Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Qupperneq 36
Væringar innan Framsóknar vegna f ramboðsiistans í Reykjavík? JÓSTBNISPARKAD EN VALDIMAR í 4. SÆTI? Búizt er við geysilega hörðum átökum á fulltrúaráðsfundi Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, sem fram á að fara á mánudaginn kemur en jiar verður endanleg afstaða tekin lil skipanar efstu sæta lista fram- sóknarmanna í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Uppstillingarnefnd flokksins er klofin í áliti sínu á skipan efstu sæt- anna og koma a.m.k. tvær uppá- stundur frá henni til atkvæðagreiðslu á fulltrúaráðsfundinum á mánudag- inn. Þá hefur heyrzt að fulltrúaráðið sjálft eða aðilar innan þess ætli að koma með þriðju tillöguna og má bú- ast við mikilli sprengingu innan flokksins ef hún verður samþykkt. Samkvæmt þeirri tillögu mun Jósteinn Kristjánsson verða settur út af listanum. í hans stað i 4. sætið komi aftur á móti Valdimar Kr. Jónsson en hann neitaði að taka sæti á lista uppstillingarnefndar á dögun- um, þar sem hann taldi sig ekki hafa fengið nægilega góða kosningu á prófkjöri flokksins fyrr í vetur. Jósteinn Kristjánsson, sem allur slagurinn stendur um, varð í 3. sæti i prófkjörinu. Hann bauðst til þess að skipta á sæti við Sigrúnu Magnús- dóttur, sem varð þar í 4. sæti. Meirihluti uppstillingarnefndar gekk að þessu tilboði hans og samþykkti að efstu sætin yrðu þar með skipuð þeim Kristjáni Benediktssyni, Gerði Steinþórsdóttur, Sigrúnu Magnús- dóttur, Jósteini Kristjánssyni og Sveini G. Jónssyni. DV bar þessa frétt undir Jóstein i morgun en hann sagðist ekkert vilja um málið segja á þessu stigi. Sama sögðu nokkrir aðilar úr fulltrúa- ráðinu sem við töluðum við. Sumir þeirra þóttust ekkert við þetta kann- ast, en viðurkenndu þó að þarna væri um mjög viðkvæmt mál innan flokksins að ræða. -klp- „Nú er úti veður vott, verður attt að klessu..." segir í kvæðinu sem vel á við þessa l/ósmynd Einars Ólasonar er hann tók í ofankomunni sem reið á búka Reykvíkinga í morgun. Þeir á Veðurstofunni tjáðu blaðinu að éljaveður myndi ríkja á öllu landinu í dag. Áttin yrði breytileg og búast mætti við kalda og víðast vægu frosti frameftir kvöldi. Frjáls fJSImiðlun hf.: KAUPIR EKKI VIDEÓSÓN — Undirbýr stofnun nýs kapalkerf is Allar horfur eru nú á þvi, að ekkert verði af kaupum Frjálsrar fjölmiðl- unar hf., útgáfufélags DV, á meiri- hluta hlutafjár í fyrirtækinu Video- són hf. Þess í stað er að hefjast á vegum Frjálsrar fjölmiðlunar hf. undirbúningur að stofnun nýs kapal- kerfis. Þetta kom fram í samtali DV við stjórnarformann Frjálsrar fjölmiðl- unar hf., Svdn R. Eyjólfsson. Kaupsamningur var gerður hinn 2. niarz sí. milli nokkurra hluthafa i Videosón hf. og Frjálsrar fjölmiðlun- ar hf. um kaup á 66% hlutafjár í Videosón hf. svo sem skýrl var frá i DV sl. fimmtudag. Í kaupsamningi þessum voru ýmsir fyrirvarar svo að ekki átti að verða Ijóst fyrr en að nokkrum dögum liðnum hvort hann kæmi endanlega til framkvæmda. Sagði Sveinn R. Eyjólfsson í sam- talinu við DV. að ein aðalástæðan til þcss að kaupin yrðu að ganga til baka væri djúpstæður ágreiningur milli núverandi hluthafa í Videosón hf., m.a. um skuldastöðu fyrirtækis- ins. Stofnun sjálfstæðs kapalkerfis hefur um skeið verið til athugunar hjá stjórnendum Frjálsrar fjölmiðl- unar hf. og verður þeim undir- búningi nú haldið áfram. Sveinn R. Eyjólfsson kvað