Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. Gestur E Jónasson i hkitvarki Þröstur Guöbjartsson ieikur Versjinín ofursta og hjákarls KúHgin menntaskólakennara, Mösju. kokkáiaðan eiginmann Mösju. Ingibjörg Bjömsdóttír letírur Natösju, mágkonu systranna. MANNESKJAN HEFUREKKERT BREYTZT’ — rætt við Kára Halldór og Jennýju Guðmundsdóttur um f mmsýningu Leikf élags Akureyrar í gærkvöldi „Við reynum að segja sögu Tsék- hovs eins og við upplifum hana í dag, sem manneskjur, því manneskjan hefur ekkert breytzt á þeim rúmlega 80 árum sem liðin eru síðan leikritið var samið, þó ytri aðstæður séu aðr- ar. Draumurinn um betra líf ersigild- ur og enn er spurt; til hvers er ég hér og af hverju er lifið svona, en ekki einhvcrn veginn öðruvísi — og bctra?” Tilvitnunin hér að framan er úr samtali DV við Kára Halldór og Jennýju Guðmundsdóttur. Þau eiga margt sameginlegt. Fyrir það fyrsta eru þau hjón, en að auki hafa leiðir þeirra legið saman i vinnunni undan- farna mánuði. Þau hafa sem sé verið að setja upp Þrjár systur eftir Anton Tsékhov með Leikfélagi Akureyrar. Kári er leikstjórinn en Jenný gerir leikmyndina og búninga. Fjölskylduverkefni Kári Halldór útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins fyrir 10 árunt. Eftir það lá leiðin til Norðurlandanna, Danmerkur, Finnlands og Sviþjóðar, en til Akureyrar kemur Kári frá kennslu i Leiklistarskóla íslands. Jenný Guðmundsdóttír er grafíker. Grunnmenntun sína í list- inni fékk hún í Myndlista- og handiðaskóla íslands en síðar lá leiðin i listaháskóla í Stokkhólmi. Jenný hefur skólazt í leiklistinni með Kára á undanförnum tíu árum og áður en til Akureyrar kom höfðu þau unnið saman að verkefni i Svíþjóð. — En hvernig er að vinna santan heima og heintan? „Við kunnunt því ekki illa enda er- um við farin að þekkja hvort annað Þórey Aðaistalnsdóttír ieikur Anfisu, fóstru systranna. nokkuð vel eftir nærri 10 ára hjóna- band og það er með leikhússtarfið eins og hjónabandið, það byggist upp á samvinnu,” svaraði Jenný. „Það hefur líka þann stóra kost, að það þarf ekki að skipuleggja fundi með leikstjóra og hugsuði leikntynd- ar og búninga,” sagði Kári, hló hressilega og sagði síðan: „Það er í leiklistinni eins og í öllu skapandi starfi. Verkefnið er í undir- meðvitundinni nótt sent nýtan dag á nteðan það er í vinnslu. Það er ekki hægt að skilja það við sig á vinnustað þegar heim er haldið. Ég hef vaknað upp á morgnana með hugmyndir í kollinum, ég veit ekki hvort ég hef fengið þær úr draumi, og uppfærslan er einnig rædd við matarborðið. Börnin hafa kontið fram með sínar hugmyndir líka, þetta er þvi hálfgert fjölskylduverkefni.” /\lauðsynlegt að komast hjá tímahraki — Hvenær var byrjað að vinna að leikgerðinni? „Við Jenný byrjuðunt að vinna við þessa uppfærslu í júní í sumar,” sagði Kári. „Þá lét ég leikarana fá handrit og skipaði í hlutverk. Síðan hittumst við í upphafi leikárs og unn- um saman í eina viku. Það starf skil- aði sér mjög vel fyrir okkur öll, ekki sízt vegna þess að ntargir leikararnir þekktust ekki fyrir. Siðan hófust æfingar af krafti í desember. Til að byrja með æfðunt við einn þátt á dag, og á fjórða degi renndum við öllum þáttunum í gegn. Verkið hefur þróazt dag frá degi og breytingar eru gerðar fram á siðustu stundu. