Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRUAR 1982.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Áskorun um uppskríftir
„Held mikið
uppá
sjávarrétti
— segir Geirþrúður Charlesdóttir sem
skorar á hjónin Sigríði Ragnarsdóttur
ogJónTómasson
S ff
„Ég lield mikið upp á sjávarrétti og
vil endilega nota tækifærið til að hvetja
fólk til að nota meira afurðir sjávar-
ins,” sagði Geirþrúður Carlesdóttir á
ísafirði. Elísabet Agnarsdóttir skoraði
á hana fyrir viku að birta lesendum DV
uppskriftir sínar. Geirþrúður varð við
áskoruninni þó mikið væri að gera hjá
henni. Hún vinnur gjaldkerastörf á
skrifstofu auk þess sem hún er bæjar-
fulltrúi og vinnur mikið í félagsmálum.
„Það þýðir víst ekki annað en að
standa sig þegar svona er skorað á
mann,” sagði hún. Ástin á sjávarrétt-
um sést bezt hér á eftir. Allir réttirnir
innihalda eitthvað úr sjónum. Ég
spurði Geirþrúði hvort alltaf væri hægt
að fá slíkt nýmeti fyrir vestan. „Já,
yfirleitt eitthvað. En það er auðvitað
misjafnt eftir því hvað verið er að
veiða,” sagði hún.
-DS.
Kræklingasúpa
1 heildós kræklingur
1/2 flaska hvítvín
1/21 rjómi
50 g smjör
1 laukur
50 g hveiti,
salt, sitrónusafi,
paprikuduft, timian.
Kræklingasoði.hvítvíni og rjóma hellt í
pott. Kryddað nteð örlitlu af timian.
Hitað að suðu. Smjörið brætt í potti og
smáttskorinn laukurinn settur út í
ásamt paprikudufti. Hveitinu jafnað
saman við og sett í súpuna. Látið sjóða
í 10 minútur. Saltað og bragðbætt með
sítrónusafa. Kræklingurinn settur út í
og suðan látin koma upp aftur. Gott er
að setja þeyttan rjóma út í súpuna.
Hörpuskelfískur /
Hörpuskelfiskur er þerraður vandlega
og síðan snöggsteiktur í smjörliki á vel
heitri pönnu. Dálitlu af hvítvíni er hellt
yfir og látið sjóða í um það bil 4 mín-'
útur. Ef hörpuskelfiskurinn er látinn
sjóða of lengi er hætt við að hann verði
seigur. Með þessunt rétti er borin sterk
sósa sem búin er til úr majónesi,
sýrðuni rjóma, rifnuni lauk og örlitlu
relish. Gott er að bera þetta fram nteð
ristuðu brauði.
Hörpuskelfiskur II
500 g hörpuskelfiskur
2—3 paprikur
1 stór efla 2 litlir laukar
1/2 dós sveppir
1 peli kaffirjómi
hvítvín, þurrt.
Paprikan og laukurinn skorið i bita.
Allt steikt hvert í sínu lagi en síðan-
blandað saman. Dálitlu hvítvíni og
rjómanum hellt yfir og látið sjóða.
Gott sem forréttur eða sjálfstæður
réttur.
Geirþrúöur CharlesMttír hefur mikið uppáhaM i s/áverréttum. Leó fósmynderi é isafiröi tók þesse myntí af
henni við tíibúning eins slíks.
Skötusefur
300 g skötuselur, snöggsoðinn
Sósh: 200 g majónes
1/2—1 tsk. paprika
dálitill pipar
1/2 tsk. Worchestersósa
1 1/2 tsk. franskt sinnep
1/2 tsk. tómatsósa
1/2 dl sérrí eða þurrt hvítvín
örlitið laukduft og timian.
ÖIIu hrært saman.
Brauö í ofni
Franskbrauð er skorið í sneiðar eftir
endilöngu. Lagt í eldfast mót og bleytt í
því með safa af sveppum.
200 g skinka er rifin niður
250—300 g kræklingur
1/2 dós sveppir sett ofan á.
Sósu, búinni til úr majónesi, frönsku
sinnepi, tómatsósu og sérriieftil er, er
hellt yfir. Rifinn ostur þar ofan á.
