Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Page 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Mála- liðarn- irfyr- irrétt Réttarhöldin í S-Afriku yfir inála- liðunum 45 sem sakaðir eru um rán á indverskri flugvél eftir misheppnaða valdaránstilraun á Seychelles-eyjum í nóvember síðastliðnum hefjast i dag. Lögfræðingar búast við að þau verði bæði löng og ströng og einhver þau dýrustu í dómssögu landsins. Málaliðamir undir forystu „Óða Mike” Hoare ofursta komu síðast fyrir rétt fyrir tveim mánuðum, þegar þeim voru birtar ákærurnar. Þeir hafa gengið lausir gegn tryggingu. Allir eru mennirnir Suður-Afríkanar (af misjöfnu þjóðerni) og lék grunur á að valdaránstilraun þeirra hefði verið studd af S-Afríkustjórn. Virtust yfir- völd ætla í fyrstu að taka létt á brotum mannanna, en vegna viðbragða er- lendis voru ákærur þyngdar. Sadruddin Aga Khan prins greindi mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna frá því í gær, að heimsbyggðin ætti í æ meiri erfiðleikum við að ala önn fyrir hinum mikla fjölda flótta- manna, sem fer stöðugt vaxandi. Flóttafólk er orðið yfir tiu milljónir. Aga Khan prins, sem áður veitti flóttamannahjálpinni forstöðu, skilaði mannréttindanefndinni sérstakri skýrslu, sem hann hefur unnið um fjöldaflótta eða þjóðflutninga. Segir hann að á sumum svæðum ( heiminum Mubarak vill sé flóttamannastraumurinn slíkur að minni á óstöðvandi blæðingu: „Nýjar hugmyndir misskildar eða óaðgengilegar fyrir hluta íbúa, grímu- laust kynþáttamisrétti, borgarastríð, hryðjuverk, harðstjórn, innrásir út- lendinga eða hrein örbirgð hafa neytt milljónir manna til þess að ákveða að það hljóti að vera þolanlegra að lifa utan síns föðurlands.” Án þess að nefna til flóttafólk frá Afghanistan (sem er talið vera yfir 2,5 milljónir manna) segir prinsinn að flóttamannastraumur til nágrannaríkja hafi lagt slíka byrði á gestgjafa og mannkynið 'að það sé orðið æ erfiðara undir henni að standa. — Skoraði hann á Sameinuðu þjóðirnar að koma sér upp aðstöðu til þess að hafa meiri and- vara á sér, þar sem búast mætti við landflótta í stórum stil, svo að unnt yrði að láta í té hjálp í tæka tíð. 7 af útlenzku málaliðunum, sem reyndu að ræna völdum á Seychelles-eyjum, urðu eftir þar meðan 45 félagar þeirra sluppu til S-Afríku með því að ræna ind- verskri farþegaþotu. — Sjömenningarnir svara til saka fyrir innrásina, en hinir eru ákærðir fyrir flugrán. fylgja áfram friðarbraut með ísrael Hosni Mubarak Egyptalandsforseti lét hafa eftir sér í morgun að Egyptar mundu halda áfram á friðarbraut sinni með ísrael þegar ísrael hefði skilað þeim aftur Sinai eins og til stendur 25. apríl. Mubarak sagði að skil ísraelsmanna á Sinaí gengju samkvæmt áætlun en í Egyptalandi mundi þó ekki verða efnt til neinna sérstakra hátíðarhalda í til- efni 25. april. Yfir standa enn viðræður Egypta og ísraela til þess að leysa úr ágreiningi um orlofsbæinn Taba við Rauða hafið. „Friðarstefnan er nokkuð sem Egyptar völdu sér. Egyptaland mun ekki láta nauðga sér til eins eða neins,” sagði Mubarak. Hann sagðist mundu fagna bættri sambúð við arabalöndin, en Kairó mundi ekki neyða sig upp á neinn hinna arabísku bræðra. Egyptalandsforseti vék síðan að ýmsum þjóðarvandamálum Egypta, eins og efnahagsörðugleikum og offjölgunarvandanum. Sagðist hann hafa skorið niður ýmis útgjöld forseta- embættisins til þess að setja öðrum ráðuneytum fordæmi. Eins verður hætt við hersýningar 6. október (í tilefni sóknarinnar yfir Súez) til sparnaðar. Murbarak kvaðst hafa í bígerð ráð- stefnu til þess að fjalla um offjölgunar- vandann. Egyptar eru um 44 milljónir og þeim fjölgar um 1,3 milljónir áári. Mála selina græna Menn viluðu ekki fyrir sér að brjót- ast með skip sitt gegnum ísbreiðurnar á Lawrenceflóa við Kanada í gær til að mótmæla þeim selveiðum sem þegar eru hafnar þar. Var hér kominn Rainbow Warrior þeirra Grænfriðunga. Hafði hann verið sex daga á leiðinni frá Halifax og átti enn um 20—30 mílur ófarnar að veiði- svæðinu. Vonaðist talsmaður Græn- friðunga til að þeir næðu þangað í dag. Selveiðimenn hafa nú þegar veitt 5000 seli af þeim 20.000 sem þeir mega veiða á flóanum en aðalveiðarnar und- an Labrador ströndinni eru vart hafn- ar. Grænfriðungar hafa í hyggju að mála selina græna. Álita þeir að þeir bjargi lífi dýranna með því að gera skinn þeirra verðlaus. vaxandi byrði á mannkyninu Flóttafólk sf- Nauðungaruppboð sem auglýst var i 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta I Laugavegi 69, talinni eign Siguröar Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. og Tryggingast. ríkisins á eigninni sjálfri föstudag 12. marz 1982 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta í Hvassaleiti 12, þingl. eign Stefáns V. Pálssonar, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag 12. marz 1982 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta I Háalcitisbraut 43, þingl. eign Hilmars Sigurbjartssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk á eigninni sjálfri föstudag 12. marz 1982 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta í Laugavegi 18, þingl. eign Vegamóta hf., fer fram eftir kröfu Gjaldhcimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 12. marz 1982 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavfk. MMMAmMSm óskar eftir umboðsmanni í Bolungarvík. Upplýsingar gefur Sjöfn Þórðardóttir ísíma 94-7346. cr NÚ í fromstu röð hátalara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.