Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. 9 lönd Útlönd Útlönd Myndin sem vakti svo mikla reiði i Bretlandi. Díana í bikini Tvö brezk blöð, The Sun og Daily Star, hafa nú beðið brezku konungsfjölskylduna afsökunar á mynd- um er blöðin birtu af Díönu prinsessu af Wales, íklœddri bikini einu saman. Díana er kominn fimm mánuði á leið ogskrapp hún ásamtKarli manni sínum í 10 daga frí til Bahama en þar voru myndirnar teknar með aðdráttarlinsum. Elízabeth drottning varð öskureið er hún sá mynd- irnar og almenningur hefur tekið þessa fréttamennsku afar óstinnt upp. Enda hafa bæði blöðin nú kallað fréttaritara sína og Ijósmyndara heim frá Bahama og yfirvöld á eyjunum gæta þess vel að sagan endurtaki sig ekki. Hjúkra ekki lengur útlend- ingum ókeypis Ríkisspítalar á Bretlandi eiga frá og með október næstkomandi að heimta greiðslur af útlendingum, sem njóta læknisþjónustu þeirra, eftir að stjórn íhaldsflokksins breytti regluni um þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar. Ýmsir íhaldsþingmenn hafa í fjölda ára kvartað yfir því sem þeir kölluðu misnotkun útlendinga á heilbrigðis- þjónustu Breta. Þegnar frá EBE-löndunum, Var- sjárbandalagsríkjunum, Austurríki, Noregi.Svíþjóð, Júgóslaviu, Portúgal, Nýja-Sjálandi, Möltu, Hong Kong og Gíbraltar munu áfram njóta ókeypis sjúkravistar á rikisspitölum i Bretlandi vegna gagnkvæmissamninga við þessi lönd. Eins verður ekki krafið um gjald fyrir hjálp í hreinum neyðartilvikum. Gert er ráð fyrir að þessi breyting muni leiða af sér sex milljón sterlings- punda tekjur fyrir spítalana. hjá Tlmes Ástralski blaðakóngurinn, Rupert Murdoch, segist vera búinn að segja 200 manns af skrifstofuliði The Times upp störfum en munu halda á- fram útgáfu blaðsins, ef hann geti. Murdoch tilkynnti þessar uppsagnir í gærkvöidi þegar farið höfðu út um þúfur samningaviðræður við forráða- menn launþegasamtakanna sem hlut eiga að máli. Murdoch hafði óskað eftir því að 600 segðu upp af sjálfs- dáðum til þess að fækka í mannahaldi TheTimes úr 2600 i 2000. Bæði blöðin The Times og The Sunday Times tapa um 300 þúsund sterlingspundum á viku. Murdoch, sem keypti bæði blöðin fyrir ári eftir nokkurt hlé á útgáfu þeirra, segir að rekstrinum verði ekki haldið gangandi með sama lagi lengur. Tapið á rekstrinum á þessum tíma nemur orðið um 15 milljónum sterlingspunda (kaupverðið var £12 milljónir). Starfsmannafélagið hefur lýst þvi yfir að það muni ekki láta sér uppsagnir þessara 200 lynda. Willoch á launa- skrá hjá iðnrek- endum Mikið fjaðrafok varð í Noregi þegar uppvist varð, að Kaare Willoch for- sætisráðherra hefði i yfir 20 ár þegið laun hjá samtökum norskra iðnrekenda, auk þingmannslauna. Og það þótt hann hafi, seinni árin, ekki unnið handtak hjá samtökunum. Hefur ekki um annað meira verið talað i Noregi síðustu vikuna því að al- menningur á bágt með að trúa því að hagsmunasamtök eins og þessi hafi menn á launaskrá án þess að njóta einhvers góðs af þeim. Á fyrstu níu mánuðum ársins 1981 fékk Willoch 90 þúsund norskar krónur hjá