Bakað í 2CX) gráðu heitum ofni í 20 mín-
útur.
Næsti áskorandi
Ég er að hugsa um að skora næst á
hjónin Sigríði Ragnarsdóttur og Jón
Tómasson tónskáld. Þau búa hérá ísa-
firði.
Allt reynt að spara
Akureyringur skrifar:
Hér kemur janúarseðillinn ntinn.
Þennan mánuð vorum við fjögur og
allt reynt að spara. Enda þykjumst við
koma nokkuð vel út í mat (með 818
krónur á mann).
Þar sem engir skattar voru teknir var
reynt að bæta upp á fataskápinn og
keyptir ýmsir smáhlutir sem maður
hefur látið sig vanta.
Næstu tvo ntánuði mun ég ekki
senda ykkur seðla þar sem ég verð
ekki heima frá 15. febrúar til 15. ntarz.
En ég vona að ég verði dugleg að senda
þar á eftir.
Kvartað yf ir litlum bökunarkartöf lum
Ekki heimilt að selja erlend-
ar meðan íslenzkar eru til
/
Bókhald í mörg ár
G.B. skrifar:
lig sendi hér ntinn fyrsta seðil og
vona að ég ofbjóði ykkur ekki alveg.
Ég hef haldið bókhald í mörg ár en
ekki haft mig í að senda ykkur seðil
fyrr.
Ég fylgist vel með neytendasíðunni
og finnst hún alveg frábær eins og
blaðið yfirleitt.
Liðurinn annað er hár hjá okkur því
afborgun af bil er í honum.
Svar:
Velkomin i hópinn til okkar. Það er
síður en svo að okkur ofbjóði tölurnar
frá þér. 726 krónur á mann í mat og
hreinlætisvörur er í neðri kantinum af
því sent komið er inn fyrir janúarmán-
uð. Þakka þér hrósið. _ds.
Kaupæði fyrst íborginni
S.A. skrifar:
Þá er ég loksins byrjuð aftur á heim-
ilisbókhaldinu eftir nokkurt hlé. Ég
vona að framhald verði á því.
Við erunt nýflutt hingað utan af
landi og finnst mér upphæðir bera þess
merki. Mér finnst peningarnir endast
verr en þegar ég bjó úti á landi. Hér er
svo mikið vöruúrval og fyrst eftir að ég
kont í bæinn var ég nteð algjört kaup-
æði. En núna hef ég aðeins róazt og
reyni að spara eins og ég get. Ekki veitir
af.
G.A. hringdi og kvartaði yfir því að
almennilegar bökunarkartöflur væru
hættar að fást í Grænmetisverzlun
landbúnaðarins. Hann sagðist í sumar
sem leið hafa keypt þessar fínu stóru
kartöflur þar en nú fengjust þær ekki
lengur og að sögn afgreiðslumanns
myndu þær ekki fást í langan tima enn.
Sami afgreiðsluntaður sagði G.A.
reyndar að þessar kartöflur væru enn
fluttar til landsins en aðeins til fram-
leiðslu franskra kartaflna á Svalbarðs-
eyri. „Svona er þetta alltaf,” sagði
G.A., „neytendur eru látnir sitja á hak-
anum.”
Sverrir Runólfsson varð fyrir svörum
þegar ég hafði samband við Grænmet-
isverzlun landbúnaðarins. Hann sagði
að nóg væri til af islenzkum kartöflum
bæði bökunar- og öðrum. Og á rneðan
svo væri er bannað samkvæmt reglu-
gerð að selja erlendar kartöflur á
innlendum markaði. „Annars væri það
ekki nema sjálfsagt af okkar hálfu,”
sagði hann.
Munurinn á þessum íslenzku og þeim
erlendu er að íslenzku kartöflurnar eru
nokkurn veginn hnöttóttar. Þær út-
lendu (gjarnan kallaðar
vegar aflangar og töluvert
Idaho) eru hins
mikið stærri.
-DS.
Þetta var stmrsta bökunarkartafkm sem G.A. fann hjá Grænmetísverziun
iandbúnaðarins. D V-m ynd Bj. Bi.
OPIÐ
Vörumarkaðurinn hl.
til kl. m í kvöld
Ármúla 1A
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A