Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 33
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ný og fuHkomin þvottastöð tekin í notkun hjá Hreyffi Bifreiðastöðin Hreyfill tók nýlega í notkun fullkomna bílaþvottastöð í nýju húsnæði sem fyrirtækið er að byggja yfir starfsemi sina að Fellsmúla 24 til 26. Þvottastöðin þekur alls 400 fermetra og getur annað að jafnaði 20 bílum í einu, 10 í þvotti og 10 í þurrki. Á sömu hæð og þvottastöðin er, eða á jarðhæð eins og raunar eðlilegt má teljast, er áætlað að koma upp gufubaðsaðstöðu og þrekþjálfunarherbergi fyrir starfs- menn fyrirtækisins en alls er gólfflötur hæðarinnar um 1500 fermetrar. Við opnunarathöfnina voru mættir hátt í 200 manns. Hófst hún í félags- heimili bifreiðastöðvarinnar þar sem skálað var fyrir þessum áfanga í sögu fyrirtækisins. Einar Magnússon, for- maður samvinnufélagsins Hreyfils, flutti þar stutt ávarp og bauð gesti vel- komna. Síðar var haldið að þvottastöð- inni þar sem Einar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, ók fyrsta bílnunt til þvottar. Þvottastöð Hreyfils er búin öllum fullkomnustu tækjum sem völ er á til bílahreinsunar og má þar m.a. nefna svokallað tjöruhreins- unartæki sem er nýlunda í bílaþvotti hérlendis. Meðfylgjandi myndir tók Gunnar V. Andrésson af opnunarathöfninni, sem, eins og fyrr sagði, fór fram bæði í félagsheimili fyrirtækisins og sjálfri þvottastöðinni. -SER. -'mgm w/m Aö afktknum þvotti teit bill Einars Þorstainssonar út som nýr væri, anda ar þvottastöðin búin öllum fullkomnustu tækjum tilbílaþvottar. Á myndinni sést hvar nýstárlegu flugvél. samt sem áður I loftið. Keflvískir ofurhug- ar í drekaflugi — nota litla rellu til að hefja sig til flugs — einsdæmi á íslandi Svokallað drekaflug hefur nokkuð þekkzt hér á landi á síðustu árum. Jafnan er það stundað i þeim sveitum landsins er eiga fjöll í næsta nágrenni og má nefna Vestfirði í því sambandi. Vestfirðingar eru einmitt brautryðj- endur i þessari iþrótt hér á landi, sem öðru. Það verður þvi að teljast eðlilegt að drekaflug í nágrenni Keflavikur hafi verið næsta óalgeng sjón fram að þessu. Fjöllunum er ekki fyrir að fara i þeirrisveit. Tveir keflvískir ofurhugar i dreka- fluginu hafa nú ráðið bót á þessu vandamáli þar syðra. Hafa þeir útbúið svifdreka sem er átengdur lítilli rellu, eins og getur að lita á myndunum hér á síöunni. Piltarnir heita Jóhann Garðarsson og Haukur Sigurðsson og er flugvél þeirra, ef svo má nefna, eins sætis með 18,6 hest- afla vél og er flugþol hennar að jafnaði um 2 tímar. Sjálfan flugdrek- ann keyptu félagarnir í Bandarikjun- um en rellan er ensk að uppruna og settu þeir hana sjálfir saman. Meðfylgjandi ljósmyndir tók Jón Þór Harðarsson fyrir blaðið og sýna þær fyrsta flugið sem félagarnir fóru nýlega. Að sögn Jóns vakti það óskipta athygli vegfarenda sem áttu leið um svæðið og skal engan undra því þetta flug keflvisku ofurhuganna mun vera einsdæmi á íslandi. -SER. Jóhann tengir relluna við flugdrekann. Félagi hans, Bjöm Eggertsson, aðstoðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.