
Efnahagsmáiapakkinn er nú svo til
fullbúinn úr höndum ríkisstjórnar-
innar. Hann verður sýndur stuðn-
ingsmönnum stjórnarinnar á Al-
þingi í dag, meðal annars á fundum
þingflokka. Síðan er gcrt ráð fyrir að
endanlega verði gengið frá málum á
ríkisstjórnarfundi i fyrramálið og að
forsætisráðherra kynni Ioks pakkann
á fundi sameinaðs þings klukkan 14 á
morgun.
Samkvæmt heimildum DV verður
pakkinn í öllum aðalatriðum eins og
blaðið hefur áður skýrt frá. Niður-
greiðslur á landbúnaðarvörum verða
auknar, tollar lækkaðir á nokkrum,
vörutegundum og skattar á iðnað og
útflutningsframleiðslu lækkaðir
nokkuð. Þá verða fjárveitingar til
framkvæmda ríkisins og opinberra
sjóða skornar niður unt 5% og eins
verða framlög til reksturs ríkisins
lækkuð. Jafnframt beinum tilfærsl-
um á peningum, hátt i 400 millj-
ónum, verður tilkynnt um aukið
frelsi í verðlagsmálum og nokkur
sérstök stefnumál, þar á meðal
samráð við aðila vinnumarkaðarins
um nýjan verðtryggingargrundvöll
launa.
Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
miða að þvi að ná verðbólgu niður i
35% til jafnaðar á árinu. Eiga
peningatilfærslurnar að greiða niður
3% í verðbótum á laun 1. marz og
tryggja að þær verði ekki nema 7%.
Úrslit
íprófkjöri
Framsóknar
ekki
bindandi:
frjálst, nháð dagblað
MÁNUDAGUR25. JAN. 1982
Prófkjör sjálfstæðis-
manna á Selfossi:
ÓliÞ.
Guðbjartsson
efstur
Góð þátttaka var í prófkjöri sjálf-
stæðismanna á Selfossi í gær. Samtals
kusu 530. í síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum fékk listi sjálfstæðismanna um
400atkvæði.
Prófkjörið var bindandi fyrir fyrstu
fimm sætin. Þau skipa: Óli Þ. Guð-
bjartsson, Guðmundur Sigurðsson,
Ólafur Helgi Kjartansson, Guðfinna
Ólafsdóttir og Örn Grétarsson. f næstu
þrem sætunum voru Björn Gíslason,
Haukur Gíslason og Valey Guðmunds-
dóttir.
-Kristján, Sclfossi
Prófkjör sjálfstæðis-
manna á Nesinu:
Sigurgeir
var efstur
Mikil þátttaka var í prófkjöri sjálf-
stæðismanna á Seltjarnarnesi um helg-
ina. Alls greiddu 868 menn atkvæði,
þar af voru 840 atkvæði gild. Litlar
breytingar urðu á listanum frá síðustu
kosningum.
Sigurgeir Sigurðsson varð efstur í
prófkjörinu, hlaut 336 atkvæði í fyrsta
sæi og 79,9% allra gildra atkvæða.
Magnús Erlendsson varð í öðru sæti
með 333 atkvæði í 1.—2. sæti. Júlíus
Sólnes varð í þriðja sæti með 348 at-
kvæði í 1.—3. sæti, Guðmar Magnús-
son fjórði með 379 atkvæði í 1.—4.
sæti, Ásgeir S. Ásgeirsson fimmti með
301 atkvæði i 1.—5. sæti. Jón Gunn-
laugsson varð sjötti með 359 atkvæði í
1.—6. sæti og Áslaug Harðardóttir
varð sjöunda með 426 atkvæði i 1.—7.
sæti. Áttunda varð Erna Nielsen,
Kristin Friðbjarnardóttir varð níunda
og Jónatan Guðjónsson tíundi.
Úrslitin eru bindandi í sjö efstu sæt-
in. Alls gáfu sextán menn kost á sér í
prófkjörinu, og áttu kjósendur að
merkja við minnst sjö nöfn og mest tíu.
-ATA
LOKI
Ætíi þaö sé mikið af súr-
metí / þorrapakka ríkis-
stjórnarinnar?
hressir betur.