Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982.
17
ir
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Unglingi í vanda synjað um aðstoð
—dæmalaus ólipurð
1115—9303 skrifar:
Ég tel þörf á að koma á framfæri
fáheyrðri reynslu minni af óþokka-
hætti í mannlegum samskiptum.
Sonur minn sem verið hefur í sveit
uppi í Fljótshlið brá sér þangað í
vináttuheimsókn um síðustu helgi, svo
sem títt er.
Hann ætlaði að koma heim á þriðju-
degi með áætlunarbil frá sérleyfis-
hafanum Óskari Sigurðssyni á Hvols-
velli. En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Um morguninn snemma hafði
honum verið útvegað far niður á
Hvolsvöll til að ná áætlunarbílnum.
Þegar til þess kom að greiða fargjaldið
uppgötvaði hann sér til skelfingar að
hann hafði tapað veski sinu og aurum
öllum. Hann skýrði bílstjóranum, sem
Helgi heitir, frá vanda sínum, bað hann
lána sér fargjaldið eða aðstoða sig við
að ná sambandi við föður sinn, annað
hvort frá Hvolsvelli eða neðan af
irnir séu langsam/ega baztu þættim-
ir sem sjónvarpið hefur í langan tíma
sýnt, " segir Setfossbúi.
Við viljum
að sjá meira
af Dallas
— segirSelfossbúi
Selfossbúi skrifar:
Ég held að Dallas-framhalds-
þættirnir vinsælu séu langsamlega
beztu þættirnir sem sjónvarpið hefur í
langan tíma sýnt. Ég tel því ástæðu til
þess að hvetja sjónvarpið eða Útvarps-
ráð til þess að festa kaup á fleiri
þáttum. Það er raunar mesta furða
hvað fólk hefur gagnrýnt þessa þætti
hvað væmni varðar.
Ég get nær fullyrt að mestallur hópur
sjónvarpsáhorfenda saknar þessara
þátta mjög mikið, enda eru lesenda-
dálkarnir nær fullir af hvatningar-
bréfum; óskum um að fá að sjá fleiri
Dallasþætti sem eru (að minum dómi)
miklu betri en þetta sænska rusl sem
mun færri horfa á.
Mig langar eindregið til þess að
mótmæla orðum Á.Á. og S.G. um að
fólk verði þunnt eftir 180 þætti af
Dallas. Mikið hljóta þeir aðilar sem
hafa fylgzt með Húsinu á sléttunni að
vera orðnir „þunnir”. Ekki hef ég
heldur frétt að öll bandaríska þjóðin sé
orðin „þunn”. Eins og birtist í DV um
daginn þá er þetta alveg eins og að
rifin sé af manni bók í miðjum lestri og
sagt að nú verði maður að lesa eitthvað
annað. Sem sagt, við viljum einfaldlega
fá að sjá meira af Dallas og ég vona,
eða réttara sagt við vonum, að
Útvarpsráð taki það til athugunar.
Umferðarmiðstöð og þá yrði hann
sóttur og fargjaldið greitt.
Sá „góði” maður sagðist ekkert
þekkja hann og sinn tími væri allt of
dýrmætur til að hann gæti staðið i
þannig vitleysu og synjaði honum
farsins.
Og burtu ók hálftóm rútan. Eftir
stóð á þorranum, í roki og rigningu,
klæðlítill unglingur, févana og allslaus í
ókunnugu plássi
Sem betur fer varð síðar á vegi hans
venjulegur maður, bóndi úr nágrenn-
inu, sem gerði sér það ómak að koma
drengnum aftur í sveitina. Það er gott
fólk sem í slíkum tilvikum lætur sér
nægja þá lífsspeki að Guð launi fyrir
hrafninn.
Já, tími bílstjórans var of dýrmætur
til að tefja hann til góðverka. öll
höfum við eðlislæga þörf fyrir sjálfs-
virðingu, þeirri sjálfsvirðingu er tíðum
ákaflega nærtæk næring að láta
öðrum finnast að við séum eitthvað
sem máli skiptir. Og það er misjafnt
með hvaða hætti við gerum það. En
ósköp er sú manneskja snauð og hefur
af litlu að taka sem verður að treysta
álitið um mikilvægi sitt með því aö
níðast á þeim sem hjálparvana er.
Ástæðan fyrir þvi að ég skrifa þetta
bréf er sú að vonandi á þessi bílstjóri
langt líf fyrir höndum og hann og hans
líkar í starfi verða að læra umburðar-
lyndi og skilning í mannlegum sam-
skiptum — eða hljóta hirtingu ella.
Sú hirting er bezt gerð með því að
skýra frá, vinnufélagar og aðrir sem til
þeirra þekkja sjá svo um fram-
kvæmdina með vandlætingu sinni.
ATIMAMOTUM ?
BESIU ÓSKIR UM LÁNSAMA FRAMTÍÐ
Allir þeirsem standa á þeim merku tímamótum aö veröa fjárráöa,
eöa gangi þeir í hjónaband
á því ári sem þeir hefja eða Ijúka söfnun
geta fengiö alveg sérstakt plúslán: Tímamótalániö.
Mismunurinn er sá aö lánsfjárhæöin er 50% hærri
en venjulegt plúslán.
Endurgreiöslutíminn lengist tilsvarandi.
Tímamótalán getur veriö verötryggt eöa ekki
skv. ákvöröun lántaka.
Er ekki Útvegsbankinn einmitt banki fyrir þig?
UTVEGSBANKANS
ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