Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982.
f? Hi iigsj jónir sai nvinn uhreyfi nga rin ina re ri ISI ígil Id a r”
því lægsta sem gerist í þróuðum
ríkjum.
Hins vegar er ekki vafamál að
ýmislegt fleira getur orðið til að lækka
vöruverð annað en starfsemi samvinnu-
félaga. Þar kemur m.a. til gildi sam-
keppninnar, sem ég hef áður minnzt á,
og það má segja að stundum hafi aðrir
aðilar en samvinnuhreyfingin fengið
beztu tækifærin á aðalmarkaðstorgi
þjóðarinnar til þess að skapa sér að-
stöðu sem hefur gert þeim kleift að vera
með hagstætt vöruverð en hafa jafn-
f ramt góða afkomu.
í þessu efni vill samvinnuhreyfingin
sitja við sama bórð og aðrir og fá tæki-
færi til að sýna getu sína. Það mun
tvímælalaust leiða til enn lægra vöru-
verðs.”
— Situr samvinnuhreyfingin ekki
við sama borð og aðrir?
„Hún hefur ekki gert það varðandi
smásöluverzlunina á aðalmarkaðstorgi
þjóðarinnar sent er hér á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta vita allir sem vilja vita
og um það þarf ég ekki að fjölyrða
frekar.”
SÍS auðhringur?
— Því má með nokkruin rétti lialda
fram að ef fyrirtæki af sömu stærð og
gerð og Sambandið væri til í Banda-
ríkjunum, með hliðsjón af hlutfalli
stærðar þjóðanna og viðskiptaveltu, þá
væru því settar skorður sem auðhring.
Er Sambandið auðhringur sem hefur
einokunaraðstöðu á vissum sviðum
viðskiptalifsins?
,,Þessu sjónarmiði má ekki halda
fram með neinum rökum eða rétti og
ekkert sem bendir til að sambærilegu
fyrirtæki og Sambandið er yrðu settar
neinar skorður í löggjöf erlendis. Án
þess að það skipti neinu verulegu máli
má upplýsa það að í Bandaríkjunum,
höfuðvígi kapítalismans, er mikill sam-
vinnurekstur sem ekki eru settar neinar
skorður við.
Það skiptir ekki máli fyrir íslendinga
hvað gert yrði erlendis heldur á að haga
málum eftir því sem hér á við.
Í sambandi við samvinnuhreyfing-
una í heild sinni og þær auðhrings-
kenningar, sem maður heyrir andstæð-
inga hreytingarinnar nefna, ber sér-
staklega að benda á þá staðreynd að
það má alls ekki líta á samvinnuhreyf-
inguna sem eitt fyrirtæki eða eina efna-
hagslega heild. Einnig verður sérstak-
lega að leiðrétta þann misskilning sem
maður verður var við hjá aðilum sem
fyrst og fremst þekkja samvinnu-
hreyfinguna utan frá að megininntak
samvinnustarfsins í landinu felist i
starfsemi Sambandsins og að það eigi
allan reksturinn og þar með talið öll
kaupfélögin í landinu. Þessu er öfugt
farið.”
Kaupfólögin eiga Sam-
bandið en ekki öfugt
,,Kaupfélögin í landinu sem eru
aðilar að Sambandinu eru rúntlega 40
að tölu og þau eru algerlega sjálfstæð
fyrirtæki í eigu fólksins í viðkomandi
byggðarlögum. Eignir þeirra eru sam-
eign fólksins á viðkomandi svæðum og
lögum samkvæmt má ekki flytja fjár-
magn þeirra frá byggðarlaginu. Kaup-
félögin eiga síðan sameiginlega
Samband islenzkra samvinnufélaga
sem mjög mikilsverða sameiginlega
þjónustustofnun m.a. til innkaupa á
vörum og til ’sölu á ýniiss konar
afurðum.
Stór fjöldahreyfing sem þjónað
hefur stórum hluta heillar þjóðar í 100
ár býr ekki í tjöldum og fer ekki í felur
á bak við fjöll eða hóla íslenzkra efna-
hagsmála. Fjöldahreyfing með yfir 42
þúsund félagsmenn meðal þjóðar sem
telur um 230 þúsund manns er að
sjálfsögðu stór og áberandi og dregur
sízt úr umfangi sínu.
Ef einhverjir hafa ánægju af því að
kalla samvinnuhreyfinguna auðhring
þá vil ég ekki spilla þeirri ánægju
þeirra. Þetta eru samtök almennings í
landinu. Allir hafa jafnan rétt til að
eignast hlut í „auðhringnum”.”
— Njóta Sambandiö og kaupfélögin
einhverra sérstakra forréttinda í skatta-
málum?
