Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. UMBOÐSMENN Hvolsvöllur Arngrímur Svavarsson Litlagerði 3 Sími 99-8249 Höfn í Homafiröi Guðný Egilsdóttir Miðtúni 1 Sími 97-8187 ísafjörður Helgi Jensson Sundstrœti 30 Sími 94-3855 Keflavík Margrét Sigurðardóttir Smáratúni 31 Sími 92-3053 Ágústa Randrup Íshússtíg 3 Sími 92-3466 Kópasker Gunnlaugur Indriðason Boðagerði3 Sími 96-52106 Mosfellssveit Rúna Jónína Ármannsdóttir Arnartanga 10 Sími66481 Neskaupstaður Þorleifur Jónsson Nesbraut 13 Sími 97-7672 Ólafsfjöröur Jóhann Helgason Aðalgötu 29 Sími 96-62300 Ólafsvfk Þorsteinn Kristinsson Ólafsbraut 52 Slmi 93-6204 Sauðárkrókur Gunnar Guðjónsson Gr'undarstig 5 Sími 95-5383 Branddís Benediktsdóttir RaftahUð 40 Sími 95-5716 Selfoss Bárður Guðmundsson Sigtúni 7 Sími 99-1377 Seyðisfjöröur Sigmar Gunnarsson Gilsbakka 2 Sími 97-2327 Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir Aðalgötu 21 Sími 96-71208 Skagaströnd Erna Sigurbjörnsdóttir Hólabraut 12. Sími 95-4758 Stokkseyri Pétur Birkisson Heimakletti Sími 99-3241 Stykkishólmur Hanna Jónsdóttir Silfurgötu 23 Sími 93-8118 Stöðvarfjöröur Ásrún Linda Benediktsdóttir Steinholti Sími 97-5837 Súðavík Jónína Hansdóttir Túngötu Sími 94-6959 Suðureyrí Helga Hólm Sœtúni 4 Sími 94-6173 Tálknafjörður Björg Þórhallsdóttir Túngötu 33 Sími 94-2570 Vestmannaeyjar Aurora Friðriksdóttir Kirkjubæjarbraut 4 Sími 98-1404 VíkíMýrdal Sigurður Þór Þórhallsson Mánabraut 6 Sími 99-7218 Vogar, Vatnsleysuströnd BrimhUdur Jónsdóttir Aragerði 9 Sími 92-6569 Vopnafjörður Laufey Leifsdóttir Sigtúnum Sími 97-3195 Þingeyri Sigurða Pálsdóttir Brekkugötu 41 Sími 94-8173 Þoriákshöfn FrankUn Benediktsson Knarrarbergi 2 Sími 99-3624 og 3636 Þórshöfn Aðalbjörn Arngrímsson ArnarfeUi Sími 96-81114 LJmboðsmenn okkar um land allt taka á móti nýjum áskrif- endum. Neytendur Neytendur Neytem „Heyrzt hefur ao tn sou ner a landl stórar, ertendar kartöftur sem fist ekki sottar 6 markað fyrr en inntenda smœlkið erbúið,"sagöi Jónas BJamason. Sala á kartöf lum hef ur stórminnkað: „Með vondum og smáum kartöf lum er búið að venja fólk af að borða þær” — segir Jónas Bjarnason „Með vondum og smáum kartöflum er hreinlega búið að venja fólk af því að borða þær,” sagði Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur og stjórnarmaður í Neytendasamtökunum. Sem mönnum mun kunnugt átti í sumar að setja reglugerð þess efnis að kartöflur þyrftuað vera 35millimetrar í þvermál í stað 33 millimetra áður til þess að komast í fyrsta flokk. Þessu mótmæltu kartöflubændur harðlega með þeim árangri að gildistöku reglu- gerðarinnar var frestað. „Þetta hefur haft þau áhrif að sala á kartöflum hefur stórminnkað. Fólk hefur farið að borða ýmislegt annað en kartöflur með mat vegna þess hversu vondar og smáar þær hafa verið. Þessi þrýstingur frá bændum hefur því ekki orðið þeini til góðs. Það hefur einnig heyrzt að til sé hér á landi stór sending af erlendum stórum kartöflum sem fáist ekki settar á mark- að fyrr en innlenda smælkið er búið. Þetta er stóralvarlegt mál fyrir neytend- ur,”sagði Jónas. Hann sagðist hafa ntjög góðar heim- ildir fyrir því að sala á kartöflum hefði minnkað. „Og eftir að fólk er orðið vant þvi að borða annað en kartöflur með mat er ekki að vita hvort það fæst til að taka aftur upp kartöflurnar,” sagðiJónas. -DS. Hulsturbók um drykki: „Sniðugra að búa til vín- blöndur en eilífar bollur” „Við gáfum þessa bók út af því að okkur fannst miklu sniðugra fyrir fólk að búa til góðar vínblöndur en þessar eilífu bollur sem allir verða veikir af,” sagði Sigríður Friðriksdóttir, einn af aðstandendum fyrirtækisins Hulsturbók sf. Fyrsta bókin frá því fyrirtæki kom ú.t á dögunum. í henni eru 170 uppskriftir að hvers konar drykkjum og litmyndir af 35 þeirra. Um 20 drykkjanna eru óáfeng- ir, nokkrir rétt aðeins áfengir en flestir talsvert áfengir. Bókina hafa menn verið að selja í húsum á 50 krónur. „Við fengum þessa bók frá sænsku fyrirtæki sem hefur gefið út unt 200 svona bækur sem hafa notið mikilla vinsælda. Við þýddum hana aðeins en staðfærðum ekki neitt. Næsta bók verður síðan um knattspyrnutækni og slíkt,” sagði Sigríður. Eins og nafn fyrirtækisins bendir til eru bækurnar sem gefnar verða út i litlu plasthulstri. Þær eru líkar í laginu og snældur ætlaðar í segulbandstæki. Hulstrinu er síðan flett sundur og þá er hægt að lesa á spjöldin sem í því eru. Góðar leiðbeiningar eru í upphafi bókar um hvernig fara á að við drykkj- argerðina. Einnig er gefið upp ná- kvæmlega hvað átt er við með hverri þeirri tegund sem talin er upp sem inni- hald. Til dæmis er sagt frá því úr hverju sumar áfengistegundirnar eru búnar til. „Fólk ætti að geta fengið alla þessa drykki á börum hér á landi. En ég veit til þess að barþjónar eru dálítið tregir til að blanda þá, slíkt tekur tlma og þarf þá meiri mannskap,” sagði Sigriður þegar hún var spurð að því hvort þessar uppskriftir væru ís- lenzkum barþjónum kunnar. Sérstaka athygli vekur hlutinn með óáfengu drykkjunum. „Við höfum gert allt of lítið að því að kynna og bjóða fólki óáfenga drykki,” sagði Sigríður. „Þegar fólk sem ekki drekkur vín kemur í boð er því oftast aðeins boðið gos. En ég veit til þess að þær uppskriftir sent hafa birzt, til dæmis í Gestgjafanum, af óáfengum drykkjum hafa vakið mikla athygli.” Við getum tekið undir þau orð hennar því eftir að Dagblaðið hélt keppni í uppskriftum að óáfengum drykkjum hefur verið rriikið hringt í okkur og við beðnar um uppskriftir að þeim. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.