Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982. IMIMABlBÆWnB frjálst, ahað Hagblað Útgófufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgófustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smóauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sími 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskriftarverð á ménuði 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. Fríðrík tókst þaö Fyrst og fremst er að þakka Friðriki Ölafssyni, forseta Alþjóða skáksambandsins, að Bella og Igor Kortsnoj hafa fengið fararleyfi úr Gúlaginu mikla eftir fimm ára tilraunir til að komast vestur fyrir tjald til Viktors Korts- noj. íslenzkir utanríkisráðherrar sem aðrir töluðu fyrir daufum eyrum steinrunninna fangabúðastjóra sovézka kerfisins, er hefur það að homsteini, að einstaklingurinn skuli aldeilis fá að f inna fyrir skorti á aðlögun að kerfinu. í málum sem þessum skiptir engu, þótt Sovétríkin séu aðilar að mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi þar á ofan undirritaö sérstakt Helsinki-samkomulag, sem meðal annars telur ferðafrelsi til mannréttinda. Úrslitum réði, aö í fyrra frestaði Friðrik heimsmeist- araeinvígi Karpovs og Kortsnojs á þeim forsendum, að f jölskyldumál Kortsnojs stæðu í vegi þess, að fyllsta jafn- ræði ríkti í öllum atriðum milli keppenda. Eftir hatrammt málastapp var Friðrik lofaö persónu- lega, að fjölskyldumál Kortsnojs skyldu verða leyst aö vori. Og nú er að renna upp eitt dæmi þess, að kerfið getur staðið við loforð og er ekki alls vamað. Á móti varð Friðrik að fórna meginreglunni, að keppni fari ekki fram við þær aðstæður, að fjölskyldu annars aðilans sé haldið í gíslingu af hálfu útgerðarmanna hins aðilans. Hann varð að láta halda marklaust einvígi í Merano. Auk þess varð Friðrik að gefa fúlar yfirlýsingar, sem menn keppast nú við að gleyma, þegar menn telja fegnir dagana til endurfæðingar Bellu og Igors út úr Gúlaginu mikla. Þær áttu bara að gleðja illmennin á lokastigi samninganna. Hitt stendur eftir, að frá siðferðislegu sjónarmiði er eng- inn heimsmeistari í skák um þessar mundir. Karpov hef- ur aldrei varið titil sinn á jafnréttisgrundvelli, heldur hef- ur hann orðið aö láta halda fólki í gíslingu. Slíkt framferði þekkist ekki í öðrum keppnisgreinum á alþjóðlegum vettvangi og er ljótur blettur á Alþjóða skáksambandinu. Sú niðurlæging blífur, þótt fjölskyldu- mál Kortsnojs verði nú leyst eftir fimm ára baráttu. Sjálfur hefur Karpov ekki hugmynd um eðli drengskap- ar í leik. Ofan á illa fengna tign hefur hann heima fyrir haft forustu í að kúga skákmenn undir kerfið. Hann er skákinni til skammar eins og heimsmeistarinn Aljekín á sínum tíma. Ekki er auðvelt f yrir Friðrik að haf a valdamikla Sovét- menn innanborðs í Alþjóða skáksambandinu. Ekki er hægt að ætlast til, að hann hreinsi andrúmsloftið á einu kjörtímabili. Sambandið var of djúpt sokkið, þegar hann tók við. Töluverðar horfur eru á, að Friðrik fái annað kjörtíma- bil til aö draga úr siðferðislegri eymd Alþjóða skák- sambandsins. Frelsun Bellu og Igors verður ef til vill sú rós í hnappagatinu, er dugi honum til endurkjörs. Kortsnoj væri sennilega heimsmeistari, ef leikreglur hefðu verið virtar. Hans tími er liðinn, en nýir taka við. Ef næsti áskorandi má keppa á jafnréttisgrundvelli, fær skákin aftur raunverulegan heimsmeistara. Slíkt væri jafnframt lokasigur Friðriks Ölafssonar í tor- sóttri viðleitni hans við að efla reisn Alþjóöa skák- sambandsins. Islendingar vilja gjama bera nokkum kostnað af forsæti Friðriks og styðja hann með ráðum og dáð. Jónas Kristjánsson. v r: f. -v v- ■; r. • .' .