,,Nei, samvinnufélögin borga skatta
eftir sömu reglum og önnur fyrirtæki í
landinu, nema að sjálfsögðu ríkisfyrir-
tækin, sem eru nánast skattlaus eins og
kunnugt er.
Samvinnufélögin hafa rétt til þess að
endurgreiða til félagsmanna af vöru-
verði. Sú endurgreiðsla er í eðli sínu
eins og afsláttur af vöruverði og má
dragast frá í uppgjöri til skatts. Einka-
verzlun má veita viðskiptavinum sínum
afslátt og draga hann frá í uppgjöri til
skatts. Báðir sitja í aðalatriðum viö
sama borð hvað skatta varðar en það
má benda á þá staðreynd að tekju-
skattar atvinnulífsins eru í raun óveru-
legir vegna þess að rekstursgrundvöllur
atvinnulifsins er yfirlei tt ekki þannig í
verðbólguþjóðfélagi að um umtals-
verðan hagnað séaðræða.”
Sam vinnuhreyfingin
sett tH hliðar á
höfuðborgarsvœðinu
— Hver er skýringin á því aö sam-
vinnuhreyfingin er ekki eins sterk hér á
höfuðborgarsvæðinu í verzlun og
kaupfélögin eru annars staöar á land-
inu?
„Það er ekkert vafamál að hér á
höfuðborgarsvæðinu hefur samvinnu-
hreyftngin verið sett til hliðar hvað
varðar lóðaveitingar. Kron varð að
fara með stórmarkað sinn út fyrir
borgarmörkin og staðsetja hann i
Kópavogi svo dæmi sé tekið.
Stórmarkaður hefur starfað hér í
iðnaðarhverfi um margra ára skeið og
þar voru gerðar töluverðar skipúlags-
ráðstafanir til að greiða fyrir umferð.
Á sama tíma gat Kron ekki fengið leyfi
til starfrækslu stórmarkaðar i Holta-
görðum og sýndi þó upphafleg hönn-
un byggingarinnar að þar var ætlað að
risi stórmarkaður. Það er ekki fyrr en
nú alveg nýlega að breyttar aðstæður
leiddu til þess að samvinnuhreyfingin
fékk leyfi til þess að reisa þar stórmark-
að. Tilskilin leyfi eru nú fengin og
undirbúningur málsins er í fulluni
gangi.”
Fjárfestingar og
ríkisstyrkur
— Þaö var mjög deilt á Sambandið á
síöasta ári er það spuröist aö þaö hygö-
ist kaupa frystihús á Suðureyri á sama
tíma og fariö var fram á ríkisstyrk
vegna erfiöleika iönaðarfyrirtækja þess
á Akureyri. Er ekki óeðlilegt að standa
í fjárfestingum og biðja um ríkisstyrk á
sama tíma?
„Það er ekki rétt að sótt hafi verið
um ríkisstyrk. Sambandið, eins og
reyndar aðrir iðnrekendur i landinu,
vakti athygli stjórnvalda á ófullnægj-
andi rekstursgrundvelli iðnaðarins sér-
staklega útflutningsiðnaðar á sviði ull-
ar- og skinnavöru. Sambandinu tókst
e.t.v. betur en öðrum að vekja athygli á
þessu vandantáli og i pólitískum áróðri
var þetta túlkað svo að Sambandið
hefði verið að biðja um ríkisstyrk. En
það var fráleitt. Hvorki Sambandið eða
Félag íslenzkra iðnrekenda var að biðja
um ríkisstyrk heldur um leiðréltingu á
rekstursgrundvelli.
Á sama tíma var reyndar til umfjöll-
unar sérstakt vandantál varðandi rekst-
ur einu skóverksmiðjunnar í landinu,
skóverksmiðjunnar lðunnar, sem er í
eigu Sambandsins og hafði verið rekin
með umtalsverðum halla alllanga hrið.
Sambandið benti sérstaklega á að leið-
rétta rekstursgrundvöll hennar og taldi
nauðsynlegt að fá sérstakt lánsfé til
hágræðingar í verksmiðjunni ef það
mætti verða til þess að rekstursgrund-
völlur fyndist.
Stjórnvöld urðu við beiðni Sam-
bandsins i því sérstaka tilfelli, að
minnsta kosti að hluta, enda var skó-
verksmiðjan Iðunn ekki lögð niður og
framtíðarhorfur hennar eru nú bjart-
ari en unt langa hríð.
Fiskiðjuverið sem þú nefndir var
boðið samvinnufélögunum til kaUps að
frumkvæði þáverandi eigenda. Ég veit
ekki til þess að þeir hafi verið taldir sér-
stakir samvinnumenn, en það kom
fram í viðtölum við þá að þeir töldu
framtíð fiskiðjuversins og byggðarlags-
ins bezt borgið i höndum samvinnu-
manna. Kaupfélagið á svæðinu lýsti
jmm
Sumum Finnst aö Sambandsfyrirtækin hafi fengið of stóran bita af kökunni.
