Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ& VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. Menning Menning Menning Menning Sigurmars meðal- mennskunnar með upprisu úröskustó óperan Aida eftjr Giuseppe Verdi f konsert- uppfœrslu. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Einsöngvarar: Sieglinde Kahmann, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Corneliu Murgu, Guðmundur Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Kristinn Hallsson, Mór Magnússon. Sinfóníuhljómsveit íslands, Söngsveitin Filharmónía, fólagar úr Karlakór Reykjavikur og fólagar úr Lúörasveitinni Svaninum. Konsertuppfærslur ópera eru dá- lítið sérstæður þáttur íslenskrar tón- menningar, og mun ríkari en með öðrum þjóðum. Er þar um að kenna leikrými, fjárskorli og þeirri stað- reynd að óperuflulningur er niður- setningur á leiklistarsveit. En þökk sé þeim ódeigu frumkvöðlum íslensks tónlistarlífs að hafa heldur konsert- uppfærslur en ekki neitt. Konsert- uppfærslan er að því leyti jafngildi útvarpsflutnings að leik og ytri ramma verður að fella niður og þvi reynir meira á músíkölsku hliðina en ella. Ekki veit ég hvort tilgangur konsertuppfærslunnar á Aidu hefur verið annar og meiri en að sýna fram á að islenskt tónlislarfólk gæti valdið svo viðamiklu verkefni. Og ekki verður annað sagt en að flutningur á Aidu hafi siður en svo gefið eftir upp- færslum við miðlungsóperur, sem ekki smala stjörnum úr öllum heims- hornum til að fríska upp á myndina, heldur treysta á eigin liðsafla til átak- anna. I sjálfu sér má maður vera hæstánægður með slíkan árangur og kæmi það þeim sem ókunnugur væri íslensku músiklífi á óvart að slíkt væri mögulegt í þvílíku fámenni. Engin errós ánþyrna Nokkur atriði, og það grundvallar- atriði, voru mér síður en svo að skapi varðandi þennan flutning og urðu þau til þess að eyðileggja að stórum hluta ánægju mína yfir því sem vel var gert. Undirtónn sögunnar og tónlistar Verdis er grimmd, sem af sér leiðir að við flutninginn ber að hafa mottóið — ,,að þar hitti stálið stciniim”. Hér var stálið deigt og steinninn inóberg (af þeirri gcrð, sem lúfl et kallað). Skulu hér tilfærð tvö dæmi um hátt þennan. Söngsveitin Fílharmónía var látin ganga á hálfum dampi. Hún er kannski orðin svo vön þvi frá flutn- ingi annarra ópera að mega ekki gefa í, að hún þori ekki þegar hún má. Tónlist Eyjólfur Melsted Þekkir maður hana þó á þvi að valda söng á fullum styrk með prýði. Og í fyrsta sinn fékk maður að heyra ósamtaka söng af munni liðsmanna hennar. Ungmennafélag eða frækinn her Þáttur sviðshljómsveitarinnar var hörmung. Fanfare hennar i Sigur- marsinum er eitt af því sem best er fallið til að lyfta huganum og bæta áheyrendum upp skortinn á glysinu og öðru því sem gleðja skal augað í sýningunni. En pækiltunga blásar- anna, innbyrðis falskur og ósamtaka leikur leiddi huga minn fremur að inngöngu ungmennafélags á út- kjálkahéraðsmóti en sigurgöngu egypska hersins á velmektardögum hans. Hljómsveitin skilaði sínu hlutverki mjög þokkalega, en þó hafði maður á tilfinningunni að hún hefði gjarnan mátt fá að æfa betur saman. Stundum væri réttlætanlegt að hefta ferðafrelsi Nú spyrja menn líkast til hvort allt hafi þetta verið ómögulegt og áheyr- endur narraðir á slæman tónleik vest- ur i Háskólabíó. Nei, svo var ekki. Einsöngvaraliðið sá fyrir því. Corneliu Murgu er söngvari, sem mann langar til að fá kyrrsettan eftir að hafa hlýtt á söng hans. En þar eð maðurinn hefur ferðafrelsi, er ekki annað til ráða en að fá hann við fyrsta tækifæri aftur. Radames söng hann stórkostlega. Sieglinde Kah- mann átti stóran dag i hlutverki Aidu og Anna Júlíana Sveinsdóttir söng sig upp í hlutverki Amnerisar. Ég verð að játa að fyrirfram áleit ég að Sieg- linde væri of fullorðin fyrir Aidu og Anna Júlíana of ung fyrir Amneris. En svona getur maður vanmetið góða söngvara fyrirfram. Og svo má ekki gleyma Guðmundi Jónssyni í hlut- verki Amonasro Abbysiniukóngs. Eftirminnilegasti kafli flutningsins var