Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982.
frjálst, úháð daghlað
Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaflur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fréttastjóri: Sœmundur Guflvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síflumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sími 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Áskriftarverð á mánuði 100 kr. Verð í lausasölu 7 kr. Helgarblað 10 kr.
SÍS er stórveldi
Kvittað fyrir minningargrein...
OPfÐBRÉFTIL
HELGA SEUAN
Það er ekki á hverjum degi sem öllum lands-
mönnum er boðið í afmæliskaffi samtímis. Það er ekki
heldur á hverjum degi sem slíkt stórveldi sem Samband
íslenskra samvinnufélaga heldur upp á 100 ára afmæli.
Reyndar er það fyrsta kaupfélagið sem á aldarafmæli,
en það var fyrsta skrefið sem samvinnuhreyfingin steig
og hornsteinn Sambandsins.
í annálum má lesa hvernig umhorfs var á íslandi á
því herrans ári 1882. Hafísinn, landsins forni fjandi,
lagðist inn á firði og flóa, frost fór ekki úr jörðu fyrr
en síðla sumars. íslendingar bjuggu enn í lágreistum
bóndabæjum og pestir og plágur herjuðu á fólk og fé.
Dugmesta fólkið flúði land og erlendir kaupmangarar
héldu landsmönnum í heljargreipum fátæktar og
fóðurskorts.
Við þessar aðstæður var það ekki heiglum hent að
heyja lífsbaráttu, hvað þá að efla með sér trú á framtíð
og farsæld.
En þá sannaðist máltækið, að neyðin kennir naktri
konu að spinna, og eflaust hefur það verið neyðin og
örbirgðin, sem rak þingeyska bændur til samstöðu og
þeirrar sjálfsbjargarviðleilni að stofna með sér
verslunarfélag, kaupfélag . eins «>g þeir kölluðu það.
Fyrsta kaupfélagið var nauðvörn, en það var einnig
viðleitni harðgerðrar og dugmikillar bændastéttar til
að standa á eigin fótum. Kaupfélögin, og síðar frjáls
innflutningsverslun í höndum landsmanna sjálfra, eru
mikilvægir og ómetanlegir áfangar í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar.
Á þeirri öld, sem liðin er frá því fyrsta kaupfélagið
var stofnað, hefur mikið vatn til sjávar runnið. í dag er
Samband íslenskra samvinnufélaga voldugasta fyrir-
tækjasamsteypa landsins. Samvinnumenn mega vera
stoltir af sögu og umsvifum sínum.
Það væri hins vegar hræsni að halda því fram, að
vegur Sambandsins hafi ávallt verið beinn og breiður.
Það hafa staðið stormar um SÍS, og þær hafa ekki
alltaf verið fallegar eða fölskvalausar aðferðirnar, sem
notaðar hafa verið Sambandinu til framdráttar. Bænd-
ur hafa, nauðugir, viljugir verið reknir í kaupfélags-
réttina, byggður hefur verið rammgerður viðskipta-
hringur frá framleiðslu til smásölu og pólitísku valdi
Framsóknarflokksins hefur grímulaust verið beitt fyrir
vagn Sambandsins.
Sambandið hefur teygt anga sina að ystu mörkum
eðlilegrar samkeppni og viðskiptahátta, og rekstur og
starfsemi einstaklinga og annarra félagasamtaka hefur
staðið höllum fæti i skugga kaupfélagsvalds og ein-
okunartilhneigingar þess.
Enginn má skilja þessi orð svo, að verið sé að
dæma samvinnurekstur óalandi og óferjandi. Slíkur
rekstur á vissulega rétt á sér, enda mega menn ekki
gleyma því, að sameiginlega veita samvinnurekstur og
einkarekstur nauðsynlegt mótvægi gegn yfirgangi ríkis-
reksturs. Bæði þessi rekstrarform þjóna þeim tilgangi
að gera einstaklingunum kleift að efla atvinnustarf-
semi í krafti eigin frumkvæðis og framtaks.
Ef þessi skilningur verður ríkjandi í röðum sam-
vinnumanna og kraftur þeirra beinist að því í fram-
tíðinni að vinna að framgangi samvinnuhreyfing-
arinnar í anda jafnréttis og frjálsrar samkeppni, þá er
engin ástæða til að amast við rekstri þeirra. Þá getur
hann dafnað og blómgast við hlið einkarekstrar,
báðum til aðhalds og örvunar.í þessum anda eruSam-
bandi íslenskra samvinnufélaga fluttar bestu afmælis-
kveðjur.
Heill og sæll Helgi
Bestu þakkir fyrir minningar-
greinina, svo sem vænta niátti fórst þér
vel ur hendi að setja ntér grafskrift,
enda fáir með betri æfingu á því sviði.
