Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Blaðsíða 16
16 Spurningin DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. Lesen^ur Lesendur Lesendur Lesen Heldurðu að vetur- inn sé búinn? Berxsveinn Símnnarson: Nei, ekki al- vea. Ás)>rímur Óskarsson: Ég vona (iað. Sóldis Björnsdóllir: Alls ekki. Svavar Tjörvason: Nei, einn niánuður eflir. Þórður Oddsson: Nei, það er harðinda- kafli eflir. Um vistunarmál geðsjúkra afbrotamanna: Hér vill þröng- ur hópur vama því að þessi mál séu rædd — það er víst óviðeigandi, segir áhuga- manneskja um úrbætur Ingibjörg Snæbjörnsdóttir skrifar: Vegna mikillar umræðu um vistunar- mál geðsjúkra langar mig til þess að benda á að í timaritinu Nordisk Medicin, 1981, birtust áhugaverðar greinargerðir um hvernig málum þessara óheppnu sjúklinga er háttað á hinum Norðurlöndunum. Það varð kveikja að mikilli uppstokkun þessara mála að i nokkur ár höfðu heyrzt gagnrýnisraddir þess efnis að ekki væri allt með felldu i með- höndlun sjúklinga á Ritgjerdet-sjúkra- húsinu í Noregi. Að lokum fóru fram réttarhöld sem sýndu að fyllilega var tímabært að hreyfa við þessum málum. í ljósi nýlegra viðbragða hér á landi vil ég sér- staklega hvetja fólk til þess að kynna sér hvernig forsvarsmenn geðheil- brigðismála á hinum Norðurlöndunum bregðast við gagnrýni. Réttarhöldin um Ritgjerdet-málið vöktu mikla athygli um öll Norðurlönd og eru menn sammála um að þegar upp er staðið hafi sú umræða verið lærdómsrík og leitt til góðs. Þar virðist ekki ríkja sú skoðun að heilladrýgst sé að þegja allt í hel. Freistandi væri að segja frá ýmsum mannúðlegum skoðunum þeirra manna sem tjáðu sig um Ritgjerdet-málið, og Hringið ísíma 86611 millild. 1 og3 virkadaga „ Vissulega kemur það fram t öðrum mð sterklr hðper, geðfæknafáfóg t d., hneigjest til þess að verfe sJtt fótr og stende svo þítt seman að eðrir Dði fyrir," segir ingibjörg Snæbjömsdóttk. Myndki er ef bakhUð Kieppssphai- út frá þvi, en hér á íslandi þykir mér iskjóta skökku við i þessum efnum. í sambandi við Ritgjerdet-málið iurðu menn sammála um að slíkt mætti ekki endurtaka sig og að þessir, einhverjir þeir veikustu af öllum geð- sjúklingum, ættu rétt á rannsóknum, lækningu, endurhæfingu og allri meðferð, ekki síður en aðrir sjúklingar. Og alls staðar er talað um sjúkrahús i þessu sambandi; ekki fangelsi. Á hinum Norðurlöndunum hefur margt breytzt mjög til batnaðar í þessum málum en frændur vorir eru þó hvergi ánægðir; vilja enn meiri úrbætur. Hvað mættum við íslendingar þá segja. Hér vill þröngur hópur og þröngsýnn hindra að þessi mál séu rædd. Það er vist óviðeigandi. Því minnist ég orða sem fram komu vegna Ritgjerdet-málsins: „Lítil- magnar eiga sér oftast litils megnuga forsvarsmenn sem sterkir hagsmunahópar eiga auðvelt með að þegja i hel (í lauslegri þýðingu).” Vissulega kemur það fram á öðrum að sterkir hópar, geðlæknafélög t.d., hneigjast til þess að verja sitt fólk og standa svo þétt saman að aðrir liði fyrir. Mikil umræða um hvers konar málefni, þar sem allar mögulegar hliðar koma fram, hlýtur alltaf að leiða til góðs, að mínu mati og margra annarra. Vegna iesendabréfs önnu Megnúsdóttur um máiefni sjéifstæðismanna á Sehjarnarnesi, skrrfar Gísll Ólafsson: „Bæjarstjórinn, Sigurgoir Sigurðsson, sem Anna hefur sórstakar áhyggjur af, hlaut alls 671 atkvæði, eða 79,9% giidra atkvæða." DV-mynd Gunnar örn. Vegna lesendabréf s Önnu Magnúsdóttur: Hún horfir fram hjá staðreyndum —eða falla þær ekki að hugmyndum hennar? — skrifar Gísli Ólaf sson Gísli Olafsson skrifar: í DV mánudaginn 15. febrúar birtist lesendabréf frá Önnu Magnúsdóttur undir fyrrihluta ofangreindrar fyrir- sagnar. í bréfinu er sagl að óánægjuraddir sem uppi er á Seltjarnarnesi, að áliti greinarhöfundar, megi skrifa á fund Sjálfstæðisfélags Seltirninga, sem aug- lýstur var sem kynningarfundur fyrir frambjóðendur í prófkjörinu, en þeir voru samtals 16, þar af fimm sem ábyrgð bera á störfum og stefnu D-list- ans á yfirstandandi kjörtímabili. Það hefði verið mjög óréttlátt ef slikur fundur hefði snúizt um störf þriðjungs frambjóðenda í prófkjörinu og þá að sjálfsögðu á „kostnað” hinna ellefu. Það hefur verið venja sjálfstæðis- félaganna að halda almennan fund eftir að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins liggur fyrir og svo mun verða gert fyrir þessar kosningar eins og reyndar kom fram á framangreindum fundi. Nú liggur niðurstaða prófkjörsins fyrir og í fimm efstu sætunum eru fjórir núver- andi bæjarfulltrúar. Þá minnist Anna á að einn fram- bjóðenda í prófkjörinu sé í þriggja manna ritnefnd Seltirnings og telur það óeðlileg vinnubrögð. Ritnefndin var skipuð löngu áður en prófkjör og fram- boðsfrestur til þess var ákveðinn. Eitt lölublað kom út frá þeim tíma þar til prófkjör fór fram. í því eru öllum frambjóðendum gerð sömu skil og fengu sömu aðstöðu. Anna Magnús- dóttir ætti því að lesa blaðið aftur. í hugleiðingum Önnu um framan- greindan fund og um ritnefnd Seltirn- ings koma fram áhyggjur vegna lýðræð- isins og að allt stefni í einræðisátt. Hún horfir fram hjá siaðreyndum. Eða falla þær ekki að hugmyndum hennar, og því sé það til styrktar lýðræðinu að sleppa þeim? Prófkjörið var opið og tóku þátt í því 42,1% eða fleiri en samanlagt hjá öllum stjórnmálaflokkunum i sumum öðrum sveitarfélögum. Þeir sem skipa efstu sex sætin hlutu bindandi kosn- ingu eða mcira en 50% atkvæða, sem voru 840. Bæjarstjórinn, Sigutgeir Sigurðsson, sem Anna hefur sérstakar áhyggjur af, hlaut alls 671 atkvæði eða 79,9% gildra atkvæða. Ef framkvæmd prófkjörs sjálf- stæðisfélaganna á Seltjarnamesi og niður- staða þess er ekki lýðræðisleg veit ég ekki hvað lýðræði er. Hins vegar er ég fullviss um að fyrirmynd að lýðræði við val frambjóðenda á framboðslista verður ekki sótt til andstæðinga okkar sjálfstæðis- manna á Seltjarnamesi, H-lista manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.