þegar hann, Murgu og Sieglinde hreinlega tóku völdin í þriðja þætti. Var þá sem Aida (óperan) risi úr öskustó. Þann þátt og atriðin sem á eftir fóru ætla ég að muna vel og lengi en vona jafnframt að afgangur- inn'fái að liggja í saltstabba meðal- mennskunnar. rw Tormod Haugen og Náttfuglarnir Á nýliðnu ári kom út í íslenskri þýðingu hjá lðunni bókin Nátt- fuglarnir eftir norska barna- bókahöfundinn Tormod Haugen. Hann ætti að vera kunnur út- varpshlustendum, þar sem bók hans, Zeppelín, var lesin í morgunstund barnanna síðastliðið haust í þýðingu Þóru K. Árnad. og reyndar gerði undirrituð útvarpsþátt um þá bók og . höfundinn vorið 1979. Náttfuglarnir kom út i Noregi 1975. Má segja að með henni hafi Tormod Haugen orðið viðurkenndur höfundur og hlaut hann verðlaun norskra bókmenntagagnrýnenda fyrir hana en enn betri dóma fékk bók Zeppelín árið eflir. Sannarlega var mál til komið að bók eftir Haugen kæmi á íslenskan markað en bækur hans hafa verið þýddar á mörg lungumál og verið verðlaunai ar viðar en í Noregi. Hann er laltnn einn eftirtektar- verðasti höfundur barnabóka sem fram hefur komið á Norðurlöndum síðari ár bæði hvað varðar efnisval og efnistök. Stíll hans er mjög sér- stæður og einkennist af stuttum, oft Ijóðrænum setningum og dular- fullum blæ. Sagan er aldrei sögð að fullu heldur er ímyndunarafli lesand- ans ætlað rúm í frásögninni. Haugen cr mjög raunsær og skrifar mest um hversdagsleg vandamál barna 1 samhengi við vandamál foreldranna. Tilgangur hans er samt ekki sá að koma með lausnir á vandamálunum heldur segja frá þeim þannig að les- endur hugsi um þau. Hann segir að bækur eigi ekki að gefa svör þvi þá sé of auðvelt að leggja þær frá sér umhugsunar- og áhyggjulaust. Tormod Haugen var eitt sinn spurður að því í blaðaviðtali hvers vegna hann skrifaði bækur fyrir börn. Hann sagðist gera það vegna þess að sér þætti æskan svo mikilvægt æviskeið og raunar verði litlar breytingar á manneskjunni við að verða fullorðin. Hún haldi áfram að hafa sama eðlisfar og líkar til- finningar, fái aðeins meiri möguleika á að breyta aðstæðum sér í hag. Honum finnst of algengt að fullorðið fólk hafi gleymt æsku sinni. Það hafi tilhneigingar til að líta á barnið sem eign sem eigi að uppfylla vissar óskir og kröfur en ekki einstakling með eigin vilja. Aðalviðfangsefni Haugens er kjarnafjölskyldan, móðir, faðir, barn. Hann gagnrýnir þetta sam- býlisform og skrifar einkum um slikar fjölskyldur sem hafa við ákveðin vandamál að stríða. Vanda- mál sem bitna á barninu. Þvi að í þessu þrönga sambýlisformi eru einstaklingarnir mjög bundnir hver öðrum líkt og hlekkir i keðju og í þeirri keðju er barnið veikasti hlekkurinn sem mikið mæðir á. Því er mikilvægt að hver einstaklingur nái ákveðnu sjálfstæði, einnig barnið. Haugen skrifar ekki ævintýra- eða æsisögur fyrir 'börn vegna þess að hann vill með bókum sínum hjálpa barninu að ná sliku sjálfstæði með því að kenna því að þekkja sig og skilja umhverfi sitt. En með neyslu eintómra léttbókmennta telur hann eins og reyndar fleiri að minnimáttarkennd barna aukist. Þar Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir er ekki lýst tilfinningum.ótta eða ein- manaleika sem börn eiga við að etja i meiri eða minni mæli, þvi fer það að telja sig frábrugðið öðrum ef hetjur æsisagnanna eru einu persónurnar sem það kynnist í bókum. Haugen vill sýna börnum hvernig maður og heimur eru i raun og veru, veita þeim raunhæfa reynslu og auka umburðar- lyndi þeirra. Hann vili líka vekja full- orðna til umhugsunar um stöðu barnsins í nútímasamfélagi. Það vandamál sem flestar per- sónur Haugens eiga við að glíma er óttinn. Skoðun hans er að óttinn í einhverri mynd lami alla að meira eða minna leyti og eina lausnin sé að ræða um ótta sinn og grafast fyrir um rætur hans. IVáttfuglarnir í Náttfuglunum er aðalpersónan átta ára drengur, Jóakim, sem er einmana og óöruggur. Öryggisleysi drengsins á rætur að rekja til fjöl- skyldulifsins. Faðirinn, Eiríkur Þór, er nýútskrifaður