En þar sem mér er kunnugt að jafn
gegn og grandvar ntaður og þú ert vilt
aðallega hafa það sem sannara reynist,
ef hægt er að koma því við, þá tekur
þú væntanlega ekki illa upp þó ég geri
lítils háttar athugasemdir við eftir-
ntælin.
Þú lætur liggja að því að litið hafi
borið okkur í milli í skoðunum þar til
allt í einu......það er auðvitað þitt
mat hver okkar skoðanaágreiningur er
og hefur verið, kannske þú sért á leið
inn i Heiðabergið, vertu þá velkominn,
ég veit þér verður ekki tekið verr en
ntér.
sínu á komandi árum, þá er nauð-
synlegt að hefja í stórauknum ntæli
nýtingu á þeirri orku sem býr í fall-
vötnum landsins. Við eigum um það að
velja að eyða þeint auðæfum sem hafið
býr yfir og standa síðan uppi örbjarga,
eða taka þá áhættu að eiga santvinnu
við aðrar þjóðir unt nýtingu orkulinda
okkar, við getum boðið upp á ein-
staklega hagstæða samvinnu fyrir
okkur. Við höfum orkuna sem svo
ntjög vantar, okkur vanhagar unt
fjármagn og tæknikunnáttu.”
Seinna í þessari sömu grein sagði ég:
,,Ég hefi farið hér nokkrum orðunt unt
nýsköpun í atvinnuháttum. Ástæðan er
sú að ég tel allt streð í kjaramálunt
vindntylluhernað ef við ekki skiljum að
það verður að skjóta fleiri stoðum
undiratvinnulífið.”
Þessum málflutningi hélt ég áfram á
landsfundi Alþýðubandalagsins
haustiðl980 og gagnrýndi svokallaða
atvinnustefnu Alþýðubandalagsins
harðlega. Ekki rekur mig minni til að
þú hafir sagt aukatekið orð unt
skoðanir ntínar þótt vissulega hefði
verið ástæða til, þóekki væri til annars
en að sýna frant á hve vitlausar þær
væru. Hjörleifur Guttormsson sá hins
vegar ástæðu til að fjalla unt ntál mitt á
landsfundi 1980, hann taldi ntig hafa
ruglast skyndilega. Annað gáfumenni
skilgreindi atvikið fræðilega og taldi
mig hafa dottið á höfuðið. Efnisleg
umfjöllun um gagnrýni ntina á atvinnu-
stefnu Alþýðubandalagsins þótti á hinn
bóginn ástæðulaus.
Ég hefi allt frá því haustið 1978, að í
Ijós kom að kosningaáróður Alþýðu-
bandalagsins unt santningana í gildi
var blekkingar einar, talið að
viðurkenna bæri staðreyndir og að
þjóðarheill krefðist þess að alntenn-
ingur fengi að heyra sannleikann um
greiðslugetu atvinnuveganna. Ekki var
ég einn á báti og er samþykkt
formannafundar Alþýðusambands
Austurlands frá 16. ntars 1979 ljóst
dæmi þess, en þar var lýst yfir
stuðningi við setningu svokallaðra
Ólafslaga.
Stórskað-
valdurínn
Ég hefi hvergi farið dult nteð þá
skoðun mína að gildandi vísitölukerfi
væri lítil trygging fyrir launþega og
stórskaðvaldur fyrir efnahagslif þjóð-
arinnar og því bæri að leggja það niður
sent fyrst. Jafnframt hefi ég verið tals-
ntaður hófsantrar kröfugerðar í launa-
ntálunt og hefi talið að gæta bæri þess
að ekki væri eytt meiru en aflaðist en
jafnframt væri lögð á það áhersla að
raunverulegt láglaunafólk innan verka-
lýðshreyfingarinnar hefði forgang nteð
Nokkur atriði vil ég rifja upp í
santbandi við tilraunir mínar til að fá
ræddar ntinar skoðanir á vettvangi
FLOKKSINS, sent að sjálfsögðu er hin
mesta ósvinna í jafnrótgrónum gáfu-
mannaflokki og Alþýðubandalagið er.
Á kjördæmisráðsfundi Alþýðubanda-
lagsins í Neskaupstað haustið 1979
gerði ég að unttalsefni skoðanir mínar
varðandi orkufrekan iðnað og þessar
hugi'iyndir ítrekaði ég í grein í
Austurlandi í júlí 1980. Þar sagði ég
nt.a.: „Ef ekki á illa að fara fyrir
þessari þjóð og eigi hún að halda
pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði
Þegar íslenzka sjónvarpið tók til
starfa fyrir rúntum 15 árum töldust
myndbandstæki til nokkurra nýunga.