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir alla að tínii gefist til að fín- Guðjón Pedersen leikur Andrej, bróður systranna, sem hétt að hann höndlaði hamingjuna við að kvænast. kemba verkið.” „Já, það er mikið atriði að hafa nógan tima,” sagði Jenný, „það þarf að vera tími til að efast og til að gera mistök. Þetta er likt því að byggja upp mynd. Það er hægt að gera i byrjun góðan flöt í myndina sem reynist síðan ómögulegur þegar myndin er nær fullgerð.” AfAntoni Tsókhov Rússneski læknirinn Anton Tsékhov er einn þekktasti höfundur leikhúsbókmenntanna. Þrjár systur eru eitt síðasta verkið hans en áður höfðu ívanov, Máfurinn og Vanja frændi gert nafn hans frægt. Auk þess samdi Tsékhov ntörg smærri verk, m.a. fjöldann allan af smásög- unt til að framfleyta sér í námi. Þrjár systur voru frumsýndar 1901. 1904 er Kirsuberjagarðurinn frumsýndur og sama ár lézt Tsékhov úr berklum, aðeins 44 ára aldri. En hvað kemur leikhúsfólki til að takast á við verk hans hartnær 80 árum síðar? „Ef leikhús á rétt á sér, þá eiga verk Tsékhovs erindi á svið. Hann fjallar um grundvallarspurningar i mannlegu lífi þannig að ég held að allir skilji. Verk hans eru ekki tímasett. Þau eru sígild,” svaraði Kári. „Ég held að lífsreynsla hvers og eins hafi áhrif á skilning og túlkun viðkomandi á þessu verki Þess vegna held ég að hver og einn konti til með að upplifa sýningu okkar á sinn hátt og ég vil hvetja alla sýningargesti til að gefa sér þann rétt,” sagði Jenný Guðmundsdóttir í lok samtalsins. „Ég hef aldrei elskað á ævinni. Mig hefur dreymt um ástína — lengi — dag og nótt, en sál min er eins og slagharpa með læstu hljómborði og lykillinn týndur." Yngsta dóttirin, Írína, er leikin af Guðbjörgu Thoroddsen. Marinó Þorstektsson krikur Ivan heriæknl sem eltt skm eiskaði móður systranna. Harm mmn ekki lengur hvort hún elskaði hann. András Sigurvinsson leikur Nikoiaj barón sem elskar Irinu, en elskar hún hann? Theodór Júh'usson lelkur Soljonij kaptein sem er ástfangin af Írínu. Jónsteinn Aðalstelnsson leikur Ferapont, aldraðarr, ráðhúsvörð. Sjón er sögu ríkati Það er ekki hægt að lýsa Þrem systrum LA á prenti. Það verður hver að dæma fyrir sig. Verkið er alvar- legt; það er ekki skopleikur, en þaðer heldur ekki harmleikur. Það er meira að segja kómískt á köflum og þá er allt í lagi að hlæja. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að hlæja á vit- lausum stöðum. Þessi sýning Leikfé- lags Akureyrar á eftir að koma á óvart — já, meira að segja skemmti- lega á óvart. Sunna Bo’rg, Ragnheiður Elfa Arn- ardóttir og Guðbjörg Thoroddsen leika systurnar Olgu, Masju og Írínu. Aðrir leikarar eru Guðjón Pedersen, lngibjörg Björnsdóttir, Þröstur Guð- bjartsson, Gestur E. Jónasson, And- rés Sigurvinsson, Theodór Júlíusson, Marinó Þorsteinsson, Jónsteinn Aðalsteinsson og Þórey Aðalsteins- dóttir. Guðlaug Hermannsdóttir er að- stoðarmaður leikstjóra og Oliver Kentish hefur samið tónlist við verkið. Lýsinguna hefur Ingvar Björnsson séð um og Þráinn Karlsson smíðaði leikmyndina. Búningameist- ari er Freygerður Magnúsdóttir. Aðrir sem við sýninguna vinna eru Ásgerður Skúladóttir, Viðar Garð- arsson, Þórarinn Ágústsson, Stein- grímur Óli Sigurðsson og Elsa Björnsdóttir. GS/Akureyri „ Við erum farin að þekkja hvort annað nokkuð vel." Kári HaHdór og Jenný Guðmundsdóttir. -D V-myndir/GS Akureyri. „Það er ekki undan neinu að kvarta, en ág hofði heldur viljað vera gift og vera heima allan daginn. Már myndi þykja væntum manninn minn." Sunna Borg fer með hlutverk Olgu, elztu systurinnar. og ág, spillast menn — verða bitrir og ruddalegir." Masja, sú systirin sem er óhamingjusöm í hjóna- bandinu, en finnur hamingjuna með hjákarli sínum og missir hana svo, er leikin af Ragnheiði Etfu Arnardóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.