••■ . ~ ; •: - • ■: . ; . " ; - ; r \ : ° - <n z r Togaraútgeröin rekin meö tapi. Fiskvinnslan í erfiöleikum. Stórtap í flestum greinum iönaðar. Land- búnaöarvandinn eykst, samfara aukinni offramleiöslu á dilkakjöti. Ástandiö í peningamálum alvarlegt. (Seðlabankinn sá eini sem græðir.) Gjaldeyrisvaraforðinn aö étast upp. Gengið fallið, (opinbert leyndar- mál.) Þjóöartekjur fara minnkandi. Lánatökur erlendis allt of miklar. Veröbólgan eykst. Steingrímur Hermannsson, for- maöur Framsóknarflokksins, segir þetta. Og ef Steingrímur segir þaö hlýtur þaö aö vera satt! Steingrímur gengur lengra því aö hann lýsir því yfir aö ekki sé til ein einasta króna til þess aö hækka laun í landinu. Þvert á móti veröi aö telja niöur launin, eins og allt annað. Og Steingrímur er ekki einn um þá skoðun aö nú sé allt aö fara á haus- inn. Svavar Gestsson, formaöur Al- Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason skrifar stjórnin finni einhverja leiö út úr vandanum sem gerir bollaleggingar um kaupskeröingu eöa ekki óþarfar. Nú kæri ég mig ekki um aö spá um framtíðina. Fyrir spámenn er best aö foröast shkt, og spá fyrir um hlutina jafnóðum og þeir gerast. En þó flaug mér í hug hugsanleg lausn á vandanum eina nóttina sem ég lá andvaka og haföi áhyggjur af þjóðarhag. Þaö er nefnilega ekkert nýtt undir sólinni. Lesendur rekur eflaust minni til þess að þegar þjóöarbúið rambaöi síöast á barmi gjaldþrots, fyrir um þaö bil ári, kom í ljós aö Seðlabankinn hagnast þó nokkuö á gengisfellingu og gengissigi. Svo viröist sem Seðlabankinn hafi leikiö þann ljóta leik aö nýju aö hagn- ast á þrengingum þjóöarbúsins. Steingrímur upplýsir aö bankamir skuldi nú Seðlabankanum 500 millj- ónir króna. Þaö er augljóst aö þetta Hvaða efina- hagsvandi? þýðubandalagsins, er honum sammála um vandann, skv. frétt í Þjóðviljanum: „Um efnahags- ástandiö sagði Svavar m.a. aö viö gætum ekki látið eins og ekkert sé þótt sjávarafli minnki verulega og peningakerfiö í landinu sé aö sigla í strand ef ekkert veröur aö gert.” Hinsvegar greinir þá ráðherrana á umlausná vandanum þvíaöSvavar segir: „Við Alþýöubandalagsmenn erum ekki tilbúnir aö leysa efna- hagsvandann með árásum á kjör láglaunafólksins.” Hér er nefnilega móralskt spurs- mál á ferö. Það er allt í lagi að skapa vandann meö því að ráöast á lífskjör almennings. En þegar vandinn hef- ur verið skapaöur eru lífskjörin orð- in svo slæm aö ekki er forsvaranlegt aö skerða þau frekar til þess að greiöa út honum. Osjóaðir menn í pólitík kunna að spyrja, í bamslegri einfeldni, hvers vegna hafi þá veriö ráöizt í þaö þrek- virki aö skapa vandann í upphafi. Svariö viö því er einfalt! Ef ekki er vanda viö aö fást, væri stjórnmála- menn og hagfræöingar óþarfir. Þjóöfélagiö hefur skyldur gagnvart öllum sinum þegnum og verður aö s já þessum mönnum fyrir vinnu. En nú höfum við semsagt komizt að því, að við eigum í erfiðleikum. Hvað er þá til ráða? Steingrímur vill skerða laun. Svavar tekur það ekki í mál. Hér virðist vera komin upp mjög erfið staöa. Uti í bæ sitja óvildarmenn ríkisstjómarinnar og spá henni falli (eða sprengingu, þaö er lykilorðiö í dag). Aflt virðist velta á því að ríkis- er óverjandi. Þennan hagnað verður að þjóönýta. 500 milljónir er dálagleg upphæð. Þaö mætti vissu- lega fara langt meö það aö leysa vandann meö því aö koma þeim í um- ferö. Hvaðan ætli Seðlabankinn hafi svo sem fengiö þessar 500 milljónir króna? Og þaö þýöir ekkert aö segja aö þetta sé bara bókhaldsatriði. og aö peningarnir séu ekki til. Ef peningamir eru ekki til er skuldin ekki til! Þaö má ekki leyfa bókhalds- mönnum að standa í vegi fyrir vel- ferð þjóðarinnar. Lausnin er einföld. Viö látum Seölabankann fjármagna lausnina á efnahagsvandanum. Svo geta Stein- grímur og Svavar snúið sér aö raun- verulegum vandamálum, svo sem kvennaframboðumog þess háttar. ÓBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.