kennari, mjög taugaveiklaður og rótlaus. Hann hefur ekki valdið starfinu og hætt eftir fáa daga og hefur heldur ekki eirð í sér að vinna heimilisstörfin. Móðirin, Linda, sér heimilinu far- borða með því að vinna í verslun og lenda hússtörfin einnig á henni að mestu leyti. Hún hefur orðið að hætta námi og er óánægð I starfinu. Strákurinn er öryggislaus og verður að þola stríðni skólafélaganna vegna þess að hann á „skrýtinn” pabba. Mæðginin eru bæði mjög þrúguð af veikleika Eiríks Þórs og lif þeirra mótast af ástandi hans frá degi til dags. Þau lifa í sífelldum ótta um hann, hvort hann sé heima þegar þau koma heim, hvernig honum líði, hvort hann hafi mætt hjá sál- fræðingnum o.s.frv. Ótti drengsins hefur einnig yfirfærst á ólíklegustu hluti og leikfélagar hans f.o.f. Sara, stelpa sem er lítið eitt stærri en Jóakim og býr líka við erfiðar heimilisaðstæður, hefur nautn af því að hræða hann. Hún telur honum trú um að fólkið í húsinu sé stór- hættulegt. Kerling ein á t.d. að vera galdranorn og í kjallaranum á morðingi að hafa aðsetur. ímyndunarafl drengsins er líka fjörugt í þessum efnum, hann óttast að undir rúminu leynist bófar en há- mark skelfingarinnar eru nátt- fuglarnir. Þegar hann háttar vansæll og hræddur fær óttinn vængi og fer á kreik á nóttunni í líki hræðilegra fugla sem ásækja hann en hreiðra annars um sig í fataskápnum í her- bergi hans og láta ekki á sér kræla þegar Jóakim er rólegur og líður vel. Bókin gerist á nokkrum drunga- legum haustdögum og umhverfið er lítil íbúð i gömlu borgarhverfi. Bæði tíminn og umhverfið undirstrika þvi ömurleikann i frásögninni. En þrátt fyrir ömurleikann sem einkennir þennan tíma I lífi Jóakims öðlast hann töluverðan þroska í bókinni. Hann hættir að trúa hryllingssögum Söru vegna þess að hann kemst sjálfur að þvi að þær eru ekki sannar. Ótti hans er að víkja fyrir rökrænni hugsun og um leið verður hann óháðari föður sínum og treystir meira á sjálfan sig. Náttfuglarnir láta lika æ sjaldnar á sér kræla. Eins og áður er sagt er Tormod Haugen höfundur sem skrifar með ákveðið markmið fyrir augum. Hann minnir á ákveðin vandamál án þess að koma með patentlausnir á þeim og hann minnir á aðstöðu barna gagnvart fullorðnum. Svo sem hans er vandi nær hann hér þeim árangri sem hann ætlar sér. Það sem hann vill sýna i Náttfuglunum er sambúð fjölskyldu þar sem dagleg lífshamingja veltur á mismunandi á- standi eins aðila frá degi til dags og aðrir innan fjölskyldunnar verða að sætta sig við það ástand sem þessi tiltekni aðili er í hverju sinni. í Mo- fjölskyldunni er lífið bærilegt vegna þess að samskiptin innan hennar einkennast af skilningi og ástrúð og ástand Eiríks Þórs er heldur ekki þannig að aðrir þurfi að óttast hann. En lestur bókarinnar leiðir hugann að öðrum heimilum þar sem vandamálin eru enn alvarlegri og koma harðar niður á barninu. Ekki er um að ræða neina spennandi atburðarás, aðeins lýst daglegu lifi og í bókarlok er engin lausn á vanda Mofjölskyldunnar í sjónmáli en viss bjartsýni ríkir varðandi drenginn. Hann er að vinna bug á ótta sínum og jafnframt að ná töluverðu sjálfstæði gagnvart félögum sinum og föður. Þvi má ætla að i framtíðinni geti hann orðið sjálfstæður, sterkur einstaklingur sem geti yfirbugað þann lífsótta sem faðir hans getur líkast til aldrei losnað við. Sagan Náttfuglarnir er mjög dulmögnuð og áhrifarík. Því veldur ekki síst hinn sérstæði stíll Haugens sem er hrein nautn að lesa. Hann er i senn hnitmiðaður, Ijóðrænn og dularfullur (eins og áður er vikið að) en nýtur sín þó ekki til fúlls I þýðingu •Önnu Valdemarsdóttur. Þó að íslenskan á bókinni sé víðast gallalitil þá er nokkur þýðingarblær yfir henni en vafalaust er erfitt að snara máli og stíl Haugens á eðlilega íslensku. Að lokum: Náttfuglarnir svikja engan lesanda og vonandi fáum við meira að heyra frá Tormod Haugen, höfundi sem gerir til sjálfs sín ströngustu listrænar kröfur þótt hann skrifi „bara” fyrir börn. -H.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.