Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Síða 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. 9 MENNINGARVERÐLAUN OGSKODANAKÖNNUN Eftir að sameining Dagblaðsins og Vísis átti sér stað skutu óvænt upp kollinum ýmsir áður óþekktir merkis- berar frjálsrar og óháðrar dagblaða- útgáfu og höfðu miklar áhyggjur af minnkandi samkeppni á síðdegis- markaðnum. Var helst að skilja að þeir vitdu fórna bæði fjármunum og fyrirhöfn til að viðhalda samkeppn- inni. Nú virðist að vísu vera dottin upp fyrir hugmyndin um nýtt síðdeg- isblað, enda hafa ýmsir hinna óháðu forsprakka verið meira uppteknir í prófkosningum í flokkunt sínum. En hitt stendur eftir, hvort samein- ingin ntuni draga úr þeim krafti sem einkenndi oft á tíðum Dagblaðið og Vísi, hvort í sínu lagi, þegar hinn- ar áþreifanlegu santkeppni naut við._. Aðstandendur DV gera sér auðvitað fulla grein fyrir því að samkeppnin í fjölmiðlaheiminum hefur í engu minnkað en í stað þess að snúast um útgáfu tveggja síðdegisblaða þá bein- ist hún að öðrum blöðunt, útvarpi og sjónvarpi. Tafír íútgáfu Endurteknar bilanir í prentsmiðju hafa að undanförnu gert okkur lífið leitt og tafið verulega útkomu blaðs- ins dag eftir dag. Vonandi er að þessuní málurn verði kippt í lag en á meðan eru lesendur beðnir um að sýna DV þolinmæði. Það er markmið okkar að koma blaðinu sem fyrst út eftir hádegið og er allt kapp lagt á að svo megi verða. Ef undan eru skilin þessi tæknilegu vandræði færist ritstjórnin ýmislegt i fang í viðleitni sinni í að svara kalli lesenda og veita þeim þjónustu. Um þessa helgi er, auk helgar- blaðs, gefið út sérstakt skíðablað. Skemmst er að minnast beinnar línu lesenda til tveggja skattstjóra um það leyti sem skattþegnar töldu fram. Sú þjónusta mæltist vel fyrir. Þessa vikuna hefur DV haft tvo af ritstjórninni, biaðamann og ljós- myndara, i för með forseta Islands til Bretlands. ítarlegar frásagnir og skemmtilegar myndir hafa birst í blaðinu dag hvern frá forsetaförinni. MenningarveriMaun Á fimmtudaginn voru menningar- verðlaun DV afhent nteð látlausri en viðeigandi athöfn. í fréttum blaðsins hefur verið skýrt frá því hvaða lista- menn hlutu verðlaun að þessu sinni. Allir verðskulduðu þeir viðurkenn- inguna. Aðalatriði þessa máls er þó ekki hverjir voru endanlega útnefndir og heiðraðir heldur hitt að hér er um að ræða viðburð sem nú er.orðinn fastur og vel metinn liður í menningar- og listalífi þjóðarinnar. Dagblaðið veitti menningarverðlaun í nokkur ár og nú hefur DV tekið upp þráðinn. Þeirri hefð mun verða haldið við í frant- tíðinni. Ritstjórn blaðsins er ánægja og heiður af þessu frantlagi. Blaðið birt- ir fréttir af menningarviðburðum frá degi til dags, það birtir dóma og gagnrýni um listrænt gildi þeirra. Blaðið leitast við að gera hinni menn- ingarlegu starfsemi i landinu viðeig- andi skil, ekki sín vegna heldur les- endanna. Þannig er þessi útbreiddi fjölmiðill nauðsynlegur tengill milli lesenda og lista, milli manns og menn- ingar. Árni og Vilborg Af þeim sem verðlaun hlutu að þessu sinni er Árni Kristjánsson píanóleikari elstur og þekktastur. Árni nýtur mikillar virðingar meðal tónlistarmanna, er einn af lávörðun- um á listasviðinu. Verðlaunin hlýtur hann ekki fyrir þá sök að ferill hans hafi náð hápunkti á síðasta ári held- ur ntiklu frentur af hinu, að einmitt á aldursskeiði, þegar flestir setjast í helgan stein, þá færist hann allur í aukana og er fullur af lífskrafti í störfum sínum á tónlistarsviðinu. Vilborg Dagbjartsdóttir er einnig þekkt skáldkona og hefur gefið út fjórar ljóðabækur. Eftir tíu ára hlé kvaddi hún sér hljóðs á síðasta ári með ljóðasafni. Þar eru endurprent- uð fyrri ljóð hennar, sem orðin voru ófáanleg, og ntörg ný Ijóð. Hlaut bókin einróma lof gagnrýnenda. Framúrskarandi Hstamenn Ásgerður Búadóttir er einnig mjög þekktur listamaður i þeirra gömlu listgrein, vefnaði, sem svo mjög hef- ur vaxið ásamegin á undanförnum árum. Þrátt fyrir fjöldann allan af sýningum í vefnaðarlist, og reyndar ótrúlegan fjölda myndlistarsýninga, þá þykir Ásgerður vera slíkur braut- ryðjandi í sinni listgrein að viður- kenning henni til handa var að mati dómnefndar nánast sjálfgefin. Á sviði leiklistar hlaut hinn ungi leikari Hjalti Rögnvaldsson verðlaun fyrir leik sinn í Húsi skáldsins. Þar lék Hjalti Ljósvíkinginn, persónu sem velflestir íslendingar hafa fyrir löngu gert sér í hugarlund, séð fyrir sér. Hlutverk Hjalta var erfiðara að því leyti að hann þurfti að uppfylla þær kröfur og ímyndanir sem leik- húsgestir höfðu fyrirfram um „skáld- ið í húsinu”. Samt brást hann eng- um, svaraði kallinu. Aðeins framúr- skarandi leikari vinnur slíkt afrek. Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar Slóígegn í byggingarlistinni varð Birna Björnsdóttir fyrir valinu vegna hönn- unar sinnar á biðskýlum fyrir strætis- vagnafarþega. Fyrsta skýlið hefur verið sett upp við Hringbrautina. Einhverjum kann að þykja að lítið mannvirki á borð við strætóskýli standi ekki undir menningarverð- launum. Það er misskilningur, enda er það deginum ljósara að listin getur verið hagnýt og hefur, þegar allt kemur til alls, gildi vegna þess að hún fegrar umhverfið og hversdagsleik- ann í kringum okkur. Síðast en ekki síst fengu aðstand- endur kvikmyndarinnar Útlaginn verðlaun. Útlaginn sló í gegn jafnt út frá tæknilegum sjónarhóli sem efnis- legum. Hér, eins og í Húsi skáldsins, var ráðist í nýja útfærslu á þekktri sögu. íslendingar eru ekki tilbúnir að horfa upp á misþyrmingar á forn- köppum sínum og saga Gísla Súrs- sonar verður auðveldlega afskræmd ef amatörar og fúskarar éetla sér að færa hana í nýjan búning nútímalist- greinar. En framleiðendur Útlagans stóðust prófið og hafa í rauninni rutt brautina, sannað að það er unnt með góðu móti að leggja út af íslendinga- sögunt í kvikmyndagerð án þess að misbjóða þeint. Skoðanakönnun Fjórða eftirtektarverða átakið sem DV hefur staðið fyrir að undanförnu er skoðanakönnun um stöðu ríkis- stjórnarinnar, fylgi flokkanna og fleiri atriði. Niðurstöður hafa verið birtar að því er varðar álit kjósenda á ríkis- stjórn og flokkum. Auðvitað má hafa ýmsa fyrirvara um skoðanakannanir og enginn skyldi taka mark á þeim bókstaflega. Hins vegar er engum vafa undirorpið að slíkar kannanir eru marktækar í öllum meginatriðum. Þegar niður- stöðutölur eru athugaðar og bornar santan frá einni skoðanakönnun til annarrar kentur í Ijós að þær eru í eðlilegu samræmi við fylgi stjórn- ntálaflokkanna, eins og það hefur lengst af verið, og það er fylgni á rnilli útkomunnar frá einum tíma til annars. Þess vegna eru þeir stjórnmála- menn að berja höfðinu við steininn sem sífellt eru að lýsa efasemdum og vantrú á gildi skoðanakannana. Þeir vilja einfaldlega ekki hlusta á skoð- anir fólks, hvernig svo sem það fer saman við áhugann á því að taka þátt í pólitik. En það er nú önnur saga. Aumur vrtnisburður Samkvæmt úrslitum skoðana- könnunarinnar er staða ríkisstjórnar- innar verulega sterk. Hún hefur 60% fylgi nteðal þeirra sem taka afstððu og rúmlega 40% þeirra sem spurðir eru. Það má auðvitað benda á að fylgi hennar fari stöðugt minnkandi, að fylgi sjálfstæðismanna nteð stjórn- inni rýrni stöðugt. Það ntá einnig benda á að Alþýðubandalagið ríður ekki feitum hesti frá þessu stjórnar- samstarfi ef litið er til fylgishruns flokksins i niðurstöðum skoðana- könnunarinnar. Allt eru þetta þó aukaatriði miðað við þá meginstaðreynd að stjórnin nýtur mjög almenns fylgis meðal kjósenda. Ekki hefur ríkisstjórnin náð verð- bólgunni niður frá því hún tók við. Ekki hefur hún markað spor í orku- málum, atvinnumálum eða efnahags- málum. Afrek hennar eru ekki önnur en þau að halda í horfinu, afstýra stórslysum, bjarga í horn á síðustu stundu. Þetta kann að vera lítið til að guma af en þó nóg til þess að við- halda fylgi, eða a.m.k. hiutleysi stórs hluta kjósenda. Ein meginskýringin er fólgin í þvi svari að „ekkert betra komi til greina”, þessi stjórn sé „það skásta sem til er”. Þetta er aumur vitnisburður um ríkisstjórn en segir einnig sína sögu um stjórnarandstöðuna. Það er illt til þess að vita að þjóðin skuli sitja uppi með duglausa ríkisstjórn vegna þess að kjósendur hafa ekki trú á að aðrir geti gert betur. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.