áhuga á kaupununt og Santbandið vildi
styðja við bakið á samvinnufólki á
svæðinu með þvi að gerast þátttakandi
í kaupunum.
Sölufyrirtæki íslenzkra samvinnu-
manna í Bandaríkjunum hafði vegnað
vel þar á markaði niiðað við allar að-
stæður og hafði svigrúm til að taka við
auknu framleiðslumagni til sölu. Með
tilliti til allra aðstæðna var eðlilegt að
Sambandið og kaupfélagið á staðnum
keyptu fiskiðjuverið.”
— Hvernig gengur rekstur kaupfé-
laganna um þessar mundir? Eru ein-
hver þeirra rekin meö halla?
Dreifb ýlis verzlunin
ívanda
„Þetta er nú mjög ntisjafnt eftir að-
stæðum enda eru kaupfélögin innbyrð-
is nokkuð ólík hvað varðar þá þætti
sem starfsemin byggist á. Meginvanda-
málið í rekstri kaupfélaganna tel ég að
sé ónógur rekstursgrundvöllur dreifbýl-
isverzlunarinnar. Þau verðlagsákvæði
sem eru í gildi i landinu gefa í raun ekki
nægjanlegt svigrúm til þess að hægt sé
að taka tillit til þess aukna reksturs-
kostnaðar sern óhjákvæmilega fylgir
dreifbýlisverzlun miðað við verzlun i
aðalbyggðarkjörnum landsins.
Þar kemur sérstaklega til að veltu-
hraði birgða verður miklu hægari en í
aðalbyggðarkjörnunum og þar af leið-
andi verður vaxtakostnaður meiri og
afkontan þá að sama skapi verri. Auk
þess þurfa þau á auknu húsnæði að
halda vegna aukins birgðahalds og því
fylgir verulegur aukakostnaður. Það
sem einnig skapar sérstaka erfiðleika
varðandi rekstursgrundvöll matvöru-
“verzlunar almennt og þá sérstaklega
hvað varðar dreifbýlisverzlunina eru
ónóg sölulaun fyrir landbúnaðarvörur.
Verzlun nteð landbúnaðarvörur er
mjög hátt hlutfall matvöruverzlunar í
dreifbýli og því auka þessi ónógu sölu-
laun mjög á vanda hennar.”
I
Ónóg sölulaun á
landbúnaðarafurðir
„Maður sér það á samanburði við
lönd erlendis að þar eru sölulaun fyrir
smásöluverzlun með landbúnaðarvörur
verulega hærri en á íslandi, svo sem í
Danmörku. Það yrði því eitt stærsta at-
‘riði tii leiðréttingar á rekstursgrundvelli
dreifbýlisverzlunarinnar ef stjórnvöld
leiðréttu þessi sölulaun.
Að öðru leyti má segja að afkoma
kaupfélaganna í öðrurn greinum eins
og til dæmis í sjávarútvegi sé mjög í stíl
við það sem almennt er í landinu á
hverjum tima.
Yfirleitt má segja það um starfsemi
kaupfélaganna eins og marga aðra at-
vinnustarfsemi í landinu að fjármuna
ntyndum i rekstri er of lítil til að vega
upp á móti bruna veltufjármagnsins á
verðbólgubálinu.”
— Hverjar eru helztu fyrirhuguöu
framkvæmdir Sambandsins á næst-
unni?
„Stórmarkaðurinn í Holtagörðum er
eitt þýðingarmesta verkefni santvinnu-
hreyfingarinnar á næstunni. Þá má
einnig nefna nauðsynlega uppbyggingu
fyrir skipadeild Sambandsins á Holta-
bakka. Sambandið hefur fengið lóðir
við Vesturlandsveg fyrir byggingar-
vörusöluna og þar verða hafnar ein-
hverjar framkvæmdir áður en langt um
líður.
Endurnýjun á hluta skipastólsins
verður athuguð þegar aðstæður leyfa
og eins má nefna að Sambandið er í
smáum stíl að byrja í fiskeldismálum.
Sambandið hefur lýst áhuga á því að
styðja við bakið á þessari nýju atvinnu-
grein og því hefur þegar verið ákveðin
þátttaka á einum stað á Norðurlandi
með kaupfélagi á viðkomandi svæði,
bændunum og aðila sem rekur myndar-
legt einkafyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu. Samvinnuhreyfingin vill
stuðla að því að fiskeldismál geti að
sem mestu leyti verið í höndum íslend-
inga sjálfra.