iðnrekendasamtökunum. Laun þessi hefur hann ávallt gefið upp til skatts. Willoch var áður starfandi hjá þessum samtökum. Fyrst sem ráðgjafi og síðan sem aðstoðarframkvæmda- Willoch dugði ekki ráöherralaunin. KVIKMYNDAMARKAÐURINN VIDÉO • TÆKI • FILMUR Skólavörðustíg 19, simi 15480 T rcsmíða vcrkstæði á Eskifirói til sölu. Tilboð óskast í trésmíðaverkstæði á Eskifirði. Húsið er 220 ferm, byggt 1965 og er með góðum vél- búnaði. Upplýsingar gefnar í síma 97-6179 utan vinnutíma. Í&tr vatnásvæðí Lýsu Félagið hefur tekið á leigu veiðiréttinn í Brynjudalsá í Hvalfirði sumarið 1982. 2 stangir. Stangarverðfrá kl. 400 til kr. 1100. Umsóknum frá þeim sem fengu ekki úthlutun í janúar í samræmi við óskir unt veiðileyfi i öðrum laxveiðiám verður sérstaklega sinnt. Einnig eru nú á boðstólum veiðileyfi á vatnasvæöi Lýsu á Snæfellsnesi. Stangarverð kr. 300. Upp lýsingar á skrifstofunni í Austurveri, s. 86050/83425. Stangaveiöifélag Reykjavíkur. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ i LIFANDISTARF 5 Duglegt og ábyggilegt fólk óskast til starfa við stórt fyrir- tæki í örum vexti, sem sér um sölu og innkaup á Reykja- ■ víkursvæðinu. Um er að ræða mikla möguleika og góð laun fyrir dug- mikið fólk. ■ Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. ■ Umsóknum sé skilar til auglýsingadeildar DV, Þverhvolti 11 fyrir 25. febrúar nk. merkt „Lifandi starf”. KNATTSPYRNUDEILD VÍKINGS Aðatfundur knattspyrnudeildar Víkings verður haldinn þriðjudaginn 2. marz nk. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðatfundarstörf. Stjórnin. /b\ Öorgartúni 2A \ / Sími 13630 oq 196i4 \/ Bí/a^a/a Bi/a/oiga Árg.: Vcrð: Volvo 245 GL, ok. 4 þús. km 1980 185.000 Volvo 244 DL, ok. 28 þús. km 1980 140.000 Dodgc Aspcn 2 d., ck. 30 þús 1979 145.000 Saab 900 GLS, ck. 30 þús., sjálfsk 1979 155.000 Saab 99 EMS, ok. 32 þús 1978 105.000 Honda Accord, ok. 2 þús., sjálfsk 1981 160.000 Mazda 626 2000,2 dyra, ck. 29 þús 1980 110.000 Galant 1600 GL, ckinn 20 þús. km. 1980 105.000 Bcnz 220 D, ný vcl, cinkabíll 1973 95.000 Lanccr 1600, ck. 13 þús 1981 95.000 Colt GL1200,5dyra 1981 95.000 Daihatsu Charadc svartur Runabout . . . 1979 75.000 Mazda 929,4 dyra sjálfsk. ck. 12 þús. . . 1981 130.000 Mitsubishi pick-up 4x4 L200 1982 127.000 BMW 316, 2 dyra, nýtt lakk 1577 95.000 Lada Sport, ck. 35 þús., ný dckk 1978 70.000 Honda Accord 1979 100.000 10 manna fallogur bíll, vcrð í sórflokki. . . 130.000) Ford Fairmont, ck. aðeins 36 þús 1978 80.000 BMW 320 6 cyl. ck. 10 þ. km 1982 180.000 Plymouth Volarc 4 d. ck. 38 þ. km 1979 138.000 Ch. Nova, gullfallcgur 1976 80.000 M. Bonz 240 D ck. 140 þ. km 1979 210.000 VÖRUBÍLAR: Volvo F87 m/2,5 tonna krana lítið ckinn. 1978 370.000 Volvo F88, ck. 270 þús. km 1969 180.000 Vcgna mikillar sölu undanfarið vantar allar gcrðir bíla á skrá. Einnig vantar allar gcrðir vörubíla og vinnuvcla á skrá. Stór og bjartur sýningarsalur, malbikað útisvæði. Opið frá kl. 9—7 alla daga — ncma sunnudaga. Símar 13630 og 19514.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.