Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982. Menning Menning Menning Menning Enn ein sýningin i Nýlistasafninu við Vatnsstig 3b. Nú er það Ingólfur Örn Arnarsson sem sýnir nokkur nýleg verk. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 16—22 og um helgar frá kl. 14—22. Sýningunni lýkur 11.3. Skýr grunnur Ingólfur Örn Arnarsson er lista- maður al' yngri kynslóðinni. Hann hefur numið nt.a. í Hollandi og til- einkað sér þær lislhugleiðingar scm komið hafa frani nteð concerplistinni á síðaslliðnum 15 árum. Verkin hér á sýningunni liafa öll skýrl afmarkaðan hugmyndlegan grunn, hugntynd, sem listamaðurinn hefur alið og síðan reynjr að yfirfæra í sjónræna heild — myndverk. En í þessum verkum er það ekki plastiska (fornt-i- efni) lilið list- averksins, sem slýrir myndþróuninni, heldur cr efnið og hin myndræna framsetning eingöngu aflciðing þeirra hugmynda, sem listantaðurinn vill tjá okkur og l'jalla unt. Þessar hugmyndir spanna ofl á tíðum yfir mjög hreill svið, eins og sjá tná hér á sýningunni: Ijós-birta: tími-rými: gildismal; lif-dauði. Verk-myndir El' litið er nánar á einstaka verk, er fyrst að nefna al'ar athyglisvcrða rannsókn á Ijósinu og santspili þess Listamaöurinn spilar með okkar venjubundna gildismat: landslag úr sykri. Myndlist GunnarB. Kvaran við raunveruleikann. I þessu verki lýsir listamaðurinn áhrifum ,.yfirlýs- ingar” á okkar sjónrænu skynjun. Hlutirnir eru varl sjáanlegir og lista- maðurinn teiknar á blaðið rétt skitrp- ustu úllínurnar, sem við skyujum i gegnuni Ijósmóðuna. Í raun verðum við að rýna i verkið til að greina teikninguna. Og þcgar við l'örum lengra l'rá verkinu er sem alll renni saman i eitt, renni inní hvítt Ijósið, og um leið breytist verkið og vcrður eins UOSMYNDIR HUGMYNDIR og einn sól-birlugeisli frá vin.stri til Itægri. Þetta verk er eitt það athyglisverð- asta sem gert hefur verið í hugmynda- lisl hér á landi. Hér er um að ræða vitsmunalegt ferli sem ber volt um skýra og nákvænta úrvinnslu á þeirri frumhugmynd sem liggur í einfaldri alhugun á eðli birtunnar og áhrifum hennar á sjónræna skynjun. Þrep En í næsta verki er annað uppi á teningnum. Hér eru það Ijósmyndir af 2 stigaþrepum, sem teknar eru á Iveimur mismunandi stöðum í sama stiga. Listamaðurinn tjáir okkur hér í senn líma og rými (milli þrepanna) og umfram allt reynir hann að draga fram þá ..reynslu” sem skráð er i við- komandi stigaþrep. Á sama tíma eru þrepin tengd lóðréttum dyrakarmi sem gefur verkinu i heild nýja vidd og yfirgripsmeiri lestur. Við erum kannski ekki langt frá „rómantískri" þjóðháttafræði. Húð-sykur í enn öðru verki eru það hugleið- ingar um efnið dautt og lifandi. Listamaðurinn sýnir mynd af eigin brjósti sem þakin er hvitum leikhús- farða. Myndin er hengd upp hægra megin á vegginn. Með því vill lista- maðurinn fá ákveðið samspil milli holdssins og steinsteypunnar í veggnum. Ytra efni brjóstsins hefur fengið „dautt” yfirbragð, sem þrátt fyrir allt geymir hjartslátt sem kannski er hægt að greina í Ijósmynd- inni. Þetta er eflaust í fyrsta sinn sem listamaður reynir að „Ijósmynda eigin hjartslátt!” Auðvitað er hér verið að spila með okkar venjubundna gildismal, likl og í öðru verki sem er „landslag” úr sykri. í þessum verkum eru okkar hefðbundnu hugtök rugluð í ríminu, sykur fengið nýtt gildi og orðið lands- lag enn nýja vídd. Óaðgengileg sýning Þegar á heildina er litið er Ijóst að sýningin er afar óaðgengileg. ,lú, auðvitað eru verkin ekki nein lil- viljun, — ennfremur sem þau eru vandlega unnin hvað varðar mynd- ræna framsetningu. En þaðeru engin nöfn, eða engin vísbending um lestur og skilning, því að þessi listaverk byggjast á ákveðnum vitsmuna- legum, skýranlegum hugmyndum. Forsendan fyrir þessum verkum er afar skýr, einu sinni þegar maður hel'ur rætt við listamanninn. En l'yrir einhvern sem rekst inn og sköðar, þá fer hann ekki margs vísari út aflur. Það er greinilegt að „coneeptlista- menn” hér á landi þurfa að vinna sýningarnar betur og nákvæntar þannig að listin, form og inntak, verði aðgengilegri og skýrari í hugum hins almenna áhorfanda. Það verður að brúa betur bilið milli listamanna og listunnenda. Þá er það ennfremur staðreynd að sýningarnar í Nýlistasafninu standa alltof stutt, einkum þegar haft er i huga að þessi listavefk eru ekki alltaf auðmeltanleg fyrir áhorfendur í fyrstu atrennu. -G.B.K. STARF YFIRFISKMATSMANNS Á SNÆFELLSNESI Starf yfirmatsmanns hjá Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða, með búsetu á Snæfellsnesi, er laust til umsóknar. Starfsreynsla og matsréttindi í sem flestum greinum fisk- vinnslu æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist Sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 26. mars nk. Sjávarútvegsráðuncytið 5. mars 1982. Fiskiskip Til sölu er 29 rúmlesta fiskiskip smíðað árið 1976. Allar rtánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs ís- lands í síma 28055 og hjá Valdimar Einarssyni í síma 33954. Tilboð óskast send Fiskveiðasjóði íslands fyrir 16. marz nk. Fiskveiðasjóður Islands. TILKYIMNIIMG til söluskattsgrciöcnda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjald- dagi söluskatts fyrir febrúarmánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 8. mars 1982. Listamaðurinn lýsir áhrifum „yfirlýsingar” á okkar sjónrænu skynjun. Akveðin reynsla er skráð i efnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.