Ég ntan ekki að telja upp fleiri sér-
stök viðfangsefni í bili en fullyrða má
að strax og aðstæður leyfa mun Sam-
bandið og samvinnuhreyfingin beita sér
jfyrir áframhaldandi uppbyggingu is-
jlenzks iðnaðar sem verður að vera meg-
linvaxtarbroddurinn í islenzkri at-
jvinnustarfsemi á næstu árum og ára-
kugum.
Þaö gæti m.a. komið til greina þátt-
taka með öðrum íslenzkum aðilum í
uppbyggingu á grundvelli ónýttra orku-!
linda landsins en þau mál hafa ekki
verið nánar mótuð enn sem komið er.”
Sambandið myndi athuga
útvarpsrekstur
efleyft yrði
— í viötali viö Ingvar Gíslason
menntamálaráöherra nýveriö kom
fram aö hann væri þeirrar skoðunar aö
ef leyfður væri frjáls útvarpsrekstur þá
yröi hann meö þeim takmörkunum að
einungis fyrirtækjum eöa félagasam-
tökum sem ekki þyrftu að reiöa sig á
auglýsingatekjur yröi veitt leyfi. Hefur
Sambandiö hugleitt stofnun og rekstur
útvarpsstöövar?
„Það hefur ekki verið rætt um
rekstur útvarpsstöðvar innan sam-
vinnuhreyfingarinnar. Þetta sjónarnúð
menntamálaráðherra segir aðeins til
um hans skoðun. Það er hins vegar per-
sónuleg skoðun mín að ef fyrirtækjum
eða félagasamtökum yrði leyft að reka
útvarpsstöð í landinu þá myndi Sam-
bandið athuga það mál sérstaklega
fyrir hönd samvinnuhreyfingarinnar.
En þetta er eins og hvert annað hvísl
inn í framtíðina sem enginn veit hvort
einhvern tíma fær eitthvertgildi.”
Opið hús hjá kaupfólögunum
— Hvernig hyggst samvinnuhreyf-
ingin minnast þeirra tímamóta sem eru
íár?
,,Það verður gert með ýmsu móti.
Sambandið og kaupfélögin verða með
svonefnt opið hús, sem verður ýmist
19. eða 20 febrúar, en afmælið sjálft er
þann 20.
Tímamótanna verður einnig minnzt
með því að gefin verður út saga sam-
vinnuhreyfingarinnar sem nú er í ritun
,þó ekki sé enn ákveðið hvenær fyrsti
hluti þess verks komi út. Þá verða gerð-
ar fræðslumyndir um starfsemi sam-
vinnufélaganna eins og hún er við þessi
tímamót.
Aðalfundur Sambandsins verður
haldinn á Húsavík þann 18.—19. júlí
til minningar um stofnun fyrsta kaup-
félagsins í Suður-Þingeyjarsýslu.
Sérstakur hátíðarfundur verður síðan
að Laugum í Reykjadal.
Ýmislegt fleira mætti nefna sem of
langt mál yrði að tíunda, s.s. sérstök
afmælistilboð kaupfélaganna og Sam-
bandsins.
En þess má geta sérstaklega að ýmis
erlend samvinnufélög niunu heiðra ís-
lenzka samvinnumenn með þvi að
halda fundi sína hér á landi á þessu ári.
Þar má nefna Alþjóðasamtök sam-
vinnubanka og Kvennanefnd Alþjóða-
samvinnusambandsins og Norræna
samvinnusambandið mun halda aðal-
fund sinn í Reykjavík í sumar en Sam-
bandið er aðili að þeim samtökum fyrir
hönd hinnar íslenzku samvinnuhreyf-
ingar.”
Hefgóða samstarfsmenn
— Aö lokum, Vaiur Arnþórsson.
Hvernig gengur þér að sameina kaupfé-
lagsstjórastörf hjá KEA og störf
stjórnarformanns hjá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga?
„Það gengur prýðilega að öðru leyti
en því að ég hef ekki nægilega stjórn á
veðurguðununt. Þeir rugla oft fyrir mér
ferðalög milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar án þess að ég fái mikið við það
ráðið.
Aðalstarf mitt er að vera kaupfélags-
stjóri í KEA en ég hef svo góða sant-
starfsmenn að ég get leyft mér að eyða
tíma í sameiginleg mál samvinnuhreyf-
[ingarinnar án þess að það bitni á rekstri
KEA.
Stjórnarformannsstarf í Samband-
inu er ekki fast starf, ekki einu sinni að
jhluta, þannig að ekki er eins erfitt að
jsamræma þetta og ókunnugir kynnu að
jhalda. Vinnudagurinn verður oft býsna
'langur en um það er ekki nema gott eitt
að segja þegar viðfangsefnin eru
áhugaverð.”
-ÓEF