ekki tímabært að ræða um þau áform. Þó væri Ijóst að áhcrzla yrði lögð á þrjú megin- atriði: vandaða dagskrá, tp.a. þannig að einungis yrði sýnt efni sem löglegur sýningarréttur væri að, góða þjónustu við notendur kerfis- ins, og innlenda dagskrárþætti, aðallega með því að kaupa efni til sýningar af íslenzkum kvikmynda- gerðarmönnum. -SG. Tel eðlilegt aðþaðsé samkeppni — segir Steingrímur Hermannsson ,,Ég kallaði flugráðsmenn, flug- — En er ekki verið að selja Iscargo málastjóra og fleiri aðila á minn fund með leyfunum? i gær og ræddi almennt við þá um . ,,Nei. Ef af kaupunum verður þarf þær tilraunir sem farið hafa fram sið- Íscargo að skila inn leyfunum og ustu mánuðina um að fá flugfélögin ráðuneytið rnun síðan úthluta þeim til að gera tillögur um skiptingu leiða aftur. Hvorl þau koma i hlut Arnar- og viðtækt samstarf. Einnig ræddi ég Eugs er ekki Ijóst en þeir munu um það viðhorf sem kynni að skapast væntanlega sækja um þau. ” ef Arnarflug keypti cignir lscargo eða Steingrímur sagði að hann myndi féiögin rynnu saman á einn eða eiga fundi með flugféiögunum á annan hátt. Þetta var almenn næstunni til að ræða frckari skipt- umræða og ég lýsti viðhorfum "'gu fiugleiða ef til þess kæmi. mínum til þessara mála.” Samkvæmt upplýsingunt blaðsins Hver voru þau viðhorf? lýsti ráðherrann þvi yfir á fundinum Flugfélögin ættu að vera a.m.k. með flugráði að hann hygðist veita tvö í áætlunarflugi, þar af annað meö Arnarflugi leyfi til áætlunarfiugs til stærstu leiðirnar en hitt sem væri að Amsterdam. Eins og fram kom í DV í mestu í leiguflugi en hefði þó eitt- gær samþykkti meirihluti stjórnar hvert áætlunarflug til að gefa því Arnarflugs að kaupa Iscargo á tæp- betri starfsgrundvöll. lega 30 milljónir króna. -ÓEF. frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982. Skoðanakönnun framsóknarmanna í Hafnarfirði: Markús fékk flestatkvæði Síðari umferð í skoðanakönnun framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor var haldin sl. Iaugardag. Félögin höfðu kosið 100 kjörmenn til að taka þátt í skoðanakönnuninni og af þeim greiddu 99 atkvæði. Tólf manns voru í kjöri og átti að raða þeim í sæti 1,—4. Kosn- ingin var ekki bindandi. Markús Á. Einarsson, núverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hlaut flest atkvæði eða 80, þar af 76 í 1. sæti. Næst kom Arnþrúður Karlsdóttir með 68 atkvæði þar af 21 í 2. sæti. Ágúst Karlsson hlaut samtals 66 at- kvæði, þar af 47 í 2. sæti og Garðar Steindórsson hlaut 42 atkvæði þar af 21 í 3. sæti. Aðrir fengu færri atkvæði. -ÓEF. Stúdentapólitíkin: Útvarpaðfrá kappræðu- fundiíkvöld í kvöld verður útvarpað frá kapp- ræðufundi í hátíðarsal Háskóla Is- lands. Þar leiða saman hesta sína fram- bjóðendur til stúdentaráðs og háskóla- ráðs. Þrír listar bjóða fram: A-listi Vöku, B-listi Félags vinstri manna og C-listi Félags umbótasinnaðra. Fundurinn hefst kl. 20.00 og munu frambjóðendur hinna þriggja fylkinga halda framsöguræður í þrjátíu minútur hver. Að framsögu lokinni er mæl- endaskrá opin hverjum sem taka vill til máls. Útvarpað verður á FM 90,9. Núverandi staða í háskólapólitíkinni er sú að Vaka og Umbótasinnaðir mynda meirihluta í stúdentaráði gegn vinstri mönnum og bendir flest til að sá meirihluti haldist eftir kosningar. -gb. LOKI Tollurinn rannsakar nú skjaldbökumálið með hraða snigi/sins. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.