Slík tæki voru þá afar dýr og í upphaf-
legunt áætlunum mun ekki hafa verið
gert ráð fyrir að Sjónvarpið eignaðist
slíkan grip, fyrr en að nokkrum tíma
Iiðnunt. Engu að síður fór það svo, að
íslenzka sjónvarpið eignaðist
myndsegulbandstæki strax í upphafi.
Þetta tæki var stórt og fyrirferðar-
ntikið, og ekki fullkontnara en svo, að
ef eitthvað fór úrskeiðis í ntiðri upp-
töku, þá varð að byrja aftur frá upp-
hafi, eða klippa bandið, sent ekki var
tæknilega auðvelt, og var raunar
eyðilegging á sjálfu bandinu. Ekki var
hægt að endurtaka eða sýna hægt, eins
og nú er gert, t.d. í íþróttaþáttum, eða
stöðva myndina.
En á rúntum 15 árunt hefur margt
breytzt og mikið vatn runnið til sjávar.
Nú eru myndbandstæki sem óðast að
vera heimilistæki, við hliðina á sjón-
varpstækinu.
Tækjafjöldinn vex ört
Erfitt er að afla glöggra upplýsinga
um fjölda myndbandstækja í einkaeigu
hér á landi. Ljóst er, að sala slikra
tækja fer hraðvaxandi, þótt dýr séu og
vafalaust ntá nteð nokkrum sanni
segja, að sumarlokun sjónvarps og
sjónvarpsleysið á fimmtudögum hafi
ýtt þar undir.
1 skýrslu, sem ntyndbandanefnd
skilaði í desentber sl., kentur fram, að
t.d. í Grindavík sé talið að unt 70%
allra heintila eigi myndsegulbandstæki.
Þar kentur ennfrentur fram, að í Siglu-
firði séu til um 100 tæki, svo nokkuð sé
nefnt.
Myndbandstækin nota menn
auðvitað einkunt í tvennum tilgangi:
Til þess að taka upp efni úr sjónvarpi,
til síðari skoðunar, annaðhvort vegna
þess að menn telja efnið svo áhugavert,
að gantan væri að eiga það, eða vegna
þess að menn hafi ekki tima eða
aðstæður til að fylgjast nteð þegar
upphafleg útsending fer frant í
sjónvarpi. Þetta er auðvitað sjálfsagt
og eðlilegt, og það er vissulega
Eiður Guðnason
fullkontlega löglegt að taka upp efni
með slikunt hætti til einkanota fyrir sig
og sína fjölskyldu. Við því er hreint
ekkert að segja.
1 öðru lagi nota ntenn tækin til að
sýna aðfengið efni af ntyndsnældum.
Svo vitnað sé enn á ný til skýrslu
myndbandanefndar, þá kentur þar
frant, að ntyndbandaleigur, fyrirtæki
sem leigja út snældur nteð efni, ntuni í
byrjun desentber hafa verið unt 30
talsins. Þessi fyrirtæki eru ekki
eingöngu staðsett á Reykjavíkur-
svæðinu, heldur einnig víðs vegar út um
land.
Starfsemi þessara fyrirtækja hefur af
ýmsuni ástæðum valdið deilum og
jafnvel málaferlum m.a. vegna ákvæða
um höfundarétt.
Aðeins eríent efni
Það er sameiginlegt öllum þessunt
fyrirtækjum, að þau bjóða íslenzkum
viðskiptavinum sínunt eingöngu erlent
efni, einkum brezkt og bandarískt. Það
er einnig sammerkt öllu þessu efni, að
það er eingöngu ætlað til einkaafnota.
Auðvitað er þetta efni upp og ofan,
eins og gengur og gerist. Innan um er
ágætisefni, en því ntun þó ekki að
neita, að verulegur hluti efnisins eru
ýmiss konar ofbeldis- og glæpantyndir,
og dæmi munu um það, sem á
venjulegu ntáli er kallað klámntyndir.
Að töluverðu leyti er hér um að ræða
eins konar undirmálsefni, sem hvorki
getur kallazt vandað né menningarlegt,
þótt auðvitað séu þar frá undan-
tekningar.
^ „Þetta er hagsmunamál almennings,
vegna þess aö ég tel mig hafa orðió
áþreifanlega varan viö aö fólk vill eiga þess
kost aö geta eignazt ísienzk verk á mynd-
snældum,” segir Eiður Guðnason aiþingis-
maður í grein sinni þar sem hann fjallar um
nauösyn þess aö íslenzkt efni verði fjölfaldaó á
myndsnældur.
ebs.