Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Bakhfiðin ð ð- fenginu Áfengis- og tóbakseinka- sala ríkisins útdeilir guða- veigunum og mega aðrir þar ekki koma nærri. Þótt dýrar séu sækja menn stift i veigarnar. Fiknin getur gengið of langt, eins og dæmin sanna, en þá koma ýmsir til hjálpar. Þekkt er starfsemi AA-samtakanna og nú seinni ár gróskumikið starf SÁÁ. Starfsmenn ÁTVR vita auðvitað að ekki verður öllum gott af miðinum. En þeir gera i sitt til þess að minna á þessa hlið áfengisins. Stofnunin hefur á að skipa liði frækinna knattspyrnukappa. Þeir tóku eins og margir aðrir þátt i firmakeppni í knattspyrnu á dögunum. Auglýsing var á bolum þeirra ÁTVR-manna : eins og ýmissa annarra fyrir- I tækja og á baki þeirra ÁTVR- manna mátti lesa stórum stöfum SÁÁ. Einn stolinn að austan Við megum til með að stela einum úr Austra, blaði þeirra framsóknarmanna á Aust- fjörðum. Sá er til kominn vegna atburðanna í Póllandi. Sú saga gengur i Varsjá að hermaður hafi skotið mann á götu 10 minútum fyrir kl. 11 um kvöldið. „En útgöngubannið byrjar ekki fyrr en klukkan 11,” andmælti vegfarandi nokkur. „Það er alveg rétt,” segir hermaðurinn „en ég veit hvar hann átti heima og hann hefði aldrei komist þangað á 10 mínútum.” ... og annar til Og fyrst við erum byrjaðir að stela úr Austra er rétt að annar fylgi með. Þessi stuldur er ekki svo alvarlegur vegna þess að framsóknarmennirnir á Austfjörðum stálu þessum bröndurum úr Newsweek. Hringferðir brandaranna eru órannsakanlegar. „Hvers vegna cru pólskir lögreglumenn alltaf saman?" „Það er vegna þess að einn er læs, annar skrifandi og sá þriðji er til þess að hafa gát á menntamönnunum tveimur.” Nýr skóli í vesturbæ - Heyrzt hefur að Magnús Skúlason, form. byggingar- nefndar Reykjavikurborgar, og Sigurður Harðarson, form. skipulagsnefndar, hafi fyrir þrábeiðni formanns fræðsluráðs, Kristjáns Ben., og Braga Jósepssonar, fulltrúa Alþýðuflokks i fræðsluráði, fallizt á að teikna nýjan skóia i vesturbæ. Þoldi ekki bið Ung stúlka hafði fengið lyf- seðil hjá lækni sínum fyrir pillunni. Hún gekk með lyf- seðilinn í veskinu i nokkra daga og var næstum búin að gleyma honum, enda lá víst ekki mikið á. Dag nokkurn ók hún framhjá lyfjabúð og mundi þá eftir lyfseðlinum. Hún hljóp inn og bað vin sinn að hinkra — hún yrði enga stund. ___ Hún vatt sér að af- greiðslustúlkunni i apótekinu og sagði: „Haldið þér að ég gæti fengið þetta afgreitt strax — það er nefnilega beðið eftir mér úti i bíl?” Afgreiðslustúlkan brosti og sagði: „Ég skil, ég skal gera hvað ég get.” Sjönhverfingar sökimanna ,,. . . kom dálítið spánskt fyrir sjónir, að kaupendurnir vildu hafa tékkneskt letur á umbúðunum” — segir dr. Örn Erlendsson i viðtali við DV sl. föstudag. Það ku aftur á móti koma Sölustofnun lagmctisins afar tékkneskt fyrir sjónir að Bandaríkjamenn skuli nú vilja hafa spánskt letur á af- urðum, sem sendar eru til Rio de Janeiro, með tilliti til þess að þær eru ætlaðar til áts í Frakklandi. Nú skulu kflóin fjúka Gróin og ágæt „I.íkams- rækt" auglýsir nú aukna fjöl- breylni í þjónustu í tilefni 15 ára afmæiis. Ýmislegt er þar nefnt sem til heilsubólar má verða. Meðal þess eru matar- kúrar og leiðbeiningar, vigtun og mæling. Mesta athygli Sandkorns vakti eftirfarandi: „3ja vikna kúrar 4 sinnum i viku". Um þetta er ekkert nema gotl eitt að segja en víst má lelja að kílóin fjúki við þessa meðferð. Bragi Sigurðsson Kvikmyndir Nureyev og Nastassja Kinski: Margir kalla þau kvikmyndapar ársins RUDOLF NUREYEV 0G NASTASSJA KINSKI SAMAN í NÝRRIMYND Rússneski ballettdansarinn Rudoif Nureyev og þýzka leikkonan Nast- assja Kinski hafa nýlokið viö að leika saman í kvikmynd sem ber nafnið Uppljóstrun. Nureyev hefur sem sagt lagt ball- ettskóna á hilluna í bili tíl að gerast kvikmyndaleikari, en þetta er í fyrsta sinn sem hann hittir hina undurfögru Nastössju sem náði heimsfrægð fyrir leik sinn I kvikmyndinni Tess undir stjórn Romans Polanski. í Uppljóstr- uninni leikur Nastassja fyrirsætu sem hittir fiðluleikarann Daníel (Nurey- ev) á listasýningu. Daníel verður strax ástfanginn af þessari laglegu stúlku og segir henni frá leyndarmáli sínu. Hann er á hött- unum eftir foringja hryðjuverka- manná sem staðið hafa að því að myrða foreldra hans. Nastassja er I þjónustu umrædds glæpaforingja en þykist auðvitað vera sakleysið upp- málað til að blekkja Nureyev. — Ég þekkti Nastössju ekkert áður en við lékum saman i myndinni, segir Nureyev. —* En nú er ég stórhrifinn af henni. Hún á örugglega eftir að ná jafnlangt og Ingrid Bergman — bara ef hún gætir þess að velja sér rétta leikstjóra. Ég vildi gjarnan leika á móti henni aftur. Nastassja er aðeins 21 árs að aldri en hefur þegar unnið með mörgum heimsþekktum leikstjórum, eins og t.d. Polanski, Coppola og Schrader, en það er James Tobac sem stjórnar þessari nýju mynd hennar. Nastassja hefur keypt sér hús í New York og býr þar ásamt móður sinni. Og nú hefur hún í hyggju að reynasigáleiksviði. Lemmon og Matthau í nýrri kvikmynd Nýlega var frumsýnd í Bandaríkj- unum kvikmyndin Buddy Buddy með þeim félögum Jack Lemmon og Walter Matthau. Er þetta fjórða myndin sem þessir vinsælu leikarar leika saman í og jafnframt 25. mynd- in sem Billy Wilder leikstýrir. Myndin hefur ekki hlotið mjög góða dóma. Segja margir gagnrýn- endur að þetta sé lélegasta mynd Billys Wilders hingað til en það sem haldi henni uppi sé afburða leikur Lemmons og Matthaus. Lemmon leikur þarna misheppn- aðan eiginmann sem leigir sér hótel- herbergi í þeim tilgangi að fremja þar sjálfsmorð. í næsta herbergi við hann er Matthau i hlutverki leigumorð- ingja sem hefur fengið það verkefni að skjóta mann út um gluggann á herberginu. Lemmon lítur á Matthau sem hreinustu himnasendingu: Félaga tíl að deila með síðustu stund lifs síns. Matthau er honum þó alls ekki sam- mála, það eina sem hann óskar eftir er að fá frið til að einbeita sér að „verkefni” sínu. Kvikmyndir Of lugasta rallkeppni Norðurlanda: Hörð keppni í sænska rallinu — Svíinn Stig Blomquist sigraði — Enginn íslendingur með að þessu sinni en bræðurnir Omar og lón Ragnarssynir kepptuífyrra Öflugusta rallkeppni Norðurlanda, Sænska rallið, var haldið um síðustu helgi í Karlstad í Svíþjóð. Keppnin var 1400 km með 25 sérleiðum og var þetta önnur keppnin á árinu sem gefur stig til heimsmeistara. Hin fyrsta var Monte Carlo rallið sem haldið var í janúar. Sænska rallið er sama keppnin sem þeir bræður Ómar og Jón Ragnarssynir tóku þátt í á síðasta ári með ágætum árangri, en enginn íslendingur var með I þetta skiptið. Alls tóku 130 bílar þátt í rallinuíár. Sigurstranglegastir frá upphafi þóttu Audi Quattro bílarnir þrír sem þau Hannu Mikkola, sigurvegari frá í fyrra, Stig Blomqvist og franska stúlkan Michelle Mouton óku. Óvist var að Michelle yrði með vegna meiðsla sem hún varð fyrir í Monte Carlo þar sem hún ók á húsvegg, en hún lét það ekki á sig fá og mættí galvösk til leiks. Á fyrstu sérleið bilaði bíllinn hjá Stig Blomqvist og féll hann við það niður i 113. sæti, en hann komst fljótlega af stað aftur og var kominn í annað sæti eftir að hafa sigrað á næstu 7 sérleiðum á eftir. Mikkola hafði hins vegar forystuna þegar leið að lokum keppn- innar og þegar tvær sérleiðir voru eftir leit út fyrir þrefaldan sigur fyrir Audi Quattro, en á næstsíðustu sérleið seig á ógæfuhliðina. Mikkola ók út af og meðan hann var að ná bilnum aftur inn á veginn komst Blomqvist fram úr honum. Ekki gekk jafnvel hjá Michelle Mouton að komast framhjá Mikkola, því að hún ók á bíl hans og henti honum út í skafl. Það tók Mikkola um 30 minútur að moka bilinn út aftur. Michelle lenti aftur á móti út af veginum hinum megin, en missti ekki nema nokkrar mínútur. Þó féll hún við það niður i 5. sæti. Stig Blomqvist sigraði sem sé í Sænska rallinu 1982 með því að vinna 16 sérleiðir af 25, og eru Svíar þar með búnir að hefna ófar- anna fyrir Finnum frá í fyrra, en þá sigraði Finni og var það í fyrsta skiptið í 30 ár sem Svíar höfðu ekki sigrað I þessari keppni. í öðru sæti varð aftur á móti Finninn Ari Vatanen á Ford Escort, Walter Rörl á Opel Ascona 400 ,varð 3. og Per Eklund á Saab turbo 4. Franska stúlkan Michelle Mouton Sigurvegarinn f Sænska rallinu 1981 Hannu Mikkola á Audi Quattro. Honum gekk ekki eins vel i ár, en sigurvegarinn Stig Blomqvist ekur á sams konar bfl. t öðru sæti um siðustu helgi var Ari Vatanen á Ford Escort. 1 fyrra ók hann á sams konar bfl. Ari Vatanen var heimsmeistari i rally 1981. hafnaði einsog áður sagði í 5. sæti. - Ólafur Guömundsson. t fyrra tóku bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir þátt i Sænska rallinu. Þá höfnuðu þcir í 66. sæti. DV-myndir ÓlafurGuðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.